Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NORÐURLJÓS hf., móðurfélag Íslenska út- varpsfélagsins, hafa keypt liðlega 1,2 milljarða hlut í Og Vodafone hf., sem svarar til 34,99% af heildarhlutafé félagsins. Seljandi er CVC á Ís- landi ehf., sem er í eigu Kenneths D. Petersons. Gengi hlutabréfa Og Vodafone í viðskiptunum er 4,2 og kaupverðið því um 5,1 milljarður króna. Umhverfið breyttist í síðustu viku Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarfor- maður Norðurljósa, vildi í samtali við Morgun- blaðið í gær ekki tjá sig um hver hefði átt frum- kvæðið að viðræðunum um kaup Norðurljósa á hlut CVC á Íslandi í Og Vodafone. Hann segir að fram að kaupum Símans á 26% hlut í Skjá einum í síðustu viku hafi verið litið til þess að samskipti sjónvarpsstöðva við fjarskipta- fyrirtækin í landinu hefðu getað verið með öðrum hætti en eignaraðild. „Í síðustu viku breyttist um- hverfið á þessum markaði sem gerir að verkum að við erum komin í samkeppni við Símann. Það er því útséð með það að við höfum mikið samstarf við hann að óbreyttu.“ Að sögn Skarphéðins telur stjórn Norðurljósa að Og Vodafone sé góður fjárfestingarkostur. Fyrirtækið hafi á að skipa góðu starfsfólki sem hafi orðið vel ágengt í samkeppninni á fjarskipta- markaðinum. Starfsemi Og Vodafone fari vel saman við fjölmiðlarekstur Norðurljósa og litið sé til þess að félögin geti þróað með sér samstarf í framtíðinni. Bjarni Þorvarðarson, framkvæmdastjóri CVC á Íslandi ehf., segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því CVC tók þátt í uppbyggingu Halló- Frjálsra fjarskipta á árinu 2000. „Öflugt og stönd- ugt fyrirtæki er orðið til og við erum því ekki í mikilli uppbyggingarstarfsemi. Og Vodafone er orðið þroskað og vel rekið fyrirtæki og því var auðvelt fyrir CVC að sleppa hendinni af því,“ seg- ir Bjarni. Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, seg- ist fagna þeirri miklu trú á félaginu sem birtist í því háa verði sem fram komi í viðskiptum Norður- ljósa og CVC á Íslandi. „Það sýnir bersýnilega að það hefur verið unnið gott starf hjá félaginu.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort til- koma Norðurljósa að Og Vodafone breyti ein- hverju um þróun stafræns sjónvarps hér á landi. Ekki þátttakandi í fjárfestingum hér á landi lengur Kenneth D. Peterson hefur komið að tveimur fjárfestingum hér á landi á undanförnum árum. Hann vakti fyrst máls á því við íslensk stjórnvöld árið 1996 að reisa álver hér á landi. Framkvæmd- ir hófust tæpu ári síðar og 60 þúsund tonna álver Norðuráls tók til starfa á Grundartanga um mitt ár 1998. Hann seldi hlut sinn í Norðuráli fyrr á þessu ári til Century Aluminium. Peterson fjárfesti í fjarskiptafyrirtækinu Halló-Frjálsum fjarskiptum á miðju ári 2000. Það fyrirtæki rann inn í Íslandssíma í ágúst 2002, en nafni Íslandssíma var breytt í Og Vodafone í júní 2003. Eftir söluna á hlut sínum í Og Vodafone í gær er Peterson ekki þátttakandi í fjárfestingum hér á landi. Norðurljós áttu á sínum tíma svipað stóran hlut í símafyrirtækinu Tali og félagið á nú í Og Voda- fone, eða 35%. Í nóvember 2002 keypti svo Ís- landssími öll hlutabréf í Tali og fyrirtækin voru sameinuð. Norðurljós kaupa 35% hlut í Og Vodafone Kaupverðið er 5,1 milljarður króna Morgunblaðið/Sverrir Samstarf Stjórnarformaður Norðurljósa segir að starfsemi Og Vodafone fari vel saman við fjöl- miðlarekstur félagsins. Óskar Magnússon og Bjarni Þorvarðarson bera saman bækur sínar. