Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KAUPA 34,99% HLUT NORÐURLJÓS hf. hafa keypt 34,99% hlut í Og Vodafone fyrir 5,1 milljarð króna. Seljandi er fyr- irtækið CVC á Íslandi ehf. sem er í eigu Kenneths D. Petersons. Stjórn- arformaður Norðurljósa, Skarphéð- inn Berg Steinarsson, segir að farið verði í samstarf við Og Vodafone um þróun stafræns sjónvarps. Sjálfsvíg algeng dánarorsök Sjálfsvíg eru meðal fimm algeng- ustu dánarorsaka 15–19 ára ung- linga í heiminum og er svo einnig hér á landi. Í mörgum löndum eru þau í fyrsta eða öðru sæti sem dán- arorsök, jafnt meðal drengja og stúlkna í þessum aldurshópi. Ræða kosti og galla aðildar Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir mikilvægt að ræða kosti og galla aðildar Íslands að ESB, og að framsóknarmenn eigi að hafa forystu í þeirri umræðu. Aðild Íslands komi þó vart til álita meðan núgildandi sjávarútvegsstefna ESB sé við lýði. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 33 Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Úr verinu 11 Kirkjustarf 34/35 Viðskipti 12 Minningar 35/42 Erlent 14/15 Dagbók 48/50 Minn staður 16 Myndasögur 48 Höfuðborgin 17 Víkverji 48 Akureyri 18 Staður og stund 50 Suðurnes 19 Menning 51/57 Landið 20 Af listum 52 Árborg 21 Leikhús 52 Ferðalög 22/23 Bíó 54/57 Daglegt líf 26 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 27/33 Veður 59 Forystugrein 38 Staksteinar 59 * * * Kynningar – Tímarit um mat og vín fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrif- enda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #        $         %&' ( )***                           Nýr Corolla. Tákn um gæði. www.toyota.is Þú gerir sífellt meiri kröfur þegar þú ert að fá þér nýjan bíl. Nýr Corolla á að uppfylla kröfur nær allra um einstaka aksturseiginleika, öryggi, þægindi og hagkvæmt verð. Ef þú hefur látið þig dreyma um fjarstýringu fyrir hljómtækin í stýrinu, þá höfum við líka séð fyrir því í nýjum Corolla. Nýr Corolla er alveg frábær bíll. Komdu og prófaðu nýjan Corolla. Uppfyllir hann allar þínar kröfur? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 72 4 09 /2 00 4 FRAMKVÆMDIR við undirbún- ing sumarhúsabyggðar í landi Skálabrekku í Þingvallasveit eru langt á veg komnar þrátt fyrir að ekki liggi fyrir framkvæmdaleyfi eða samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Jörðin liggur við Þing- vallavatn í nágrenni Kárastaða, skammt utan marka þjóðgarðsins, og er í einkaeigu nokkurra ein- staklinga sem áforma að bjóða upp á 22 sumarbústaðalóðir til við- bótar við ellefu sumarbústaði sem þar eru fyrir. Framkvæmdir við lagningu vatns-, raf- og síma- leiðslna auk vegagerðar að hús- unum eru þegar hafnar. Boðað hefur verið til íbúafundar á Hótel Valhöll 25. september nk. þar sem fyrirhuguð sumarhúsabyggð verð- ur rædd. „Í sjálfu sér ekkert skelfilegt“ Að sögn Ragnars Sæs Ragn- arssonar, sveitarstjóra Blá- skógabyggðar, hefur sveit- arstjórnin fjallað um byggingu níu af 22 bústöðum en endanleg ákvörðun um framtíð svæðisins liggi ekki fyrir. „Í sjálfu sér er þetta ekkert skelfilegt mál í mín- um huga þó að það rísi utan þjóð- garðs einhver frístundahús. Alvar- legasta málið er fráveitumál, ef sá þáttur er skotheldur þá er þetta bara ánægjulegt fyrir alla þótt það sé vissulega rétt að hafa tak- markaðan fjölda við vatnið og sér- staklega þar sem þjóðgarðurinn er annars vegar,“ segir Ragnar. Hann segir að markmiðið sé að þétta sumarhúsabyggð sem fyrir er á svæðinu. Um framkvæmd- irnar segir sveitarstjórinn: „Strangt til tekið mega menn leggja vegi um sitt land til þess að athafna sig. Sennilega er þetta allt í góðu en þetta er algjörlega á þeirra ábyrgð, og þeir vissu að þetta var upp á von og óvon.“ Að sögn Ragnars má reikna með að 2–3 mánuðir líði þar til unnt verður að hefja byggingu fyrstu bústaðanna, með þeim fyr- irvara þó að eftir sé að kynna nýtt deiliskipulag og gefa aðilum kost á að gera athugasemdir. Hilmar Einarsson, bygging- arfulltrúi í uppsveitum Árnes- sýslu, sagði það ekki einsdæmi að framkvæmdir hæfust við sum- arhúsalönd áður en fram- kvæmdaleyfi lægi fyrir og ekki hefði verið talin ástæða til að stöðva þær. Sumarhús við Þingvallavatn undirbúin án framkvæmdaleyfis Búið að leggja vegi að bústöðunum og línur í jörð                       ÖRLYGUR Jónasson, yfirmaður Rafmagnsveitna ríkisins á Hvols- velli, segir RARIK hafa lagt í tölu- verða vinnu við uppsetningu stofn- kerfis í landi Skálabrekku í vor og sumar. Kostnaður nemi 5,4 millj- ónum króna og hafi RARIK talið að byggingarleyfi lægi fyrir þegar framkvæmdir hófust. „Við gerðum þetta samfara öðr- um lögnum sem verktaki vann á vegum þeirra sem þarna voru að gera götur og leggja lagnir vegna nýskipulagðs hverfis, að við héld- um. Við fengum fullteiknað skipu- lag en að vísu verður það að við- urkennast að það hefur ekki verið venjan að við séum að rengja það að svona skipulag sé staðfest,“ segir Örlygur og bendir á að slíkt hafi raunar aldrei gerst áður. „Það er ákaflega skrýtið að menn geti farið af stað að byggja án þess að hafa til þess leyfi.