Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 20
MINNSTAÐUR 20 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Borgarnes | Um 400 krakkar úr 10 grunnskólum á Vesturlandi voru samankomnir í Borgarnesi sl. fimmtudag til þess að keppa í frjálsum íþróttum og sundi. Íþróttamótið skipulögðu íþrótta- kennarar skólanna og að sögn þeirra var þetta annað stærsta mót sem haldið var á Íslandi á árinu. Samstarf sveitaskóla á Vest- urlandi á sér mjög langa sögu eða allt frá dögum heimavistarskól- anna. Það hefur þróast í að vera samstarf nemenda á sviði íþrótta og annarra skemmtana, en starfs- fólk skólanna hittist gjarnan á fag- legu nótunum. Skólastjórar þess- ara skóla funda einnig reglulega. Börnin koma úr Andakílsskóla, Kleppjárnsreykjaskóla, Heið- arskóla, Varmalandsskóla, Laug- argerðisskóla, Lýsuhólsskóla, Búð- ardalsskóla, grunnskólanum í Tjarnarlundi og Reykhólaskóla og nú síðast gerðist grunnskólinn í Borgarnesi aðili að samstarfinu og er frjálsíþróttamótið hluti af því. Annað stærsta íþróttamót landsins Morgunblaðið/Guðrún Vala Hlaup og stökk: Keppendur úr grunnskólunum sýndu góð tilþrif í langstökki á Borgarnesvelli. Skagafjörður | Landeigendur að Höfðavatni í Skagafirði hafa um árabil opnað úr vatninu út í sjó, á svonefndri Bæjarmöl, til að endurnýja vatnsbúskapinn og lífríkið í vatninu, og var þetta gert á nokkurra ára fresti. Haustbrimin sáu síðan um að loka skarðinu aftur. Fyrir u.þ.b. fjórum árum var vatnið opnað, en nú brá svo við að brimin náðu ekki að loka og hef- ur vatnið á þessum tíma verið opið í sjó fram. Í haust ákváðu landeigendur að við svo búið mætti ekki standa og var verktakafyrirtækið Fjörður, í eigu Jóns Árnasonar, verktaka á Sauðárkróki, fengið til að framkvæma verkið. Var hafist handa síðastliðinn mánudag, en gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í kvöld. Að sögn Jóns voru notaðir tíu til fimmtán þúsund rúmmetrar af efni til þess að fylla í skarðið, sem var 136 metra langt og dýpi um það bil 3 metrar, og tók það rúman sólarhring að loka, en síðan var garðurinn hækkaður í rúma þrjá metra yfir sjó og síðustu dagana var verið að þétta og laga garðinn svo hann þyldi þann ágang sem sjórinn veitir honum yfir veturinn. Löngum var góð silungsveiði í Höfðavatni og talin til verulegra hlunninda á aðliggjandi jörðum, en eftir að vatnið var orðið opið í sjó fram hefur að mestu tekið fyrir alla þá veiði en þorskur gengið í vatnið og jafnvel selir gert sig þar heimakomna. Vænta landeigendur þess að nú verði aftur unnt að ná upp silungs- veiðinni. Morgunblaðið/Björn Björnsson Perlur: Þórðarhöfði og Höfðavatnið að baki honum eru miklar náttúruperlur í firðinum. Ósar Höfða- vatns lagfærðir á Bæjarmölinni LANDIÐ Skaftártunga | Úrrennsli getur gert mjóar hestagötur og bílslóða að stórum skorningum á stuttum tíma þar sem land er viðkvæmt. Mörg dæmi um slíkt sjást við fjölfarnar ferða- mannaleiðir, svo sem á Skaftártunguafrétti. Á Skaftártunguafrétti eru þykk vikurlög og jarðvegur því viðkvæmur fyrir úrrennsli. Þar er jafnframt mikil umferð ferðafólks, jafnt gangandi og á hestum og bílum, ekki síst á Fjallabaksleiðunum. Þannig hafa myndast hestagötur meðfram vegunum, oft margfaldar vegna þess hversu stórir hestahópar fara þarna um. Einnig sjást för eftir bíla utan vega og spark eftir gangandi. Elín Heiða Valsdóttir, starfsmaður héraðs- seturs Landgræðslu ríkisins á Kirkjubæjar- klaustri, segir að vegna úrrennslis geti slík sár orðið að stórum skorningum á stuttum tíma. Og slík þróun stöðvist ekki svo glatt, þetta eigi eftir að versna ef ekkert verði að gerð. Koma í veg fyrir vandamálið Sjálfboðaliðar hafa farið í landgræðsluferðir inn á hálendið á undanförnum árum til að reyna að draga úr úrrennsli. Þannig notuðu bændur í Skaftártungu einn rigningardag í sumar til að setja 80 heyrúllur í slíkar götur en Elín Heiða segir að það hafi reynst vel að nota heyrúllur í þessum tilgangi. Einnig hafa verið farnar ferðir í samvinnu við samtök bíl- eigenda. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu ein- ungis viðgerðir. Mikilvægt sé að stöðva vandamálið, koma í veg fyrir að það verði til. Gera þurfi samstillt átak til að stýra umferð ferðamanna um hálendið. Í því sambandi nefnir hún að gera þurfi reiðgötur meðfram fjölförnum fjallvegum, reiðgötur sem hrossin haldi sig við. Hestagirðingar settar upp Hún segir að Landgræðslan hafi í samvinnu við Skaftárhrepp og skálaverðina í Hólaskjóli sett upp tvö áningarhólf fyrir hestahópa við Fjallabaksleið nyrðri í sumar. Hóparnir stoppi því á sama stað og valdi minni lands- kemmdun. Setja þurfi upp fleiri slík hólf. Mjó gata getur orðið að skorningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.