Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann BergurSveinsson fæddist í Vestmannaeyjum 19. september 1930. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja þriðjudaginn 24. ágúst síðastliðinn. Jóhann var sonur Sveins Jónassonar, f. 9. júlí 1902, d. 26. des- ember 1981 og Ragn- hildar Jóhannsdótt- ur, f. 14 ágúst 1904, d. 8. maí 1972. Systkini Jóhanns eru Guð- finna, f. 15. júní 1928, maki Sigurður Eiríksson, f. 22. mars 1928, Sigurður, f. 15. júlí 1929, d. 12. desember 2003, Nína, f. 21. mars 1933, d. 30. júní 1990, Jónas, f. 23. sept 1937, d. 13. ágúst 2000, Sveinn Víkingur, f. 11. apríl 1941, maki Jónína Helgadóttir, f.19 maí 1947, og Hrafnhildur, f. 22 mars 1943, d. 1. febrúar 1997. Jóhann kvæntist Júlíu Sigur- geirsdóttur, f. 31. ágúst 1937. Þau eiga fjögur börn, þau eru: a) Ást- hildur Edda f. 3. október 1957, d. 31. desember 1962, b) Sigurgeir Svanur, f. 19. desember 1958, c) Guðfinna Bryndís, f. 19. október 1961, börn hennar eru Jóhann Davíð Albertsson og Helena Júl- íusdóttir og d) Kristinn Edgar, f. 20. október 1964, kvæntur Ingu Sveinbjörgu Ásmundsdóttur, f. 12. apríl 1970, börn þeirra eru Bergur Edgar og Gyða Sveinbjörg. Jóhann ólst upp í Vestmannaeyjum til 17 ára aldurs er fjöl- skylda hans fluttist að Efri-Rotum undir V-Eyjafjöllum. Þar starfaði hann við hin ýmsu sveitastörf og einnig við múrverk. Hann fluttist til Keflavíkur árið 1961 þar sem hann starf- aði í fyrstu sem verk- stjóri í fiskverkun í Hraðfrystistöð Keflavíkur. Hann hóf starf sem lögreglumaður árið 1964 og var síðar varðstjóri og gegndi því starfi í 12 ár. Tók þá við starfi heil- brigðisfulltrúa Suðurnesja og starfaði sem slíkur til 70 ára ald- urs. Jóhann var frá unga aldri ötull áhugamaður um íþróttamál og var formaður Íþróttafélags Keflavíkur (ÍK) og kom einnig að frjálsíþróttaþjálfun. Að auki starf- aði hann að knattspyrnumálum innan Íþróttabandalags Keflavík- ur (ÍBK). Honum voru falin ýmis trúnaðarstörf og var hann um tíma í stjórn Félags heilbrigðisfull- trúa. Útför Jóhanns verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elskulegi, yndislegi pabbi minn, mig langar að kveðja þig með þess- um fátæklegu orðum. Þú ljúflings- maðurinn, tekinn frá okkur og við trúum varla að þetta sé að gerast. Eina huggunin er sú að nú sértu orðinn heill heilsu aftur og búinn að hitta Eddu og þau hin. Þú varst minn klettur og visku- brunnur, allt sem þú sagðir við mig og ráðlagðir, það var ætíð algjör- lega pottþétt. Enda ófá skiptin sem ég leitaði til þín eftir ráðleggingum, minn kæri pabbi. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn, mamma búin að missa sinn lífs- förunaut og félaga og sinn allra besta vin í heiminum. Þið tvö svo yndislega samrýnd alltaf og góð hvort við annað, að ég sagði vinum mínum það eins oft og ég gat, með áköfu stolti. Maður sér það of sjaldan hjá fólki. Þið voruð góð fyrirmynd og ég bar djúpa virðingu fyrir þér alla tíð. Ótal minningar geymi ég í hjartanu um þig, sem allar eru góðar og ljúfsárt að rifja upp. Þú hafðir svo gaman af því að gleðja aðra, á mannamótum var oft horft til þín, með von um að þú myndir koma með gullkorn í ræðuformi, sem þú gerðir oft, tal- aðir til heilla brúðhjónum og margt annað sem gaman var að hlusta á. Mjög mikið af ljóðum er til eftir þig, og allt var þér yrkisefni. Meira að segja þegar þú lást um stund á St. Jósepsspítala, þá kom gullkorn á blað, um það sem þú sást út um gluggann hjá þér, það fannst mér frábært, alltaf að sjá björtu hlið- arnar á hlutunum. Þvílíkt æðruleysi sem einkenndi þig og kom berlega í ljós í mestu veikindunum, alltaf varstu að reyna að koma með létt- leika í vonlausar aðstæður, og frá þér streymdi hlýjan, til hjúkrunar- fólks í kringum þig og til okkar. Þér fannst mikilvægt að okkur gæti liðið vel, þrátt fyrir allt. Elsku pabbi, við munum öll líta eftir mömmu og