Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 43
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 43 Fjöldi skemmtilegra námskeiða á haustönn Don Kíkóti 10 st. Námskeið haldið í samvinnu við Borgarleikhúsið Guðbergur Bergsson Mi. kl. 20:15-22:15 (4 vikur frá 6. okt.) Háborgin Spánar... 5 st. -Madríd í máli og myndum Kristinn R. Ólafsson Þri. 12. og 19. okt. kl. 20-22 Leiklistarnámskeið – til skemmtunar og uppbyggingar 24 st. Námskeið haldið í samvinnu við Borgarleikhúsið Pétur Einarsson Þri. kl. 20-22:15 og lau. kl. 13-15:15 (4 vikur frá 5. okt.) Menningarheimur Araba 10 st. Jóhanna Kristjónsdóttir Fi. kl. 20:30-22 (5 vikur frá 23. sept.) Sýrland – Líbanon 3 st. Jóhanna Kristjónsdóttir Fi. 4. nóv. kl. 19:45-22 Söngnámskeið 20 st. - Byrjendur - Grunnur í söng og raddþjálfun Ingveldur Ýr Jónsdóttir Fi. kl. 18:30-20 (10 vikur frá 23. sept.) -Söng- og raddþjálfun fyrir lengra komna Fi. kl. 20-21:30 (10 vikur frá 23. sept.) Teikning I 40 st. Ína Salóme Hallgrímsdóttir Þri. kl. 19-22 (10 vikur frá 21. sept.) Myndlist 40 st. -Teikning, málun, formfræði og fjarvídd Ásta Ólafsdóttir Lau. kl. 13-16 (10 vikur frá 25. sept.) Vatnslitamálun 32 st. Harpa Björnsdóttir - Byrjendur mi. kl. 19-22 (8 vikur frá 29. sept.) - Framhald lau. kl. 10-13 ( 8 vikur frá 25. sept.) Olíumálun 32 st. Harpa Björnsdóttir Fi. kl. 19-22 (8 vikur frá 30. sept.) Málun, frh. 32 st. -Olíu- og akrýlmálun Harpa Björnsdóttir Má. kl. 19-22 (8 vikur frá 27. sept.) Pastelmálun 32 st. Birgir Rafn Friðriksson Mi. kl. 19-22 (8 vikur frá 29. sept.) Textílmálun 20 st. - Málun á bómull og silki Hrönn Vilhelmsdóttir Fi. kl. 19-22 (5 vikur frá 30. sept.) Glermótun 20 st. Brynhildur Þorgeirsdóttir -Byrjendur 1.-11.okt. -Framhald 5.-15. nóv. Leirlist 21 st. Olga S. Olgeirsdóttir og Margrér R. Kjartansdóttir Má. kl. 19:30-21:30 (8 vikur frá 27. sept.) Myndlist fyrir börn 6-12 ára 21 st. Svanhildur Vilbergsdóttir Ásta Ólafsdóttir Lau. kl. 10-12 (8 vikur frá 25. sept.) Leiklist fyrir börn 6-12 ára 16 st. Margrét Pétursdóttir Ólöf Sverrisdóttir Fi. kl. 17-18:30 (8 vikur frá 30. sept.) 2004 Námskeið á haustönn Innritun fer fram á Grensásvegi 16A, í síma 580 1800 eða á heimasíðunni www.mimir.is Lærðu leiklist hjá Pétri Einarssyni Leynist í þér leikari? Þátttökugjald greiðist áður en námskeið hefst. Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku. B ir t m eð fy ri rv ar a um b re yt in ga r o g pr en tv ill ur . S Í M E N N T U N www.mimir. is Gjafabréf Upphæð að eigin v ali E in n t v e ir o g þ r ír 4 .1 17 KATRÍN Sigurðardóttir, sem er fædd árið 1967, er búsett í New York og er á meðal virtustu skúlptúrista sinnar kynslóðar á Ís- landi. Virðist hún líka vera að gera það ágætt á erlendri grund þótt svolítið smit af Garðar Hólm- einkenninu greinist stundum í kynningu og umfjöllun um lista- konuna. En það er önnur saga og ekki við listakonuna sjálfa að sak- ast í þeim efnum. Katrín sækir fyrirmyndir sýnar jafnan í íslenskt landslag. Birtist landslagið í verkum hennar sem endurminning frekar en endurgerð og, eins og Eiríkur Þorláksson, for- stöðumaður Listasafns Reykjavík- ur, orðar það í inngangi sínum í sýningarskrá sem gefin er út vegna yfirstandandi sýningar Katr- ínar í C- og D-sal í Hafnarhúsinu, þá eru verk hennar eins konar „kortlagning ferðalaga í tíma og rúmi“. Það fyrsta sem sló mig við skoð- un sýningar Katrínar í Hafnarhús- inu var næmi listakonunnar fyrir samþættingu listaverks og listrým- is. Um er að ræða ójafnan vegg, sem minnir stundum á fjallstoppa eða ísjaka og samlagast veggurinn listrýminu að hluta, er þá sem hluti af rýminu, en annars staðar er hann eins og lítið módel inni í rým- inu. Annað sem sló mig var sterkt samspil listaverks og listrýmis við listáhorfandann, þar sem rým- isskynjun hans er breytileg eftir staðsetningu hans. Kom mér í huga kenning Martins Heideggers að rými sé ekki til fyrr en mann- eskja kemur inn í það. Hið sama má auðvitað segja um listaverk. Listin þarf jú á áhorfanda að halda til að virka. Hvort Katrín hafi með- vitað tekið upp hugmyndir Heid- eggers eða ekki þá er slík hugsun gegnumgangandi í þeim verkum og sýningum sem ég hef séð eftir hana og finnur maður mjög sterk- lega fyrir þessu á sýningunni í Hafnarhúsinu. Sýningargestur kveikir lífið í listaverkinu um leið og hann gengur inn í listrýmið. Skynjun hans breytist síðan í sam- ræmi við hlutföll listaverksins í listrýminu og þá skynjun hans á eigin hlutföllum, sem samræmist einnig kenningu Heideggers að manneskjan byggi tilvistarlegan skilning sinn jafnt á líkamanum og rýminu sem umlykur hann. Ekki að ástæðulausu að rýmið hafi verið eitt meginviðfangsefni myndlist- armanna síðastliðin 50 ár eða svo. Þroskuð tilfinning fyrir rými er mikilvæg fyrir þroska mannsins. Rýmisgreind er líka ein af lyk- ilgreindum mannsins sem banda- ríski sálfræðingurinn Howard Gardner hefur sett fram í fjöl- greindakenningu sinni sem margir skólar hafa þegar innleitt í kennslu hérlendis og erlendis. Einn þáttur í greindarprófum Gardners er að leysa þrautir í rými sem er einmitt það sem myndlistarmenn gera þeg- ar þeir standa inni í tómu listrými, hvítmáluðum kubb, og búa sig und- ir að skapa sýningu. Leysir Katrín þá þraut mjög fagmannlega og með metnaðarfullum en einföldum hætti ögrar hún skynjun manns á rýminu og þá tilvistarlegum skiln- ingi, sbr. kenningu Heideggers. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Opið alla daga kl. 10–17. Sýningu lýkur 3. október. RÝMISINNSETNING – KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR Að skynja rýmið Jón B.K. Ransu Frá sýningu Katrínar Sigurðardóttur í Hafnarhúsinu. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.