Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 18

Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 18
MINNSTAÐUR 18 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNTASMIÐJA kvenna á Ak- ureyri verður tíu ára síðar í þess- um mánuði og er nú unnið að því að fagna áfanganum með viðeig- andi hætti. Nýlega hófst ný önn í Menntasmiðjunni og þar eru nú 19 konur við nám. Þá eru þessa dag- ana að fara af stað námskeið af ýmsu tagi, en á vegum Mennta- smiðjunnar hefur slík starfsemi farið vaxandi á þeim áratug sem liðin er frá því verkefninu var ýtt úr vör. Þorbjörg Ásgeirsdóttir, for- stöðufreyja Menntasmiðjunnar, sagði aðsókn vera að aukast, „áhugi kvenna virðist vera að aukast, margar konur sjá þetta tækifæri til náms sem vænlegan kost bæði til að styrkja sig og eins til að taka stöðuna á sjálfum sér, styrkleikum sínum og veikleikum,“ sagði Þorbjörg. „Nám við Mennta- smiðjuna virkar oft sem eins konar stökkpallur út í lífið.“ Þorbjörg sagði að tilurð Mennta- smiðjunnar mætti rekja til þess að atvinnuleysi var mikið á Akureyri fyrir um áratug, einkum meðal kvenna. „Upphaflegi hvatinn að stofnun Menntasmiðjunnar var að atvinnuleysi meðal kvenna var í sögulegu hámarki. Stór hluti þeirra kvenna, sem hingað komu á fyrstu árunum, hafði upplifað at- vinnumissi.“ Breytingar hafa þarna orðið á að sögn Þorbjargar, en hún sagði æ stærri hóp kvenna sjá gildi þess í sjálfu sér að stunda námið. „Orðs- tírinn hlýtur að hafa spurst út,“ sagði hún. Mikið er nú um að konur sæki í Menntasmiðjuna í kjölfar þess að þær hugsa til breytinga í lífi sínu, „námið getur þá oft virkað sem fyrsta skrefið í þeim breyt- ingum.“ Um 300 konur hafa stundað nám við Menntasmiðjuna frá því starf- semin hófst haustið 1994. Nokkur undanfarin ár hefur einnig verið boðið upp á nám af svipuðu tagi fyrir ungt fólk og verður það í boði í fjórða sinn nú eftir áramót. Þá er ótalinn fjöldi námskeiða sem Menntasmiðjan býður upp á. Þar má nefna tungumálanámskeið, ensku og spænsku, en það síð- arnefnda fylltist strax. Tölvu- námskeið fyrir konur hafa einnig notið vinsælda og alltaf mikil sókn í slík námskeið að sögn Þorbjargar. Þá stendur Alþjóðastofa, sem rekin er innan vébanda Mennta- smiðjunnar, fyrir námskeiðum í ís- lensku fyrir útlendinga. Þau eru vel sótt, enda þau einu sinnar teg- undar sem í boði eru á Akureyri. Loks má nefna að Mennta- smiðjan stendur fyrir námskeiðum nú í haust sem nefnast Draumar – auður svefnsins, Maríurnar – kven- ímyndin í trúnni og Lífsvefurinn sem er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur. Það fyrst talda fjallar um hlutverk, gagnsemi og eðli drauma og hvernig vinna má með eigin drauma. Maríurnar fjallar um þá kvenímynd sem birtist og þróast í kristinni trú og hvaða áhrif hún kann að hafa á sjálfsímynd kvenna og stöðu þeirra í samfélaginu. Val- gerður H. Bjarnadóttir hefur um- sjón með þessum námskeiðum. Hún er einnig við stjórnvölinn ásamt Karólínu Stefánsdóttur í sjálfstyrk- ingarnámskeiðinu Lífsvefnum, en slík námskeið hafa verið haldin frá árinu 1992 og hafa mörg hundruð kvenna sótt það. Eftir nokkurt hlé er nú boðið upp á þetta námskeið að nýju fyrir almenning. Menntasmiðja kvenna 10 ára nú í haust Námið virkar sem stökkpall- ur út í lífið Morgunblaðið/Kristján Menntasmiðja kvenna 10 ára: Nítján konur stunda nú nám við Mennta- smiðjuna en starfsemin hefur vaxið og dafnað á liðnum áratug. GRÍÐARLEG að- sókn var að Sund- laug Akureyrar í sumar og aldrei hafa fleiri gestir komið í sundlaugina fyrstu átta mánuði ársins en nú í ár. Gestir laugarinnar þessa fyrstu átta mánuði ársins voru um 270.000 talsins, eða um 43.000 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Stærsta árið til þessa var 2001 en þá komu tæplega 258.000 gestir í laugina á um- ræddu tímabili, sem er rúmlega 12.000 gestum færra en í ár. Gísli Kristinn Lórenzson, for- stöðumaður Sundlaugar Akureyr- ar, er að vonum ánægður með að- sóknina og hann segir stefna í mestu aðsókn á einu ári frá upp- hafi. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir um 100.000 gestum á síðustu fjórum mánuðum árins og að heildargestafjöldinn í ár verði 370– 380 þúsund manns. Gísli Kristinn sagði að gott veður í allt sumar hefði haft mikið að segja varðandi aðsókn og að einnig væri þessi mikla uppbygging í sundlauginni farin að skila sér. Miklar endur- bætur og breytingar hafa verið gerðar á Sundlaug Akureyrar síð- astliðin 10 ár. Kostnaður við fram- kvæmdirnar á þessum áratug er um 550 milljónir króna og sagði Gísli Kristinn að þeim peningum hefði verið vel varið. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá gestum sundlaugar- innar og þá sérstaklega frá ferða- fólki en einnig hafa bæjarbúar lýst yfir mikilli ánægju með svæðið.“ Tveir laugardagar í sumar skáru sig nokkuð úr hvað aðsókn snertir, fyrsti laugardagur í júlí, þegar haldin voru tvö stór knattspyrnu- mót í bænum, Esso-mót KA og Pollamót Þórs, og svo laugardag- urinn um verslunarmannahelgina. Þá daga komu um og yfir 3.000 manns í laugina. Fjölskyldugarð- urinn á sundlaugarsvæðinu nýtur einnig vaxandi vinsælda og þangað kom mikill fjöldi fólks í sumar. Nú síðast hafa verið sett upp tæki til líkamsræktar á sundlaug- arbakkanum og á dögunum færði Kaupfélag Eyfirðinga Sundlaug Akureyrar að gjöf sjálfvirkt hjart- arafstuðtæki, sem er einfalt og handhægt öryggistæki. Aðsóknarmet í Sundlaug Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Nemendur í 6. bekk í Oddeyrarskóla í nýju líkams- ræktartækjunum í Sundlaug Akureyrar. AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.