takk fyrir að hafa verið einmitt pabbinn minn. Þín Bryndís. Jæja pabbi minn, þá er þessari þrautagöngu lokið hjá þér. Við héldum í þó nokkurn tíma að við annan sjúkdóm væri að eiga, sjúk- dóm sem hægt væri að sigrast á. Það var svo á vormánuðum 2004 sem við fengum staðfest að sjúk- dómurinn væri annar og alvarlegri. Frá þeirri stundu barðist þú hetju- legri baráttu í bardaga þar sem lík- urnar voru þér mjög í óhag. Stuttu eftir Jónsmessu kom svo í ljós að bardaginn væri tapaður og mætti á hverri stundu eiga von á að þú kveddir þennan heim. Nú tveimur mánuðum síðar er ég að rita til þín þessi kveðjuorð og ég vil þakka Guði sérstaklega fyrir að við skyld- um hafa fengið þessa tvo aukamán- uði með þér. Það var alltaf svo gott að leita til þín, pabbi minn, því þú hafðir alveg einstakt lag á að setja hlutina í samhengi, sjá hlutina í sínu rétta ljósi. Aldrei neitt fum og fát heldur sástu hlutina alltaf eins og þeir voru í raun. Nærvera þín var ein- staklega hlý og það var alltaf svo gott að leita ráða hjá þér því þú varst ákaflega réttsýnn maður. Enda kom það á daginn að þeir voru ófáir sem til þín leituðu eftir ráðum um hvernig best mætti koma fleyi sínu yfir lífsins ólgusjó. Æðru- leysi þitt við þessar erfiðu aðstæður sem þú varst settur í þessa síðustu mánuði mun um alla tíð verða mér til fyrirmyndar. Aldrei varst þú bugaður þó svo að oft værir þú þreyttur. Allt til hinstu stundar hélstu í vonina um að ná örlítið meiri þrótti til að komast aðeins meira fram til að eiga smávegis meiri tíma með ástvinum þínum. Aldrei hættir þú að dreifa því sem þú kallaðir H vítamíni þó svo að þú sjálfur værir sá sem mest þurftir á því að halda. Ég kveð þig nú elsku pabbi minn og ég þakka þér fyrir allar góðu hlýju stundirnar sem ég átti með þér. Ég þakka þér fyrir öll góðu ráðin sem þú hefur gefið mér um árin og ég þakka þér allt það góða sem þú hefur gefið fjölskyldunni minni. Ég mun ætíð minnast þess hversu vel þú hélst þinni reisn og virðingu við þessar erfiðu aðstæður og þess æðruleysis sem þú sýndir allt til síðast dags. Þinn sonur Kristinn Edgar Jóhannsson. Elsku besti afi minn, þá er búið að taka þig frá okkur mjög svo óverðskuldað, þvílík ósanngirni og ég bara kemst ekki yfir það hve ósanngjarnt og skyndilegt þetta líf getur verið! Þú áttir svo sannarlega ekki að fara svona fljótt frá okkur. En úr því sem komið er, er lítið hægt að gera og óska ég bara þess að þú munir hafa það alveg rosa- lega gott hinum megin við móðuna miklu og ég bið þig um að koma og heilsa uppá mig við tækifæri, mig langar svo að vita hvernig lífið er þarna hinum megin og hvað bíður þín og hvort þú getir ekki notið þín eins og þú átt skilið og skemmt þér og öðrum eins og þér er einum lag- ið. Ég get bara aldrei fullþakkað þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú hefur algjörlega verið mín stoð og stytta og á tímum hefði ég bara hreinlega ekki meikað meira ef það hefði ekki verið fyrir þig! Þú hefur kennt mér muninn á góðu og illu og það er þér að þakka að ég er mun betri að innan en annars væri og kem fram við fólk af þeirri virð- ingu sem það á skilið og kann betur að meta fólk í eldri kantinum því ég átti svo og á ennþá frábæran afa, þú ert ekki farinn frá mér þó svo að ég sjái þig ekki hérna lengur á hverjum degi, ég veit að þú munt vaka yfir mér og tryggja að ég lendi ekki í neinni vitleysu og að ég verði öruggur og mér muni ganga allt í haginn, því þannig maður ert þú alltaf hjálpandi öllum í kringum þig! Það er alveg ótrúlegt hvað þú hefur gert mikið fyrir mig og ég er svo gífurlega þakklátur fyrir það og eins er ég alveg svaðalega stoltur yfir því að þú sért afi minn. Ég veit það vel að þú munt ekki lesa þessa minningargrein hérna í Mogganum, en ég hef lúmskan grun að þú gægist örlítið yfir öxlina á mér er ég rita þessi orð. Jóhann Davíð