Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 27

Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 27 Stjórnandi: Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 899 8199 eða 561 8199 mánudaginn 6. september frá kl. 9–12 og þriðjudaginn 7. september frá kl. 9–12. www.kraftganga.is • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Boðið verður upp á þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða. B — tími fyrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrir þá sem vanir eru líkamsþjálfun. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna GERT er ráð fyrir að farinn verði einn leiðangur enn að flaki breskr- ar sprengjuflugvélar af gerðinni Fairey Battle nú síðar í haust, að sögn Harðar Geirssonar sem fann flakið fyrir fimm árum eftir um 20 ára leit. Flugvélin fórst 26. maí 1941 en um borð voru fjórir menn, þrír Bretar og einn Nýsjálend- ingur. Vélin fór frá Kaldaðarnes- velli við Selfoss að morgni dags, flogið var norður og lent á Mel- gerðismelum í Eyjafirði til að sækja tvo menn sem legið höfðu á spít- alaskipi á Pollinum við Akureyri. Vélin fórst á jökli á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals. Í síðustu viku fór 15 manna leið- angur að flakinu, þar af voru 6 liðs- menn fjallabjörgunarsveitar breska flughersins. Í leiðangrinum fundust ýmsir munir og líkamsleifar sem jökullinn hefur geymt í yfir 60 ár. Að sögn Harðar hefur bráðnun verið mikil í jöklinum í hlýindum síðastliðna daga og megi því gera ráð fyrir að eitthvað nýtt finnist í leiðangri sem farinn verður síðar í þessum mánuði. „Við ætlum að draga það eins lengi og við getum að fara, þá er meiri von til að eitt- hvað nýtt finnist á svæðinu,“ sagði Hörður. Meðal þess sem fannst í leiðangr- inum í liðinni viku var hreyfill flug- vélarinnar, en fundur hans markar nokkur tímamót því í kjölfarið var hægt að setja saman kenningu um brotlendingarstefnu hennar sem var þvert á flug vélarinnar. Hreyf- illinn var mikið brotinn sem þýðir að brotlendingin hefur verið harka- leg. Flugvél af gerðinni Fairey Battle. Þessar vélar voru mikið notaðar til sprengjuárása í síðari heimsstyrjöldinni, einkanlega upp úr 1940. Áforma enn einn leiðangur á jökulinn Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt aukna fjárveitingu til fræðslu- mála á árinu 2004 að upphæð þrjár milljónir króna, til að standa straum af kostnaði vegna fjölgunar nem- enda í grunnskólum bæjarins um- fram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta fundi skólanefndar voru tekin fyrir erindi frá skólastjórum Brekkuskóla, Lundarskóla og Gilja- skóla með ósk um viðbótarúthlutun kennslustunda vegna fjölgunar nem- enda í skólunum frá því áætlanir lágu fyrir í vor. Skólanefnd sam- þykkti að úthluta Brekkuskóla 28 kennslustundum, Giljaskóla 14 kennslustundum og Lundarskóla 24 kennslustundum og koma þessar stundir til viðbótar úthlutun frá því í vor. Samþykkt þessi var gerð með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð 3 milljónir króna til að standa undir kostnaði á þessu fjár- hagsári. Aukafjárveit- ing vegna fjölda nema

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.