Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 1
Hvað er í matinn? Áhersla á hollt mataræði hjá Jónu Dóru Karlsdóttur | Daglegt líf Viðskipti | Engin áhrif á starfandi stjórnarmenn L50776Svíar velja íslenska hönnun L50776 Símafyrirtæki leita fangs Úr verinu | Metafli L50776 Mesti kvóti í Eyjum Íþróttir | Valur og ÍBV leika til úrslita í bikarkeppni kvenna Kringlan?Smáralind Tíska 10-15 ára Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir STOFNAÐ 1913 238. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is BOÐAÐ var til fundar í gærkvöldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ósk stjórnvalda í Moskvu til að ræða ástandið í bænum Beslan í sjálfs- stjórnarlýðveldinu Norður-Ossetíu í sunnanverðu Rússlandi. Hópur vopnaðra karla og kvenna, sem talið er að séu Tétsenar, tóku í gærmorgun yfir tvö hundruð manns, aðallega börn, í gíslingu í skóla í bænum. Hótuðu ræningjarnir að myrða 50 börn fyrir hvern fallinn árásarmann og 20 börn fyrir hvern særðan ef rússneskir sérsveitarmenn gerðu innrás í skólann. Níu manns, þar af einn ræningjanna, létu lífið í átökunum um morguninn. Fjöldi sérsveitarmanna hafði tekið sér stöðu við skólann, búinn brynvögnum. Leyniskyttur hers- ins voru á þökum í grenndinni. Öðru hverju heyrðust skothvellir frá staðnum. Mannræningj- arnir voru 17 og voru sagðir hafa vafið sprengju- beltum um sig og komið fyrir sprengjugildrum víða í skólahúsinu. Þeir kröfðust þess að menn sem handsamaðir voru í grannhéraðinu Ingúsetíu í júní eftir hryðjuverk þar yrðu látnir lausir, einn- ig að Rússar drægju burt allan herafla sinn frá Tétsníu. Akhmed Zakayev, talsmaður Aslans Maskhad- ovs, helsta leiðtoga uppreisnarmanna í Tétsníu, sagði liðsmenn hans ekki hafa verið að verki. ?Engu skiptir hver stendur fyrir þessari hrylli- legu aðgerð, hana er ekki hægt að réttlæta,? sagði Zakayev í útvarpsviðtali. Hóta að myrða börnin Mannræningjarnir heimta að Rússar kalli allan her sinn heim frá Tétsníu Moskvu, Beslan, París, New York. AFP, AP. L52159 Hryðjuverk/12 Konur í Beslan í rússneska héraðinu Norður- Ossetíu gráta í örvæntingu er þær bíða fregna af örlögum gíslanna í grunnskólanum. AP SAFNAHÚS Þjóðminjasafns Íslands var opn- að formlega að nýju í gærkvöldi eftir gagn- gerar endurbætur sem staðið hafa yfir frá árinu 1997. Viðstaddir voru á áttunda hundr- að boðsgesta, þeirra á meðal forstöðumaður þjóðminjasafns Dana, Carsten U. Larsen, sem afhenti safninu að láni Grundarstól, sem var áður í eigu Ara Jónssonar lögmanns, sonar Jóns Arasonar biskups, sem háls- höggvinn var ásamt sonum sínum í Skálholti 1550. Tveir af þremur stólum sem varðveist hafa voru fluttir til Danmerkur 1843 en árið 1930 kom annar þeirra til Íslands og er hann varðveittur í Þjóðminjasafninu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra sagðist í samtali við Morgun- blaðið binda vonir við að lán danska þjóð- minjasafnsins á stólnum væri fyrsta skrefið í að fá þjóðargersemar Íslendinga heim aftur. Það yrði þó ekki gert nema í miklu bróðerni við Dani. /Miðopna Þjóðminjasafnið opnað að nýju Morgunblaðið/Sverrir Safnahús Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu var opnað við hátíðlega athöfn eftir endurbætur sem staðið hafa yfir frá árinu 1997. Davíð Odds- son forsætisráðherra opnaði safnið formlega og var það fyrsta embættisverk hans eftir veikindin. Grundarstóll Ara Jónssonar lögmanns aftur til Íslands Forsetahjónin, menntamálaráðherra og þjóðminjavörður ásamt dönskum starfsbróður sín- um virða fyrir sér útskorinn Grundarstól Ara Jónssonar lögmanns sem talið er að hafi verið geymdur í Grundarkirkju ásamt öðrum stól í eigu systur Ara, Þórunnar, sem er í safninu. NORSKA lögreglan telur sig hafa traustar vísbendingar um að reyndir afbrotamenn selji nú tilbúnar ?pakka- lausnir? fyrir þá sem hafa í hyggju að fremja bankarán, að sögn vefsíðu Aft- enposten. Ráðgjafarnir kanna sjálfir aðstæður á vettvangi og útvega upp- lýsingar um öryggiskerfi. Kaupendur fá að vita hvenær heppilegast sé að hefjast handa, hvaða aðferð skuli nota, hverjir þurfi að vera í liðinu, hvaða búnað þurfi og hvar og loks hvernig skuli komast undan. Seljendur fá þóknun en einnig hluta af andvirði þýfis. Nýlega var gerð misheppnuð til- raun til að ræna banka í Jessheim og sl. mánudag var einnig reynt að fremja rán á Aker Brygge. Talið er að við þessi afbrot og þriðja ránið, sem framið var á Grünerlokka í fyrra, hafi verið notast við keypta ráðgjöf. Margir töldu að ræningjar myndu hafa hægt um sig í bili eftir vopnað bankarán í Stafangri fyrir skömmu sem vakti mikla athygli. En öryggis- kerfi eru uppfærð með jöfnu millibili og upplýsingarnar um aðstæður í Jessheim og Aker Brygge gætu hafa verið að nálgast síðasta söludag. Veita ráðgjöf um rán Norskir afbrotamenn hafa fundið nýja tekjulind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.