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● DECODE genetics, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til að endurskoða reikninga sína. Del- oitte tekur við af Pricewaterhouse- Coopers sem hætti að endurskoða reikninga deCODE í síðasta mánuði. Deloitte endurskoðar fyrir deCODE ● KB banki hefur lækkað vexti af verðtryggðum inn- og útlánum frá og með deginum í dag um 0,15–0,20%. Verðtryggðir kjörvextir skuldabréfa- lána lækka um 0,2% og verða 5,0%. Kjörvextir skuldabréfalána hjá Ís- landsbanka og Landsbanka eru 4,95% og 5,5% hjá sparisjóðum. Vextir á verðtryggðum innláns- reikningum KB banka lækka um 0,15–0,20%, mismunandi eftir inn- lánsformum. Segir í tilkynningu KB banka að ákvörðun um vaxtalækkun nú sé tek- in í ljósi þess að verðtryggðir mark- aðsvextir til langs tíma hafi lækkað og mið sé tekið af þeirri þróun. Ekki er um breytingu að ræða á óverðtryggðum vöxtum. KB banki lækkar verðtryggða vexti ● ÍSLANDSBANKI hefur gert form- legt tilboð í öll hlutabréf í norska bank- anum Kred- ittBanken. Til- boðið hefur verið sent til hluthafa. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Íslandsbanka í gær. Íslandsbanki býðst til að kaupa hlutinn í KredittBanken á 7,25 norskar krónur. Það er 32% yfir lokagengi bréfanna eins og það var hinn 11. ágúst síðastliðinn en það var 12. ágúst sem Íslandsbanki til- kynnti að bankinn hefði ákveðið að gera hluthöfum tilboð í bréfin. Lokaverð hlutabréfa Kredittbank- en í kauphöllinni í Osló í gær var 7,18 og er tilboðsgengi Íslands- banka því um 1% yfir því. Miðað við gengið 7,25 fyrir hluta- bréfin í KredittBanken er heildar- kaupverð bankans um 3,5 millj- arðar íslenskra króna. Íslandsbanki á nú 9,9% eign- arhlut í KredittBanken og hefur fengið fyrirfram samþykki frá 30,85% hluthafa fyrir tilboðinu. Stjórn KredittBanken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún mælir með því við hluthafana að þeir taki tilboði Íslandsbanka. Íslandsbanki gerir formlegt tilboð í KredittBanken 2 3 456 /2+- /%- 8"* 8"! (748 9:; -/!-! */220 8"% 8"+ <:< =>; */012 02+" 8"1 8"1 (; 2%% %10 /2* 8"! 9"2 ?<8; 9@A */!%2 /** 8%"+ 8"% DANSKA fjárfestingarfélagið Will- iam Demant Invest hefur aukið hlut sinn í Össuri hf. um 4,52% og á nú 14,04% af heildarhlutafé félagsins. Ekki hefur verið greint frá því hver eða hverjir seldu. Miðað við lokaverð hlutabréfa í Össuri í gær, sem var 86,50, var kaupverð hlutarins um 1,2 milljarðar króna. William Demant eignaðist fyrst hlut í Össuri í byrjun júní er félagið keypti 6,28% hlut á genginu 55,5. Seljandi þá var Mallard Holding, sem er í meirihlutaeigu Össurar Kristinssonar, stofnanda félagsins. Stærsti einstaki hluthafi Össurar er sænska fjárfestingarfélagið Ind- ustrivärden með 20,45%. Eignar- hlutur þess félags er 20,45% af heild- arhlutafé Össurar. Bæði Industrivärden og danska félagið hafa aukið við sig í félaginu. Röð stærstu hluthafa í Össuri í meðfylgjandi töflu hefur væntanlega breyst eftir kaup William Demant. William Demant eykur hlut sinn í Össuri ' '  $#&.&. # /' B - &#' :#.'CDC-%/ C > #  4':' E 9 ?C :D4 8F##G# H . I* F#,-&#(# J I* F#'C #& # I* F#,-&#, K%?C   4' '#'I' 4  -* F#,-&# ( F(& L2# M(&    &&# ! !N # G? &#CO# !8#C-%/ $# ,#.