Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ rigndi talsvert vestur í Dölum á þriðjudag og hækkaði nokkuð í ám þar um slóðir í kjölfarið. Það var kærkomið fyrir veiðimenn sem horft hafa upp á árnar seytla ofan í grjóti í nærfellt allt sumar. Þótt veiðin hafi glæðst eru menn þó á því að betur megi ef duga skal hjá veðurguðunum. Gylfi Ingason kokkur í Þránd- argili við Laxá í Dölum sagði ána hafa hækkað um fet eða svo við dembuna á þriðjudag, en samt hefði vantað tvö fet til viðbótar til að áin næði meðalvatni. Eigi að síður hefðu menn orðið varir við aukið líf, en „stóri smellurinn“, líkt og hollin í ánni upplifðu frá þessu tímabili og út veiðitímann í fyrra, væri ekki kominn. „Síðasta holl var að fara með 39 laxa og voru þá komnir 674 laxar á land og það já- kvæða er að það hefur nýr lax verið að sýna sig að undanförnu. Það er veitt hérna til 27. september og nema að svo ólíklega vilji til að það rigni ekkert, að slíkt stórslys hendi, þá verða dregnir 500 til 700 laxar hérna í september,“ bætti Gylfi við. Sama í Hauku Svava Magnúsdóttir umsjónar- maður Haukadalsár fagnaði einnig rigningu á þriðjudag og sagði hún Haukadalsána hafa hækkað tals- vert. „Það eru fáir að veiða hjá okk- ur núna, en þeir segja að nýr lax hafi farið á hreyfingu við breyt- inguna og þeir hafa verið að setja í ’ann, sex laxa í gær og í morgun settu þeir í sjö fiska, en þeir tóku að vísu grannt og aðeins tveir náðust á land. Áin er komin í 312 laxa sem er auðvitað ekki nógu gott, en við er- um bjartsýnni núna á góðan enda- sprett,“ sagði Svava. Víðar af Dalasvæðinu bárust betri fréttir en oft áður, t.d. sáu veiðimenn laxa stökkva á óvenju- legum stöðum í Miðá, sem bendir til að þeir hafi verið á göngu fram ána. Sú langa tók við sér Fyrir vestan sprakk Langadalsá við Djúp skyndilega út. Hún hefur verið afar vatnslítil í sumar og fisk- ur verið styggur og ófús til töku. Um helgina síðustu urðu umskipti til hins betra frá sjónarhóli veiði- manna, en þá varð mikil aflahrota. Veiðimaður einn sem þræddi efstu hylji á einum morgni fékk 18 laxa og þegar sá dagur var að kveldi kominn höfðu veiðst 32 laxar á allar stangirnar þrjár. Áin er komin langt á annað hundraðið, en síðan þetta gerðist hefur rignt nokkuð á Vestfjörðum að sögn. Lifnaði aðeins vestur í Dölum Ljósmynd/Páll Ketilsson Konráð Lúðvíksson landar laxi í Grænhólshyl í Flekkudalsá fyrir skömmu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? DRÍFA Pálsdóttir, skrifstofustjóri í einkamálaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, hefur ósk- að eftir því við Morgunblaðið að eft- irfarandi yfirlýsing verði birt að gefnu tilefni. „Þegar embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, sem veitt skyldi frá 1. september 2004, var auglýst laust til umsóknar var ég ein af umsækjendum, eins og greint var frá í Morgunblaðinu 26. júní sl. Þar sem ítrekuðum spurningum hefur verið beint til mín í tilefni af framangreindu vil ég koma á fram- færi, að eftir vandlega íhugun dró ég umsókn mína um fyrrgreint embætti til baka, áður en til veitingar þess kom.