Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 4
 – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VERKFALL er ekki yfirvofandi hjá kennurum við Hjallastefnuna eftir samkomulag um framlengingu á fyrri kjarasamningi Hjallastefnunn- ar ehf. og Kennarasambandsins sem undirritað var í gær. Samkomulagið var undirritað með ákveðnum breyt- ingum og er þar með kominn gild- andi kjarasamningur fyrir grunn- skólakennara við nýjan grunnskóla Hjallastefnunnar, Barnaskóla Hjallastefnunnar við Vífilsstaðaveg í Garðabæ, og þar af leiðandi ekki verkfall yfirvofandi hjá kennurun- um. Er þetta fyrsti kjarasamningur- inn sem KÍ undirritar þetta haustið og eru bæði fulltrúar Barnaskólans og kennarar við hann afar sátt með hann, segir í tilkynningu frá Hjalla- stefnunni. Hjallastefnan komin með kjarasamning JÓN Baldursson endaði í 26. sæti af 52 á heimsmeistaramóti í einmenn- ingi í brids, sem lauk í gær í Verona á Ítalíu. Mótið hófst á miðvikudag. Jón byrjaði vel og var í 5. sæti eftir fyrstu umferðina, í 9. sæti eftir 2. umferð og í 8. sæti eftir þá þriðju. En honum gekk ekki sem best í 4. og síðustu umferð eins og áður sagði og hafnaði í 26. sæti. Sigurvegari í karlaflokki varð Ítalinn Norberto Bocchi. Andy Rob- son frá Bretlandi varð annar og Daninn Jens Auken varð þriðji. Í kvennaflokki sigraði Tobi Sokolov frá Bandaríkjunum. 52 körlum og 28 konum var boðið sérstaklega til mótsins. Jón Baldursson í miðjum hópi á HM í brids SIGURÐUR Snævarr borgarhagfræðingur hefur ósk- að eftir rökstuðningi Árna Magnússonar félagsmála- ráðherra fyrir því að hann hafi ekki verið talinn meðal hæfustu umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðu- neytinu. Sigurður fór formlega fram á þennan rökstuðning í lok ágúst sl. en hefur enn ekki fengið hann í hendur. Sjö umsækjendur voru um stöðu ráðuneytisstjórans, en einn dró um- sókn sína til baka. Félagsmálaráð- herra skipaði, eins og kunnugt er, Ragnhildi Arnljótsdóttur lögfræðing í embættið til fimm ára, frá og með 15. september nk. Sigurður segir í samtali við Morgunblaðið að allir umsækjendurnir hafi, skv. áliti frá ráðuneytinu, verið taldir hæfir. Þrír hafi á hinn bóginn verið álitnir hæf- astir, þar sem þeir hafi tvisvar sinnum verið kallaðir í atvinnuviðtal. Hinir, þ. á m. Sigurður, hafi einungis farið í eitt slíkt viðtal. Sigurður segir að hann viðurkenni fúslega að Helga Jónsdóttir hafi verið hæfust umsækjenda. Hann hafi reyndar talið fullvíst að hún fengi embættið. Hann sjái á hinn bóginn ekki málefnalega ástæðu fyrir því að hann hafi ekki verið talinn meðal þeirra hæfustu. „Mér finnst því skipta máli að ráðherra upplýsi mig um það hvaða málefnalegu ástæður voru fyrir því að ég var ekki talinn í hópi þeirra hæfustu.“ Sigurður segir að síðustu, að sú málsmeðferð, að tilgreina hverjir séu hæfastir, geti skapað fordæmi fyrir því að ráðherrar dragi umsækjendur í flokka og gefi þeim einkunnir. „Yrði sú raunin myndi enginn sækja um starf nema vera búinn að tryggja sér stöð- una.“ Ráðherra rök- styðji mat á umsækjanda HELGA Jónsdóttir borgarritari segir að rökstuðningur félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, fyrir skipan í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, veki upp fleiri spurningar en svör. „Ég verð að segja að mér finnst spurning- arnar verða fleiri eftir að hafa fengið þennan svokallaða rökstuðning frá ráðherra,“ segir hún. Hyggst hún fara með málið til umboðsmanns Al- þingis. Helga var einn umsækjenda um stöðuna, en ráðherra skipaði, eins og kunnugt er, Ragnhildi Arnljótsdóttur, lögfræðing, í embætti ráðuneyt- isstjóra til fimm ára frá og með 15. september nk. Óskaði