Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 10

Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UNNSTEINN Beck, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgar- fógeti í Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. ágúst síðastliðinn á nítugasta aldurári. Unnsteinn fæddist á Sómastöðum í Reyðar- fjarðarhreppi í Suður- Múlasýslu 27. nóvem- ber 1914, sonur hjónanna Hans Jakobs Beck og konu hans Mekkin Jónsdóttur. Unnsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937 og lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1943. Hann varð héraðsdómslög- maður árið 1952 og hæstaréttarlög- maður árið 1980. Unnsteinn var fulltrúi hjá borgarfóg- etanum og borgar- dómaranum í Reykja- vík frá 1944–51. Hann varð tollgæslustjóri hjá tollstjóranum í Reykjavík 1951 og var jafnframt skipaður yf- irmaður tollgæslu ut- an Reykjavíkur frá 1957. Hann var skip- aður borgarfógeti í Reykjavík árið 1965 og gegndi því starfi til ársins 1979 að honum var veitt lausn frá embætti. Rak eftir það eigin mál- flutningsskrifstofu í Reykjavík. Kona Unnsteins er Anna G. Beck og eignuðust þau þrjá syni. Útför Unnsteins hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Andlát UNNSTEINN BECK Í BÓKINNI, Frá kreppu til þjóðarsáttar, sem nýlega kom út, rekur Guðmundur Magnússon sagnfræðingur sögu Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ) frá stofnun þess 1934 til ársins 1999 þegar sambandið rann inn í Samtök at- vinnulífsins (SA). Hann segir menn hafa haft áhuga á að sú hlið kjarabaráttunnar, sem sneri að vinnuveitendum, kæmist á framfæri, mönn- um hafi í raun fundist vanta nokkuð upp á það. Er þetta í fyrsta sinn sem kjarabaráttan hér á landi er könnuð og rakin frá sjónarhóli atvinnu- rekenda. Guðmundur segir framkvæmdastjórn VSÍ hafa tekið ákvörðun um það, þegar samtökin hafi verið lögð niður, að láta rita sögu þeirra með það í huga að svara þeirri spurningu hvaða þjóðfélagslega árangri samtökin hafi náð og hver hafi orðið áhrif þeirra á 65 ára ferli. Lítið fjallað um kjarabaráttu frá sjónarhóli atvinnurekenda Spurður um upphaf samtakanna segir Guð- mundur: „Heildarsamtök vinnuveitenda voru stofnuð 1934 í miðri kreppunni en fram til þess höfðu vinnuveitendur ekki haft með sér nein skipulögð almenn samtök. Verkalýðshreyfingin hafi hins vegar verið skipulögð í Alþýðusambandi Íslands frá árinu 1916. Auðvitað voru til einstök atvinnurekenda- félög en ekki nein heildarsamtök sem fengust sameiginlega við það verkefni að gera kjara- samninga eða glíma við önnur verkefni kjara- baráttunnar.“ Guðmundur segir sagnfræðinga hafa fjallað talsvert um sögu verkalýðshreyfingarinnar og einstök verkalýðsfélög. „Við eig- um miklar upplýsingar um það og sjónarhorn verkalýðsforingj- anna. Um hitt, hvernig kjarabar- áttan horfði við atvinnurek- endum, höfum við haft minni vitneskju. Þess vegna þótti mér áhugavert að takast á við þetta verkefni. Framlag bókarinnar felst einmitt í því að skoða sögu – sem í höfuðatriðum er auðvitað vel þekkt: Íslandssaga 20. aldar, stjórnmálasagan, efnahagssagan, saga kjarabaráttunnar – út frá heimildum í skjalasafni vinnu- veitenda og út frá munnlegum heimildum úr röðum vinnuveit- enda. Það er það nýja í verkinu,“ segir Guðmundur. Hann segir ýmislegt for- vitnilegt hafa komið fram við þessa skoðun á gögnum sem eng- inn annar fræðimaður hafi rann- sakað áður. Alger óöld á vinnumarkaði „Það sem ég tel einna markverðast er að eftir að Vinnuveitendasambandið var stofnað tókst þeim að gerbreyta vinnubrögðum og leikreglum á vinnumarkaði hér á landi. Hér var alger óöld á þessu sviði á kreppuárunum, verkföll hófust án minnsta fyrirvara, það voru engar reglur um það með hvað hætti ætti að semja um kaup og kjör, það voru engar reglur um starfsemi verka- lýðsfélaga o.s.frv. Þetta skaðaði atvinnulífið og olli því að vinna féll stundum niður fyrirvaralaust, jafnvel hjá fyr- irtækjum sem ekki áttu í kjaradeil- um. Þessi óregla á vinnumarkaði var meira áhyggjuefni atvinnurek- enda á þessum árum en deilan um það hvert kaupgjaldið skyldi vera.