Albertsson. Jákvæðni, manngæska, dugnað- ur, léttleiki, hollusta eru orð sem mér dettur í hug, þegar mér verður hugsað til Jóhanns. Ég kynntist Jó- hanni fyrir nokkrum árum þegar hann og Júlía eiginkona hans komu á leikfiminámskeið til mín. Jóhann átti stóran þátt í að gera nám- skeiðin eins skemmtileg og þau voru, því hann sá um að létta lund okkar í lok hvers tíma með því að segja okkur góðan brandara, gátu eða vísu. Hann slapp ekki út úr tíma nema koma með eitthvað gott í vegarnesti fyrir næstu daga. Ég hafði mikið gaman að því hversu duglegur Jóhann var við æfingar, oft var hann mættur töluvert fyrir tímann og var þá búin að hita sig upp í tækjum eða jafnvel boxa. Í lok hvers námskeiðs fór hópurinn og fékk sér heitt kakó og vöfflur með rjóma á, þá var öruggt að Jó- hann mætti dragfínn og vel greidd- ur og með eitthvað í pokahorninu. Einu sinni mætti hann með góða vísu sem hann gaf mér, sem ég mun geyma vel. Jóhann var einstakur nemandi, sem mér þótti mikið vænt um. Hann var svo hlýr og athugull. Allt- af sýndi hann manni áhuga á því sem maður var að fást við hverju sinni, hvort sem það var að hrósa manni fyrir góðan tíma eða músík, spyrja mig um litlu prinsessuna mína eða annað. Auðséð var hversu vænt honum þótti um Júlíu sína og hversu góð þau voru saman. Kæri Jóhann, það er ekki langt síðan ég frétti af veikindum þínum, en mér var verulega brugðið að heyra þær fréttir. Svona sprækur eins og þú varst í mínum huga. Ég var ákveðin í því að heimsækja þig og sjá hvort ég fengi ekki að heyra eina góða vísu eða svo, en það verð- ur að bíða betri tíma. Ég og félagar þínir úr leikfiminni söknuðum ykk- ar Júlíu á síðasta námskeiði, það vantaði þig á vinstri kantinn og Júl- íu í bakvarðarsveitina. Ég er þó JÓHANN BERGUR SVEINSSON Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR ÁRNASON fyrrverandi rafveitustjóri Norðurlandi eystra, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli fimmtu- daginn 26. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikning Vinahandarinnar, styrktarsjóð íbúa hjúkrunarheimilisins Sels, nr. 302-13-302300. Anna Hallgrímsdóttir, Jóna G. Ingólfsdóttir, Bjarni Þ. Jónatansson, Hallgrímur Ingólfsson, María Jónsdóttir, Sigríður E. Ingólfsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Árni G. Ingólfsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Valborg Salome Ingólfsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR SIGURVINSSON, Safamýri 56, sem lést fimmtudaginn 19. ágúst, verður jarðsunginn frá Garðakirkju fimmtudaginn 2. september kl. 15.00. Eyjólfur Harðarson, Sigþrúður Sæmundsdóttir, Hulda Harðardóttir, Anna Sess Harðardóttir, Ólafur Harðarson og barnabörn. Móðir okkar, GUÐNÝ SIGURBJÖRNSDÓTTIR FANNDAL hjúkrunarfræðingur og tónlistarkennari, Suðurgötu 6, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar mánu- daginn 30. ágúst sl. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. september nk. kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Kvenfélagið Von, Siglufirði. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Jóhanna Þórðardóttir, Sigurður Fanndal, Sigurbjörn Fanndal. Elskuleg eiginkona mín, systir, mágkona og frænka, ARNHEIÐUR GUÐFINNSDÓTTIR ljósmóðir frá Patreksfirði, sem lést mánudaginn 23. ágúst, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju laugar- daginn 4. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Pedersen. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON, Strandgötu 3, Patreksfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 30. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 3. september kl. 13.30. Valdís Viktoría Pálsdóttir, Aron Magnússon, Kristbjörg Kristmundsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Björn Bragi Sigmundsson, Anna Magnúsdóttir, Bob Tomolillo, Flosi Magnússon, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.