Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810 kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember Egilsstaðir | Samráðshópur Landsvirkjunar og Alcoa um sjálf- bæra þróun er að þróa líkan sem á að gera kleift að mæla áhrif stóriðjufram- kvæmdanna á Austurlandi á félagslegt, fjár- hagslegt og náttúrulegt um- hverfi. Innan Alcoa er áhugi á að yfirfæra módelið á aðra starfsemi fyrirtækisins. Hópnum var komið á fót snemma í sumar og eru í honum yfir 40 manns, ráðgjafar, hags- munaaðilar á ýmsum vettvangi og fulltrúar beggja fyrirtækjanna Landsvirkjun og Alcoa hafa á stefnuskrá sinni að sjálfbærni skuli höfð að leiðarljósi við upp- byggingu og starfsemi Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjunar. Móta þarf aðferðir við að meta fram- vindu verkefnanna beggja út frá sjálfbærni og því var hópnum komið á laggirnar, auk þess sem opnað var vefsvæðið sjalfbaerni.is í gær. Rannsaka samfélag, umhverf- isþætti og efnahagsáhrif Hrönn Pétursdóttir, starfs- manna- og kynningarstjóri Fjarðaáls-Alcoa, sagði á kynn- ingarfundi í gær að vinna hópsins væri athyglisverð á heimsvísu. „Við erum að þróa líkan sem gerir okkur kleift að mæla áhrif framkvæmdanna, þ.e. Kára- hnjúkavirkjunar, flutningslína og álvers, á þrjá þætti; félagslegt, fjárhagslegt og náttúrulegt um- hverfi. Hugmyndir á bak við þetta tengjast hugsun um og skilgrein- ingu á sjálfbærni. Við reynum að mæla og fá tölulegar upplýsingar um áhrif og þróun, með það í huga að við séum ekki að taka ákvarð- anir í okkar starfsemi sem hafa neikvæð áhrif til lengri tíma. Til þess að átta okkur á hvað þarf að mæla og með hverju að fylgjast, höfum við kallað saman um fjörutíu mjög ólíka aðila. Þetta eru m.a. erlendir og innlendir ráð- gjafar, félagasamtök, aðilar á veg- um sveitarfélaga, ríkisins og aðrir sem hafa áhuga á umhverf- ismálum og samfélags- eða efna- hagsþættinum. Sumir eru fylgj- andi þessum verkefnum en aðrir ekki. Við erum að fá sjónarmið þessa fólks gagnvart því hvaða viðfangsefnum þarf að fylgjast með.“ Meta áhrif til að koma í veg fyrir ranga ákvarðanatöku „Við byrjuðum í júní og verðum með þriðja fund okkar í október eða nóvember. Að því loknu ætt- um við að vera komin með mjög gott innlegg til að útbúa nk. mæli- kvarðasett. Hugsunin á bak við þetta er að hægt sé að grípa inn í ef eitthvað virðist vera að gerast sem er þróun í ranga átt og fara út í leiðréttandi aðgerðir.“ Hrönn segir hugmyndina um að íhuga langtímaáhrif vera viðtekna innan Alcoa. „Þetta er fyrsta nýja álverið sem fyrirtækið reisir í tuttugu ár og þessari aðferðafræði því fyrst beitt nú í tengslum við Fjarðaál. Innan Alcoa er hugmyndin sú að taka þetta módel sem verður til hér og yfirfæra á aðra starfsemi fyrirtækisins, sem rekur um 400 fyrirtæki um allan heim.“ Samráðshópur um sjálfbæra þróun hannar líkan til að meta áhrif virkjunar, álvers og flutningslína Horft til sam- félags, náttúru og efnahagsáhrifa Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Íhuga áhrif virkjunar, álvers og flutningslína: Samráðshópur Alcoa og Landsvirkjunar um sjálfbæra þróun kynnti verkefnið á fundi í gær. Hrönn Pétursdóttir ESSO tilkynnti í gær um lækkun á bensínverði um 1,50 krónur lítrann og tók lækkunin gildi frá og með gærdeginum. Skeljungur, Olís og Bensínorkan lækkuðu í kjölfarið verð á bensíni hjá sér um sömu upphæð. Ákvörðun ESSO endurspeglar þróun á heimsmarkaðsverði og er lækkunin varanleg, að sögn fyrir- tækisins og mun bensínverð ekki hækka þrátt fyrir að heimsmark- aðsverð á bensíni hækki milli mán- aða. Verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu hækkaði hins vegar nokkuð í Kópa- vogi og Hafnarfirði í gær en á föstu- daginn hækkaði Atlantsolía verð á 95 oktana bensíni um fjórar krónur og díselolíu um sex krónur. Bensínverð í Kópavogi og Hafnarfirði hækkar Sjálfsafgreiðsluverð hjá öðrum bensínstöðvum í Kópavogi og Hafn- arfirði hækkaði í kjölfarið í gær og hefur verðmunur á bensíni í sjálfs- afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi annars vegar og Reykjavík hins vegar því minnkað nokkuð. Bensín í þessum bæjarfélögum hefur verið 5-7 kr. ódýrara en í Reykjavík. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri ESSO, segir að verðlækkunin í gær taki til allra stöðva landsins. Hins vegar hafi afsláttur vegna sjálfs- afgreiðslu í Kópavogi og Hafnarfirði verið lækkaður og verð í sjálfsaf- greiðslu því hækkað. „Sá munur sem var á sjálfsaf- greiðsluverði í Reykjavík og þess- um tveimur bæjarfélögum var ein- faldlega of mikill og við erum að leiðrétta hann með þessum aðgerð- um,“ segir Hjörleifur. ESSO lækkaði og önnur fyrirtæki fylgdu á eftir TILLAGA um þriggja hæða gatna- mót Kringlumýrarbrautar við Miklu- braut hefur verið sett í umhverfismat. Tillagan gerir ráð fyrir að Kringlu- mýrarbraut og Miklubraut verða í frjálsu flæði án umferðarljósa og verður Kringlumýrarbraut mikið nið- urgrafin og í lokuðum stokki á um 300 metra kafla. Línuhönnun hf. hefur unnið tillögu að matsáætlun fyrir Reykjavíkurborg og Vegagerðina, sem eru fram- kvæmdaraðilar verksins. Tillagan gerir ráð fyrir að Kringlumýrarbraut verði neðst, Miklubraut þar fyrir ofan og efst verði hringtorg sem taki við beygjustraumi. Kringlumýrarbraut og Miklubraut verða í frjálsu flæði án umferðarljósa og verður Kringlumýrarbraut mikið niðurgrafin og í lokuðum stokki á um 300 metra kafla. Miklabraut verður niðurgrafin um u.þ.b. fjóra metra og hringtorgið verður í um 2–2,5 metra hæð yfir landi. Frá hringtorginu munu liggja rampar niður á aðreinar og fráreinar Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Mislæg gatnamót einnig við Listabraut Til að koma í veg fyrir að flöskuháls myndist við gatnamót Listabrautar og Kringlumýrarbrautar verður sam- hliða gerð gatnamótanna við Miklu- braut ráðist í gerð mislægra gatna- móta við Listabraut. Kringlu- mýrarbraut verður í frjálsu flæði og verða gatnamótin á tveimur hæðum þannig að Listabraut fer undir Kringlumýrarbraut. Reiknað er með umferðarljósum á neðri hæð gatna- mótanna. Í tillögunni segir að samkvæmt lauslegri fjárhagsáætlun verði kostn- aður við gerð gatnamótanna tveggja um þrír milljarðar króna. Vegagerðin og Reykjavíkurborg telja þriggja hæða mislæg gatnamót vænlegasta kostinn en að sögn Helgu Jóhönnu Bjarnadóttur hjá Línuhönn- un er sá kostur að taka upp svokölluð fjögurra fasa plangatnamót einnig í skoðun. Það felur í sér að beygjuumferð verður ljósastýrt að öllu leyti en beygjustraumi frá Kringlumýrar- braut er núna ljósastýrt á kvöldin og um helgar. Í tillögu Línuhönnunar að mats- áætlun segir að þeir þættir sem lögð verði áhersla á í umhverfismatinu séu hljóðvist, loftgæði, samgöngur, um- ferðaröryggi, aðgengi að þjónustu, at- vinnuhúsnæði og íbúðahverfum, al- menningssamgöngur, sjónræn áhrif, grunnvatn og umhverfisáhrif á fram- kvæmdartíma. Hægt er að nálgast tillöguna í heild sinni inn á heimasíðu Línuhönnunar. Kynningarfundur um framkvæmd- ina verður haldinn í Hlíðaskóla nk.mánudag, Á fundinum gefst Reyk- víkingum og öðrum færi á að kynna sér framkvæmdartillögur en frestur til að koma að athugasemdum og ábendingum rennur út 20. september. Gatnamót við Kringlumýrarbraut Göturnar verða í frjálsu flæði TENGLAR ..................................................... www.lh.is FJALLMENN lögðu upp í lengstu leitir á Íslandi í gær, þegar Flóa- menn, Skeiðamenn og Gnúpverjar riðu upp Gnúpverjahrepp áleiðis inn í Hólaskóg. Í dag verður riðið inn í Bjarnalækjarbotna og á þriðja degi yfir Fjórðungssand og inn í Tjarnarver. Þeir sem fara lengst ríða inn í Arnarfell við Hofsjökul. Á sunnudag fjölgar verulega í hópnum þegar fleiri gangnamenn bætast við og eins verður þá farið að fjölga nokkuð fénu, en fátt ef nokkurt fé finnst fjærst á afréttinum. Á fimmtudag verður safnið komið til byggða og rétta Gnúpverjar fyrst í Skaft- holtsrétt á föstudag og Flóa- og Skeiðamenn síðan í Reykjarétt á laugardag. Sex manns riðu af stað í gær undir forystu nýs fjallkóngs síns, Lilju Loftsdóttur á Brúnum og með henni þau Birkir Þrastarson, Hæli III, Áslaug Harðardóttir, Laxárdal, Ágúst Ketilsson, Brúna- stöðum, Ari Thorarensen, Árborg og Bjarni Hilmarsson, Eyrar- bakka. Áður fyrr tók það Eyr- bekkinga tvo daga að ríða upp í hrepp, en nú héldu þeir af stað á jeppum sínum með hestakerrur um hádegisbil. Farið í lengstu leitirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.