“ Guðmundur segir þetta ástand hafa verið nokkuð einkennilegt vegna þess að hin Norðurlöndin, sem Íslendingar hafi borið sig sam- an við, hafi strax í lok 19. aldar komið sér upp samskiptakerfi milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaga og um leið skapað frið á vinnu- markaði, þ.e.a.s. frið í þeim skiln- ingi að samdar hafi verið leik- reglur, leikreglur sem menn hafi farið eftir. Ástandið hér hafi ekki síst verið undarlegt í ljósi þess að Íslendingar hafi á þessum tíma sótt margar fyrirmyndir til Dan- merkur og Svíþjóðar en hafi hins vegar ekki gert það að því er snerti vinnumark- aðinn. „Forystumenn vinnuveitenda,“ segir Guð- mundur, „spurðu sig: hvernig er vinnumark- aðurinn á Norðurlöndunum og af hverju getum við ekki haft hann með svipuðu sniði hér? Í þessu efni hafði einn maður öðrum fremur for- ystu en það var fyrsti framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins, Eggert Claessen, sem var snjall og atorkusamur maður. Hann fór ut- an og kynnti sér þessi mál á vegum Vinnuveit- endasambandsins og skrifaði um þau viðamikla skýrslu. Í kjölfarið beitti Vinnuveitenda- sambandið sér fyrir því gagnvart Alþýðu- sambandinu að koma á þessum norrænu reglum og norrænum vinnubrögðum en mætti strax miklum efasemdum, tómlæti eða jafnvel andstöðu frá forystumönnum verkalýðshreyf- ingarinnar.“ Sundurþykkja innan verkalýðshreyfingarinnar Guðmundur segist telja eina höfuðskýringu þessa hafa verið að verkalýðshreyfingin hafi verið mjög pólitísk á þessum tíma, það hafi verið viðsjár innan hennar, sundurþykkja og deilur milli jafnaðarmanna og kommúnista sem hafi gert það að verkum að hinir hófsamari innan hreyfingarinnar hafi ekki getað brugðist við er- indi Vinnuveitendasambandsins eins og sam- herjar þeirra á Norðurlöndum höfðu áður gert. Framgangi málsins hafi því seinkað vegna þessa. Engu að síður hafi vinnulöggjöfin loks verið sett árið 1938, m.a. fyrir frumkvæði rík- isstjórnar Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. „En í öllum höfuðatriðum,“ segir Guð- mundur, „var sama hugsun og fyrirmynd í þess- ari vinnulöggjöf og í tillögunum sem Vinnuveit- endasambandið hafði sett fram. Því verður ekki á móti mælt að vinnulöggjöfin komst á fyrir frumkvæði Vinnuveitendasambandsins. Það er hið stóra framlag þess til þess að skapa nýtt andrúmsloft í þjóðfélaginu undir lok kreppuár- anna,“ segir Guðmundur. Hann rekur síðan þróun kjarabaráttunnar og sögu VSÍ allt til árs- ins 1999 í samhengi við efnahags- og stjórn- málasögu tímabilsins og kemur því víða við. Saga Vinnuveitendasambands Íslands 1934–1999 nýkomin út í bók Guðmundur Magnús- son: „Því verður ekki á móti mælt að vinnulög- gjöfin komst á fyrir frumkvæði Vinnuveit- endasambandsins.“ Áttu frumkvæði að vinnulöggjöfinni FRAMKVÆMDUM við nýtt hótel í Aðalstræti 16 miðar vel og er hús- ið á undan áætlun að sögn Ólafs Torfasonar hótelhaldara. Ráðgert er að opna það síðari hluta mars- mánaðar 2005 en formleg opnun verður 1. apríl nk. Hefur hótelið fengið nafnið Hótel Reykjavík – Centrum. Að sögn Ólafs er öllum frágangi að utanverðu lokið og er nú unnið að því að ganga frá lóð. Þeir sem gengið hafa fram hjá hótelinu hafa þóst sjá í því gömul kennileiti. Ólafur segir að við byggingu hússins hafi verið tekið mið af tveimur gömlum bygg- ingum sem þarna stóðu, samkomu- húsinu Fjalakettinum og Upp- sölum, en