Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 11 ÚR VERINU „VERTÍÐIN hefur farið vel af stað og byrjunin er svipuð og undanfarin ár. Þó virðist minna af sandkola á slóðinni en oft áður en þeim mun meira af skarkola,“ sagði Karl Ólafs- son, skipstjóri á dragnótabátnum Erni KE, í samtali við Morgunblaðið í gær. Dragnótaveiðar í Faxaflóa máttu hefjast hinn 1. september en jafnan er mjög góð veiði fyrstu daga veiðitímabilsins. Örn KE var með um 10 tonn að jafnaði í róðri fyrstu þrjá dagana og sagði Karl það viðunandi afla. Byrj- unin væri þannig í góðu meðallagi í samanburði við síðustu ár. „Reyndar fáum við minna af sandkola en und- anfarin ár en það var mjög góð sand- kolaveiði í fyrra. Aftur á móti hefur skarkolaflinn aukist mikið, svo mikið að til vandræða horfir. Skarkolakvót- inn er tiltölulega lítill og ef menn ætla að láta kvótann duga út haustið er ekki hægt að beita sér í skarkolanum. Við reynum því að sækja meira í sandkolann.“ Að sögn Karls hefur skarkolaafli í Faxaflóa aukist jafnt og þétt undan- farin ár en hann telur aflaheimildir ekki hafa aukist til samræmis við aflann. „Það var mjög léleg skarkola- veiði í flóanum fyrir nokkrum árum. Allra síðustu ár hefur aflinn hins veg- ar aukist mikið og það á ekki aðeins við um Faxaflóann, heldur hefur orðið vart við meiri skarkola allt í kringum landið. Það þarf að auka veiðiheim- ildir til samræmis við aukinn afla. Núna er skarkolakvótinn 5 þúsund tonn en að mínu viti væri óhætt að leyfa veiðar á að minnsta kosti 7 þús- und tonnum.“ Flestir flýja skarkolann Alls hafa 14 bátar leyfi til dragnóta- veiða í Faxaflóa og voru að sögn Karls allir nema tveir að veiðum í Garðsjón- um í gær, þar sem jafnan fæst meira af sandkola en skarkola. „Norðar í fló- anum fá menn nánast eingöngu skar- kola og þá flýja menn þaðan hingað suður eftir, þar sem meira er af sand- kola. En það er því miður minna af sandkola núna en áður. Sumir telja að hann sé seinna á ferðinni núna en það er ekkert hægt að fullyrða um slíkt.“ Karl sagði kolann afar vel haldinn, feitan og fallegan. Alls fást um 80 krónur að meðaltali fyrir kílóið af sandkola og hefur verðið verið óbreytt í mörg ár, að sögn Karls. Verð á skarkola er nú í kringum 130 krón- ur, sem er viðunandi verð að mati Karls. Meðalgóð byrjun í Faxaflóanum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Í aðgerð Örn KE fyrir utan höfnina í Keflavík eftir fyrsta dragnótaróð- urinn í Faxaflóa á þessari vertíð. Vertíðin hefur farið vel af stað. BÁTASMIÐJAN Seigla hefur smíð- að nýjan bát af gerðinni Seigur 1160 sem hlotið hefur nafnið Matt- hías SH og er í eigu Kristjáns Jóns- sonar, útgerðarmanns á Hellis- sandi. Matthías SH er 14,9 brúttótonna trefjaplastbátur sem gerður verður út í krókaaflmarki. Hann er 11,6 metra langur og 3,6 metra breiður og er fjórði báturinn af þessari teg- und sem Seigla smíðar. Matthías SH eru þó fyrsti báturinn sem er með yfirbyggingu en hann búinn beitningarvél frá Mustad. Í bátnum er 650 hestafla Volvo-aðalvél og er mesti ganghraði 30 sjómílur á klukkustund. Í lest er rými fyrir tólf 660 lítra fiskikör og íbúð er að- staða fyrir þrjá menn. Þá er bát- urinn búinn fellikili. Mikill bátur Kristján Jónsson útgerðarmaður segist afar ánægður með nýja bát- inn. „Þetta er mikill bátur og vel búinn. Fellikjölurinn er sagður gera mikið fyrir þessa báta, auka bæði stöðugleika, draga úr reki og gera bátana betri í andófi. Þá er vit- anlega mikill munur að hafa bátinn yfirbyggðan, það er öruggara fyrir sjómennina og miklu þægilega, því þá eru menn lausir við stöðuga ágjöf í andlitið. Og það er mikil framför að vera með beitningarvél um borð í bát af þessari stærð. Við kusum það frekar en að handbeita til að fá að njóta línuívilnunar. Við vildum ekki láta þvinga okkur til að taka upp fornaldarvinnubrögð. Þá gætum við alveg eins fengið okkar árar líka.