Helga í framhaldinu eftir rökstuðningi ráðherra fyrir þeirri skipan. Fékk hún rökstuðninginn í hendur í fyrra- dag. Helga sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það góða í málinu, eins og hún orðaði það, væri það að í rök- stuðningnum kæmu fram, eftir á, skilgreiningar ráð- herra á því hvaða hæfniskröfur ætti að gera til starfsins. „En auðvitað hefði verið rétt að þær kæmu fram í aug- lýsingunni,“ bætir hún við. Helga segir að í rökstuðningnum komi líka fram stað- festing á því að þau sjónarmið, sem ákvörðun um að veita embættið byggist á, verði að vera málefnaleg, þ.e. byggj- ast á menntun, starfsreynslu og hæfni. „Mér finnst sorglegt að með þessum svokallaða rök- stuðningi fylgja engin gögn eða neinar skýringar sem hægt er að byggja þessa niðurstöðu á. Og fyrst ég fæ ekki slík gögn og ekki slíkar skýringar þá hlýt ég að vísa spurningunni áfram til þess aðila sem skv. íslenskum lögum er til þess bær að kalla eftir gögnum og afla skýr- inga og það er umboðsmaður Alþingis.“ Fer með málið til umboðs- manns Alþingis FRAM KOM í máli Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, á fundi með framsóknarmönnum í Borgarnesi í gær, að mikilvægt væri að ræða kosti og galla aðildar Íslands að Evrópu- sambandinu (ESB). Sagði hann jafnframt að framsókn- armenn ættu að hafa forystu í þeirri umræðu. Aðild Ís- lands kæmi þó vart til álita meðan núgildandi sjávarútvegsstefna ESB væri við lýði. „Ég hef oftsinnis í ræðu og riti rætt kosti og galla þess að Ísland verði aðili að þessu sambandi. Og það er hluti af framtíðinni að ræða þessi mál,“ sagði Halldór og bætti því við að það þýddi ekkert að vera í stjórnmálum og segja að óþægilegt væri að ræða þessi mál. „Við verðum bara að hugsa um það að takast á við það sem blasir við. Ég hef sagt að sá dagur muni renna upp að við sjáum hagsmunum okkar best borgið þar innan dyra.“ Sagði hann að framsóknarmenn yrðu að fara í þá vinnu að ræða málin. „Og við eigum að hafa forystu í þeim efn- um.“ Halldór vísaði til aðildarumsóknar Norðmanna og því að þeir hefðu hafnað aðild í atkvæðagreiðslum og sagði síðan: „Ég vil ekki að við stöndum í sömu sporum og Norðmenn; að við stöndum allt í einu frammi fyrir því að við verðum að sækja þarna um – algjörlega óundirbúin. Ef það verður, þá erum við algjörlega að bregðast hlut- verki okkar í stjórnmálum.“ Ekki útilokað að við sækjum um aðild Halldór sagði ennfremur að ekki væri skynsamlegt að sækja um aðild að ESB upp á von og óvon. „Ef við sækj- um þarna einhvern tíma um verður það að vera ljóst að við ætlum okkur að fara þar inn.“ Við ættum ekki, sagði Halldór, að sækja um, bara til að prófa og finna út hvað kæmi út úr því. Að lokum ítrekaði hann að grundvallaratriðið í þessum efnum sneri að auðlindum Íslands í hafinu og að miðað við núverandi sjávarútvegsstefnu kæmi aðild Íslands vart til álita. „Það er því miður margt sem bendir til þess að ekki sé mikið að breytast hjá Evrópusambandinu,“ sagði hann. „En það er hins vegar mikilvægt að við förum yfir þetta og ræðum þetta. Og við eigum alls ekki að útiloka að það geti komið sá dagur, að við sækjum um.“ Halldór fjallaði um meira en Evrópumál. Hann fjallaði m.a. um nýja skýrslu nefndar viðskiptaráðherra um stefnumótun íslensk viðskiptaumhverfis. Sagði hann skýrsluna vel unna og að hún yrði gott veganesti í vetur. „Ég tek undir það með nefndinni að tillögur hennar ættu að styrkja íslenskt efnahagslíf.