Morgunblaðið - 11.09.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.09.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁHUGAHÓPUR um betri byggð á Seltjarnarnesi afhenti Ásgerði Halldórsdóttur, forseta bæj- arstjórnar Seltjarnarness, viðbót- arundirskriftarlista þar sem mót- mælt er tillögum að deiliskipulagi fyrir Hrólfsskálamel og Suður- strönd. Að þessu sinni voru afhentar 167 nýjar undirskriftir og eru þær því 1.091 alls, ásamt því sem af- hent voru gömul fundargerð frá bæjarstjórnarfundi þar sem fallið var frá umdeildri skipulags- ákvörðun árið 1996 og at- hugasemdir gegn breytingum á skipulagi svæðanna. Anna Agnarsdóttir, sem afhenti mótmælin, benti á að aldrei áður hefðu jafn margir Seltirningar mótmælt ákvörðun bæjarstjórnar og nú. Þeirri hugmynd var fleygt fram af íbúum við afhendingu mótmæl- anna að kallað yrði eftir fleiri til- lögum að skipulagi svæðanna og kosið yrði á milli þeirra í íbúa- kosningum. Ásgerður sagði að skipulags- nefnd myndi án efa horfa til þess í þeirri vinnu sem fram undan væri. Morgunblaðið/Þorkell 1.091 hefur skrifað nafn sitt á listann ná hámarki á næstu tveimur árum. Þá verður áhugavert að sjá umfjöll- un og túlkun Seðlabankans á því hvaða áhrif lækkun langtímavaxta og hræringar á íbúðalánamarkaði VÍSITALA neysluverðs hækkar um 0,43% í september sem er heldur minna en spár markaðsaðila sem hljóðuðu upp á 0,5 til 0,6% hækkun. Vísitalan stendur í 235,6 stigum, sem gildir til verðtryggingar í október. Verðbólga síðastliðna 12 mánuði er 3,4% og lækkar úr 3,7% í ágúst og 3,9% í júní. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,04% sem jafngildir 0,2% verð- hjöðnun á ári, að því er segir í til- kynningu frá Hagstofu Íslands. Án húsnæðisliðar mælist verð- bólga sl. 12 mánaða 2,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,4% frá ágúst sl. Þetta er heldur minni hækkun en spár bankanna gerðu ráð fyrir. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan án húsnæðis lækkað um 0,9%. Sumarútsölulok er helsta skýring hækkunar vísitölunnar að þessu sinni en verð á fatnaði og skóm hækkaði um 7,5% á milli mánaða. Áhrif þessa á vísitöluna nema 0,38%. Stýrivextir munu samt hækka Þrátt fyrir minnkandi verðbólgu þykir Íslandsbanka líklegt að Seðla- bankinn muni hækka stýrivexti sína um 25 til 50 punkta fyrir eða sam- hliða útgáfu Peningamála hinn 17. september nk. „Seðlabankinn þarf að vera fram- sýnn í aðgerðum sínum þar sem vextir bíta á verðbólgu með mikilli töf og stóriðjuframkvæmdir munu hafa á verðbólguhorfur en ætla má að aukin samkeppni á lánamarkaði styðji frekari hækkun húsnæð- isverðs á næstunni,“ segir í Morg- unkorni Íslandsbanka. Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 3,4%                                    !"#$   ! "#$ % #&#'' ! %&' ()  *"+#$ *, ) !"*#$ ( ! - (" '.( %%"!#$ !  (" .  (/' / !"0#$ 0    *"+#$ 1, ' (( -"+#$ ) * *&# !  (& #* ! 23)4. *"#$ +5).(. ((( *"-#$ +#,#-& . // #$ !  ((( "!#$  )  ( !"-#$ %6 7)( 0"*#$  !"#$%$ &'(!%)'*+! ,-. "# /012 0  1 02 /032 /042 5032 8"*# 1 1  /02 502 0 /02 /02 502 0 /02 VAXANDI hópur efnafólks og bjargálna lífeyrisþegar kunna að hafa áhrif á byggðaþróun hér á landi með þeim hætti að dregið gæti fyrr úr fólksfjölguninni á höfuðborgar- svæðinu en nú er gert ráð fyrir. Þetta kom m.a. annars fram í er- indi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sambands íslenskra sveit- arfélaga, en hann velti upp þeirri spurningu hvort byggðaþróun 20. aldar á Íslandi myndi halda áfram. Breyttar forsendur byggðaþróunar Vilhjálmur sagðist raunar ekki vita fremur en aðrir hvort sú þróun sem menn hefðu orðið vitni að á 20. öldinni héldi áfram og þá hversu lengi. Nýlegar fólksfjöldaspár bentu þó til þess að íbúafjölgunin frá 2000 til 2024 yrði öll á höfuðborgarsvæð- inu en Vilhjálmur sagði að sér fynd- ist engu að síður að forsendur byggðaþróunar hefðu tekið nokkrum breytingum á allra síðustu árum. Vil- hjálmur benti á að tekjumunur laun- þega hefði aukist hin síðari ár og jafnvel meira en mörgum líkaði. „Auk þess sem nokkur hópur fólks hefur efnast á stuttum tíma og notið mikilla fjármagnstekna. Af slíkum tekjum er ekki greitt útsvar heldur aðeins 10% fjármagnstekjuskattur til ríkisins. Búseta vaxandi hóps efnafólks og bjargálna lífeyrisþega kynni að hafa umtalsverð áhrif á byggðaþróun á komandi árum,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði mat á lífsgæðum hafa verið að breytast og benti í því efni á sumarhúsabyggðirnar sem risið hefðu í Grímsnesi, Borgarfirði og víðar á undanförnum árum og að nú