Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 45
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 45 Í LUNDÚNUM er starfrækt ein elsta tónlistarhátíð í Evrópu; Proms- hátíðin, sem lengstum var kennd við hljómsveitarstjórann Henry Wood, en nú við Breska útvarpið, BBC, sem hefur alla þræði skipulags og list- rænnar stjórnunar í hendi sér. Proms-hátíðin er haldin ár hvert, frá miðjum júlí fram í miðjan september, og aðalvettvangur tónleika er Royal Albert Hall, en jafnframt eru haldnir tónleikar undir berum himni í Hyde Park og víðar. Í ár eru 74 tónleikar á hátíðinni, flestir helgaðir sinfónískri tónlist. Kammertónlist, djass og aðr- ar tegundir tónlistar eiga þó sinn sess á hátíðinni líka. Doug Buist er ungur maður, en hefur þegar mikla reynslu af skipu- lagningu og markaðssetningu Proms- hátíðarinnar í starfi sínu sem tón- leikaþróunarstjóri hennar. Helstu verkefni hans eru að sjá til þess að markmiðum hátíðarinnar sé sinnt með reisn, og um leið að hún dafni og haldi áfram að höfða til þess fjölda sem hún gerir – og fleiri til. „Höfuðmarkmið hátíðarinnar er að hún sé aðgengileg öllum, og falli aldr- ei í það far að verða of sértæk. Þegar Henry Wood var að koma Proms- hátíðinni á legg á sínum tíma var strax reynt að höfða sérstaklega til þeirra efnaminni, sem höfðu fá tæki- færi til að hlusta á sígilda tónlist. Mið- inn kostaði aðeins skilding, og um- gjörð tónleikanna var mjög óformleg og frjálsleg.“ Þetta fyrirkomulag skapaði Proms-tónleikunum strax miklar vin- sældir. Í Albert Hall, þar sem hátíðin hefur verið frá því á stríðsárunum, er stór sætalaus almenningur í miðjum hringlaga salnum, næst sviði og flytj- endum. Miða á það svæði er ekki hægt að panta eða kaupa fyrirfram, þeir kosta bara fjögur pund, eða inn- an við 500 kr. Nóg pláss fyrir alla „Við leggjum mikla áherslu á að auglýsa að það sé aldrei uppselt á Proms, og að það sé alltaf nægt pláss fyrir alla sem vilja koma. Þetta kann að hljóma öfugsnúið á tímum mark- aðshyggju. Að minnsta kosti 1.500 miðar í stæðin eru aldrei seldir fyrr en rétt fyrir tónleika, og stemmn- ingin sem skapast í kringum þetta; margfræg biðröð og frjálslegt and- rúmsloftið á miðju gólfinu, beint fyrir framan hljómsveit, hafa gert Proms- hátíðina einstaka í huga fólks. Í venjulegum tónleikahúsum eru dýr- ustu sætin á besta stað, en vegna rýmisins í Albert Hall eru það þeir sem minnst borga sem njóta besta staðarirns. Við vitum nú, að það er fjöldi manns sem fer alla jafna ekki á tónleika, en kemur á Proms, vegna þess hve andrúmsloftið er vinsam- legt. Þetta teljum við mjög mikilvægt í þeirri viðleitni okkar að laða að nýja áheyrendur og um leið yngra fólk.“ Þótt BBC hafi um árabil sent út á rás 3 alla tónleika hátíðarinnar, og sýnt marga þeirra í sjónvarpi, hefur það lítið dregið úr tónleikasókn að sögn Buists. Hann segir þá stemmn- ingu og ímynd sem tekist hafi að skapa kringum tónleikana frekar hvetja fólk til að koma en hitt. „Við finnum fyrir því að fólk sem sér tón- leikana í sjónvarpi vill næst koma og vera á staðnum, þótt það sé meiri fyr- irhöfn en að sitja í þægindum heima í stofu. Náið samstarf við BBC tel ég haf gengið svo vel sem raun ber vitni vegna þess að hugsjónin um Proms- hátíðina féll