Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 33 ✝ Jósefína Krist-jánsdóttir fædd- ist í Móabúð í Grund- arfirði 10. ágúst 1917. Hún andaðist 23. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar Jósef- ínu voru Kristján Jónsson, f. 1. nóv. 1874, d. 16. feb. 1967 og Kristín Gísladótt- ir, f. 6. júlí 1890, d. 25. janúar 1962. Systkini Jósefínu voru þrettán. Tvö þeirra létust ung. Á lífi eru Guðrún, Gísli, Ragnar og Arndís. Hinn 6. september 1940 giftist Jósefína, Tryggva Sigurðssyni, frá Þingeyri f. 6. ágúst 1913, d. 27. apríl 1963. Foreldrar Tryggva voru Sigurður Jóhann- esson, f. 3. okt. 1884, d. 13. apríl 1972 og Sigurbjörg Einarsdóttir, f. 3. sept. 1881, d. 27. sept. 1953. Tryggvi var útskrifaður frá Skip- stjóra- og stýrimannaskólanum í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Kristín, gift Þorsteini V. Þórð- arsyni, börn þeirra eru: a) Tryggvi, kvæntur Jóhönnu Gunn- laugsdóttur og eiga þau eitt barn. b) Aðalheiður, í sambúð með Jóni Ragnari Harðarsyni og eiga þau þrjú börn. 2) Jó- hannes, kvæntur Margréti Kristins- dóttur, börn þeirra eru: a) Sveinbjörn, í sambúð með Lindu Mjöll Gunnarsdótt- ur, hann á eitt barn. b) Ína Rós, í sambúð með Guðmundi Inga Jóhannssyni og eiga þau tvö börn. c) Karólína. d) Kristín Dagmar. 3) Jón Jónsson (fósturson- ur), í sambúð með Kristínu M. Valde- marsdóttur, sonur þeirra er Bjarki Þór. Fyrir átti Jón, Pálma Þór. Jósefína var í Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni og útskrif- aðist 1936. Hún starfaði m.a. við veisluundirbúning og var þekkt á því sviði. Eftir lát Tryggva eig- inmanns síns tók hún kostgang- ara og hýsti erlenda ferðamenn á sumrin. Jósefína var virkur þátt- takandi í Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Öldunni um árabil og einn af stofnendnum kven- félags Bústaðasóknar. Útför Jósefínu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Til móður minnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín. Kristín Tryggvadóttir. Það er komið að kveðjustund, Jósefína tengdamóðir mín er látin. Ég kynntist Ínu, eins og hún var oftast kölluð, fyrir rúmum 43 árum þegar ég fór að venja komur mínar að heimili hennar í Búðagerði. Mér var ljóst við fyrstu kynni að þar fór ákveðin kona og dugleg. Jósefína var alin upp vestur í Grundarfirði á þeim tíma er allt varð að nýta og ekkert var sjálf- gefið, lífsbaráttan harðari en nú á dögum, og sá lífsstíll sem nútíma- fólk venur sig á, að allt sé einnota, átti ekki uppá pallborðið hjá henni. Hún var forkur til allra verka. Sterkir litir fóru henni vel og hún valdi klæðaburð sinn í samræmi við það og alltaf glæsileg til fara. Hatt- urinn var punkturinn yfir i-ið. Ína var aðeins 45 ára gömul þeg- ar hún missti Tryggva mann sinn langt um aldur fram og þurfti að standa ein að framfærslu heimilis- ins upp frá því og það gerði hún með sóma. Hún tók að sér að halda veislur úti í bæ, enda menntuð sem slík, og tók kostgangara að vetrum og erlenda ferðamenn á sumrin ásamt annarri vinnu. Hún var og dugleg að ferðast um heiminn og má þar nefna allar Spánarferðirnar og heimsreisu til Mexikó. Ég minnist þess er farið var í ferðalög, sumarbústaði eða eitt- hvað annað, að alltaf varð veiði- stöngin að fylgja með og ég man sérstaklega eitt sinn er farið var að veiða á flugu í Apavatni og mín vildi fá að vera ein í friði og kasta. Þegar ég kom aftur var línan kom- in í nokkra hringi um flugu- kastarann og hnífurinn eina lausn- in frá vandanum. Gert var gott úr þessu, enda var alltaf stutt í húm- orinn. Ína saknaði Tryggva mikið og nú þegar komið var að leiðarlokum í þessari jarðvist er ég viss um að vel hefur verið tekið á móti henni. Ég vil að lokum þakka henni fyrir allt sem hún gaf mér meðan leiðir okkar lágu saman. Guð blessi minningu hennar. Þorsteinn V. Þórðarson. Nú er ég klæddur og komin á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér, að ganga í dag, svo líki þér. (Höf. ók.) Amma, manstu þegar við bjugg- um í Búðagerðinu, þú á neðri hæð- inni og við á efri hæðinni, þá var þetta bænin