“ Yfirlýsing um embætti hér- aðsdómara SIGURÐUR Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaði sérstaklega við því á Alþingi í október í fyrra að samkeppnisyfir- völd fengju í hendur heimild til að gera húsleit á heimilum stjórnenda fyrirtækja. Taldi hans gengið ansi hart gegn friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu með slíkri heimild. Til- efnið var fyrsta umræða um frum- varp Samfylking- arinnar um breytingar á sam- keppnislögum. Í fyrstu grein frumvarpsins var lagt til að Sam- keppnisstofnun gæti gert húsleit og lagt hald á gögn á heimilum stjórnenda fyrir- tækja eins og nefnd viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi hefur lagt til að fest verði í lög hér á landi. Í tillögum nefndarinnar er jafnframt gengið enn lengra og talað um athafna- svæði, landsvæði eða farartæki stjórnenda, framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna. Raskar friði borgaranna „Ég tel að hér sé verið að ganga ansi hart að réttindum einstaklinga og þeim réttindum sem þeim eru tryggð t.d. í 71. gr. stjórnarskrár- innar, sem fjallar um friðhelgi einka- lífsins, heimilis og fjölskyldu,“ sagði Sigurður Kári á Alþingi 14. október sl. Það úrræði sem Samfylkingin legði til gengi mjög langt og hann gæti ekki séð annað en að flutnings- menn væru í rauninni að leggja til að stofna hér aðra lögreglu. „Ég tel að þær heimildir sem nú þegar eru í lögum og heimila yfir- völdum að raska friði borgaranna og ráðast gegn réttindum þeirra, sem m.a. eru varin í stjórnarskrá, gangi nægilega langt og það sé engin ástæða til þess að veita auknar heim- ildir til slíks. Ég vildi því benda á það að ég vara sérstaklega við því að heimiluð verði húsleit á heimilum stjórnenda fyrirtækja eins og lagt er til í þessu frumvarpi,“ sagði Sigurð- ur Kári. Minnti hann á að nú þegar væri mikill meirihluti stjórnenda fyrir- tækja fjölskyldufólk og fleiri en þeir byggju á heimilinu. Spurði hann hvernig ætti að tryggja friðhelgi einkalífs þessa fólks, barna og ann- arra fjölskyldumeðlima, fengju sam- keppnisyfirvöld heimild til að fara inn á heimili og leita að gögnum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Alþingis var frumvarpi Samfylking- arinnar vísað til efnahags- og við- skiptanefndar eftir fyrstu umræðu. Heimili stjórnenda fyrirtækja friðhelg Sigurður Kári Kristjánsson ♦♦♦ LANDSLIÐSMENN Kanada í ís- hokkí léku í fyrsta sinn í eftirlík- ingu af treyjum Fálkanna, þegar þeir unnu landslið Bandaríkjanna 2:1 í Montreal í fyrrinótt að ís- lenskum tíma, en leikurinn var lið- ur í heimsbikarmótinu sem hófst í vikunni. Íshokkí var fyrst keppnisgrein á Ólympíuleikunum í Antwerpen í Belgíu árið 1920 og var keppnin jafnframt heimsmeistarakeppni. Fálkarnir frá Winnipeg í Manitoba, The Winnipeg Falcons, léku fyrir hönd Kanada, höfðu mikla yf- irburði og urðu meistarar með glæsibrag. Allir leikmenn nema einn voru af annarri kynslóð Ís- lendinga í Manitoba og var þeim fagnað sem þjóðhetjum við kom- una til Winnipeg eftir Ólympíu- leikana. Íshokkísamband Kanada ákvað að heiðra minningu fyrstu meist- aranna og hefur samið við íþrótta- vöruframleiðandann Nike um framleiðslu á eftirlíkingu af treyj- um þeirra, en treyjurnar verða seldar á almennum markaði. Treyjurnar eru reyndar ekki alveg eins því Fálkarnir léku í þverrönd- óttum treyjum, en gullni og svarti liturinn á nýju treyjunum minnir á Fálkana. ,,Winnipeg Falcons fly again“ eða Fálkarnir frá Winnipeg aftur á flug, sagði dagblaðið Winnipeg Free Press í fyrirsögn á forsíðu í gær og önnur ummæli fjölmiðla voru á sama veg, en á ermum nýju treyjanna stendur Winnipeg Falcons. Fyrr í sumar setti framleiðandi Pepsi-gosdrykkjarins gosdósir með mynd af nýju treyjunum á markað og seldust þær upp á augabragði. Dósir með treyjum annarra kan- adískra ólympíumeistara í íshokkí hafa síðan verið settar á markað og fyrirhugað er að hafa sama hátt á varðandi treyjurnar. Fálkarnir brutu ísinn fyrir 