“ Forsvarsmenn RARIK reikna með að fá kostnaðinn til baka með heimtaugagjöldum, að því gefnu að bústaðir rísi. Ekki hefur verið rætt við sveitarstjórn Bláskógabyggðar vegna þessa máls enda frétti RA- RIK fyrst af málinu í fyrradag. RARIK hefur lagt út 5,4 milljónir RÍKISSAKSÓKNARI fól í gær lögreglunni í Reykjavík að rann- saka andlát 33 ára gamals manns sem lést eftir átök við tvo lög- reglumenn í Keflavík síðdegis á fimmtudag. Þar sem rannsóknin beinist m.a. að lögreglunni í Kefla- vík telst embættið vanhæft til að sinna henni. Síðdegis í gær stóð til að taka skýrslur af lögreglumönnunum, vitnum og öðrum málsaðilum. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að ekki sé grunur um að maðurinn hafi verið beittur harðræði. Rann- sóknin beinist að því að upplýsa um málsatvik og dánarorsökina. Búist er við að niðurstöður krufn- ingar liggi fyrir um helgina. Maðurinn sem lést hét Bjarki Hafþór Vilhjálmsson, fæddur 3. ágúst 1971. Bjarki bjó á Íshússtíg 5, í sama húsi og foreldrar hans. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík var upphaf málsins það að tilkynnt var um mann sem væri illa á sig kominn á gangi í bænum. Hann hafi virst í annarlegu ástandi og verið færður í fangageymslur. Lögregla hafi hringt á heimili mannsins og svar- aði sonur mannsins, Bjarki Haf- þór, í símann. Eftir samtalið hafi þótt ástæða til að kanna nánar ástand á heimilinu og því hafi tveir lögreglumenn verið sendir á stað- inn. „Á vettvangi kom sonurinn á móti þeim út á lóðina fyrir utan húsið. Hann var æstur og árás- argjarn og hafði í hótunum við lög- reglumenn og mjög erfitt var að skilja hvað hann var að segja. Veittist hann að lögreglumönnum og upphófust átök milli hans og lögreglumannanna,“ segir í til- kynningu sem lögreglan í Keflavík setti á lögregluvefinn snemma í gærmorgun. Þegar lögreglumenn- irnir höfðu náð tökum á manninum og sett hann í handjárn veiktist hann alvarlega. Lögreglumenn hófu lífgunartilraunir á lóðinni og kölluðu á sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús í Keflavík. Þar var hann úrskurðaður látinn. Lög- reglumönnunum tveimur var boðin áfallahjálp. Faðir mannsins var í gær á sjúkrahúsi. Ekki fengust upplýs- ingar um hvað amaði að honum en hann mun hafa átt við veikindi að stríða. Karl Hermannsson, yfirlög- regluþjónn í Keflavík, vildi sem minnst tjá sig um málið í gær og benti á að annað lögregluembætti færi með rannsókn þess. Málið væri afar viðkvæmt og lögreglan tæki það afar nærri sér. Lést eftir átök við lögreglu Búist við að dán- arorsök verði ljós um helgina Ljósmynd/Hilmar Bragi Maðurinn veiktist eftir átök við lögreglu fyrir utan heimili hans. Lífgunar- tilraunir á staðnum báru ekki árangur. BATNANDI mönnum er best að lifa,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra um þá stefnubreytingu meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarð- ar að ætla að setja 180 MW Skata- staðavirkjun á nýtt aðalskipulag sveit- arfélagsins, líkt og fram kom í máli Gísla Gunnarssonar, forseta sveitar- stjórnar, í Morgunblaðinu í gær. „Ég tek það alvarlega sem fram kemur í Morgunblaðinu í dag [gær] en fram að þessu hefur þetta ekki legið fyrir opinberlega að Skagfirðingar vilji virkja. Ég skil þetta sem svo að þeir séu reiðubúnir að fara í Skatastaða- virkjun,“ segir Valgerður og telur að ekki sé of seint fyrir Skagfirðinga að taka þátt í umræðu um álver á Norð- urlandi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar. Stjórnvöld muni þó ekki taka ákvörðun um staðarval, heldur þeir fjárfestar sem að málinu muni hugs- anlega koma. Hún segist reyndar eiga eftir að sjá það að Vinstri grænir, sem mynda meirihluta í sveitarstjórn ásamt sjálfstæðismönnum, styðji slík- ar framkvæmdir. Það sé þá eitthvað nýtt að gerast í þeim flokki. Valgerður segir meirihluta sveitar- stjórnar hafa verið með „hálfvelgju“ og reynt að kenna sér um „að vilja ekk- ert sinna þeim“. „Þeir hafa í sínum vandræðagangi forðast að taka á málinu og beitt þeirri aðferð að skamma mig fyrir að vilja ekki sinna Skagafirði, sem er alrangt. Það skiptir bara alltaf máli hvernig heimamenn starfa að framfaramálum. Áhugi á álveri hefur verið mikill í kringum Húsavík og á Eyjafjarðar- svæðinu, og meirihluti verið fyrir því í sveitarfélögunum. Þetta hefur áhrif á okkar afstöðu til mála,“ segir iðnaðar- ráðherra. „Batnandi mönn- um er best að lifa“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.