Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 41
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 41 Kringlunni, sími 553 2888 Gregor stígvélum Ný sending af Verð kr. 14.450 Verð kr. 19.995 Leikfimi fyrir konur Leikfimin hefst 8. september Frjáls aðgangur í eftirtalda tíma: Mánudaga kl. 10:05 - 11:00 Þriðjudaga kl. 17:35 - 18:30 Miðvikudaga kl. 10:05 - 11:00 Fimmtudaga kl. 17:35 - 18:30 Tilvalið fyrir þær sem vinna óreglulegan vinnutíma eða stunda vaktavinnu. Auk þess aðgangur að tækjasal að vild. Leðbeinendur: Ásta Vala Guðmundsdóttir og Erna Kristjánsdóttir, lögg. sjúkraþjálfarar Erum komin í nýtt og stærra húsnæði Skráning í síma 587 7750 Nánari upplýsingar á www.sstyrkur.is Sjúkraþjálfun Styrkur Stangarhyl 7 110 Reykjavík Ásta Vala Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari Erna Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari Lei „Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið“ Stefán Jóhannsson, fjölskyldu- ráðgjafi. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskyldu- ráðgjafi. Föstudagskvöld 3. sept. kl. 20.00–22.00 • Hvað er meðvirkni? Jákvætt og neikvætt. • Kvikmyndin „Mirror of a Child“ um meðvirka fjölskyldu. Laugardagur 4. sept. kl. 9.30–16.00 • Tilfinningar. Ef þú stjórnar ekki tilfinningum þínum, þá stjórna þær þér. • Frá væntingum til veruleika. • Tjáskipti. Tölum við sama tungumálið? • Samskipti. Er þetta ég og þú, eða VIÐ? • Hvað er ofbeldi? Skráning fer fram í síma 553 8800. Meðvirkni Fyrirlestrar um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verða haldnir föstudagskvöldið 3. september kl. 20.00-22.00 og framhaldið laugardaginn 4. september kl. 9.30–16.00 í Kórkjallara Hallgrímskirkju. Ráðstefna um tóbaksvarnir, LOFT 2004,verður haldin dagana 16. og 17. sept-ember nk. að Hótel Örk í Hveragerði,og er það í þriðja sinn sem hún er haldin. Ráðstefnan er nú í umsjón Heilsustofn- unar Náttúrulækningafélags Íslands og er opin heilbrigðisstarfsfólki og öðrum áhugasömum um tóbaksvarnir. Halla Grétarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Heilsustofnuninni, segir megin- markmiðið með ráðstefnunni að stuðla að auknu samstarfi allra sem vinna að tóbaksvörnum á Ís- landi, og efla heilbrigðisstarfsmenn í forvörnum og reykleysismeðferð. Hvað verður rætt á ráðstefnunni? „Á ráðstefnunni verður rætt um hvernig best er að styðja reykingamenn til að hætta að reykja og hvernig ólíkir aðilar innan heilbrigðiskerfisins geti unnið saman til þess að ná sem bestum ár- angri,“ segir Halla. Tvö meginþemu verða rædd, takmarkanir á reykingum á veitingastöðum, og reykleysismeðferð á heilbrigðisstofnunum. Hverjir halda fyrirlestra á ráðstefnunni? „Við erum bæði með innlenda og erlenda fyrirlesara. Við fáum m.a. fulltrúa frá norska heilbrigðsráðuneytinu sem ætlar einmitt að segja okkur frá hvernig þeir undirbjuggu reyk- bann á veitingastöðum hjá sér, og hvernig það hefur reynst. Þau lög tóku gildi 1. júní hjá þeim,“ segir Halla og bendir á að fyrirhugað sé hjá heilbrigðisráðherra að leggja fram lög um þetta mál á næsta þingi. Því megi búast við mikl- um umræðum um þetta málefni hérlendis. „Mörg önnur áhugaverð erindi verða flutt og má þar nefna erindi Libby Rönnberg sem kynnir meðferð og árangur Årekliniken í Svíþjóð, og Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlit- inu, ætlar að tala um vinnuvernd og tóbaks- varnir og Anna Elísabet Ólafsdóttir forstjóri Lýðheilsustöðvar segir frá stefnu og hlutverki Lýðheilsustöðvar.“ Hvað með árangur í reykingamálum á Íslandi? „Við höfum náð góðum árangri hér á Íslandi, á þessari ráðstefnu verða fulltrúar þeirra sem í dag bjóða upp á reykleysismeðferð og kynna meðferð sína og árangur,“ segir Halla og bætir því við að Ásgeir Helgason dósent í sálfræði og lýðheilsufræði ætlar að vera með erindi um mat á árangri meðferðar. Hún segir að landlækn- isembættið sé að vinna að því að búa til klínískar leiðbeiningar og verði sagt frá þeirri vinnu á ráðstefnunni. „Það verður því af mörgu að taka og ég hvet áhugasama til að fara inn á vefsíðu ráðstefnunnar www.hnlfi.is/loft2004 og kynna sér dagskrána nánar,“ segir Halla. Hún hvetur allar heilbrigðisstofnanir til að senda fulltrúa sína til þátttöku og segir alla áhugasama vel- komna. Ráðstefna | Meðferðaraðilar ræða tóbaksvarnir Unnið að eflingu forvarnarstarfs  Halla Grétarsdóttir útskrifaðist af náms- braut í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands 1995. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í tæp fjögur ár en hefur nú starfað undanfarin fimm ár á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Hún er framkvæmdastjóri tóbaksvarnarráðstefn- unnar Loft 2004. Maður Höllu er Ásgeir Jóns- son framkvæmdastjóri Mannamóta. Synir þeirra eru Jakob Martin Ásgeirsson, 6 ára, og Grétar Karl Ásgeirsson, 4 ára. Hraðahindranir ÉG ER sammála íbúa í Drápuhlíð- inni sem skrifar um hraðahindranir hér í Velvakanda sunnudaginn 29 ágúst. Þessar hraðahindranir virð- ast spretta upp eins og illgresi um allt höfuðborgarsvæðið hvort sem á þeim er þörf eða ekki, það er farið að planta þessu inn í iðnaðarhverfi og fleiri staði þar sem engin þörf er á þeim. Menn eru löngu komnir út í öfgar með þessi mál eins og svo mörg önnur. Margar þessara hraða- hindrana eru alltof háar, illa gerðar og slitnar þannig að menn lemja bíl- unum uppundir og liggur við að þær séu aðeins jeppafærar. Hafa menn ekki velt því fyrir sér hversu mengandi það er og dýrt að þurfa alltaf að vera stígandi á bremsuna og svo á bensínið aftur út- af þessum endalausu hraðahindrun- um, svo ekki sé minnst á annað slit og skemmdir í bílum vegna þeirra. Ökumaður. Frábær útvarpsstöð ÉG VIL koma því á framfæri hvað útvarpstöðin 87,7, sem spilar djass og klassíska tónlist, er frábær. Vil ég benda unnendum góðrar tónlistar að hlusta á þessa stöð. Tónlistarunnandi. Smart Spæjari er týndur HANN týndist frá Hvammsgerði 2 og er stór, feitur þrílitur, brúnn, svartur og með hvíta bringu og fæt- ur. Hann er svo með hvítan blett á bakinu. Hann er eyrnamerktur nr. 105 og með ól (sem hann gæti reynd- ar hafa týnt). Þeir sem gætu gefið upplýsingar eru beðnir að hafa sam- band í síma 820 1901 og 690 0030. Páfagaukur týndur í Breiðholti BLÁR og hvítur gári týndist 20. ágúst sl, í Neðra-Breiðholti. Finn- andi hafi samband í síma 898 2722. Snöggur er týndur SNÖGGUR hvarf að heiman frá Giljalandi 35 17. ágúst sl. Hann er ólarlaus, hefur misst af sér ólina, en er eyrna- merktur R8189. Snöggur er geldur fress, gæfur, kol- svartur og mjög stór og kviðmikill. Þeir sem vita um hann vinsamlegast látið vita í síma 568 4588 eða 868 0124. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7 7. c5 c6 8. h3 b6 9. b4 a5 10. a3 Ba6 11. Bxa6 Hxa6 12. b5 cxb5 13. c6 Dc8 14. c7 b4 15. Rb5 a4 16. Hc1 Re4 17. Rd2 Rdf6 18. f3 Ha5 19. fxe4 Hxb5 20. Bg5 b3 21. e5 b2 22. Hc2 Re4 23. Bxe7 Rxd2 24. Kxd2 b1=D 25. Dxb1 Hxb1 26. Hxb1 He8 27. Hxb6 Da8 Staðan kom upp í atskákmóti í Sao Paulo sem lauk fyrir skömmu í Bras- ilíu. Rafael Leitao (2573) hafði hvítt gegn Gilberto Milos (2601). 28. c8=D! Hxc8 29. Hxc8+ Dxc8 30. Bd6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. SÆNSKI rithöfundurinn Liza Marklund mun árita bækur sínar á morgun milli 17 og 18 í verslun Ey- mundsson í Austurstræti 18. Liza hefur gefið út alls sjö bækur, þar af fimm skáldsögur og tvær bækur sem byggjast á sannsögulegum at- burðum. Sögur Lizu eru spennu- hryllingssögur sem byggðar eru á raunverulegum atburðum. Úlfurinn rauði er nýkomin út í ís- lenskri þýðingu Önnu R. Ingólfs- dóttur, en auk hennar hafa bæk- urnar Villibirta, Paradís, Stúdíó sex og Sprengivargurinn allar verið þýddar á íslensku. Nýjasta bók Lizu „Asyl“, eða „Hæli“ fjallar um fyrstu evrópsku konuna sem veitt var hæli í Bandaríkjunum vegna heimilis- ofbeldis. Til stendur að þýða „Asyl“ og fyrstu bók Lizu, „Gömda,“ á ís- lensku, en þær rekja báðar sögu Miu Eriksson, sem fellur fyrir manni sem síðar reynist vera alvarlega brjálaður og misþyrmir henni. Sænski rithöfundurinn Liza Mark- lund mun árita bækur í dag. Liza Marklund áritar bækur í Eymundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.