“ Sagði hann jafnframt að skýrar samkeppnisreglur og skilvirkt eftirlit ættu að gera fyrirtækjum kleift að keppa á eðlilegum viðskipta- legum forsendum. Sú samkeppni væri besta trygging viðskiptavina þeirra. Að síðustu má geta orða Halldórs um einkavæðingu bankanna og vaxtalækkana þeirra. Sagði hann að einka- væðing bankanna hefði á sínum tíma verið mikið hitamál. „Við vorum sannfærðir um það þá að við vorum að gera rétt. Við töldum að í þessu myndi gefast margvísleg tækifæri til framtíðar.“ Spurði hann síðan hvort þeir, sem voru á móti einkavæðingu, teldu að ríkisbankarnir væru nú að keppa um hylli neytenda með stórlækkuðum vöxtum. „Eru menn, sem héldu því fram að ríkið ætti að eiga þessa banka að eilífu, virkilega ennþá sannfærðir um það að ríkisbankarnir, ef þeir væru enn til, væru að þessu með bankastjóra eins og Sverri Hermannsson og einhverja slíka í fararbroddi?“ Framsóknarmenn hafi for- ystu í umræðu um Evrópumál Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kom víða við í ræðu sem hann flutti við upphaf fund- ar þingflokks og landsstjórnar fram- sóknarmanna með trúnaðarmönnum flokksins í Norðvesturkjördæmi á Hótel Borgarnesi í gær. Halldór Ásgrímsson flytur ræðu sína í Borgarnesi. Morgunblaðið/Guðrún Vala „ÉG ætla að biðja hagfræðinga um eitt: að vera frekar í hagfræði en pólitík,“ sagði Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokks- ins og utanríkisráðherra, m.a. í ræðu sinni á fundi framsókn- armanna í Borgarnesi í gær. Beindi hann þar orðum sínum til Tryggva Þórs Herbertssonar, for- stöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Haft var eftir Tryggva m.a. í Morgunblaðinu í gær að skera þurfi niður ríkisútgjöld til að mæta boðuðum skattalækkunum og að í því sambandi ætti m.a. að horfa til utanríkisþjónustunnar. Halldór sagði í ræðu sinni að auðvitað þyrfti að sýna aðhalds- semi í ríkisfjármálum; auðvitað þyrfti að spara. Síðan sagði hann: „Hagfræðingar eru núna að benda sérstaklega á utanríkisþjónustuna og að þar eigi að spara. Það er mjög gott að benda á það og við tökum það að sjálfsögðu alvarlega. Við höfum verið að fara yfir öll út- gjöld utanríkisþjónustunnar og það verður m.a. farið í það að fara í sparnaðaraðgerðir. Til dæmis með því að staðarráða fólk meira erlendis, það er ódýrara, segja upp bílstjórum sendiherra, jafnvel selja ákveðið húsnæði og fleira. En ég ætla að biðja hagfræðinga um eitt: að vera frekar í hagfræði en pólitík.“ Og áfram hélt Halldór: „Það vill svo til að langstærsti hluti útgjalda utanríkisþjónustunnar er erlendis – þróunaraðstoð og kostnaður við sendiráð. Og sparnaður á þessu sviði hefur engin hagfræðileg áhrif hér innanlands.“ Ítrekaði hann síðan þá ósk að hagfræðingar héldu sig við hagfræðina. „[...]Og verið ekki með þetta rugl.“ Haldi sig við hag- fræðina NÝ umferðarljós verða tekin í notk- un í Reykjavík í dag klukkan 14. Ljósin eru á mótum Sundlaugaveg- ar, Reykjavegar og Laugalækjar. Þar til ljósin verða gangsett verða þau látin blikka á gulu. Ný umferðar- ljós í Reykjavík ÁGÚST Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti rektors HÍ í rektorskjöri í mars nk. Páll Skúlason, rektor HÍ, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. „Það hafa margir skorað á mig og ég hef ákveðið að gefa kost á mér,“ segir Ágúst. „Ég tel að efla þurfi baráttu fyrir hagsmunum háskólans gagnvart stjórnvöldum og bæta stjórn skólans, sér- staklega í fjármálum. Ég tel einn- ig að brýnt sé að fá meira fé til rannsókna, auka samstarf við samtök stúdenta og auka sveigj- anleika í starfi háskólans og há- skólakennara. Ég tel að Háskóli Íslands standi á tímamótum m.a. vegna breyttra aðstæðna hér- lendis, þar sem fjöldi nýrra skóla á háskólastigi hefur verið stofn- aður, og tel að auka þurfi sam- starf á milli þeirra.“ Gefur kost á sér í embætti rektors HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.