&&# E 9 P# * ● GENGI hlutabréfa KB banka hækk- uðu um 7,6% í 1.550 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Endaði gengið í 495 krónum á hlut. Ætla má að fjárfestar telji að líkur hafi aukist á yfirtöku KB banka á breska bankanum Singer og Fried- lander og það eigi sinn þátt í þessari miklu hækkun. Heildarviðskipti í Kauphöll Íslands í gær námu 14,6 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með skuldabréf fyrir 12,2 milljarða og hlutabréf fyrir 2,4 milljarða. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 2,89% og endaði í 3.527,83 stigum, sem er hæsta gildi hennar frá upphafi. Bréf KB banka hækka um 7,6% 6 789 : ; : 789 ,< = , -  :M C"#&/ ) %% C#"#&/ )&#- #G (G# #':#% "#   Q % )Q % I Q %  > # > M # ( = #%/ =/% # 4 . # 4# &&#(G# Q' R&# !"#$ :G# H L ' (% #% -&#  (& -# /- & Q#,-&#)P - #Q' # -#F'N,#. # A #-Q# #  Q %&# & I*$%,-&# 2J. # 4( 4* #C   4G&#H 4&-&#  4$/   4&--.# -#F.' 7  7#F -- K&- N#'# L4$Q # %!&$'($)* :&&#Q %% (% 8F #- # I *   7$%$# KG#F H  4*- C-%'C #-         L L L L L  L L L L L L L L L L L )# F #G F## C-%'C #-  L L L L L L L   L L L L L L L L L L L L L L L L L L L L L L L  ! ! L L L L ! L L L !  ! ! L ! L ! L L  ! L L L L  ! L ! L  ! L L L L L L  ! L L L L L ! L L #C-%/ 7Q-*%  &/4 ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' '  ' ' ' ' L L L L L '  ' L ' L L L L ' L ' L L L L ' L '           L    L L                L      L     K-%/*+P'%#' :7 'S:.& & # ( C-%/    L L L L L L L L L L L L L L L L Starf löglærðs fulltrúa - Lögmenn Mörkinni ehf. Laust er til umsóknar hjá Lögmönnum Mörkinni ehf. starf löglærðs fulltrúa. Í boði er fjölbreytt starf sem krefst þekkingar á flestum sviðum lögfræðinnar og hæfni til málflutnings fyrir dómi. Umsækjendur verða að hafa lokið embættisprófi í lög- fræði og æskilegt er að umsækjendur hafi réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Þá er jafnframt áskilið að umsækjendur hafi góð tök á ensku. Umsóknarfrestur er til 15. september 2004. Umsóknir skal senda til framkvæmdastjóra Lögmanna Mörkinni ehf, Mörkinni 1, 108 Reykjavík, eða á netfangið hfh@law.is. Öllum umsóknum verður svarað HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að aukinn hag- vöxtur, sem fram kom á síðasta ári, en á sama tíma lítil fjölgun starfa og í raun aukning árstíðaleiðrétts at- vinnuleysis hér á landi, þýði að mikil framleiðniaukning hafi átt sér stað hjá fyrirtækjunum. Meira sé fram- leitt með jafnmiklum aðföngum og áður. „Það hefur greinilega verið til staðar vannýtt framleiðslu- og þjón- ustugeta í fyrirtækjunum. Síðan er hugsanlegt að við séum smám saman að uppskera árangur af upplýsinga- tæknibyltingunni,“ segir Hannes. Hann segir að hátt gengi krónunn- ar og sú spennitreyja sem hún setur fyrirtækjum í alþjóðlegri samkeppni valdi því að fyrirtækin leitist við að auka framleiðni eins og kostur er. „Fyrirtæki eru líka mjög skuld- sett og undir meiri arðsemis- kröfum en áður. Aðhald í manna- haldi verður meira við þær að- stæður, enda sá kostnaðarliður sem hvað mest er hægt að hafa áhrif á.“ Hannes spáir því að spenna á vinnumarkaði muni aukast. Henni verði hins vegar mætt að verulegu leyti með erlendum starfsmönnum, enda líklega ekki nægjanlegt fram- boð af innlendum byggingamönnum. Meiri framleiðni án fjölgunar starfsfólks Hannes G. Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.