sem þú þuldir alltaf þegar ég fór út á morgnana. Eitt skiptið þegar ég var að fara út greipstu mig eins og svo oft áður, smurðir Nivea kremi í andlitið á mér og baðst mig að kaupa eitt brauð og 2 potta af mjólk. Síðan signdir þú mig og fórst með bæn- ina hér að ofan. Ég stóð og gapti á þig og sagði svo: Amma á ég að kaupa þetta allt? Nú eða þegar þú komst úr strætó á leið heim úr bænum með innkaupapokana. Þú lagðir pokana frá þér þegar þú komst úr vagninum og hvíldir þig. Svo komstu heim og lagðir frá þér pokana hér og þar, í anddyrinu, í stofunni, í eldhúsinu og um allt. Svo kom í ljós að það hafði verið blaut gangstéttarmálning þar sem þú fórst úr strætó og búin að spora málningu um allt húsið. Þú kunnir að segja frá á skemmtilega hátt og varst aldrei feimin að gera grín að sjálfri þér. Það var alltaf fjör og gaman í kringum þig. Þú hafðir mjög gaman af því að halda veislur. Alltaf þegar við kom- um í mat þá varst þú á þönum í kringum okkur allan tímann og við að reyna að fá þig til að setjast hjá okkur. Þú hafðir bara svo gaman af að stjana í kringum okkur öll. Manstu þegar þú varst að selja íbúðina, allir sem komu og skoðuðu fengu kaffi og vöfflur – og sumir líkjör með. Þetta sýnir hvað þú varst flott, það fór sko enginn svangur frá þér. Amma mín, þó að það sé sjón- arsviptir að þér þá veit ég að þú ert á góðum stað. Þó ég muni ekki eftir afa Tryggva þá veit ég að hann hef- ur beðið þín. Nú trúi ég og treyst’á það að takist einsog stefnt var að; Við fáum hugi sameinað á nýjum stað. Ég trúi því að nú sé lag, það komi tíð með bættum hag, og dagur eftir þennan dag á nýjum stað. (Sálin.) Amma, minningin um þig á eftir að lifa. Vertu sæl, amma, takk fyrir allt. Tryggvi Þ. og fjölskylda. Það komu margar minningar upp í huga okkar þegar við systk- inin settumst niður til að skrifa um Ínu ömmu. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum en þrátt fyrir það var lund hennar ávallt létt og húmorinn í lagi. Amma var mikið fyrir veislur af öllum stærðum og gerðum og hélt þær ófáar sjálf. Hún var ákaflega gestrisin og lagði mikið upp úr að gestirnir fengju nóg af öllu. Amma var vön að segja „Elsku fáið ykkur, það er nóg til frammi,“ sem var mjög lýsandi fyrir hennar gest- risni. Ein jólin var amma orðin mjög taugaóstyrk í róminum þegar hún endurtók í sífellu „Elsku fáið ykkur, það er nóg til frammi“. Þeg- ar allir sögðust saddir og stóðu upp frá borðum, sagði hún frá því að nánast allur maturinn hefði klár- ast. Þessi setning mun lifa áfram því það er orðið að hefð í fjölskyld- unni að fara með þennan frasa þeg- ar veislur eru haldnar. Það sem er okkur sterkast í minningunni er hversu sjálfstæð amma var. Hún flakkaði um alla veröld og lét það aldrei stöðva sig að kunna ekki stakt orð í erlendri tungu. Hún sagði okkur sögur af því þegar hún var að prútta við götusala með handapati og aftur sneri hún heim með hinar ótrúleg- ustu gjafir handa allri stórfjöl- skyldunni. Má þar nefna nokkur risastór veggteppi, mexíkóhatta og fjársjóðskistil fullan af dóti sem yngstu kynslóðinni þótti mikið til koma. Við erum þakklát fyrir þær góðu stundir sem við höfum átt með ömmu okkar og þá sérstaklega nú í sumar. Með söknuði kveðjum við hana með sálmi sem hún fór svo oft með áður en hún sofnaði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Blessuð sé minning hennar. Sveinbjörn, Ína Rós, Karólína og Kristín Dagmar. Nú er kveðjustundin runnin upp, hún amma er farin og ég trúi að hennar hafi verið beðið með eft- irvæntingu á nýjum stað. Hugurinn kallar fram dýrmætar minningar t.d. um það þegar ég var lítil stelpa og amma passaði vel að ég kynni allar bænirnar mínar eða þegar hún fór með mig spari- klædda í bæinn til að gera jólainn- kaup. Við leiddumst búð úr búð niður Laugaveginn og endapunkturinn var alltaf heitt súkkulaði og terta á „Hressó.