84 árum og þeir eru enn og aftur í sviðsljósinu. Léku í eftirlíkingu af treyjum Fálkanna Winnipeg. Morgunblaðið. Reuters Sjá má merki Fálkanna á öxl leikmanna Kanada. Á myndinni fagnar Joe Thornton, leikmaður Kanada, marki en liðið sigraði í leiknum 2:1. ÓMAR H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, telur brýnt að skilja að póli- tískar skipanir frá öðrum sem byggjast eingöngu á hæfni og reynslu umsækjenda um æðstu stöður í stjórnsýslunni. Til greina komi að ráðherrar skipi ráðuneyt- isstjóra á grundvelli pólitískra eða persónulegra tengsla en þeir hætti þá störfum um leið og ráðherrarnir. Ómar segir í samtali við Morg- unblaðið að fyrir því séu ágæt rök að ráðherra vilji velja ráðuneytis- stjóra og byggja það á persónuleg- um tengslum. Sé um það að ræða geti verið rétt að ráðuneytisstjóri yfirgefi ráðuneytið um leið og ráð- herra. Slíkt fyrirkomulag tíðkist víða. Í Noregi sé t.d. æðsti maður ráðuneytis (statssekretær) skipaður af ráðherra, án auglýsingar, og oft úr sama stjórnmálaflokki. Áhersla sé þó lögð á að viðkomandi hafi yfir reynslu og þekkingu að ráða á mála- flokknum. Ísland með sérstöðu Ómar ritaði ásamt Ásmundi Helgasyni, lögfræðingi hjá umboðs- manni Alþingis, fyrsta bindi nýrrar sögu stjórnarráðsins og þar er m.a. fjallað um skipanir ráðuneytisstjóra. Segir í bókinni að frá stofnun stjórnarráðsins 1904 hafi gætt til- hneigingar til þess að ráðherrar skipi pólitíska samherja í embætti. Í alþjóðlegum samanburði virðist Ís- land hafa nokkra sérstöðu hvað varðar mikil ítök ráðherra við skip- anir embættismanna og mikil áhrif fyrirgreiðslustjórnmála almennt. Ómar segir að á undanförnum tuttugu árum séu líkur á að dregið hafi úr pólitískum ráðningum í stöð- ur innan stjórnarráðsins, m.a. með gildistöku stjórnsýslulaganna, en svo virðist sem þetta hafi ekki gerst með ráðuneytisstjóra. Sýna verði þó ákveðinn skilning á þessu fyrir- komulagi. Ráðuneytisstjórar séu nánustu samstarfsmenn og trúnaðarmenn ráðherra hverju sinni. Erfitt sé fyrir ráðherra að ráða mann í slíkt emb- ætti sem hann þekki ekki. Ómar segir að persónuleg tengsl þurfi ekki að vera úr flokkspólitísku starfi. Þau geti verið kynni frá starfi úr ráðuneytinu eða annars staðar. Sjaldgæft sé að ráðuneytisstjóri hafi verið skipaður sem ekki hafi þekkt viðkomandi ráðherra persónulega, alveg fram til vorra daga. Hreinlegast að segja stöðurnar fráteknar Hann segir margt hafa verið til í þeim orðum Davíðs Oddssonar í kringum umræðu um skipun seðla- bankastjóra að langhreinlegast væri að segja að stöðurnar væru frátekn- ar, frekar en að láta fólk sækja um í þeirri trú að allir umsækjendur sitji við sama borð. „Raunar virðist það vera óform- leg vísbending að ráðherra sé kom- inn með „kandídat“ í starfið þegar auglýst er í Lögbirtingarblaðinu. Slík birting uppfyllir formleg laga- skilyrði en er augljóslega ekki ætluð að hvetja fólk til að sækja um emb- ættið, enda venjulega fremur fá- mennur hópur sem sækir um,“ segir Ómar. Hann bendir á að með setningu stjórnarráðslaganna árið 1970 var ætlunin að aðstoðarmenn ráðherra gætu veitt þeim talsverðan stuðn- ing. Reynslan hafi sýnt að stór hóp- ur aðstoðarmanna hafi verið að hefja sinn pólitíska feril með þess- um störfum og ekki verið reynslu- miklir. Aðstoðarmenn nýtist því ráð- herra ekki jafn faglega og ráðu- neytisstjórar. Lektor í opinberri stjórnsýslu í HÍ um skipanir ráðuneytisstjóra Ráðuneytisstjórar fari úr starfi um leið og ráðherrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.