Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 15 Jarðvegsþjöppur, hopparar og keflavaltarar Sími 594 6000 Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is VERÐ FYRIR 16 ÁRA OG YNGRI: 3.400 KR. VERÐ FYRIR FULLORÐNA: 5.100 KR. Verð aðeins 14.450 kr. fyrir mömmu, pabba og tvö börn ef greitt er með Visa kreditkorti. 9. OKTÓBER Á ferð og flugi 13. NÓVEMBER Charlie Chaplin og Harold Lloyd 18. DESEMBER Jólatónleikar 2. APRÍL Ævintýri H. C. Andersen Tónsprotinn er ævintýraleg ný áskriftarröð Sinfóníuhljómsveitarinnar sem mun örugglega slá í gegn hjá fjölskyldunni enda spennandi kostur á góðu verði. Nú geta pabbi, mamma og krakkarnir öll farið saman á jólatónleika, kvikmyndatónleika eða upplifað ævintýri úr öllum heimshornum. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SINFONIA.IS Rumon Gamba verður fararstjóri í þessari hressilegu heimsreisu Hljómsveitin leikur undir hjá konungum grínmyndanna Jólagleði með himneskum hátíðarbrag. „Þegar orðin bregðast talar tónlistin“ – H. C. Andersen ER BAKHJARL TÓNSPROTANS 16 ÁRA OG YNGRI aðeins850 kr.pr. tónleika FULLO RÐNIR aðeins 1.275 kr. pr. tónleik a Alvöru fjölskylduskemmtun í allan vetur EITT ár er í dag, laugardag, liðið frá andláti Önnu Lindh, þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í Stokk- hólmi verður efnt til minningartónleika og minnismerki hefur verið sett upp til heiðurs minningu Lindh. Í sænskum fjölmiðlum hefur minningu hennar verið haldið á lofti í vikunni. Sjónvarpsstöðin TV4 sendi út klukkustundarlangan þátt þar sem rætt var við eftirlif- andi eiginmann Önnu Lindh, Bo Holmberg, vini og samstarfsmenn, m.a. Göran Persson forsætisráðherra. Brugðið var upp mynd af kvenskörungi sem kom eins fram við alla, hvort sem það var á ráðherrafundum Atl- antshafsbandalagsins, NATO eða á vinafundi. Bo Holmberg birti á fimmtudag grein í Göteborgs Posten þar sem hann lýsir árinu sem liðið er frá fráfalli maka hans og sorg hans og sonanna sem hann segir að verið hafi opinber þar sem Anna Lindh var opinber persóna. Hann segist hafa fengið mörg bréf frá fólki sem vottar honum samúð og lýsir sinni eigin reynslu af sænska réttarkerfinu og meðhöndlun geðsjúkra glæpa- manna. Í kjölfarið hafi hann sjálfur skoðað sænska réttarkerfið gagnrýnum augum. Morðingi Önnu Lindh, Mijailo Mijailovic, var dæmdur til að vistast á geðdeild í stað þess að fara í lífstíðarfangelsi í júlí sl. Í greininni gagnrýnir Holmberg að geðsjúkir glæpa- menn sleppi of snemma út í samfélagið þrátt fyrir að þeir eigi að vistast á réttargeðdeild. Enn fremur segir Holmberg að honum sé það óskiljanlegt að áfrýj- unarrétturinn hafi ekki skilið að morðingi Önnu var al- varlega truflaður á geði. Holmberg segir að úti í sænska samfélaginu séu geðsjúkir sem eru sjálfum sér og öðrum hættulegir og þá þurfi að annast. Vill „nýtt, sænskt módel“ Hann segist sjá galla í sænska velferðarkerfinu vegna niðurskurðar og sparnaðar. Framtíðarsýn sé nauðsynleg, sýn sem byggist á hagfræði og mannúð og beina þurfi sjónum að manneskjunni og lífinu. Bo Holmgren fullyrðir að umönnun geðsjúkra samkvæmt forskrift „sænska módelsins“ svonefnda þurfi að hugsa upp á nýtt og hvetur þingmenn og sveitarstjórnarmenn til að vinna betur saman bæði á vettvangi félagsmála og heilbrigðismála. Og hann biðlar til þeirra: „Maður segir þeim sem maður elskar sannleikann. Ég hef ekki trú á að það sé góður kostur að lappa bara upp á sænska módelið ... sjáið gallana á því og komið með nýtt sænskt módel.