strax svo vel að hug- sjónum og markmiðum BBC sem eru að upplýsa, mennta og skemmta. Það er nákvæmlega þetta sem Proms- hátíðin gerir líka. Í huga margra eru Proms-hátíðin og BBC eitt, og ég tel að hvorugt gæti verið án hins. Þetta helst í hendur, en útvarpið hefur þó þá yfirburði að það metnaðarfulla tónleikaprógramm sem boðið er upp á nær til enn fleiri áheyrenda en ella væri. BBC leggur höfuðáherslu á að allir tónleikar séu sendir út í beinni útsendingu, þótt þeir séu líka end- urteknir í dagskránni síðarmeir.“ Djörf stefna en þó jafnvægi Því er stundum haldið fram að ekki þýði að bjóða óreyndum hlustendum erfiða og krefjandi tónlist, og því hlýtur sú spurning að vakna hvort áherslan á að ná til þess almennings sem alla jafna sækir ekki tónleika hafi ekki áhrif á listræna stefnu Proms-hátíðarinnar. „Að vissu marki þarf hátíðin að taka mið af þessu. Þó finnst mér að tekist hafi með af- brigðum vel að móta djarfa listræna stefnu, sem nýtur þess að í henni ríkir þó jafnframt mjög gott jafnvægi. Við erum hér með tónleika sem við köll- um Uppáhald þjóðarinnar, þar sem flutt er tónlist sem við vitum að er mjög, mjög vinsæl. Á þá tónleika kemur fólk jafnvel til að heyra í lif- andi flutningi þá tónlist sem það á kannski heima á safndiskum. En við erum líka með tónleika með erfiðari verkum og með nýjum verkum, því það hefur alltaf verið aðalsmerki Proms-hátíðarinnar að panta ný verk hjá tónskáldum. Oftast reynum við að skipuleggja hverja tónleika þannig að þar sé bæði lítið þekkt og forvitnileg tónlist, og svo eitthvað sem fólk þekk- ir betur. Þetta gerum við án þess að slá af þeirri kröfu að um úrvalsmúsík sé að ræða, flutt af bestu flytjendum sem völ er á.“ Doug Buist lýsir prógrammstefnu Proms-hátíðarinnar þannig að fyrir tónleikagestinn eigi tónleikaupplif- unin að vera eins konar ferðalag. „Við viljum að fólk geti komið á tónleika hvenær sem er, upplifað eitthvað spennandi og skemmtilegt, en jafn- framt heyrt eitthvað sem ögrar því að einhverju leyti eða vekur forvitni og kveikir áhuga á að koma aftur. Þess vegna verður efnisskrá hverra tón- leika að vera ákaflega vel saman sett, og í það verk leggjum við mikinn metnað. Það sem mér hefur alltaf fundist eitt það besta við Proms- hátíðina er það að þegar við erum með tónleika þar sem nýleg eða lítt þekkt verk eru í öndvegi, þá eru þeir áheyrendur sem þá tónleika sækja ekki síður áhugasamir og þakklátir en þeir sem koma að hlusta á tónleika með vinsælu verkunum. Það er auka- atriði að þá tónleika sækja kannski bara tvö þúsund manns meðan fimm þúsund manns sækja hina.“ Og hvað skyldu svo herlegheitin kosta. Jú, sjö milljónir punda, eða um 910 milljónir króna – tæpan milljarð. Helmingur fjárins er tekjur af miða- sölu, en BBC leggur til hinn helming- inn. Hátíðin er ekki styrkt af op- inberu fé, öðru en því sem BBC leggur henni til, en þar á bæ er litið á þann útlagða kostnað sem kaup á dagskrárefni – sem er að mati Dougs Buists meira að segja ódýrt dag- skrárefni miðað við annað. „Þar fara hagsmunir Proms og BBC saman aft- ur. Hér er ekki talað um það að dýrt sé að halda Proms. Þetta er svo aug- ljóslega beggja hagur. Hátíðin nýtur mikillar almannahylli, sem BBC hef- ur átt stóran þátt í að efla.