Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 1
Mæta samkeppni með þróun á stafrænu sjónvarpi NORÐURLJÓS hf. hafa keypt 34,99% hlut í Og Vodafone fyrir 5,1 milljarð króna. Seljandi er fyrirtæk- ið CVC á Íslandi ehf. sem er í eigu Kenneths D. Petersons. Stjórnar- formaður Norðurljósa, Skarphéðinn Berg Steinarsson, segir að farið verði í samstarf við Og Vodafone um þróun stafræns sjónvarps. Norðurljós séu komin í samkeppni við Símann eftir kaup hans í Skjá einum. Stuttur aðdragandi Stuttur aðdragandi var að kaup- unum að sögn Skarphéðins. Hann segir að viðræður milli aðila hafi hafist í fyrradag. „Í síðustu viku breyttist umhverfið á þessum mark- aði sem gerir að verkum að við er- um komin í samkeppni við Símann. Það er því útséð með það að við höf- um mikið samstarf við hann að óbreyttu,“ segir Skarphéðinn. „Norðurljós eru að fara í staf- rænt sjónvarp í haust með útsend- ingum í gegnum loftið á Faxaflóa- svæðinu. Það breytir því hins vegar ekki að í framtíðinni mun verða aukinn samgangur á milli ljósvaka- miðla og fjarskiptafyrirtækja og við ætlum að taka þátt í þeirri þróun með virkum hætti og sjáum fram á að það sé með öflugu samstarfi við Og Vodafone. Við vonumst til þess að við getum byggt upp stafrænt sjónvarp í samstarfi við Og Voda- fone,“ segir Skarphéðinn Berg. Bjarni Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri CVC á Íslandi ehf., segir að fyrirtækið hafi ekki verið í þeim hugleiðingum að selja hluta- bréf sín í Og Vodafone, en gott til- boð hafi borist og ákveðið hafi verið að slá til og taka því. Norðurljós keyptu hlutabréfin í Og Vodafone á genginu 4,2. Loka- verð bréfanna í Kauphöll Íslands í gær var hins vegar 3,57 og var verðið sem Norðurljós greiddu því tæplega 18% hærra en lokaverðið í gær. Norðurljós sömdu á tveimur dögum um kaup á tæpum 35% í Og Vodafone fyrir 5,1 milljarð  Norðurljós/12 STOFNAÐ 1913 247. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Listamaður í samfélaginu Hollenski listamaðurinn Pieter Hol- stein opnar sýningu í Safni | Listir Lesbók | Kristinn Hallsson söngvari  Bækur um stríðsforset- ann Bush Börn | Allt um lyktarskynið  Kalvin & Hobbes Íþrótt- ir | Hampa Eyjakonur bikarnum?  Sérblað um enska boltann NÝR forstjóri sænsku öryggislög- reglunnar Säpo, Klas Bergenstrand, telur að herða þurfi öryggisgæslu hjá æðstu yfirmönnum sænska rík- isins. „Það er ekki viðunandi að mik- ilvægt fólk í æðstu stöðum hjá ríkinu þurfi að velta fyrir sér eigin öryggi næstum daglega,“ segir Bergen- strand í samtali við Dagens Nyheter. Bergenstrand tekur undir að sér- staklega þurfi að huga að öryggi ut- anríkisráðherrans, Lailu Freivalds, eftirmanns Önnu Lindh. Utanríkis- ráðherrans þurfi að gæta bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Aðrir ráðherrar sem áberandi eru á opinberum vettvangi þarfnist líka aukinnar öryggisgæslu, en til þess vanti Säpo meira fé. Eftir morðið á Lindh fyrir réttu ári var staðhæft bæði af dómsmála- ráðherranum Thomas Bodström og Säpo að öryggi ráðherranna yrði tryggt hvað sem það kostaði. Þrátt fyrir það segir Bergenstrand að líf- verðir á vegum Säpo séu ekki nógu margir til að tryggja öryggi allra ráðherra sem þarf. Stefnubreyting varð hjá Säpo eftir morðið á Önnu Lindh og lítur öryggislögreglan nú svo á að frægð stjórnmálamanna sé áhættuþáttur hvað varðar öryggi þeirra. Áður þurfti beinar hótanir til. Sænskra ráðamanna gætt betur Morgunblaðið/Ómar Laila Freivalds í Íslandsheimsókn sinni í síðustu viku. Gautaborg. Morgunblaðið.  