Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 18
MINNSTAÐUR 18 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Reykjanesbær | Fjarskipti er heiti á fyrstu samsýn- ingu tvíburasystranna Gunnhildar og Brynhildar Þórðardætra, sem haldin verður í Fischershúsi á Ljósanótt. Heiti sýningar- innar á sér ákveðnar skýr- ingar. „Við urðum samein- aðar á ný fyrir stuttu síðan þegar Gunnhildur kom heim til Íslands eftir 5 ára nám í Bretlandi. Á meðan við vorum aðskildar not- uðum við bæði hefðbundin og óhefðbundin fjarskipti til þess að vera í sam- bandi,“ sögðu þær systur í samtali við Morgunblaðið. Með hefðbundnum fjar- skiptum eiga þær við síma og tölvu en óhefðbundnu eiga þær við þá huglægu tengingu sem þær sáu að þær höfðu verið í eftir sam- einingu. „Þegar við fórum að skoða verk hvor annarrar kom í ljós að við notuðum oft sömu liti í verkum okkar og á sama tíma,“ sagði Gunnhildur og í sýningarskrá systranna má fá sönnun fyrir því. Gunnhildur útskrifaðist frá Listaháskólanum í Cambridge í október 2003 með BA-gráðu í Fine Arts og listasögu, en fór í framhaldi af því í mastersnám og vinnur nú að ritgerð sinni. Brynhildur útskrif- aðist sl. vor með BA-próf frá Lista- háskóla Íslands í textíl- og fatahönn- un og á sýningunni gefur að líta stóran hluta af lokaverkefnum þeirra beggja. Þrátt fyrir mikla og líka litagleði systranna er ljóst að það er meiri galsi yfir hönnunarlínu Brynhildar sem er innblásinn af sport mótorhjólafatnaði og ljós- myndum af plöntum eftir Þjóðverj- ann Karl Blossfeldt. Þær segja ákveðna skýringu á því. „Æting- arnar sem ég er að sýna hér eru hluti af lokaverkefni mínu við há- skólann í Cambrige og voru á sýn- ingu í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í sumar. Þetta er Íslandsserían og þegar ég var að vinna þessi verk var ég með rosalega heimþrá,“ sagði Gunnhildur og tók fram að námið í Cambridge hefði verið strangt. Brynhildur segir hins vegar að andinn í Listaháskóla Íslands sé á þá leið að námið eigi maður að nota til þess að vera djarfur og gefa minna fyrir markaðslögmálin. „Hins vegar þegar maður fer að vinna fyrir sér þarf maður að hugsa meira um markaðinn en námið er kjörið til að flippa og láta vaða.“ Náttúran innblástur Á sýningunni má glögg- lega sjá að þó að systurnar hafi valið sér ólíkar list- greinar, þá eru verk þeirra nátengd og segja þær skýr- inguna vera þá hversu nán- ar þær séu. „Við erum nátt- úrulega tvíburar og við höfum alltaf verið mjög nánar. Við notum mjög líka liti og sækjum okkur inn- blástur í líka hluti,“ sagði Gunnhildur og Brynhildur bætir við að þær séu báðar „organískar“ (lífrænar) í hugsun. „Ég leita oft í eitt- hvað „organískt“ (náttúr- una) eftir innblæstri og veit að Gunnhildur gerir það líka. Við erum báðar mjög hrifnar af sterkum litum og formum, en grár litur er einnig ríkjandi hjá okkur báðum. Þar er komið hafið sem við sækjum báðar innblástur í en liturinn táknar kannski ekki síður grámann sem oft vill verða þegar rignir hér á Suðurnesjum,“ sagði Gunnhildur og þegar litið er út um gluggann á Fischershúsi sem vísar í átt til sjávar á rigningardegi sem þeim sem var þegar viðtalið átti sér stað verður skírskotunin ljóslifandi. Hins vegar á þessi grámi ekkert skylt við sýningu Gunnhildar og Brynhildar sem fyrst og fremst ein- kennist af mikilli litagleði. Sýningin verður opnuð kl. 19 í kvöld og verður opin alla Ljósanæt- urdagana. Hefðbundin og óhefðbundin fjarskipti á listsýningu Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fjarskipti: Heitið á fyrstu samsýningu systranna Gunn- hildar og Brynhildar Þórðardætra á rætur að rekja til samskipta þeirra í fimm ára aðskilnaði. Grundarfjörður | „Það er einstakt tækifæri að hefja starf í nýjum skóla og fá nemendur með sér í að móta hann,“ segir Guðbjörg Aðal- bergsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Skólinn var settur í fyrsta sinn fyrr í vikunni og var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra viðstödd ásamt fleiri gestum. Aðdragandinn að stofnun framhaldsskólans er fremur stuttur sem sést best á því að skóla- meistari var ráðinn um síðustu áramót en um svipað leyti var byrjað grafa fyrir grunninum. Guðbjörg er Suðurnesjakona, fædd og upp- alin í Keflavík þar sem hún hefur lengst af bú- ið. Hún tók á sínum tíma BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og fór síðan í kennslurétt- indanám. Guðbjörg var kennari við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Hún hefur verið að bæta við sig námi að undanförnu og er langt komin með mastersnám í stjórnun við War- wick-háskóla í Englandi. „Þetta er blanda af fjarnámi og skólasetu í þrjú ár. Ég á bara rit- gerðina eftir og hefði í raun átt að skila henni í haust en fæ svolítinn frest út af tilstandinu hér, og stefni að því að ljúka mastersprófinu næsta vor,“ segir Guðbjörg. Efnið sem Guðbjörg hefur valið að skrifa um í mastersritgerð sinni er spennandi, könnun á ástæðum brottfalls úr framhaldsskólum og hvaða áhrif stofnanirnar sjálfar geta haft á það. „Við þekkjum það sem snýr að nemendum sjálfum,“ segir hún, „og það verður spennandi að sjá hvað það er innan stofnananna sjálfra sem hefur áhrif á brottfall nemenda.“ Guðbjörg hugsar sig örlítið um þegar hún er spurð að því hvers vegna hún hafi sótt um stöðu skólameistara á Snæfellsnesi. „Mig lang- aði að breyta til en var ekki viss um hvað ég ætti að gera. Mér fannst þessi staða strax spennandi. Þær nýju leiðir sem verið er að fara hér eru áskorun sem gerði það að verkum að ég sló til. Ég hafði aldrei komið til Grundar- fjarðar svo ég þurfti að koma í könnunarleið- angur áður en ég sótti um og hér er ég.“ Einstaklingsmiðað nám Hver er svo staðan þegar þú tekur við? „Þegar ég kom að þessu var búið að vinna í marga mánuði að undirbúningi. Hrönn Péturs- dóttir hafði verið ráðin til þess að stýra vinnunni. Húsnæðið var teiknað eftir hug- myndum Susan Stuebick bandarísks arkitekts sem sérhæft hefur sig í hönnun skóla sem starfa eftir hugmyndum um einstaklingsmiðað nám og opinn skóla. Mér finnst arkitektunum, þeim Indro Candi og Sigurði Björgúlfssyni hjá VA arkitektum, hafa tekist vel til, því hönnun skólans gerir okkur auðvelt að beita þeim að- ferðum sem við ætlum að nota við kennsluna. Gerðar voru viðhorfskannanir meðal ung- menna og fullorðinna og eftir að ég kom var farið að athuga hvaða útfærslur væru mögu- legar og ákveða nánar hvernig haga ætti skólastarfinu. Það kom í minn hlut að ráða fólk og skipuleggja innra starf skólans. En einnig að sinna hinum formlega þætti í því að búa til stofnun. Og ekki má gleyma sjálfu húsnæðinu sem ég hef tekið þátt í búa þeim húsgögnum sem þarf.“ Hvernig gekk að fá fólk til starfa? „Það gekk mjög vel, það var auðvitað mis- jafnt eftir greinum eins og er á þessum mark- aði en í heildina vel. Aðsóknin að skólanum er framar björtustu vonum, rúmlega 100 nem- endur, en gert var ráð fyrir 50 til 60 nem- endum og þeir bjartsýnustu nefndu töluna 75. Sérstaða þessa skóla og nýjungar felast í kennsluháttunum sjálfum. Í hefðbundnum skóla, svo ég taki dæmi af algengum áfanga, eru nemendur í fjórar klukkustundir á viku í kennslustundum en hjá okkur er dreifnáms- snið á þessu, tvær kennslustundir eru fastar og hinar tvær köllum við opna tíma. Kennarnir eru í kennslurýmunum og geta aðstoðað nem- endur við vinnu sína. Hver og einn getur svo- lítið ráðið hvað hann þarf mikinn tíma í hverri grein. Sem dæmi má nefna að nemandi sem er góður í ensku og er fljótur með verkefni sín í henni gæti hugsanlega þurft aðeins meiri tíma í stærðfræði. Hann getur skipulagt tíma sinn þannig að hann fái meiri aðstoð í stærðfræði. Þetta skapar sveigjanleika fyrir nemandann því ef hann vinnur jafnt og þétt getur hann að jafnaði lokið vinnu sinni í skólanum. Einnig getur nemandinn alltaf unnið sér í haginn ef hann er nettengdur því hann hefur allar upp- lýsingar í Angel-kennsluumhverfinu. Þá má geta þess að svigrúm myndast í stundatöflunni fyrir kennarann til þess að kalla sérstaklega til sín þá sem dragast aftur úr í náminu. Þetta færir auðvitað ábyrgð yfir á nemendur og það viljum við. Við gerum okkur fullkomna grein fyrir því að þarf að halda utan um nemendur og veita þeim aðhald og stuðning og kenna þeim að aga sig.