Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 41
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 41 Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís-lands stendur í dag fyrir móttöku ný-nema við deildina. Áshildur Bragadótt-ir er verkefnisstjóri kynningarmála hjá viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Hvernig mun þessi móttaka fara fram? „Nýnemakynning hefur verið haldin af deild- inni í mörg ár en fyrir þremur árum var ákveðið að halda hana með breyttu sniði og bjóða ný- nemum, eldri nemum og kennurum upp á grill að lokinni stuttri kynningu á deildinni þar sem rektor HÍ og deildarforseti kynna starf deild- arinnar, stjórn nemendafélagsins Mágusar kynnir starf síns félags og formaður SHÍ kynnir starf stúdentaráðs Háskóla Íslands. Að lokinni kynningu er nýnemum boðið í grillveislu í Odda.“ Hvert er markmiðið með viðburðum sem þess- um? „Markmiðið með að bjóða nýnemum í grill er að gefa þeim færi á að hittast á óformlegum nót- um, sem og að hitta eldri nemendur deildarinnar og kennara hennar. Eins og gefur að skilja fá nemendur tækifæri til að kynnast kennurum deildarinnar með öðrum hætti en gefst í fyrir- lestrartímum námskeiða vetrarins. Annað sem nýnemum sem öðrum nemendum stendur til boða eru opnar málstofur sem Viðskipta- fræðistofnun og Hagfræðistofnun halda sameig- inlega alla miðvikudaga kl. 12.15 í haust. Í dag mun Sveinn Agnarsson, Hagfræðistofnun, halda fyrirlestur um áhrif sjávarútvegs á íslenskt efna- hagslíf. Í erindinu er fjallað um mikilvægi sjáv- arútvegs fyrir íslenskan efnahag og velt vöngum yfir hvort atvinnugreinin sé þýðingarmeiri en fram kemur í opinberum hagtölum. Sérstaklega er litið til þess hve sjávarútvegur hefur mótað almenna hagþróun í landinu, þýðingu hans fyrir útflutning og hversu háðar margar smærri byggðir eru fiskveiðum og -vinnslu.“ Hvað eru margir nýnemar við viðskipta- og hagfræðideild HÍ? „Í dag eru um 160 nýnemar skráðir og svo er eitthvað af nemendum sem eru að hefja nám úr öðrum deildum. Það er aðeins fækkun frá því í fyrra en það ætti þá bara að vera þéttari hópur fyrir vikið. Undanfarið hefur fjöldi nýnema verið mjög mikill og kennsla því farið fram í stóra sal Háskólabíós sem er kannski ekki við bestu að- stæður. Núna getum við haldið kennslu úti í minni sölum. Það sem er líka að gerast að það er gríðarleg eftirspurn í meistaranám við viðskipta- og hagfræðideildina og þar hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Við höfum verið að fjölga mjög möguleikum til að sérhæfa sig á mörgum sviðum sem á stóran þátt í þessari aukningu.“ Viðburður | Móttaka nýnema við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Grillað fyrir kennara og nýnema  Áshildur Bragadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er gift Björgvini Snæbjörns- syni arktiekt og eiga þau saman þrjár dætur. Hún hlaut BA-gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ árið 1992 og MS-gráðu í stjórnun og stefnu- mótun frá viðskipta- og hagfræðideild HÍ 2004. Áshildur starfaði um tíma á starfsmanna- skrifstofu fjármálaráðuneytisins og síðan sem ráðgjafi hjá Stígamótum í fjögur ár. Hún tók við starfi verkefnastjóra kynningarmála viðskipta- og hagfræðideildar HÍ í ágúst. Hvernig fólk gerir svona? ÉG átti leið út að Smábátabryggju við Súðavog sl. föstudagskvöld en á leiðinni þangað gekk ég fram á tvo kettlinga, 4-5 mánaða, þar sem þeir voru fyrir framan svartan plast- poka sem þeir höfðu skriðið út úr eftir að hafa gert á hann gat. Pok- inn var fullur af skítugum kattar- sandi og svo virðist sem kettling- unum hafi verið hent þarna ásamt sandinum. Ég tók kettlingana með mér en þar sem ég er sjálf með hunda- og kattaofnæmi, gat ég komið kettlingunum á góðan stað, annar fékk inni á góðu heimili en hinn fer í Kattholt. Ég vil koma þessu á framfæri kattareigendum og öðrum til um- hugsunar og finnst mér skelfilegt að í dag skuli fólk gera svona. Dýravinur. Sammála Í VELVAKANDA var sl. mánudag pistill um frammígrip þáttastjórn- enda þáttarins Ísland í dag. Ég vil koma því á framfæri að ég er alveg sammála pistlahöfundi og er eig- inlega hætt að horfa á þáttinn vegna þessa. 080525-4519. Mikil öryggistilfinning ÉG vil koma því á framfæri í tilefni af tvöföldun hluta Reykjanesbraut- arinnar að það er allt annað að keyra brautina. Það er mikil örygg- istilfinning miðað við hvernig var og nú er hægt að taka framúr öðr- um bílum án þess að taka áhættu. Kona. GSM-sími týndist GSM-sími Nokia 3200, með glært cover og mynd af eigandanum og tveimur vinkonum aftan á, týndist í mátunarklefa í versluninni Retró í Smáralind síðastliðinn sunnudag. Eigandi símans saknar hans mjög. Skilvís finnandi skili símanum á þjónustuborð Smáralindar í um- slagi merktu: „Jóhanna 555 4101“. Kettlingur í óskilum SVARTUR kettlingur, 3–4 mánaða læða, fannst í Heiðmörk sl. föstu- dag. Upplýsingar í síma 565 6916. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Metnaður - Þjálfun Hvatning - Vellíðan - Árangur H a u k u r MJÓDD. Álfabakka 14a Sími: 587 9030 Netfang: gudbjörg@ballet.is Innritun Kennsla hefst 6. september Frekari upplýsingar: ballet.is 1.- 3. september kl. 16:00 -18:30 4. september kl. 11:00 -14:00 Dalvegi 4 • Sími 564 5700 • badstofan.isá öllum vörum! Nýi söngskólinn Tónlistarhúsinu Ými Skólasetning verður föstudaginn 3. september kl. 18.00 í Tónlistarhúsinu Ými. Kennsla hefst mánudaginn 6. september. Símar: 552 0600 og 893 7914. Netfang: songskoli@vortex.is Vefsíða: songskoli.is „Hjartansmál“ „Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið“ Stefán Jóhannsson, fjölskyldu- ráðgjafi. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskyldu- ráðgjafi. Föstudagskvöld 3. sept. kl. 20.00–22.00 • Hvað er meðvirkni? Jákvætt og neikvætt. • Kvikmyndin „Mirror of a Child“ um meðvirka fjölskyldu. Laugardagur 4. sept. kl. 9.30–16.00 • Tilfinningar. Ef þú stjórnar ekki tilfinningum þínum, þá stjórna þær þér. • Frá væntingum til veruleika. • Tjáskipti. Tölum við sama tungumálið? • Samskipti. Er þetta ég og þú, eða VIÐ? • Hvað er ofbeldi? Skráning fer fram í síma 553 8800. Meðvirkni Fyrirlestrar um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verða haldnir föstudagskvöldið 3. september kl. 20.00-22.00 og framhaldið laugardaginn 4. september kl. 9.30–16.00 í Kórkjallara Hallgrímskirkju. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.