“ Kristján hefur verið til sjós í 40 ár og hefur verið lengi í útgerð, gerði síðast út Þorstein SH frá Hell- issandi. Hann segist hins vegar ætla að fara að draga úr sjósókninni. „Ég reikna með því að sonurinn verði með þennan bát að mestu. En ætli ég verði ekki með fyrst um sinn, svona til að skóla til strákinn og kenna honum réttu handtökin.“ Kristján fær bátinn formlega af- hentan eftir helgi og gerir ráð fyrir að sigla rakleiðis til heimahafnar á Hellissandi og hefja veiðar eins fljótt og auðið er. Nýr bátur á Hellissand Morgunblaðið/Alfons Skipstjórinn Kristján Jónsson útgerðarmaður við nýja bátinn. KFUM og K í Reykjavík fylgja vetr- arstarfi sínu úr hlaði með hausthátíð í félagsheimilinu að Holtavegi á sunnudag. Að sögn Kjartans Jóns- sonar, framkvæmdastjóra félagsins, eru þó nokkrar nýjungar í starfinu í vetur, en íþróttaiðkun og kórsöngur er meðal þess sem í boði er. „Við vorum að ráða listrænan stjórnanda, Keith Reed, sem nú þeg- ar hefur stofnað tvo kóra. Annars vegar er kór fyrir 16–20 ára og síðan gospelkór fyrir 20 ára og eldri,“ seg- ir Kjartan. Ætlunin er að hans sögn að vera með ýmiss konar listræna tjáningu í kórnum fyrir yngri hóp- inn, s.s. dans og leiklist auk hefð- bundinna söngæfinga. Auk hinna tveggja nýstofnuðu kóra er starf- ræktur svokallaður TenSing-kór fyrir unglinga á aldrinum 13–15 ára, en þar er lögð áhersla á að vinna með tónlist sem unglingar hlusta á. Þá segir Kjartan að listrænn stjórn- andi hafi þegar komið á fót tónlist- arhóp til að hafa umsjón með viku- legum samkomum sem eru klukkan fimm á sunnudögum í félagsheim- ilinu á Holtavegi. Að sögn Kjartans er löng hefð fyrir öflugu tónlistar- starfi innan fé- lagsins, t.d. eigi karlakórinn Fóst- bræður rætur sínar að rekja til KFUM. Möguleikar í íþróttastarfi „Enn ein nýj- ung hjá okkur er tilraun með fótboltadeild fyrir stelp- ur og stráka. Við erum með fótbolta- völl á Holtavegi og ætlum að bjóða upp á fótbolta í tveimur flokkum, 9– 12 ára og 13–15 ára. Þetta er bara tilraunastarfsemi en er mjög spenn- andi.“ Kjartan segir að fyrir nokkrum árum hafi um aldargamalt knatt- spyrnufélag, sem upphaflega var stofnað af Friðriki Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K á Íslandi, verið endurvakið. Félagið heitir Hvatur en gengur nú undir heitinu Sportfélagið Hvatur og innan þess rúmast einnig skák, blak, körfubolti, borðennis og badminton svo eitthvað sé nefnt. „Þarna sjáum við mögu- leika í framtíðinni til að þróa meira starf fyrir börn og unglinga,“ segir Kjartan. Þúsundir barna, unglinga og full- orðinna taka þátt í starfi KFUM og K og fyrir félagið starfar um 200 manns í sjálfboðavinnu. „Mjög víða erum við inni í kirkjum eða safn- aðarheimilunum og eigum félags- heimili í Reykjavík, á Akureyri, Akranesi og í Vestmannaeyjum,“ segir Kjartan sem er einn af um átta starfsmönnum. Kjartan kveðst hafa verið viðloð- andi KFUM og K frá blautu barns- beini. Hann starfaði við kristniboð í Afríku og víðar um tveggja áratuga skeið en hefur gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra félaganna síðastliðin fjögur ár. „Veturinn leggst vel í mig. Það er svo margt nýtt að gerast. Við erum með þessum nýjungum að reyna að ná til fleira fólks,“ segir Kjartan. Hausthátíðin á sunnudag stendur frá klukkan 13–19. Heiðursgestur er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, en meðal þeirra sem fram koma eru Jón Gnarr, Guðrún Gunn- arsdóttir og Valgeir Skagfjörð og Stoppleikhópurinn. Listir og íþróttir á dagskrá KFUM og K Kjartan Jónsson LANDSPÍTALI – háskólasjúkra- hús (LSH) hefur sent blaðinu eft- irfarandi athugasemd: „Í frétt Morgunblaðsins sunnu- daginn 5. september