“ Og hvernig byrjar skólastarfið? „Það byrjar vel, nemendur eru jákvæðir og skemmtilegir og við hlökkum til að takast á við þetta. Það er einstakt tækifæri að hefja starf í nýjum skóla og fá nemendur í lið með sér að móta hann. Okkur langar auðvitað til þess að fá þau til að koma með tillögur og ábendingar og að starfsfólk og nemendur vinni saman að því að móta skólastarfið í hinum nýja Fjöl- brautaskóla Snæfellinga,“ segir Guðbjörg skólameistari. Skólastarf er hafið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði eftir fyrstu skólasetninguna Einstakt að hefja starf í nýjum skóla Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Tengdir: Nemendur hafa beinan aðgang að öllum upplýsingum um námið á Netinu. Skólameistari: Guðbjörg Aðalbergsdóttir á skrifstofu sinni í fjölbrautaskólanum. LANDIÐ Reykjanesbær | „Mikil samkennd hefur verið meðal bæjarbúa vegna Ljósanætur síðustu árin en aldrei sem nú. Um helgina voru til dæmis margir eigendur húsa við Hafnargöt- una að mála hús sín og fegra um- hverfið í tilefni hátíðarinnar,“ segir Steinþór Jónsson, formaður undir- búningsnefndar Ljósanætur, menn- ingar- og fjölskylduhátíðarinnar sem hefst í Reykjanesbæ í dag og stendur fram á sunnudag. Steinþór segir að mikið sé lagt í dagskrána eins og áður og nýir við- burðir verði alla dagana auk þess sem haldið sé í það besta frá fyrri árum. Ljósanótt verður sett við athöfn við Myllubakkaskóla kl. 13 í dag. Þar verður sjónum beint að því fjölmenn- ingarsamfélagi sem ríkir í Reykja- nesbæ. Um kvöldið verður hagyrð- ingakvöld í félagsheimilinu Stapan- um og er það nýjung á dagskránni, eins og fjölmenningarhátíðin. Föstudagurinn einkennist af tón- list og myndlist. Fjöldi tónlistar- manna kemur fram á ýmsum stöðum í bænum. Meðal annars verður Guit- ar Islancio með tónleika í Duushús- um og Páll Rósinkrans og félagar með dagskrá til heiðurs Eric Clapton. Myndlistarsýningar verða opnaðar í öllum sýningarsölum og fjöldi fyrir- tækja og vinnustofur opnar. Meðal annars verður opnuð sýning Ásu Ólafsdóttur í Listasafni Reykjanes- bæjar. Þá verða Helga Braga og Steinn Ármann með forsýningu á Vodkakúrnum í Frumleikhúsinu. Flugsýning á laugardag Laugardagurinn er sem fyrr að- alhátíðisdagurinn. Fjölbreytt dag- skrá, meðal annars fyrir börnin, er um allan bæinn. Flugsýning verður við Ægisgötu í Keflavík, kl. 13 til 15. Þar verður listflug, fallhlífarstökk, þyrlur, fis og flugmódel og þotur fljúga yfir. Síðdegis verður gullald- arlið Keflavíkur í 1964–1973 heiðrað með því að hella til minningar um af- rek knattspyrnumannanna verður sett í Hafnargötuna við hlið stjörnu- spors Hljóma sem afhjúpað var fyrir ári. Hápunktur hátíðarinnar er á kvölddagskrá sem fram fer á útisviði við Hafnargötu á laugardagskvöldið og hefst kl. 20. Þar kemur fram svo kallað Bæjarstjórnarband, Védís Hervör Árnadóttir syngur Ljósanæt- urlagið, kveikt er á lýsingu Bergsins og flugeldum skotið á loft. Ljósanæturhátíðinni lýkur síðan á sunnudag. Hafnargatan er aðalsvið Ljósa- nætur. Síðustu árin hefur verið unnið að endurbótum á götunni og lýkur þeim formlega fyrir helgina. Ljósanótt sett með fjölmenningarhátíð STEINÞÓRI Jónssyni, formanni Ljósanæturnefndarinnar í Reykja- nesbæ, er nú sem fyrr falið að sjá um veðrið á há- tíðinni um helgina enda er hann talinn hafa góð sambönd á því sviði eins og fleirum. Hefur oft ræst úr veðr- inu á Ljósanótt þrátt fyrir slæma spá. Steinþór segir að spáin fyrir helgina sé ekki slæm en hún mætti vera betri. „Það er til- tölulega lítið mál að koma því í lag, miðað við annað. Það verður gert, það er loforð,“ segir hann. Veðrinu komið í lag Steinþór Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.