Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ljósanótt í Reykjanesbæ er skemmtileg menningar- og fjölskylduhátíð. Íbúar bæj- arins taka virkan þátt í hátíðinni og eru ákaflega stoltir af henni. Og mega vera það. Ljósahátíðin hófst fyrir örfáum árum með því að Steinþór Jónsson hótelstjóri vildi hafa eitthvert tilstand í kringum það að kveikt var á lýsingu Bergsins í fyrsta skipti og hefur síðan vaxið ár frá ári. Mikill fjöldi gesta heimsækir bæinn á Ljósanótt. Fólk kemur víða að. Ég tók eftir mörgum kunnuglegum andlitum úr ná- grannabyggðum, af höfuðborgarsvæðinu og úr Borgarnesi, svo dæmi séu tekin.    Ég naut margra atriða á Ljósanótt. Var á setningunni á fimmtudag þegar fjölmenn- ingarhátíð var sett á táknrænan hátt með því að grunnskólabörn bæjarins slepptu mörg hundruð litskrúðugum blöðrum. Einnig var ég við opnun myndlistarsýn- ingar Ásu Ólafsdóttur í Listasafni Reykja- nesbæjar á föstudag. Ása er fædd og uppal- in í Keflavík og hafði greinilega mikla ánægju af því að sýna í fyrsta skipti í gömlu heimabyggðinni.    Flugsýningin á laugardag varð til þess að ég mætti heldur fyrr en vanalega á svæðið og arkaði svo upp og niður Hafnargötuna sem fengið hefur andlitslyftingu. Mér telst til að ég hafi látið draga mig inn á tíu mynd- listarsýningar af þeim þrjátíu sem í boði voru. Eftirminnilegasta myndlistarupplif- unin var þó eftir. Inga Rósa Loftsdóttir hafði tekið til í vinnustofunni og vildi koma gömlu verkunum í lóg áður en hún byrjaði á einhverju nýju. Hún bauð viðstöddum að kaupa verkin fyrir slikk og kastaði þeim verkum sem ekki gengu út á brennu. Fólk- inu tókst að bjarga fjölda verka frá eyði- leggingu en mörg fóru þó á logana.    Fjöldi tónlistarviðburða var í boði. Ég fór meðal annars á Óskalög sjómanna í Duushúsum. Þar kynnti Hjálmar Árnason alþingismaður kveðjur og óskalög sem frændurnir Steinn Erlingsson og Davíð Ólafsson sungu síðan í „beinni útsendingu“. Bæjarstjórnarbandið var í miklu stuði á kvölddagskránni. Fjöldi góðra tónleika var í boði eftir flugeldasýninguna. Ég valdi blústónleika með Vinum Dóra og sá ekki eftir því. Þannig setti hver og einn gestur upp sína eigin dagskrá og margir voru dug- legri en ég. Ég veit þó ekki um neinn sem komst yfir að njóta helmingsins af því sem í boði var þessa daga. Úr bæjarlífinu REYKJANESBÆR EFTIR HELGA BJARNASON BLAÐAMANN Efnt hefur verið tilhugmynda-samkeppni um nafn á nýja verslunar- og þjónustukjarnann að Kirkjustétt 2–6 í Graf- arholti. Sex fyrirtæki hafa verið opnuð í kjarn- anum og fleiri eru á leið- inni. Samkeppnin er öllum opin og þarf að skila hugmyndum fyrir 15. október í kassa sem komið hefur verið fyrir í öllum fyrirtækjunum. Þátttakendur þurfa að tilgreina nafn sitt og símanúmer og merkja umslagið Kirkjustétt. Verðlaun verða afhent 23. október. Öll fyrirtækin verða með tilboð um helgina í tilefni samkeppninnar. Kirkjustétt Fagridalur | Víða eru skemmtilegar steinmynd- anir á Víkurheiði, ofan við Vík í Mýrdal. Hægt er að ganga þar um í steina- veröldinni án þess að sjá annað en grjót. Ef betur er að gáð má oft sjá út úr steinunum alls konar myndir og jafnvel furðu- skepnur. Og ekki er sama úr hvaða átt komið er, sí- fellt blasa við nýjar um- myndanir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Steinn á steini Í hvert skipti sem JónIngvar Jónssonhugsar til þess að Halldór Ásgrímsson taki við forsætisráðuneytinu segist hann sakna Davíðs Oddssonar meir og sárar. Hafi hann þó sjaldan ver- ið talinn hallur undir hægra íhaldið, en oft það vinstra: Ekki betur bíll minn gekk, beyglan hékk vart saman, þótt fengi ónýtt afturdekk undir sig að framan. Sigrún Haraldsdóttir seg- ir ferlegt hvað við varn- arlausir þegnar megum þola. Henni leikur for- vitni á að vita hverju stjórnarherrarnir svör- uðu, þá þeir yrðu spurðir á efsta degi: Aldrei þennan auma hrekk alveg geta varið. Apar settu ónýtt dekk undir stjórnarfarið. Ónýtt afturdekk pebl@mbl.is Aðaldalur | Nemendur í Tón- listarskóla Hafralækjarskóla í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu hafa vakið athygli