Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 52
Morgunblaðið/Eggert Drykkjarhorn Brynjólfs á Skarði. DANSKA Þjóðminjasafnið hefur lánað nokkra muni á sýningu Þjóð- minjasafnsins sem verður formlega opnuð í dag. Meðal þessara gripa er drykkjarhorn sem er fagurlega útskorið af Brynjólfi Jónssyni, lög- réttumanni á Skarði í Landsveit. Hornið þykir afar fallegt, en myndefnið er sótt í Gamla og Nýja testamentið og sýnir m.a. Krist breyta vatni í vín. Þrjú önnur drykkjarhorn eftir Brynjólf hafa varðveist. Eitt þeirra er á safni í Pétursborg í Rússlandi. Einnig hafa Danir lánað á sýn- inguna biskupsmítur frá Skálholti, en það var höfuðfat sem biskupar báru. Biskupsmítrið hefur verið á sýningu danska Þjóðminjasafnsins. Lilja Árnadóttir, fagstjóri muna- safns Þjóðminjasafnsins, segir mjög fátítt að söfn taki muni úr eigin sýningum til að lána þá. Munirnir sem nú koma eru lán- aðir til tveggja ára. Allir voru þeir sendir út til Danmerkur á 19. öld en koma núna í fyrsta skipti aftur til Íslands. Drykkjar- horn Brynj- ólfs á Skarði komið heim  Danir lána/26 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR ALLIR viðskiptabankarnir, ásamt SPRON og Sparisjóði vélstjóra, lækkuðu í gær vexti á verð- tryggðum húsnæðislánum sínum úr 4,4% niður í 4,2%. Lækkunarhrinan hófst með tilkynningu KB banka en aðrir bankar og sparisjóðir fylgdu í kjöl- farið síðar um daginn. Til samanburðar verða vextir Íbúðalánasjóðs í september 4,35%. Skilmálar lánanna tóku einnig breytingum í gær, einkum hjá KB banka. Þar verður nú lánshlutfallið 80% í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starf- rækir útibú. Bankinn er með 20 útibú alls á Vest- urlandi, Norðurlandi og Suðurlandi og eitt á Egils- stöðum. Ekkert útibú KB banka er á Vestfjörðum. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að eftir að bankinn kynnti íbúðalán sín fyrst hafi hann vissulega búist við viðbrögðum keppi- nauta, en ekki jafnhratt og raunin varð. „Keppi- nautarnir, Íbúðalánasjóður, bankar, sparisjóðir og lífeyrissjóðir, hafa brugðist hratt við, hraðar en við bjuggumst við. Við höfum sett okkur það markmið að vera leiðandi aðili í íbúðafjármögnun á Íslandi og teljum það skyldu okkar sem stærsti banki landsins og sá sem þar með nýtur bestra kjara í erlendri fjármögnun,“ segir Hreiðar. Hann segist ekki eiga von á að breytingar verði jafnstórstígar í framhald- inu. „Ég á ekki von á að við sjáum mikið fall í vöxt- um áfram. Auðvitað verða einhverjar breytingar, niður eða upp jafnvel líka, en ég held að það verði í minni skrefum hér eftir.“ Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri ein- staklings- og markaðssviðs Landsbankans, segir að sú þróun sem orðið hefur á markaðnum og sú sam- keppni sem ríkir sýni að bankarnir séu vel í stakk búnir til að taka við hlutverki Íbúðalánasjóðs og geti þar að auki boðið fjölbreyttari og sveigjanlegri möguleika á fjármögnun íbúða. „Það er gaman að vinna í þessu samkeppnisumhverfi og þessi síðast- liðna vika er búin að vera mjög skemmtileg.“ Fjöldi vill ráðgjöf Nálægt 200 manns hringdu í gær í þjónustuver Íslandsbanka þar sem 10 þjónustufulltrúar, auk sérfræðinga greiningardeildar bankans, sátu við símann og gáfu ráð vegna íbúðalána Íslandsbanka. „Fólk er að reyna að átta sig á hvort og hvenær það eigi að endurfjármagna lán sín. Hvort það sé hag- kvæmt. Fólk er líka mikið að velta fyrir sér veðhlut- fallinu,“ segir Björn Sigurjónsson, sölustjóri ein- staklingsviðskipta á útibúasviði. Bankar og sparisjóðir lækka vextina í 4,2%  Fleiri lækka/18 HELLIRIGNING hefur verið í höfuðborginni í tvo daga og því taka börnin yfirleitt fagnandi. Regngallarnir sem geymdir hafa verið lengst uppi í skáp í blíð- viðrinu í sumar hafa verið dregnir fram og smáfólk í öllum regnbogans litum fyllir því skólalóðirnar. Þrátt fyrir tals- verðan vind við Melaskólann í Reykjavík skemmtu börnin sér hið besta. Morgunblaðið/ÞÖK Marglit í rigningunni ÞRETTÁN útgerðarfyrirtæki