Svíar minnast/15 FJÁRRÉTTIR standa nú sem hæst um landið og í gær var réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi. Þessir vösku sveinar létu sig ekki muna um að hlaupa upp brekkuna á undan gangnamönnum er þeir komu með safnið skammt frá bænum Hruna. Fólk og fénaður verð- ur víða á ferðinni um helgina því réttað er á tólf stöðum. Morgunblaðið/RAX Sprettharðir gangnamenn ÍSLÖMSKU samtökin Ansar al-Zawahiri, sem halda tveimur ítölskum konum í gíslingu í Írak, boða nú að Danir verði þeirra næsta skotmark. Telur danska leyniþjónustan, að því er fram kemur í Jyllands-Posten, að hótunin beinist fyrst og fremst gegn Dönum sem séu í Írak. Ansar al-Zawahiri birti yfirlýsingu á vefsíð- unni www.islamic-minbar.com í gær þar sem ítölskum stjórnvöldum var gefinn sólarhringur til að sleppa öllum múslímakonum sem í haldi væru í Írak. Er í staðinn heitið upplýsingum um afdrif ítölsku kvennanna, sem rænt var í Bagd- ad fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu samtakanna, sem talin eru tengj- ast al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum, og draga nafn sitt af Ayman al-Zawahiri, hægri hönd Osama bin Ladens, kom hins vegar einnig fram að „nú væri komið að Danmörku að hljóta refs- ingu líkt og Ítalía og Rússland“ og var þar væntanlega verið að vísa til tíðra hryðjuverka í Rússlandi undanfarnar vikur og rána á Ítölum í Írak. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjón- ustunnar, átti fund með stjórnmálaleiðtogum og yfirmönnum danska hersins vegna hótananna í gær. Hann telur ekki ástæðu í bili til að breyta viðbúnaði í Danmörku sjálfri vegna hugsanlegr- ar hættu á hryðjuverkum þar en það er mat leyniþjónustunnar að hótunin beinist sennilega fyrst og fremst gegn fimm hundruð manna her- liði sem Danir halda úti í Suður-Írak. Segja Dani sitt næsta skotmark  Saka Bandaríkjamenn/14 FORSVARSMENN samvinnufélags bænda í Hollandi hafa farið fram á heimild frá landbúnaðarráðuneytinu til að sprauta tabasco-sósu, sem margir nota til að krydda matinn sinn, á nytjaplöntur í því skyni að koma í veg fyrir að meindýr eyðileggi uppskeruna. Hérar, kanínur, krákur og dúfur fara oft illa með uppskeru hollenskra bænda, enda matarlyst þessara dýra afar góð. „Sumir umbjóðenda okkar, bændur í Brabant, hafa notað tab- asco-blöndu til að verja uppskeru sína og vegna þess hversu góða raun það hefur gefið höfum við farið fram á þetta leyfi af yfirvöldum,“ segir Ton Hendrickz, talsmaður samvinnu- félagsins CZAV. Hendrickz segir þessa lausn hafa ýmsa kosti, m.a. þann að hún sé afar ódýr. Þá líst dýraverndunarsam- tökum einnig vel á hugmyndina þar sem bændur þyrftu fyrir vikið ekki að skjóta dýr í stórum stíl þar sem þau væru að gæða sér á uppskeru þeirra. Tók Hendrickz fram að tabasco yrði aðeins sprautað á nytjaplöntur snemma á vaxtartíma þeirra þannig að ekki yrði um það að ræða að græn- metisuppskeran yrði logandi heit, líkt og sósan umrædda. Tabasco- sósa gegn meindýrum Haag. AFP. Lesbók, Börn og Íþróttir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.