fyrir hljóðfæraleik sinn og þá ekki síst fyrir leik sinn á afrísku ásláttarhljóð- færin marimba og mbira. Sex nemendur skólans, sem skipa sveitina Vipebe Marimba, léku tónlist fyrir sænsku kon- ungsfjölskylduna, íslensku for- setahjónin og fylgdarlið þeirra á túninu við gamla bæinn á Grenjaðarstað í Aðaldal í vik- unni við mikla hrifningu við- staddra. Dorrit Moussaieff for- setafrú sýndi hljóðfærum krakkanna mikinn áhuga og fékk hún að slá nokkra tóna á eitt þeirra með Sigríði Jóns- dóttur. Morgunblaðið/Kristján Forsetafrúin sló nokkra tóna Hljóðfæri Austurbyggð | Sveitarstjórn Austur- byggðar samþykkti á fundi sínum ný- lega. áskorun til samgönguráðherra um að sú breyting verði gerð að Hringveg- urinn, þjóðvegur 1, liggi um Fagradal, Fáskrúðsfjarðargöng og Suðurfirði. Frá Egilsstöðum liggur þjóðvegur 1 nú um Breiðdalsheiði og Breiðdal og áfram suður um. Þegar sprengt var í gegn í Fáskrúðsfjarðargöngum tveimur dögum síðar, sagði Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra í samtali við Morgun- blaðið að til stæði að þjóðvegur 1 yrði um Fáskrúðsfjarðargöng. Í bókun sveitarstjórnar Austurbyggð- ar sem birt er á vefnum austurbyggð.is, segir m.a. að mikilvægt sé að ákvörðun liggi fyrir um breytingu þessa eigi síðar en við formlega opnun Fáskrúðsfjarð- arganga að ári. Í greinargerð með tillög- unni er bent á að tilfærsla þjóðvegar 1 beini þeim ferðamönnum, sem ferðast eftir vegamerkingum á landakortum og taka þjóðveg 1, meira um Austfirðina. Eins og málum sé háttað í dag þá aki þeir einungis um smáhluta Austfjarða og síðan um öræfi norður eða sanda suður. Þá er bent á að færsla þjóðvegar 1 leiði einungis til rétt um 10 km lengingar Hringvegarins en stytti jafnframt heild- arlengd malarvega á þjóðvegi 1 um 41 km, sé miðað við áætlanir í vegamálum á Austurlandi til ársloka 2006. Einnig fækki þetta fjallvegum á Hringveginum um einn og beini umferð með ströndinni en ekki upp á veðrasama og snjóþunga heiði á vetrum. Þarf aðeins að breyta skiltum Guðmundur Þorgrímsson, oddviti Austurbyggðar og flutningsmaður tillög- unnar, segir á austurbyggð.is að í árslok 2006 geri áætlanir ráð fyrir að 110 kíló- metrar af Hringveginum verði með mal- arslitlagi. Allt sé þetta á Austurlandi en með færslu hringvegarins styttist þetta í 79 kílómetra. Einbreiðum brúm fækki sömuleiðis um 7, úr 11 um Breiðdal og Skriðdal í 4 um firði og jarðgöng. Hann bendir einnig á að þjónustustig í vetr- arþjónustu sé nú þegar hærra um firði og Fagradal en er um Breiðdalsheiði sem nemur 1 og 2 stigum. „Allt gerist þetta við færslu hringvegarins án þess að ríkið þurfi að leggja í annan kostnað en breytingar á skiltum. Þetta er ódýr- asta 41 kílómetra lenging bundins slit- lags og fækkun um 7 brýr á hringveg- inum sem um getur,“ segir Guðmundur Þorgrímsson oddviti. Vilja Hring- veginn um Fáskrúðs- fjarðargöng Grímsey | Tveir hressir „trúbadorar“, þeir Geir Harðarson og Hilmar Garðarsson, eru á stór- ferðalagi um landið. Þeir gerðu sér lítið fyrir og komu við hjá íbúum við nyrsta haf og sungu í Fé- lagsheimilinu Múla. Tilurð ferðarinnar er sú, að fylgja eftir nýútkomn- um plötum þeirra félaga sem Orri Harðarson upptökumaður stýrði en ekki nóg með það. Orri kynnti þá félaga sem síðar yfir kaffibolla fengu þá skyndihugdettu að leggja saman land undir fót. Bestu auglýsinguna telja þeir vera að koma á staðina og syngja lögin sín fyrir fólkið. Árangurinn er 17 tónleikar á 20 dögum. Fyrstu tónleikana héldu þeir á Ísafirði, stað þar sem enginn þekkir þá, það fannst þeim góð byrjun. Síðan hefur hver staðurinn rekið annan og und- irtektir verið ágætar. Geir og Hilmar segja bjartsýnina vera þeirra leiðarljós og halda þeim gangandi. Grímseyingar létu ekki sitt eftir liggja, mætingin góð og stemmningin í salnum enn betri, þar sem „trúbadorarnir“ sungu um gleði og sorgir lífsins, við kertaljós og reykelsisilm. Góð skemmtun: Hilmar Garðarsson og Geir Harðarson skemmtu Grímseyingum. Sungu við kertaljós og reykelsisilm Morgunblaðið/Helga Mattína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.