“ Jólin voru tími ömmu. Þá vildi hún hafa alla fjölskylduna hjá sér. Fjölskyldan fyllti borðstofuna og hefð var fyrir möndlugraut og mik- il spenna í loftinu. Galsinn var oft mikill en amma þekkti sitt fólk. Hún lét alla hrista ermar, tæma vasa og munna svo leikhæfileikar allra fengu að njóta sín því oft komu margar möndlur í leitirnar. Möndlugjöfin beið þá betri tíma. Hún amma var lífsglöð kona og sló ekki hendinni á móti því að vera boðið með í ferðir. Ein af mörgum var ferð með vélsleða í eftirdragi sem amma átti að vera farþegi á ef hún treysti sér til enda 72 ára göm- ul þá. En það dugði henni ekki, hún varð að fá að keyra sleðann sem hún og gerði. Sú var rígmontin þá, okkur öllum til mikillar gleði. Ekki var síður notið þeirra stunda sem við áttum saman nýlega þegar hún sagði frá fyrstu árunum sínum hér í Reykjavík. En minningin lifir um litríka og glæsilega ömmu sem við kveðjum með virðingu og söknuði. Aðalheiður og fjölskylda. Hún Ína tengdamamma hennar Möggu systur hefur flutt sig til betri heima, við brottför hennar leita margar kærar minningar á hugann, eftir áratuga vináttu. Við Magga og Ína höfum notið svo ótal- margra ánægjustunda okkur til gagns og gamans, fasta miða í leik- hús, ótal ferðir á kaffihús og margt fleira. Þetta voru góðir tímar fyrir okkur er treystu vináttuna. En hæst ber þá ferðir okkar systra á Snæfellsnes til vikudvalar mörg undanfarin ár og þá var Ína að sjálfsögðu með. Dvalar okkar fyrir vestan nutum við vel og ekki síst sú er við kveðjum í dag. Í minning- unni var ávallt sól, allavega í sinni, aðeins einn og einn dag sóldögg. Og nú líkaði Ínu lífið, fullt hús af fólki og hún fékk að stjórna í eld- húsinu og ekki komið að tómum kofunum. Vaknað var hvern morg- un við ilmandi kaffilykt, eldaðar dýrindis krásir, og toppurinn var heitt súkkulaði og nýbakaðar pönnukökur. Hún dekraði við karl- ana okkar Stínu meðan þeir voru meðal okkar og milli þeirra mynd- aðist traust vinátta er stóð á meðan lifðu. Á kvöldin var gjarna litið í bolla og Kani spilaður fram á nótt. Þetta voru miklir dýrðardagar. Einn dagur stendur þó upp úr. Hún Ína hafði lengi talað um við okkur Möggu að sýna okkur æsku- stöðvar sínar í Grundarfirði, fyrir þremur árum létum við verða af því að fara þangað í blíðskaparveðri. Bæir afa, ömmu, pabba, mömmu voru ekki til. Hún lýsti fyrir okkur húsakosti, mannlífi á báðum stöð- um. Við fórum 70-80 ár aftur í tím- ann þegar húsakostur var lélegur, engin nútíma þægindi. Samt undi fólk við sitt og reyndi að gera mikið úr litlu. Fórum í kirkjugarðinn við Setbergskirkju, kirkjuna sem hún hafði fermst í. Ég held að þarna hafi hún kvatt æskustöðvarnar. Hún Stína systir þakkar fyrir allar samverustundir og ég þakka fyrir allar góðar stundir er við átt- um saman. Ég veit ekki hvort ég leit á þig sem vinkonu eða mömmu. Ég votta aðstandendum dýpstu samúð mína. Kæri mágur, systir og fjölskylda, þið getið verið ánægð með ykkar verk, takk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Erna. JÓSEFÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR Elsku Thelma. Það er eins þetta sé draum- ur, Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farin. Við erum mjög þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Við gátum talað um allt og það var aldrei langt í hlát- urinn, þó það hafi gengið mikið á í mínu lífi þá varstu aldrei langt frá. THELMA GÍGJA KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Thelma GígjaKristjánsdóttir fæddist í Mosfells- sveit 17. nóvember 1974. Hún lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 20. ágúst síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 1. sept- ember. Það sem er mér efst í huga er þegar þú sagð- ir að þú ætlaðir að reyna að hlæja einu sinni á dag fyrir utan að tala við Diddu. Þegar ég spurði krakkana að því hvað við ættum að segja þá sagði litli kúturinn að það hefði verið svo gott að faðma hana. Sá eldri sagði að hún hefði ver- ið svo góð og gott að tala við hana. Litla daman spurði hvort hún vildi fá fínu spennuna í hárið. Guð geymi þig elsku vinkona mín. Fjölskyldu hennar og börnum sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Hrafnhildur (Didda) og börn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.