Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 1
Mæta samkeppni með þróun á stafrænu sjónvarpi NORÐURLJÓS hf. hafa keypt 34,99% hlut í Og Vodafone fyrir 5,1 milljarð króna. Seljandi er fyrirtæk- ið CVC á Íslandi ehf. sem er í eigu Kenneths D. Petersons. Stjórnar- formaður Norðurljósa, Skarphéðinn Berg Steinarsson, segir að farið verði í samstarf við Og Vodafone um þróun stafræns sjónvarps. Norðurljós séu komin í samkeppni við Símann eftir kaup hans í Skjá einum. Stuttur aðdragandi Stuttur aðdragandi var að kaup- unum að sögn Skarphéðins. Hann segir að viðræður milli aðila hafi hafist í fyrradag. „Í síðustu viku breyttist umhverfið á þessum mark- aði sem gerir að verkum að við er- um komin í samkeppni við Símann. Það er því útséð með það að við höf- um mikið samstarf við hann að óbreyttu,“ segir Skarphéðinn. „Norðurljós eru að fara í staf- rænt sjónvarp í haust með útsend- ingum í gegnum loftið á Faxaflóa- svæðinu. Það breytir því hins vegar ekki að í framtíðinni mun verða aukinn samgangur á milli ljósvaka- miðla og fjarskiptafyrirtækja og við ætlum að taka þátt í þeirri þróun með virkum hætti og sjáum fram á að það sé með öflugu samstarfi við Og Vodafone. Við vonumst til þess að við getum byggt upp stafrænt sjónvarp í samstarfi við Og Voda- fone,“ segir Skarphéðinn Berg. Bjarni Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri CVC á Íslandi ehf., segir að fyrirtækið hafi ekki verið í þeim hugleiðingum að selja hluta- bréf sín í Og Vodafone, en gott til- boð hafi borist og ákveðið hafi verið að slá til og taka því. Norðurljós keyptu hlutabréfin í Og Vodafone á genginu 4,2. Loka- verð bréfanna í Kauphöll Íslands í gær var hins vegar 3,57 og var verðið sem Norðurljós greiddu því tæplega 18% hærra en lokaverðið í gær. Norðurljós sömdu á tveimur dögum um kaup á tæpum 35% í Og Vodafone fyrir 5,1 milljarð  Norðurljós/12 STOFNAÐ 1913 247. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Listamaður í samfélaginu Hollenski listamaðurinn Pieter Hol- stein opnar sýningu í Safni | Listir Lesbók | Kristinn Hallsson söngvari  Bækur um stríðsforset- ann Bush Börn | Allt um lyktarskynið  Kalvin & Hobbes Íþrótt- ir | Hampa Eyjakonur bikarnum?  Sérblað um enska boltann NÝR forstjóri sænsku öryggislög- reglunnar Säpo, Klas Bergenstrand, telur að herða þurfi öryggisgæslu hjá æðstu yfirmönnum sænska rík- isins. „Það er ekki viðunandi að mik- ilvægt fólk í æðstu stöðum hjá ríkinu þurfi að velta fyrir sér eigin öryggi næstum daglega,“ segir Bergen- strand í samtali við Dagens Nyheter. Bergenstrand tekur undir að sér- staklega þurfi að huga að öryggi ut- anríkisráðherrans, Lailu Freivalds, eftirmanns Önnu Lindh. Utanríkis- ráðherrans þurfi að gæta bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Aðrir ráðherrar sem áberandi eru á opinberum vettvangi þarfnist líka aukinnar öryggisgæslu, en til þess vanti Säpo meira fé. Eftir morðið á Lindh fyrir réttu ári var staðhæft bæði af dómsmála- ráðherranum Thomas Bodström og Säpo að öryggi ráðherranna yrði tryggt hvað sem það kostaði. Þrátt fyrir það segir Bergenstrand að líf- verðir á vegum Säpo séu ekki nógu margir til að tryggja öryggi allra ráðherra sem þarf. Stefnubreyting varð hjá Säpo eftir morðið á Önnu Lindh og lítur öryggislögreglan nú svo á að frægð stjórnmálamanna sé áhættuþáttur hvað varðar öryggi þeirra. Áður þurfti beinar hótanir til. Sænskra ráðamanna gætt betur Morgunblaðið/Ómar Laila Freivalds í Íslandsheimsókn sinni í síðustu viku. Gautaborg. Morgunblaðið.  