Morgunblaðið - 05.09.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.09.2004, Qupperneq 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 27 Stjórnandi: Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 899 8199 eða 561 8199 mánudaginn 6. september frá kl. 9–12 og þriðjudaginn 7. september frá kl. 9–12. www.kraftganga.is • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Boðið verður upp á þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða. B — tími fyrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrir þá sem vanir eru líkamsþjálfun. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna GERT er ráð fyrir að farinn verði einn leiðangur enn að flaki breskr- ar sprengjuflugvélar af gerðinni Fairey Battle nú síðar í haust, að sögn Harðar Geirssonar sem fann flakið fyrir fimm árum eftir um 20 ára leit. Flugvélin fórst 26. maí 1941 en um borð voru fjórir menn, þrír Bretar og einn Nýsjálend- ingur. Vélin fór frá Kaldaðarnes- velli við Selfoss að morgni dags, flogið var norður og lent á Mel- gerðismelum í Eyjafirði til að sækja tvo menn sem legið höfðu á spít- alaskipi á Pollinum við Akureyri. Vélin fórst á jökli á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals. Í síðustu viku fór 15 manna leið- angur að flakinu, þar af voru 6 liðs- menn fjallabjörgunarsveitar breska flughersins. Í leiðangrinum fundust ýmsir munir og líkamsleifar sem jökullinn hefur geymt í yfir 60 ár. Að sögn Harðar hefur bráðnun verið mikil í jöklinum í hlýindum síðastliðna daga og megi því gera ráð fyrir að eitthvað nýtt finnist í leiðangri sem farinn verður síðar í þessum mánuði. „Við ætlum að draga það eins lengi og við getum að fara, þá er meiri von til að eitt- hvað nýtt finnist á svæðinu,“ sagði Hörður. Meðal þess sem fannst í leiðangr- inum í liðinni viku var hreyfill flug- vélarinnar, en fundur hans markar nokkur tímamót því í kjölfarið var hægt að setja saman kenningu um brotlendingarstefnu hennar sem var þvert á flug vélarinnar. Hreyf- illinn var mikið brotinn sem þýðir að brotlendingin hefur verið harka- leg. Flugvél af gerðinni Fairey Battle. Þessar vélar voru mikið notaðar til sprengjuárása í síðari heimsstyrjöldinni, einkanlega upp úr 1940. Áforma enn einn leiðangur á jökulinn Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt aukna fjárveitingu til fræðslu- mála á árinu 2004 að upphæð þrjár milljónir króna, til að standa straum af kostnaði vegna fjölgunar nem- enda í grunnskólum bæjarins um- fram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta fundi skólanefndar voru tekin fyrir erindi frá skólastjórum Brekkuskóla, Lundarskóla og Gilja- skóla með ósk um viðbótarúthlutun kennslustunda vegna fjölgunar nem- enda í skólunum frá því áætlanir lágu fyrir í vor. Skólanefnd sam- þykkti að úthluta Brekkuskóla 28 kennslustundum, Giljaskóla 14 kennslustundum og Lundarskóla 24 kennslustundum og koma þessar stundir til viðbótar úthlutun frá því í vor. Samþykkt þessi var gerð með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð 3 milljónir króna til að standa undir kostnaði á þessu fjár- hagsári. Aukafjárveit- ing vegna fjölda nema
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.