Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 19
MINN STAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 19 Grindavík | Kristbjörg Her- mannsdóttir hefur sett á stofn fyrirtæki KHER í Grindavík sem sérhæfir sig í hönnun og fram- leiðslu á textílvörum. Í upphafi er lögð áhersla á alls kyns vörur úr þæfðri ull en markmiðið er að auka vöruúrvalið eftir því sem aðstæður leyfa. Kristbjörg er þarna á heima- velli en hún er einmitt útskrifuð frá Haandarbejds Fremme Sem- inarium sumarið 2002 og vinnur sem textílmenntakennari við Grunnskóla Grindavíkur. „Það má eiginlega segja að þessi áhugi minn á handmennt hafi byrjað snemma og ég eignaðist mína fyrstu saumavél 10 ára – þá var ég búsett í Stykkishólmi en þar er ég fædd og uppalin,“ segir Kristín. Fyrirtækið fékk fljótt nokkra athygli. Þannig færði Kristín for- setafrúnni, frú Dorrit Mouss- aieff, herðaslá að gjöf í sumar. „Hún hafði séð herðaslá sem ég var með í 30 ára afmæli Grinda- víkur í apríl og hrósaði mér mik- ið fyrir hana. Ég kom því gjöf til hennar í gegnum Hörð Guð- brandsson, forseta bæjarstjórnar hér í Grindavík,“ segir Krist- björg. Heimasíða fyrirtækisins er www.kher.is. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Hönnun: Kristín Hermannsdóttir framleiðir alls kyns slár og sjöl úr ull. Hér sýna ungar fyrirsætur hluta fatnaðarins. Framleiðir tískuvörur úr þæfðri ull Fékk fyrstu sauma- vélina tíu ára gömul Reykjanesbær | Meginhluti lóða í hinu nýja Tjarnahverfi í Innri- Njarðvík er genginn út. Aukinn kraftur hefur verið settur í gatna- gerð og framkvæmdir við fyrstu íbúðarhúsin eru hafnar. Tjarnahverfi er milli gömlu byggðarinnar í Innri-Njarðvík og Reykjanesbrautarinnar. Þar verða liðlega 500 íbúðir í fullbyggðu hverfi. Verið er að byggja nýjan grunn- skóla, Akurskóla, og tekur hann til starfa að ári. Þá hefur leikskólinn verið stækkaður. Úthlutun lóða hófst í vor og að sögn Viðars Más Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, hef- ur meginhluta lóðanna verið úthlut- að nú þegar. Aðeins örfáar fjölbýlis- húsalóðir eru eftir. Bíða eftir götunum Framkvæmdir við gatnagerð hóf- ust í vor og átti að áfangaskipta verkinu þannig að það myndi ganga fram í takt við eftirspurn eftir lóðum. Vinnu við tvo fyrstu áfangana lýkur á næstunni og þá verða fyrstu göt- urnar tilbúnar. Búið er að bjóða út þriðja áfangann og sá fjórði og síð- asti verður boðinn út á næstunni. Viðar Már segir að bæjarstjórn hafi ákveðið að setja meira fjármagn í þessar undirbúningsframkvæmdir vegna þess hversu ásóknin í lóðir er mikil. Vonast hann til að allar göt- urnar verði tilbúnar næsta vor. Húsanes hefur hafið byggingu fyrstu húsanna. Viðar Már segir að margir einstaklingar bíði eftir að götur þeirra klárist, ólmir í að hefj- ast handa og fleiri verktakar en Húsanes. Viðar segir að menn hafi trú á því að bjart sé fram undan í at- vinnumálum svæðisins og telur að það skýri spennuna að hluta. Þá sé það að verða sífellt aðgengilegra fyr- ir fólk sem vinnur á höfuðborgar- svæðinu að byggja á þessu svæði og búa vegna bættra samganga. Ein- staklingarnir sem hyggjast byggja í Tjarnahverfi eru jafnt fólk sem þeg- ar býr í bæjarfélaginu og fólk af höf- uðborgarsvæðinu og einnig eru dæmi um einstaklinga sem koma lengra að. „Það er greinilegt að við þurfum að fara að huga að skipulagi nýs hverfis,“ segir Viðar Már og vísar til þess hvað það taki langan tíma að skipuleggja nýtt hverfi og undirbúa það fyrir úthlutun. Fyrirhugað er að það hverfi verði í beinu framhaldi af Tjarnahverfi, í áttina að Vogastapa. Kraftur í gatnagerð í Tjarnahverfi vegna ásóknar í lóðir Byrjað að byggja fyrstu íbúðarhúsin HÚSANES ehf. er að steypa sökkla að tveimur fjórbýlishúsum í Tjarna- hverfi og eru það fyrstu íbúðar- húsin sem rísa í hinu nýja hverfi. Þá er verið að grafa grunn fyrir tvö önnur. Húsanes hefur fengið úthlutað lóðum fyrir um 100 íbúðir í Tjarna- hverfi. Húsin, sem byrjað er að byggja, eru við Skólabraut, rétt hjá Akurskóla. Halldór Ragnarsson, framkvæmdastjóri Húsaness, segir stefnt að því að 24 íbúðir verði til- búnar á næsta ári. Reiknar hann með því að húsin verði auglýst til sölu á vori komanda. Ljósmynd/Hilmar Bragi Sökklar: Starfsmenn Húsaness eru að slá upp fyrir sökklum fyrsta íbúðar- hússins í nýja Tjarnahverfi. Þeir hyggjast byggja 24 íbúðir í vetur. Verður sett á sölu í vor SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.