“ Svíar minnast Önnu Lindh Gautaborg. Morgunblaðið. AP Annika Billstrom, aðstoðarborgarstjóri Stokkhólms, ræðir við Bo Holmberg, eiginmann Önnu Lindh, við minnismerki úr gleri sem reist hefur verið til að heiðra minningu hennar. Minnismerkið stendur við Medborg- arplatsen í Stokkhólmi og er höfundur þess Leif Bolter. NOKKRIR helstu klerkar súnní- múslíma í Írak sökuðu í gær Bandaríkjamenn um að fremja „þjóðarmorð“ í landinu. Þá hótuðu vígamenn, sem halda tveimur ítölskum konum í gíslingu, að myrða þær yrði ekki öllum kven- föngum í Írak sleppt úr haldi inn- an sólarhrings. Einn helsti leiðtogi súnní-músl- íma í Írak, Sheikh Abdel Ghaffur al-Samarrai, sagði Bandaríkja- menn hafa unnið „hroðaleg glæpa- verk“ í Írak. „Hernámsliðið er að fremja þjóðarmorð,“ bætti hann við og vísaði til blóðugra bardaga í borginni Fallujah og bænum Tall Afar í vikunni. Á fimmtudag féllu 45 Írakar, hið minnsta, í 13 klukkustunda löngum bardaga í borginni Tall Afar. Bandaríkja- menn sögðu 57 „hryðjuverka- menn“ hafa verið fellda. Vitni full- yrða hins vegar að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi verið drepnir í átökum þessum auk vopnaðra manna. „Þeir komu til Íraks til að drepa, eyðileggja og ræna þjóðina auðlindum sínum. Hvar er nú Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna?“ sagði al-Samarrai m.a. er hann ávarpaði fylgismenn sína. Annar trúarleiðtogi, Sheikh Sal- ah al-Jaburi, sem starfar í borg- inni Mosul í norðurhluta landsins, tók í sama streng. Sagði hann Bandaríkjamenn hafa framið „mik- inn glæp“ og vísaði til þess að flugvélum hefði óspart verið beitt í átökum undanliðinna daga. „Í þessum brjálsemislegu loftárásum er enginn greinarmunur gerður á óbreyttum borgurum og þeim sem bera vopn.“ Kvenföngum í Írak verði sleppt úr haldi Skæruliðahópur sem nefnist Ansar al-Zawahiri lýsti yfir því í gær að tvær ítalskar konur, sem vígamennirnir hafa á valdi sínu, yrðu myrtar ef íslömskum kven- föngum í Írak yrði ekki sleppt úr haldi. „Við krefjumst þess að ítölsk stjórnvöld heiti því án skil- yrða að öllum íslömskum kven- föngum verði sleppt úr fangelsum í Írak. Ítalska ríkisstjórnin hefur 24 klukkustundir til að bregðast við kröfum okkar, að öðrum kosti mun ítalska þjóðin aldrei fá fregn- ir af því hvað varð um ítölsku kvengíslana,“ sagði í yfirlýsing- unni frá mannræningjunum. Kon- unum var rænt í liðinni viku en þær sinntu hjálparstarfi meðal barna í Írak. Saka Bandaríkja- menn um „þjóð- armorð“ í Írak Tall Afar. AFP. Vígahópur hótar að myrða ítalskar konur í gíslingu VÍSINDAMENN við bandarísku geimvísindastofnunina, NASA, segjast hafa náð nothæfum gögnum úr flakinu af geimfarinu Genesis sem brotlenti í eyðimörkinni í Utah fyrr í vikunni. Vekur þetta vonir um að þriggja ára ferðalag Genesis til að safna sólaröreindum úr geim- ryki er varpa kunni ljósi á uppruna sólkerfisins hafi ekki verið til einsk- is. Fallhlífar sem draga áttu úr hraða Genesis áður en það lenti opnuðust ekki og því var ekki hægt að ná farinu áður en það lenti, eins og ætlunin hafði verið. Öreindirnar söfnuðust á um 350 lófastóra safn- fleti á fimm diskum á farinu sem sólvindar léku um. Komið hefur í ljós að sumir þessara safnflata eru í heilu lagi, þótt margir hafi brotnað í lendingunni. Segja vísindamenn NASA að þrátt fyrir allt hafi þarna náðst „mikilvægur áfangi í öflun sýna frá sólinni“. Nothæf sólargögn náðust Salt Lake City. AP. Genesis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.