bærust fréttir af kaupum efnamanna á bújörðum. Auk sumarbústaða rísi sumarhús, frístundahús, heilsárshús á víð og dreif um landið. „Það gæti dregið fyrr úr fólksfjölguninni á höf- uðborgarsvæðinu en nú er gert ráð fyrir en óljóst er hvaða áhrif það hef- ur á fjölgunina á suðvesturhorninu í heild,“ sagði Vilhjálmur. Einar Sveinsson, formaður banka- ráðs Íslands, sagði í erindi sínu að með stofnun Íslandsbanka, aðeins fjórum mánuðum eftir að Íslending- ar fengu heimastjórn hefðu orðið straumhvörf í bankamálum hér á landi með tilkomu fyrsta bankans sem var almenningshlutafélag þar sem landsmönnum gafst þá kostur á að leggja fjármagn í. Með bankanum hefði verulegt erlent áhættufé komið inn í landið sem m.a. hefði skilað sér í lánum til rekstrar í sjávarútvegi og verslun og hefði þannig stuðlað að vélvæðingu bátaflotans og togaraút- gerðar sem hefði umbylt sjávarút- vegi og efnahag þjóðarinnar. Þá hefði einnig orðið til þekking í land- inu á því hvernig stýra ætti áhættu- fjármagni. Velferðarsamfélagið eitt helsta afrekið á sviði stjórnmála Jón Sigurðsson, bankastjóri Nor- ræna fjárfestingarbankans (NIB) og fyrrverandi ráðherra, rakti helstu þræðina í þróun efnahags- og at- vinnumála á Íslandi á 20. öld og framfarir í samfélaginu með tilliti til tekna, ævilíka o.s.frv. en erindi hans bar titilinn „Frá heimastjórn til hnattvæðingar“. „En hvernig hafa þá Íslendingar náð þessum góða árangri?“ spurði Jón. Hann sagðist telja skýringarnar einkum vera fjórar. Í fyrsta lagi hefði lestrarkunnátta og almenn menntun verið tiltölulega góð þegar í lok 19. aldar. Þá hefði heilsufar Ís- lendinga verið heldur betra en víða annars staðar í Evrópu. Í þriðja lagi hefði vaxandi milliríkjaverslun og greiðari samgöngur veitt Íslending- um færi til þess að breyta starfs- kröftum sínum og auðlindum til lands og sjávar í efnhagsleg verð- mæti. Í fjórða lagi hefði mótun lýð- ræðis og velferðarsamfélags myndað umgjörð til aðhalds að markaðskerf- inu sem skoða mætti sem andsvar við óheftum framgangi iðnaðarkapít- alisma. „En það er einmitt velferðarþjóð- félagið sem hefur gefið kapítalsima- num mannlegt yfirbragð og búið markaðshagkerfinu forsendur til að dafna. Þetta kann að hljóma sem þversögn en er það ekki í raun. Vel- ferðarsamfélagið sem hefur vaxið fram á þessari öld á Íslandi og reyndar annars staðar á Norður- löndum og víðar á Vesturlöndum má hiklaust telja eitt helsta afrek á sviði stjórnmála á liðinni öld,“ sagði Jón. Fimm meginviðfangsefni Jón velti upp þeirri spurningu hvernig Íslendingar gætu haldið stöðu sinni meðal fremstu þjóða heims að því er varðaði lífskjör á næstu á árum og áratugum. Hann sagðist telja fimm viðfangsefni, sem þjóðfélagið þyrfti að glíma við í fram- tíðinni, skipta þar mestu. Í fyrsta lagi tæknibreytingar og þróun upp- lýsinga- og þekkingarsamfélagsins, samrunaþróunin í Evrópu, vaxandi áhersla á umhverfisvernd, breytt aldursskipting þjóðarinnar og svo loks hnattvæðingin sjálf. „Velferð Ís- lendinga á næstu áratugum ræðst af því hvernig þeim tekst að bregðast við þessum nýju og að sumu leyti breyttu viðfangsefnum,“ sagði Jón. Málþing um atvinnubyltingu Íslendinga í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnarinnar Efnafólk gæti breytt byggðaþróun Atvinnubylting Íslendinga í upphafi heimastjórnar og áhrif hennar á 21. öldina var til umræðu á málþingi í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar. Morgunblaðið/Kristinn BERGLIND Ásgeirsdóttir, sendiherra og aðstoðarfor- stjóri OECD, gerði menntun og atvinnusköpun að um- talsefni í erindi sínu. Hún ræddi nokkuð um ævilangt nám og benti á að ef horft væri tíu ár fram í tímann þá sé 80% af því starfsfólki sem þá verði á vinnumarkaði þegar komið á vinnumarkað en ætla megi að 80% af þeirri þekkingu sem menn nú búa yfir verði orðin úrelt eftir tíu ár. Berglind sagði meginvandamálið í sambandi við hina svokölluðu símenntun vera að fjármögnun hennar væri óleyst, stundum kæmi ríkið að henni og stundum atvinnurekendur en ekki hefði verið litið nægi- lega á það að einstaklingar væru að fjárfesta í sjálfum sér og auka sína möguleika með slíkri menntun. „Þessar gríðarlegu breytingar sem eru að verða í um- heiminum halda bara áfram og þær verða hraðari og hraðari. Það krefst þess að nemendur skilji að þeir verða að halda áfram að bæta við sig og tileinka sér nýja þekkingu. Það er ekkert sem heitir að ljúka prófi til ákveðins starfs lengur. Það er ekki lengur raunveru- leiki.“ „Ekkert sem heitir að ljúka prófi“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.