Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 14
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Nú fer hver að verðasíðastur að takaþátt í Ratleik Hafnarfjarðar, en skila- frestur lausna er til 22. september. Ratleikskortið er ókeypis og liggur frammi í Þjónustuveri Hafnarfjarðar. Ratleik- urinn er útivistarleikur sem hefur það að mark- miði að vekja athygli á úti- vistarperlum í nágrenni Hafnarfjarðar, að því er fram kemur í tilkynningu. Þátttakendur geta bæði tekið þátt í léttum leik, sem lagður er í útjaðri Setbergshverfisins, eða skellt sér í Garpagönguna sem er fundinn staður í námunda við gamlar þjóð- leiðir. Ratleikskortið nýt- ist einnig sem almennt úti- vistarkort með leiðar- lýsingum um gönguleiðir, gamlar þjóðleiðir og einn- ig fróðleiksmolum um áhugaverðar minjar í ná- munda við felustaði rat- leiksmerkjanna. Ratleikur Oddi | Frú Anna Erlends- dóttir á Akranesi færði nýlega safnaðarheimili Oddakirkju á Rangár- völlum málverk eftir föð- ur sinn, séra Erlend Þórð- arson, sem sat Oddastað ásamt konu sinni, frú Önnu Bjarnadóttur frá 1918 til 1946. Fékkst séra Erlendur nokkuð við mál- aralist á efri árum sínum, en hann lést 1982, níræð- ur að aldri. Málverkið sýnir gömlu smiðjuna í Odda, sem þar stóð lengi og allt fram undir 1950, en var þá rif- in. Hekla er í baksýn. Til- efni gjafar frú Önnu Er- lendsdóttur var 85 ára afmæli hennar og heim- sótti hún æskustöðvar sínar á afmælisdaginn ásamt fjölskyldu sinni og afhenti málverkið. Á myndinni eru systurnar Jakobína og Anna (til hægri) Erlendsdætur í Odda með myndina. Færði Oddakirkju málverk Hagyrðingakvöldverður í kvöld íStapa í Njarðvík og er liður í Ljósanótt. Einn af þeim sem treður upp er Friðrik Stein- grímsson. Hann yrkir um viðtal við Dorrit, þar sem hún talaði um hvað hún hefði verið treg að játast Ólafi. Svo voru sýnd ýmis myndskeið af tilhugalífi þeirra, s.s. þegar hann lá eftir að hafa dottið af hestbaki og hún var að stumra yfir honum: Óla á frúnni traustataki tókst að ná sem allvel sést daginn sem hann datt af baki og Dorrit þurfti að sjá um rest. Þegar umsjónarmaður náði tali af Friðriki var hann að pakka og sagðist vera „á fjórum fótum að finna spariskóna“. Þá varð til um leið: Treður upp á mannamótum má samt gólfið bóna; skríður um á fjórum fótum að finna spariskóna. Hagyrðingar á Ljósanótt pebl@mbl.is Reykjanesbær | Kapp er lagt á að ljúka framkvæmdum á veg- um Reykjanesbæjar fyrir menningar- og fjölskylduhátíð- ina Ljósanótt sem sett verður í dag og stendur fram á sunnu- dag. Bæjarstarfsmenn og verk- takar hafa að undaförnu unnið að frágangi verka og húseig- endur taka einnig til hendinni. Meðal verka sem nú er verið að ljúka við er endurgerð Hafnar- götunnar, aðal verslunargöt- unnar í Keflavík, en þar er mik- ið um að vera á Ljósanótt. Erla Knútsen Elíasdóttir og Unnur Svava Sverrisdóttir voru ásamt fleirum að fegra bæinn. Morgunblaðið/Þorkell Lokið fyrir Ljósanótt Hátíð MESTA ferðasumri sem Skagfirðingar hafa upplifað er nú að ljúka en þar bar hæst tvö landsmót UMFÍ. Þar hafa og ver- ið haldnar að minnsta kosti fimm alþjóð- legar ráðstefnur, að því er fram kemur í til- kynningu frá markaðs- og þróunarsviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í vikunni heimsóttu Skagafjörð sextíu félagar í EUTO, European Union of Tour- ist Officers, sem eru Evrópusamtök for- svarsmanna í ferðaþjónustu í Evrópulönd- um. Tilefnið var aðalfundur og árleg ráðstefna samtakanna sem nú er haldinn á Íslandi. Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi (FFÍ) er aðili að EUTO og annast umsjón ráðstefnunnar hérlendis í samvinnu við stjórn EUTO og Háskólann á Hólum í Skagafirði sem er faglegur samstarfsaðili. Hópurinn sótti fyrirlestra á Hólum og eftir að hafa gætt sér á Hólableikju var far- ið í heimsókn í Vesturfarasetrið á Hofsósi til að skoða uppbygginguna þar. Á leiðinni suður var komið við í Byggðasafninu í Glaumbæ. Sjálf EUTO ráðstefnan fer fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík í dag og á morgun og auk hinna rúmlega 60 erlendra gesta hefur nokkur fjöldi Íslendinga skráð sig. Evrópskir ferðamála- fulltrúar funda YFIT 10 þúsund farþegar ferðuðust með Flugfélagi Íslands á flugleiðinni Reykja- vík-Egilsstaðir í ágústmánuði. Tíuþúsund- asti farþeginn fékk blómvönd frá félaginu áður en hann steig um borð. Stefnir í met- fjölda farþega á flugleiðinni í ár. Það sem af er árinu hafa verið fluttir yfir 68 þúsund farþegar á þessari flugleið, sagði Einar Halldórsson, umdæmisstjóri Flugfélagsins á Egilsstöðum í samtali við Morgunblaðið. Sætanýting það sem af væri árinu væri 67,54%, sem væri afar gott. Þegar nýtingin færi yfir sjötíu pró- sent þyrfti stundum að vísa fólki frá. Þá sagði Einar að menn hefðu verið nokkuð grobbnir fyrir nokkrum árum þeg- ar sætafjöldinn fór upp í 6.000 manns á mánuði þannig að aukningin væri mikil. Á síðasta ári flutti félagið 82.000 farþega á milli Reykjavíkur og Egilsstaða og miðað við fjöldann það sem af væri árinu væntu menn þess að heildarfjöldinn í ár yrði jafn- vel 110.000 manns. Farþegi númer tíuþúsund ♦♦♦ HÉÐAN OG ÞAÐAN Íslendingur í Bjólfskviðu | Víkinga- skipið Íslendingur verður notað við tökur á kvikmyndinni Bjólfskviðu sem Vestur- Íslendingurinn Sturla Gunnarsson leik- stýrir. Á upplýsingavef Reykjanesbæjar segir að skipið verði í burðarhlutverki. Íslendingur er í geymslu í Njarðvík en verður fluttur á bíl austur á Jökulsárlón þar sem tökur fara fram 6. september. Að því loknu heldur skipið landleiðina til Þorláks- hafnar en þaðan mun það sigla til Vest- mannaeyja. Þar verður skipið tilbúið að fara austur í Dyrhólaey þar sem tökur á kvikmyndinni fara fram seinni hlutann í september. Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður mun fylgja skip- inu í þessu nýja hlutverki.    Kom á óvart | Sérkennilegt veðurfyrir- bæri kom Húsvíkingum í opna skjöldu þeg- ar þeir komu út í morgunsárið í gær, sem sé svokölluð rigning. Ritstjóri Skarps skrifar á vefinn að rigning hafi reyndar löngum verið þekkt og raunar alþekkt á suðvesturhorn- inu, sem og rok, eins og alltaf megi sjá í sjónvarpsútsendingum frá golfmótum og fótboltaleikjum. En rigning hafi hreinlega ekki látið á sér kræla á Húsavík í sumar og því margir búnir að gleyma fyrirbærinu. „En það rigndi í morgun og rignir enn, þó að veður sé hlýtt og fagurt að venju, og má í framhjáhlaupi geta þess að í gær mældist mestur hiti á landinu á Húsavík, 21 gráða á gamla celsíus. Rigningunni fylgir gríðar- legur gróðurilmur og keimur af sjávarseltu er einnig í lofti þannig að í dag njóta menn lífsins á Húsavík ekki síst með nefinu, ásamt og með öðrum skilningarvitum,“ skrifar hann.    Skólastjóri í Trékyllisvík | Jóhanna Þor- steinsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Finnbogastaðaskóla á Ströndum og tekur hún við af Trausta Steinssyni sem gegnt hefur starfinu síðastliðin tvö ár. Jóhanna hefur undanfarin sjö ár verið forstöðumað- ur hjá Sólheimum í Grímsnesi. „Það leggst bara vel í mig að vera í vetur í þessari fámennu og afskekktu sveit,“ segir Jóhanna í samtali við vef Bæjarins besta á Ísafirði. Finnbogastaðaskóli er í Trékyllis- vík í Árneshreppi og er einn fámennasti skóli landsins. Í skólanum verða fimm börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.