Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 9
Samningur um Alþjóðaskólann í Reykjavík undirritaður. UNDIRRITAÐUR var samningur um Alþjóðaskólann í Reykjavík (Reykjavík International School) í Víkurskóla v/Hamravík miðvikudag- inn 8. september. Þar undirrituðu fræðslustjórinn í Reykjavík, Gerður G. Óskarsdóttir, fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, Robert Dreesen, og skólastjóri Víkurskóla, Árný Inga Pálsdóttir, og skólastjóri Alþjóðlega skólans, Berta Faber, samkomulag um rekstur alþjóðlegs skóla. Viðstaddir voru m.a. formaður fræðsluráðs, Stefán Jón Hafstein, og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, James Irvin Gadsden. Nýi skólinn byggist á sendiráðs- skólanum í bandaríska sendiráðinu. Samningurinn fjallar annars vegar um húsnæði skólans í Víkurskóla og hins vegar um samvinnu Alþjóðlega skólans og Víkurskóla um ýmsa þætti skólastarfsins. Skólinn hefur nú þegar tekið til starfa í Víkurskóla og eru nemendur sex en gert er ráð fyrir fleiri nem- endum á skólaárinu. Við skólann starfa tveir kennarar og einn aðstoð- arkennari. Skólanum er ætlað að taka við nemendum á aldrinum 5–12 ára og verður starfsemi hans að hluta tengd inn í almennt skólastarf í Víkurskóla, þannig að nemendur og kennarar munu taka þátt í skóla- starfi með íslenskum nemendum þegar því verður við komið. Nemendur geta keypt sér mat í mötuneyti skólans og nýtt sér dvöl í frístundaheimili eftir skóla. Nemendur er fyrst og fremst börn erlendra starfsmanna í utanríkis- þjónustu og öðrum tímabundnum störfum á Íslandi, sem búsettir eru hér á landi. Sameiginleg þemaverkefni Skólinn hefur aðstöðu í Víkurskóla og fá nemendur Alþjóðaskólans kennslu í verk- og listgreinum með nemendum Víkurskóla á sama aldri. Nemendur beggja skóla vinna að sameiginlegum þemaverkefnum. Einnig fá nemendur þjálfun í mál- notkun í íslensku og ensku. Nemend- ur hafa gagn og gaman af að vinna og leika sér saman. Samstarfssamningurinn kveður á um tveggja ára þróunarverkefni og verður árangur samstarfsins metinn á tímabilinu. Skólastjóri Alþjóða- skólans í Reykjavík er Berta L. Faber. Alþjóðaskólinn í Reykjavík á nýjum stað FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Úlpur og ullarkápur með skinnkraga Ermalausir toppar Fallegir litir Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 Mörkinni 6, sími 588 5518. Vattúlpur, dúnúlpur, ullarúlpur og dúnkápur Hattar, húfur og kanínuskinn Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Nýjar vörur Verð kr. 8.900 Meiriháttar úlpur og útigallar Laugavegi 51, sími 552 2201 „VEIÐI er um það bil að ljúka í Haffjarðará og þetta hefur verið stórkostlegt sumar, áin er komin yfir 1.150 laxa þrátt fyrir viðvar- andi vatnsleysi,“ sagði Einar Sig- fússon, annar eigenda Haffjarð- arár á Snæfellsnesi, í gærdag. Áin gaf rétt yfir 1.000 laxa í fyrra og þótti frábært og þó skilyrði væru erfið þá voru þau enn verri nú. Einar sagði til marks um vatns- leysið að Hlíðarvatn við Heydals- veg, sem væri efsta upptakavatn Haffjarðarár, úr því rynni til Svínavatns og þaðan til Odds- staðavatns, hefði mælst sex metr- um grynnra í sumar heldur en það mældist fyrir þrjátíu árum. „Sigurjón Rist vatnamæl- ingamaður mældi Hlíðarvatn dýpst 26 metra á sínum tíma, en Landmælingar voru á ferð í sum- ar og þá var dýpsti punktur 20 metrar. Jafnvel þó maður geri ráð fyrir einhverjum skekkju- mörkum, þá er hér um gríðarlega breytingu að ræða,“ sagði Einar. Nú hefur rignt vel á Snæfells- nesi eins og víðar og að sögn Ein- ars eru ár nú sem óðast að verða sjálfum sér líkar á ný, „þetta hefði auðvitað mátt koma fyrr, en við kvörtum þó ekki þegar upp er staðið, veiðin var frábær. Þetta var lax af öllum stærðum og það er mikill lax eftir í ánni. Stærst veiddist 20 punda lax, en