Uppsalir var vinsæll veitingastaður ára- tugum saman auk þess sem húsið var notað til íbúðar. Á suðaust- urhorni Uppsala var turn, skreytt- ur timburútskurði, sem setti mik- inn svip á götuhornið og er nýja hótelbyggingin skreytt samskonar turni. Höfuðból ungra gáfumanna Magnús Árnason snikkari reisti húsið, sem var þrílyft timburhús, árið 1902 og lét rífa Davíðshús sem þar stóð á undan en Sigurður Guðmundsson málari hafði búið þar síðustu æviár sín. Uppsalir þóttu í eina tíð höfuðból ungra gáfumanna og var staðurinn sótt- ur af mönnum eins og Tómasi Guðmundssyni, Halldóri Laxness, Sigurði Einarssyni, Guðmundi Hagalín og Jóhanni Jónssyni. Veitingarekstri var hætt í húsinu löngu síðar og var húsið rifið 1969 og hefur lóðin staðið auð þar til nú. Í Reykjavík - sögu- staður við Sund eftir Pál Líndal segir að Tómasi Guðmundssyni hafi sagst svo frá: „Venjulega fórum við að loknum kennslu- tíma niður á kaffihúsið Uppsali, sem þá var mikill samkomustaður ungra menntamanna og stundum slógust fleiri í hópinn […] Þá bar margt á góma og trúað gæti ég því að við hefðum stundum mátt hafa eitt- hvað hægara um okkur. Ég man að roskinn verslunarstjóri sem borðaði á Uppsölum tók sig til og skrifaði stutta blaðagrein þar sem hann bar sig upp undan okkur þessum ungu mönnum sem gengju við broddstaf, þættust vera skáld og hefðu skoðanir á öllu milli him- ins og jarðar. Ég býst við að þetta hafi verið eina ritgerðin sem mað- urinn skrifaði um dagana.“ Hótel Reykjavík – Centrum opnað 1. apríl Uppsalir árið 1964 en þar var áður kaffihús. Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir við nýja hótelið á mótum Aðalstrætis og Túngötu eru á undan áætlun. Svipar til Upp- sala og Fjalakatt- arins sem stóðu áður á lóðinni Ljósmynd/Kvosin - byggingarsaga miðbæjar Rvk. BOB Brown, þingmaður Græna flokksins á ástralska þinginu, mót- mælti Kárahnjúkavirkjun á blaða- mannafundi sem hann efndi til í Sydney, en þar er nýlokið alþjóð- legri orkuráðstefnu á vegum Al- þjóðaorkuráðsins, sem m.a. fulltrú- ar Landsvirkjunar sækja. Fram kemur í fréttatilkynningu um fund- inn að erindi Íslendinga á ráðstefnu Alþjóðaorkuráðsins hafi borið yf- irskriftina „Sjálfbær kynslóð og orkunýting“, en Brown telur hátta- lag Íslendinga ekki bera vott um að þeir séu svo meðvitaðir um sjálf- bærni í orkumálum og beindi þeirri spurningu til Landsvirkjunar og Al- coa hvernig hægt væri að rökstyðja það að „eyðilegging á víðernum og villtu dýralífi geti talist vera sjálf- bær?“ Á blaðamannafundinum, sem sagt er frá á heimasíðu Græna flokksins í Ástralíu, gagnrýndi Brown Alcoa harðlega fyrir að leggjast gegn því að Ástralir full- gildi Kyoto-bókunina á sama tíma og þeir haldi því fram að vatnsafls- virkjanir dragi úr losun gróður- húsalofttegunda. Þingmaðurinn sagði Alcoa gera sig sekt um hræsni í mál- flutningi, enda losni mikið magn gróðurhúsaloft- tegunda úr uppi- stöðulónum á borð við Hálslón, þar sem mikið gróið land fari undir vatn. Bob Brown sagði Al- coa gera út á „græna ímynd“, en vildi fyrirtækið í raun berjast fyrir sjálfbærri framtíð ætti það að breyta stefnu sinni varðandi Kyoto- bókunina og draga sig út úr fram- kvæmdum þeim sem kalla á Kára- hnjúkavirkjun. Brown var og ómyrkur í máli gagnvart íslenskum stjórnvöldum sem hann segir haga sér líkt og stjórnvöld í Tasmaníu gerðu á sín- um tíma þegar áform voru uppi um stíflu í Franklin-ánni þar. Hann sagði að hlaupið væri eftir þörfum orkufreks iðnaðar, orkan seld á lágu verði, á sama tíma og eyðilagð- ir væru möguleikarnir á tærri, grænni framtíð, sem fólgin væri í ósnortinni náttúru, landslagi og víð- erni. Kárahnjúkavirkjun mótmælt í Sydney Bob Brown

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.