Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 47
www .regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Nýr og betri Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 6. ísl tal. Sýnd kl. 6 og 8. Enskt tal.  SV MBL  ÓÖH DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra-spennumynd! Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. Ein besta ástarsaga allra tíma. EFTIR METSÖLUBÓK NICHOLAS SPARKS YFIR 40000 GESTIR Yfir 22.000 gestir! Sýnd kl. 6. ísl tal SÝND UM HELGAR. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. Yfir 20.000 gestir! Þeir hefðu átt að láta hann í friði. „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HJ. MBL „Drepfyndin“ Ó.Ö.H. DV S.K., Skonrokk Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 10.15. S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com Nicole Kidman The Stepford Wives Kem í bíó 10 sept hollenskir kvikmyndadagar 10-16 sept. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 47 TÓNLIST Erlendar plötur The Libertines – The Libertines  BRESKA pressan er algjörlega að tapa sér yfir The Libertines og getur greinlega ekki beðið eftir því að fá að hampa henni sem nýjustu bjargvætti breska rokksins. Og þessir ungu pjakkar hafa algjörlega drukkið í sig hið þyrnum stráða rokklíferni og virðast þeir leggja nótt við dag að ná að deyja hinum sígilda rokkstjörnudauða 26 ára gamlir. Og það er ekkert sem breska músíkpressan dýrkar heitar en ungir hrokafullir syndaselir með sjálfseyðingarhvöt. Það sama gildir um Alan McGee, fyrrum eiganda Creation-hljómplötuútgáfunnar. Og eftir að broddurinn fór úr ólátabelgj- unum sem hann ól í heiminn, Oasis, þá tók hann þessa upp á arma sína, The Libertines. Hann gefur þá út og umbar fyrir þá og hefur haldið dug- lega að áhrifagjörnum blaðamönn- um frösum á þá leið að hér séu fram á sjónarsviðið mættir arftakar allra helstu kanónanna The Who, The Clash, Oasis og meira að segja Ston- es og Bítlanna. Hæpin staðhæfing það. En að öllu yfirborðskenndu markaðssetningarhjali og rokkstæl- um slepptum þá kemur á daginn að tónlistin er bara skrambi hressilegt og innihaldsríkt rokk með oft á tíð- um alveg ekta breskættuðum fé- lagsstúdíutextum, kaldhæðnum og alþýðurómantískum á víxl. Spennan milli forsprakkanna Pete Doherty Carl Barat sem slógust víst eins og hundur og köttur við gerð plötunnar, er líka svo merkjanleg sem gerir heildaráhrifin miklu háskalegri en ella, eins og platan virki sem svanasöngur sveitar á barmi sorglegrar sundrungar. Doherty er víst líka hættur í bandinu og komið með sitt eigið sem heitir Babyshambles. Gamli Clash-gítaristinn Mick Jon- es gerir vafalaust sitt en stýrði upp- tökum á plötunni, hafði það vanda- sama verk að koma reglu á alla óregluna í bandinu og hann hafði greinilega vit á, og reynslu til, að leyfa hæfilega miklu ruglinu að standa. The Libertines stenst prófið á annarri plötu sinni sem er kannski ekki alveg eins svakalega fersk og sú fyrsta en er þó innihaldsríkari og á vafalaust eftir að halda bresku pressunni slefandi í lengri tíma. Skarphéðinn Guðmundsson Syndaselir á heljar- þröm TERRY Jones, sem eitt sinn var í hinum víðfræga breska Monty Pyth- on-leikhópi, er orðinn einn af bestu vinum Íslands. Hann hefur sann- arlega tekið ástfóstri við land og þjóð, eins og bersýnilega kemur fram í nýlegri grein hans í breska dagblaðinu The Independent. Jones segir þó að Ísland sé skrýt- ið. Hann hefur sérstakt dálæti á Reykjavík, sem hann segir fulla af kofum. „Reyndar myndi aðeins helmingur húsanna í Reykjavík flokkast sem bárujárnskofar. Kannski er þetta ein ástæða þess að þessi staður snertir streng í hjarta mínu. Ég hef dálæti á kofum.“ Jones segir frá vináttu sinni og Hilmars Arnar Hilmarssonar alls- herjargoða, sem hann segir vera einn besta vin sinn. Hann er mjög heillaður af heiðni og þykir mikið til þess koma að Hilmar skuli hafa vald til að gefa fólk saman og stjórna öðr- um trúarlegum athöfnum sem hafa áhrif að lögum, eins og nafngiftum, sem kristnir menn kalla skírnir. Jones skrifaði greinina þegar hann var staddur hér á landi í þriðja sinn, í sumar þegar hann talaði inn á teiknimyndina Önnu og skapsveifl- urnar, sem sögumaður. Áður hafði hann komið hingað árið 1992, til að halda upp á fimmtugsafmælið, og í millitíðinni hafði hann heimsótt Ís- land til að vera svaramaður í brúð- kaupi Hilmars. Allir fá minningargrein Jones gerir Íslandi góð skil í greininni og finnst margt skrýtið; miðbærinn sé flugvöllur, sandurinn svartur en ekki gulur, Bláa lónið ein- stakur staður, allir séu skyldir í sjötta ættlið, fólk sé kennt við föður sinn og beri ekki ættarnöfn. Að lokum minnist hann á að aðal- dagblað landsins sé fullt af minning- argreinum. Þar vitnar hann í Hilmar vin sinn: „Enginn er svo ómerki- legur á Íslandi að hann eigi ekki skil- ið að fá um sig skrifaða minningar- grein í dagblaðinu.“ Jones líkar við þann hugsunargang að allir séu mik- ils metnir. Því kemst hann að þeirri niðurstöðu að Íslendingar kunni að vera siðmenntaðasta þjóð í heimi, að álfum og tröllum slepptum. Terry Jones tjáir ást sína á Íslandi Siðmenntaðasta þjóð í heimi Breski Monty Python-grínistinn Terry Jones er svo sannarlega heill- aður af Íslandi, sem hann segir þó að sé afar skrýtið. http://independent.co.uk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.