Morgunblaðið - 05.09.2004, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 05.09.2004, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 57 †mis starfsmanna- og stéttarfélög veita styrki vegna dansnámskei›a. Fame Mambó Tjútt Freestyle Salsa Brú›arvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskei› fyrir hópa N‡justu tískudansarnir Börn – Unglingar – Fullor›nir Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Bolholti 8 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VI‹ BJÓ‹UM UPP Í DANS Innritun og uppl‡singar alla daga kl. 12–19 í síma 553 6645 e›a me› pósti til dans@dansskoli.is Ein helsta rokkhátíð Evrópuer Airwaves-tónlistarveislansem haldin verður í mið-borg Reykjavíkur 20. til 24. október næstkomandi. Dagskrá há- tíðarinnar þetta árið er betri en nokkru sinni og nægir að nefna The Shins, Hood, Hot Chip, Adem, Four Tet, Non Phixion, Kid Koala, To Rococo Rot og Radio 4 til sann- indamerkis til viðbótar við fjölmarg- ar íslenskar sveitir sem standa þeim erlendu síst að baki. Heimildir eru fyrir því að fleiri forvitnileg nöfn eigi eftir að slást í hópinn, þó varla sé þörf á því. Innblástur yfir hafið Áður hefur verið getið um það á þessum stað hve hljómsveitir vestan hafs hafa sótt innblástur til breskra rokksveita fyrri tíma, til að mynda Interpol og Delorean svo dæmi séu tekin. Radio 4 er gjarnan nefnd í sömu andrá og slíkar sveitir og þá nefna menn hve henni svipar til Clash. Má svo sem til sanns vegar færa, því fyrstu skífur hennar draga dám af fjörlegu pönkuðu rokki og pólitískur boðskapur sveitarinnar er vinstrisinnaður, en sitthvað er ólíkt, til að mynda er tónlistin dansrokk en ekki eiginlegt pönk svo dæmi séu tekin. Liðsmenn Radio 4 eru þeir Anth- ony Roman, sem spilar á bassa og syngur, Tommy Williams, sem leik- ur á gítar, og Greg Collins, sem leikur á trommur. Þeir Roman, Williams og Collins byrjuðu að spila saman vorið 1999. Þeir segja svo frá sjálfir að þeim hafi þótt lítið varið í það sem menn voru helst að fást við í rokki á aust- urströnd Bandaríkjanna undir lok tíunda áratugarins, en þeir eru allir frá Long Island. Þeir leituðu að inn- blæstri aftur í tímann, litu aftur til pönks áttunda áratugarins og sóttu nafn á sveitina þangað: í lokalag plötunnar mögnuðu Metal Box. Öðrum þræði vildu þeir endurvekja pönkandann en svo um leið forðast eins og unnt væri að spila indie- rokk. Danstónlist stúderuð Fyrsta breiðskífan, The New Song And Dance, kom út í maí fyrir fjórum árum. Plötunni var ekki sér- lega vel tekið en sveitin hélt sínu striki, spilaði talsvert eftir að skífan kom út og stúderaði danstónlist. Á næstu plötu, stuttskífunni Dance To The Underground, hafði rokkinu miðað í átt að dansrokki, en laginu var stefnt gegn Giuliani borg- arstjóra New York og reglum sem hann kom á um að ekki mátti dansa við tónlist á skemmtistöðum og krám nema viðkomandi staður hefði sérstakt leyfi til þess – fyrir þeim Radio 4-mönnum var það að dansa því pólitískt athæfi. Upptökur á næstu breiðskífu Radio 4 hófust snemma árs 2001 og við stjórnvölinn voru upptökumenn- irnir frægu Tim Goldsworthy og James Murphy, sem kalla sig DFA og hafa meðal annars lagt gjörva hönd á verk David Holmes, BS 2000, Rapture og Primal Scream svo dæmi séu tekin. Áður en tókst að ljúka við plötuna urðu miklar sviptingar í New York svo ekki sé meira sagt, þegar hryðjuverkamenn réðust á tví- turnana 11. september 2001. Árás- anna sér og stað á plötunni sem var í smíðum, en eftirköst árásanna áttu líka eftir að hafa gríðarlega mikil áhrif á rokklíf New York-borgar eins og sést á gróskunni síðustu þrjú árin, nefni sveitir eins og The Rapture, Interpol, !!!, The Strokes og Out Hud. Afrakstur samstarfs DFA og Radio 4 kom út í ársbyrjun 2002, kallaðist Gotham og er mikil af- bragðsplata. Þegar kom að því að hefja tónleikahald til að fylgja plöt- unni eftir gengu til liðs við Radio 4 slagverksleikarinn P.J. O’Connor og hljómborðsleikarinn Gerard Garone. Þjóðinni stolið Eins og vill gjarnan vera með bandaríska framúrstefnu var Radio 4 mun betur tekið í Evrópu en heimafyrir og spilaði víða um álf- una út árið. Vinna við nýja plötu hófst svo á síðasta ári og sú, Steal- ing of a Nation, kemur út um þess- ar mundir. Roman, sem hefur gjarnan orð fyrir sveitinni, hefur látið þau orð falla í viðtölum að platan sé fyrst og fremst um Bandaríkin og Bandaríkjamenn; nafn hennar vísi til þess hvernig sigrinum var stolið í síðustu forsetakosningum, innrás- arinnar í Írak og þess hvernig stjórnvöld vestan hafs hafi varpað fyrir róða öllu sem jákvætt sé og gott í eðli Bandaríkjanna. „Málum er svo komið að maður stendur sjálfan sig að því að biðjast afsökunar á því að vera Banda- ríkjamaður þó þjóðin hafi í raun lít- ið um það að segja sem gert er í hennar nafni.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Pönkandinn endurvakinn Meðal hljómsveita sem leika hér á landi á Airwaves-tónlistarhátíðinni er danspönksveitin Radio 4. Hún sendir frá sér nýja breiðskífu um þessar mundir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.