sl. var gefið í skyn að tæknifrjóvgunardeild LSH hafi verið lokað vegna sparnaðar- aðgerða. Hið rétta er að á hverju sumri hefur deildinni verið lokað vegna sumarleyfa starfsmanna. Þeir sögðu hins vegar upp störfum frá og með 1. júlí og því var ljóst að deildin tæki ekki til starfa aftur í sömu mynd. Auk þess tilkynnti heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra for- stjóra LSH þann 2. júní að leyfi yrði veitt til einkarekinnar tæknifrjóvg- unarstöðvar og spítalanum var falið að gera samning við hið nýstofnaða fyrirtæki í samráði við ráðuneytið. Í grein á síðu 18 í sama tölublaði er enn fremur ýjað að því að biðtími eftir þjónustu deildarinnar hafi verði óeðlilega langur. Um 300 að- gerðir hafa verið árlega. Það er nokkuð undir afkastagetu deildar- innar en hún hefur ráðist af op- inberum fjárframlögum, ekki sér- stökum aðgerðum stjórnenda spítalans. Sagt er að um 200 manns séu á biðlista en stór hluti þess hóps hefur verið í venjubundnum und- irbúningi og því á eðlilegum vinnu- lista.“ Athugasemd frá Landspítalanum GRAFARVOGSDAGURINN verð- ur haldinn hátíðlegur í dag með veglegri dagskrá frá morgni til kvölds, en rúmlega átta hundrað manns hafa tekið þátt í undirbún- ingi dagskrárinnar með einum eða öðrum hætti. Annar laugardag- urinn í september hefur verið fast- ur hátíðisdagur Grafarvogsbúa frá árinu 1988 og þegar ljóst var dagurinn bæri í ár upp á 11. sept- ember, sama dag og árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York, þótti við hæfi að þema dagsins yrði vináttan. Af því tilefni verður unnið vin- áttulistaverk, sýndar verða mynd- ir um vináttuna unnar af leik- skólabörnum í hverfinu, vináttutextar úr bókmenntunum verða settir upp á spjöld af nem- endum Borgarholtsskóla og í Húsaskóla verða vináttutextar og vináttuljóð fyrirferðarmikil í skól- anum. Dagskráin hefst kl. 8 með morg- unkaffi í pottinum í Grafarvogs- laug, en í framhaldinu mun séra Lena Rós Matthíasdóttir stjórna vatnsleikfimi. Boðið er upp á sögugöngu um Keldnaholt og Húsahverfi, helgistund við hjúkr- unarheimilið Eir og opið hús í Húsaskóla. Þórólfur Árnason borgarstjóri ræsir Grafarvogs- hlaup Fjölnis og Landsbankans kl. 11 og Stefán Jón Hafsetin, for- maður hverfisráðs Grafarvogs, af- hendir Máttarstólpann, verðlaun fyrir framúrskarandi starf að fé- lags og menningarmálum í Húsa- skóla kl. 13.30. Seinni partinn verður afhjúpað listaverk við Gufunesbæinn til minningar um síðustu ábúendur í Gufunesi, en það voru hjónin Þorgeir Jónsson og Guðný Guðlaugsdóttir. Af öðrum viðburðum má nefna að fjöldi hljómsveita og ein- staklinga kemur fram á tónleikum sem hefjast í íþróttamiðstöðunni Dalhús kl. 16, listakonan Alda Ár- manna sýnir verk sín í anddyri Grafarvogslaugar og að vanda fer fram Grafarvogsglíma. Tónlist- armennirnir KK og Magnús Ei- ríksson sjá síðan um að skemmta Grafarvogsbúum á kvöldvöku Grafarvogsdalsins, en dagskránni lýkur með flugeldasýningu kl. 22. Allar nánari upplýsingar um dag- skrá Grafarvogsdagsins má nálg- ast á slóðinni: www.midgardur.is. Vináttan í fyrirrúmi á Grafarvogsdeginum Morgunblaðið/Golli Hátíðarstemmning er jafnan á Grafarvogsdeginum sem íbúar fagna í dag. TAFLFÉLAGIÐ Hellir verður fulltrúi Íslands á Norðurlandamóti taflfélaga sem fram fer á Netinu í dag. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin fer fram og er Hellir móts- haldari. Meðal keppenda eru sterk- ustu taflfélög Noðurlandanna. Í liði Hellis keppa auk annarra stórmeist- ararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og skákmeist- arinn Stefán Kristjánsson. Mótið hefst klukkan 11 og lýkur um 16 og er m.a. hægt að fylgjast með því á slóðinni: www.hellir.com/nordic2004. Norður- landaskák- mót á Netinu í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.