Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 17
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 17 Höfuðborgarsvæðið | Kostnaðar- aukning sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu vegna almenningssam- gangna verður um 170–180 milljónir króna á ári vegna nýs leiðarkerfis, miðað við forsendur í tillögu Strætó bs. Reiknað er með að auka nýtingu á almenningssamgöngum á næstu fimm árum til að vinna upp kostn- aðinn. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur þegar samþykkt tillögu að leiðar- kerfi, en hin sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu hafa enn ekki sam- þykkt tillöguna. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að til að tillagan öðlist samþykki þurfi hún að fá þrjá fjórðu hluta af heild- aratkvæðum sveitarfélaganna, þó aldrei minna en þriggja sveitarfé- laga, en sveitarfélögin hafa mjög misjafnan fjölda atkvæða eftir íbúa- fjölda. Einnig þarf stjórn Strætó að samþykkja tillöguna. Enn er óljóst hvenær ný áætlun verður tekin í notkun. Í tillögunum, sem nú liggja hjá sveitarfélögunum, eru leiðirnar sem vagnarnir munu keyra tíundaðar, en tímatafla fyrir einstakar leiðir fylgir ekki. Athygli vekur að þrátt fyrir að heildarvegalengd leiða styttist um 50 km, niður í 572 km, er gert ráð fyrir hækkun á rekstrarkostnaði upp á 170–180 milljónir. Til að reikna það út eru notaðar þær for- sendur að vagnar á stofnleiðum aki á 10 mínútna fresti og aðrir vagnar á 20 mínútna fresti á daginn. Í leiðarkerfisvinnunni voru sett fram þau markmið að auka hlutdeild almenningssamgangna, þannig að á næstu fimm árum aukist hlutdeildin úr 4% í 6%, og á næstu 20 árum verði hún 8%. Í tillögum Strætó kemur fram að ef skammtímamark- miðin náist megi gera ráð fyrir að auknar fargjaldatekjur standi undir fyrirsjáanlegri kostnaðaraukningu. Kostnaður óheyrilegur „Okkur líst illa á allar kostnaðar- hækkanir,“ segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. „Almennt séð er kostnaður við þessa stræt- isvagna óheyrilegur, algerlega stjarnfræðilegar tölur. Fyrir utan það að þeir eru yfirleitt tómir á dag- inn þessir vagnar.“ Sigurður bendir á að Kópavogs- bær hafi náð verulegum kostnaðar- lækkunum með því að bjóða ákveðnar leiðir út, áður en gengið var inn í byggðasamlagið Strætó, sem nú rekur allar strætisvagna- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, en slík útboð hefur Strætó ekki reynt. Sigurður segir hugmyndir um aukna nýtingu á strætisvögnunum ef til vill ekki raunhæfa, enda sé bílainnflutningur mikill og engar vísbendingar sem bendi til þess að almenningur sé tilbúinn til að breyta sínum venjum. Hann segir einnig að kostnaður fyrir almenning til að nota vagnana sé hár, og bendir á að hluti af kostnaði Strætó séu álögur ríkisins á almenningssamgöngur. Þess konar álögur segir hann ekki lagðar á rútuakstur, flug eða ferjur, en sé einhverra hluta vegna lagðar á strætisvagna. „Það munu kosta tugi milljarða á næstu árum allar þessar samgöngu- bætur sem þarf að gera [á höfuð- borgarsvæðinu], miðað við það hvernig umferðin vex,“ segir Sigurð- ur. Hann segir að ef það sé hægt að minnka þann kostnað með því að ríkið felli niður álögur á kerfið væri það eflaust þess virði. Vilja veita góða þjónustu „Við erum auðvitað ekkert hrifnir af kostnaðaraukningu í þeirri þjón- ustu sem við erum að veita, við vilj- um helst geta veitt góða þjónustu fyrir það fé sem er til ráðstöfunar,“ segir Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi. „Við verð- um því að trúa því að slík útgjalda- aukning leiði til verulegra bóta á þjónustu byggðasamlagsins við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu.“ Hann segist ekki of trúaður á að það takist að ná þeirri aukningu í nýt- ingu á strætisvögnunum sem stefnt er að á svo skömmum tíma, enda þurfi eflaust ýmislegt að breytast í hugarfari almennings til að það ger- ist. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að svo virðist sem tekið hafi verið tillit til athuga- semda bæjarins fyrr á árinu um leið- arkerfið innanbæjar, og því geri bæjarfélagið væntanlega ekki frek- ari athugasemdir. Spurður um kostnaðarhækkanir segir Lúðvík að Hafnarfjarðarbær geti illa sætt sig við þær. „Þessi kostnaður hefur far- ið vaxandi og við litum svo á að sú hugmynd sem sett var fram með til- lögunum væri að ná fram hagræð- ingu og einföldun í kerfinu, við telj- um að það þurfi að hafa það markmið að leiðarljósi.“ Til að ná þeirri aukningu á nýt- ingu sem stefnt er að segir Lúðvík að þurfi fyrst og fremst að huga að þörfum yngra fólks, og tekur hann undir hugmyndir borgarverkfræð- ings, sem fram komu síðasta vetur, þess efnis að hafa ætti gjöld fyrir nemendur í algeru lágmarki. Rekstrarkostnaður strætó eykst um 170–180 milljónir á ári með nýju leiðakerfi Auka á hlutdeild almenningssamgangna um 50% á næstu fimm árum. Morgunblaðið/Árni Torfason Bæjarstjórar ósáttir við kostnað HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.