a.m.k. tveir enn stærri sluppu og við vissum af þremur miklu stærri löxum sem fengust aldrei til að taka, þeir voru í Nesenda, Sauð- hyl og Bakka,“ bætti Einar við. Hasar við Vatnsdalsá … Haustveiðin er prýðileg í Vatnsdalsá, nýlega hætti þar holl sem veiddi tæpa 60 laxa, þar af a.m.k. tvo yfir metra á lengd, eða 20 pund plús. Veiðimaður einn sem setti í einn slíkan „son Vatns- dalsár“ eins og þessir laxar eru kallaðir þar nyrðra, lenti í því að í einni rokunni fór öll yfirlínan út og hnúturinn sem tengdi aðallín- una við baklínuna rann í sundur. Veiðifélagi mannsins, sem skv. lýsingum er ekki þekktur fyrir fimi eða snarpleika, sýndi hins vegar á sér nýja hlið, stökk til og náði línuendanum rétt í þann mund sem hann var að hverfa of- an í vatnið. Togaðist hann síðan á við höfðingjann nokkra stund á handfæri uns hann náði smávegis inn af línu, nóg til að sá með stöngina gat þrætt aftur í lykkj- urnar og fest línurnar saman á ný. Var þá aftur tekið til við að þreyta laxinn og náðist hann að lokum eftir harðan leik, 102 cm rauður og krókmikill hængur. Álftá góð … Í fyrradag voru komnir 227 laxar úr Álftá, vatnsmagnið orðið gott og lax enn að ganga. Áin hefur haldið furðuvel út í vatns- leysinu því hún er í eðli sínu vatnslítil og viðkvæm fyrir þurrk- um. Annað eins af sjóbirtingi hef- ur komið á land og mikið af smáum fiski, 1–2 pund, nú að ganga, að sögn Dags Garð- arssonar, eins leigutaka árinnar. Sex metra sveifla í vatnshæð ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Ljósmynd/Páll KetilssonFalleg veiði úr Flekkudalsá. VESTNORRÆNU löndin, Ísland, Færeyjar og Grænland, standa nú í annað sinn fyrir fjölþjóðlegri hand- verkssýningu í Laugardalshöll dag- ana 16.–19. september og er þetta stærsta og viðamesta handverkssýn- ing sem haldin hefur verið hér á landi. Hátt á annað hundrað handverks- menn frá fjórtán löndum og lands- svæðum taka nú þátt í sýningunni og verður sýnt handverk og listmunir frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Samalandi, Eistlandi, Litháen, Orkn- eyjum, Hjaltlandseyjum, Nunavit og norðvestursvæðum Kanada. Að sögn Reynis Adolfssonar, sem veitir sýningunni forstöðu, munu handverksmennirnir setja upp smiðj- ur og verkstæði í Laugardalshöllinni og sýna handbragð sitt og smíðisgripi meðan á sýningunni stendur. Þá verð- ur í tengslum við sýninguna haldin ráðstefna þar sem fjallað verður m.a. um notkun hráefnis, menningu norð- urslóða og alþjóðlegt samstarf. Orkneyingar og Hjaltlendingar með í fyrsta sinn Reynir segir sýninguna nú vera stærri og fjölmennari en hún var árið 2002. Þá hafi komið handverksmenn frá ellefu löndum og svæðum en nú hafi löndunum og svæðunum fjölgað sem sé ánægjulegt enda geti hand- verksmennirnir lært mikið hver af öðrum. „Sýningin 2002 tókst alveg bæri- lega þannig að við ákváðum að reyna aftur og það voru allir mjög áhuga- samir um að koma aftur. Við munum reyna að festa þetta samstarf betur í sessi og útvíkka það á ýmsan hátt.“ Reynir nefnir að nú komi samískir handverksmenn og handverksmenn frá Orkneyjum og Hjaltlandi sem séu mjög spennandi svæði fyrir okkur Ís- lendinga. „Við verðum með sýningar á hrá- efnum og ýmsu í anddyri Laugardals- hallarinnar og svo vinnusýningar tvisvar á dag en uppi verða afmark- aðir básar fyrir hvert land eða svæði. Síðan tókum við ákvörðun um það – vegna þess að það hefur orðið framþróun í tískuheiminum að nota ullina, skinnavöru o.fl. í hönnun – að vera með tískusýningar á verkum nýrra hönnuða frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi eingöngu,“ segir Reyn- ir. Fjölþjóðleg handverkssýn- ing í Höllinni Á annað hundrað handverksmenn frá heimskautssvæðunum, Norðurlönd- unum og Eystrasaltsríkjunum SMS FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.