“ Tónlist | BBC Proms-hátíðin haldin í 110. sinn með 74 tónleikum í Albert Hall Ekki talað um að dýrt sé að halda Proms Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Doug Buist við höfuðstöðvar BBC. Stríðið í Írak – sem enn sér ekkifyrir endann á – virðist ætlaað verða jafn umdeilt og Víet- namstríðið. Fræði-, blaða- og lista- menn hafa brugðist við bröltinu með einum eða öðrum hætti og hefur framlag andófs- og baráttumannsins Michaels Moores verið hvað mest áberandi, þá aðallega heimild- armynd hans Fahrenheit 9/11. Þekktasti stríðsfréttaritari heims, hin kornunga Åsne Seierstad frá Noregi (já, hún er ekki nema 31 árs!), hefur nú lagt lóð sín á vogarskálarnar en út er komin á vegum Máls og menningar bók hennar 101 dagur í Bagdad í þýð- ingu Ernu G. Árnadóttur. Seierstad varð heimsfræg fyrir bókina Bóksal- ann í Kabúl sem út kom í fyrra þar sem hún lýsir veru sinni í Afganistan um það leyti er Bandaríkjamenn réðust inn í landið og flæmdu hina lítt þokkuðu talibanastjórn frá völd- um. Seierstad þykir hafa einstakt lag á því að miðla því sem er að ger- ast hjá almenningi í umróti stríðs; lýsingar hennar eru raunsæjar og stingandi en um leið litaðar af sam- kenndinni sem hún hefur í garð þess sem í gangi er. Bókin 101 dagur í Bagdad fylgir svipuðum formerkjum og sú fyrri en nú er Seierstad stödd í Bagdad. Þar var hún er Bandaríkjamenn hófu sprengjuárásirnar í mars á síðasta ári. Þrátt fyri ungan aldur á Seierstad tíu ára reynslu að baki sem stríðs- fréttaritari og staðhæfir hún að hún hafi aldrei lent í jafn erfiðum að- stæðum og úti í Írak. Þá vinnur Seierstad um þessar mundir að leikriti í samvinnu við leikkonuna og leikskáldið Rebekku Karijord eins og greint var frá um helgina, byggðu á Bóksalanum í Kabúl. Kannski endar þetta með kvikmynd?    Það hefur vonandi farið framhjásem fæstum að í dag verður Þjóðminjasafn Íslendinga loksins (loksins!) opnað eftir að hafa verið lokað alltof lengi, þjóðinni til háð- ungar er mér næst að segja. Ég gef Þorgerði Katrínu, háttvirtum menntamálaráðherra, tvo þumla upp fyrir að sigla þessu loksins í höfn en safnið er búið að vera lokað í ein sex ár. Íslendingum þykir gaman og gott að stæra sig af sögu sinni og fróðleiksfýsn og því í raun merkilegt að þetta mikilvæga safn skuli hafa verið óstarfhæft í allan þennan tíma. Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um gildi svona safnrekstrar. Vissu- lega gat það verið óljóst þegar mað- ur var yngri og ferð á safnið var mér síst gleðiefni þegar ég var við grunnskólanám. Ég fullyrði hins vegar í dag (kominn á fertugsald- urinn!) að safn sem þetta er þeim sem landið byggja – og eiga eftir að byggja það – algerlega ómetanlegt. Svo að það sé hægt að sigla þessari blessuðu skútu okkar farsællega áfram er nauðsynlegt að uppsöfnuð þekking og reynsla aldanna sé okk- ur aðgengileg. Því að af þessu lær- um við og byggjum á nýjar lausnir. Opnun Þjóðminjasafnsins ber því að fagna og megi safnið verða opið eins lengi og þetta farsælda Frón tórir. Bagdad/Þjóð- minjasafnið ’Seierstad þykir hafaeinstakt lag á því að miðla því sem er að ger- ast hjá almenningi í um- róti stríðs; lýsingar hennar eru raunsæjar og stingandi …‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.