ráða yfir helmingi aflaheimilda á nýju fiskveiðiári sem hefst í dag. HB- Grandi er stærsta útgerðarfélag landsins, hefur yfir að ráða 8,08% af úthlutuðum kvóta. Arnar HU er með mestan kvóta allra íslenskra skipa. Eftir sameiningu Granda hf. í Reykjavík og Haraldar Böðvarsson- ar hf. á Akranesi varð til stærsta út- gerðarfélag landsins, sé miðað við kvóta. Alls fær sameinað félag, HB- Grandi, í sinn hlut um 27.969 þorsk- ígildistonn, sem eru 8,08% heildar- kvótans. Samherji hf. á Akureyri fær úthlutað 25.513 tonna kvóta og eru þessi tvö félög langstærstu útgerð- arfélögin. Þriðja stærsta félagið er Brim hf. sem fær úthlutað 16.916 tonnum. Hlutdeild einstakra félaga kann að vera meiri þegar tekið er til- lit til dótturfélaga eða hlutdeildar- félaga sem skráð eru undir annarri kennitölu. Arnar HU með mestan kvóta Fiskistofa hefur úthlutað 547 skip- um aflamarki á grunni aflahlutdeild- ar við upphaf fiskveiðiársins og er aflamark þeirra tæp 307 þorskígild- istonn. Frystitogarinn Arnar HU frá Skagaströnd fær mestan kvóta allra íslenskra skipa á fiskveiðiárinu, alls um 6.029 þorskígildistonn, sem eru 1,74% heildarkvótans. Í krókaaflamarki eru 722 bátar eða 262 bátum fleiri en á nýliðnu fiskveiðiári. Alls er krókaaflamarks- bátum úthlutað 39.380 þorskígildis- tonnum á fiskveiðiárinu, mestan kvóta fær Óli á Stað GK frá Grinda- vík, alls um 664 þorskígildistonn eða 1,69% af heildarkrókaaflamarki fisk- veiðiársins. 13 með hálfan kvótann HB-Grandi með um 8% kvótans VEIÐIGJALD verður lagt á í fyrsta skipti þegar nýtt fisk- veiðiár hefst í dag. Mikill meiri- hluti eigenda fiskiskipa fær út- hlutað í dag, og fá þeir að greiða gjaldið í þremur greiðslum. Þeir sem fá úthlutað síðar þurfa hins vegar að greiða allt gjaldið við úthlutun. Í upphafi verður veiði- gjaldið 1,99 kr. fyrir hvert þorsk- ígildiskíló úthlutaðra veiðiheim- ilda eða landaðs afla einstakra tegunda. Gjaldið mun afla ríkinu um 935 milljóna króna á fisk- veiðiárinu, en vegna aðlög- unartíma sem eigendur fiskiskipa fá verður fullt gjald ekki lagt á fyrr en á fiskveiðiárinu sem hefst 1. sept. 2009. Eigendur fiskiskipa sem greiða þurfa veiðigjald eiga alla jafna að greiða allt gjaldið þegar þeir fá úthlutað. Þeir sem fá úthlutað í dag fá þó að greiða gjaldið á þremur gjalddögum, 1. september, 1. janúar og 1. maí. Veiðigjald lagt á í dag Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson ♦♦♦ VEFUR Morgunblaðsins, mbl.is, hefur í dag fengið nýja ásýnd. Vef- urinn hefur allur verið forritaður upp á nýtt og er nú hraðvirkari og liðlegri í notkun. Útlit vefjarins og efnisskipan hafa einnig tekið nokkr- um breytingum. Ein helsta breytingin er sú að vef- urinn fær fasta breidd í stað þess að breikka eða mjókka eftir skjáupp- lausn. Í samræmi við óskir margra lesenda er nú unnt að stækka letrið á síðunni með því að smella á hnappa efst í vinstra horni. Á forsíðu vefjarins eru frétta- flokkar betur afmarkaðir en áður og þar er að finna ýmsa nýja mögu- leika. Á Viðskiptavefnum eru nú birtar viðameiri upplýsingar um fyr- irtæki og markaði, í samstarfi við KB banka, og hann hefur að geyma myntbreyti sem gerir lesendum kleift að reikna út upphæðir í tíu myntum á fljótlegan og auðveldan máta. Nú geta notendur sjálfir skráð at- burði í Stað og stund, og leit hefur verið auðvelduð á Fasteignavef, í Gagnasafni og Myndasafni. Ný ásýnd mbl.is  Ný ásýnd/34 TVEIR félagar í kaþólska söfnuðin- um á Íslandi, þeir sr. Jakob Rolland, prestur kaþólska safnaðarins í Hafn- arfirði, og Stefán Ásgrímsson, guð- fræðingur og ritstjóri FÍB-blaðsins, gera nú tilraun til þess að aka hring- inn í kringum landið á dísilknúnum VW Golf á einni tankfyllingu, eða 55 lítrum. Tilgangurinn er sá að sann- reyna hve sparneytnar nýjustu dísil- vélarnar eru og tilefnið er að 1. júlí á næsta ári verður þungaskattskerfið afnumið og tekið upp olíugjald. Á einum tanki í kring- um landið  Bílablað/5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.