Svíar minnast/15 FJÁRRÉTTIR standa nú sem hæst um landið og í gær var réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi. Þessir vösku sveinar létu sig ekki muna um að hlaupa upp brekkuna á undan gangnamönnum er þeir komu með safnið skammt frá bænum Hruna. Fólk og fénaður verð- ur víða á ferðinni um helgina því réttað er á tólf stöðum. Morgunblaðið/RAX Sprettharðir gangnamenn ÍSLÖMSKU samtökin Ansar al-Zawahiri, sem halda tveimur ítölskum konum í gíslingu í Írak, boða nú að Danir verði þeirra næsta skotmark. Telur danska leyniþjónustan, að því er fram kemur í Jyllands-Posten, að hótunin beinist fyrst og fremst gegn Dönum sem séu í Írak. Ansar al-Zawahiri birti yfirlýsingu á vefsíð- unni www.islamic-minbar.com í gær þar sem ítölskum stjórnvöldum var gefinn sólarhringur til að sleppa öllum múslímakonum sem í haldi væru í Írak. Er í staðinn heitið upplýsingum um afdrif ítölsku kvennanna, sem rænt var í Bagd- ad fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu samtakanna, sem talin eru tengj- ast al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum, og draga nafn sitt af Ayman al-Zawahiri, hægri hönd Osama bin Ladens, kom hins vegar einnig fram að „nú væri komið að Danmörku að hljóta refs- ingu líkt og Ítalía og Rússland“ og var þar væntanlega verið að vísa til tíðra hryðjuverka í Rússlandi undanfarnar vikur og rána á Ítölum í Írak. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjón- ustunnar, átti fund með stjórnmálaleiðtogum og yfirmönnum danska hersins vegna hótananna í gær. Hann telur ekki ástæðu í bili til að breyta viðbúnaði í Danmörku sjálfri vegna hugsanlegr- ar hættu á hryðjuverkum þar en það er mat leyniþjónustunnar að hótunin beinist sennilega fyrst og fremst gegn fimm hundruð manna her- liði sem Danir halda úti í Suður-Írak. Segja Dani sitt næsta skotmark  Saka Bandaríkjamenn/14 FORSVARSMENN samvinnufélags bænda í Hollandi hafa farið fram á heimild frá landbúnaðarráðuneytinu til að sprauta tabasco-sósu, sem margir nota til að krydda matinn sinn, á nytjaplöntur í því skyni að koma í veg fyrir að meindýr eyðileggi uppskeruna. Hérar, kanínur, krákur og dúfur fara oft illa með uppskeru hollenskra bænda, enda matarlyst þessara dýra afar góð. „Sumir umbjóðenda okkar, bændur í Brabant, hafa notað tab- asco-blöndu til að verja uppskeru sína og vegna þess hversu góða raun það hefur gefið höfum við farið fram á þetta leyfi af yfirvöldum,“ segir Ton Hendrickz, talsmaður samvinnu- félagsins CZAV. Hendrickz segir þessa lausn hafa ýmsa kosti, m.a. þann að hún sé afar ódýr. Þá líst dýraverndunarsam- tökum einnig vel á hugmyndina þar sem bændur þyrftu fyrir vikið ekki að skjóta dýr í stórum stíl þar sem þau væru að gæða sér á uppskeru þeirra. Tók Hendrickz fram að tabasco yrði aðeins sprautað á nytjaplöntur snemma á vaxtartíma þeirra þannig að ekki yrði um það að ræða að græn- metisuppskeran yrði logandi heit, líkt og sósan umrædda. Tabasco- sósa gegn meindýrum Haag. AFP. Lesbók, Börn og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.