Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 22
FERÐALÖG 22 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU ÍSelvoginn er fróðlegt að faratil þess að skoða Strand-arkirkju og njóta hins sér-kennilega umhverfis sem þar er. Það voru ekki færri en 35 hús- bílar á tjaldstæðinu hjá kaffistof- unni T-bæ í Selvoginum einn sunnu- dag í ágúst. Þar var á ferð Félag húsbílaeigenda. „Við erum alltaf að ferðast og finna nýja staði,“ segir Erna M. Kristjánsdóttir, formaður félagsins. „Við fórum í vikuferð á Strandir og það voru um sjötíu bílar sem tóku þátt í þeirri ferð, þannig að það er fremur fátt í þessari. Gjarnan er grillað og haldin kvöldvaka í stærri ferðum. Í hvíta- sunnuferðinni er mikið um að vera, í þeirri ferð í ár voru voru yfir hundrað bílar. Um 730 bílar eru í þessu 21 árs gamla félagi. Það voru fimmtán manns sem stofnuðu þetta félag en síðan hefur mikil aukning orðið í húsbílaeign landsmanna.“ Hvar fá menn alla þessa húsbíla? „Sumir bílarnir eru heimasmíð- aðir,“ segir Ísleifur. „Við erum bún- ir að klambra þessum bílum saman, sumir hafa sett bílana sína saman oftar en einu sinni,“ bætir hann við. Þeim kemur saman um að þetta sér tímafrekt áhugamál en afar skemmtilegt. „Menn eru í þessu eft- ir efnum og aðstæðum,“ segir Haukur. „Þetta kostar ekki mikið – nema þá vitið,“ segir Ísleifur. Allir hlæja. „Þú getur verið öruggur um það Ísleifur minn að þú hefur ein- hvern tíma tapað meira en því,“ skýtur Haukur inn í. Viðtalið fer fram í húsbíl Ernu formanns, sem eiginmaður hennar, Símon Á. Sig- urðsson, hefur samviskusamlega „klambrað“ saman, svo notað sé orðtak Ísleifs. Hvað er farið í margar ferðir á ári? „Við förum að jafnaði níu ferðir á ári,“ segir Erna, en það stefnir í að ferðirnar verði tíu á næsta ári. „Við verðum líklega með ellefu ferðir í ár, því við komumst inn í Norrænu og tvær ferðir verða farn- ar til Færeyja, hvor í viku, í haust. Þetta var líka gert í fyrra og farið hefur verið í fleiri ferðir til út- landa.“ Hingað koma líka félagar úr er- lendum húsbílafélögum. „Við erum ekki einu sérvitring- arnir í heiminum,“ segir Ísleifur. „Í ferðunum keyrum við í hala- rófu með talstöðvar og höfum leið- sögumenn sem kunnugir eru að- stæðum og umhverfi hverju sinni. Við reynum að aka malbikaða vegi og höldum eðlilegum hraða á veg- unum en hægar gengur ferðalagið ef vegir eru ekki malbikaðir. Það kemur fyrir að húsbílarnir bili í ferðunum en í svona stórum hóp eru margir liðtækir viðgerðarmenn og fagmenn. Málunum er því bjarg- að fljótt. Heilbrigðismálin eru líka í góðu lagi, það eru ýmsir liðtækir þar líka. Raunar eiga flestar stéttir sína fulltrúa í Félagi húsbílaeig- enda. „Þegar springur er eigandinn varla kominn út þegar búið er að skipta um dekk hjá honum,“ bætir Ísleifur við. „Tvisvar hefur vél farið í bíl og því hefur verið „reddað“ snarlega.“ Félagsmenn eru á öllum aldri. „Í einni ferðinni fór „heddið“ í bílnum hjá þeim félagsmönnum sem við erum hvað stoltust af, hjónum sem bæði eru á níræðisaldri og fara í allar ferðir. Fengin var ný vél og fyrr en varði gátu þau haldið ferð- inni áfram. Áhuginn hjá þessum hjónum og raunar flestum fé- lagsmönnum er ódrepandi.“ Í ferðum Félags húsbílaeigenda sér hver um sig hvað mat og útbún- að snertir en í stórum ferðum grilla menn saman. „Stundum koma fleiri en búist er við, aðkomumenn slást í hópinn, og þá getur þurft að bæta við veislukosti. Okkur hefur aldrei vantað mat, við höfum þá sótt meira ef þurft hefur,“ segir Kristján.  HÚSBÍLAR | Fara í níu skipulagðar ferðir á ári Samheldni og fjörugt félagslíf Húsbílaeigendur: Fólk fær sér kaffi saman þegar líða tekur á daginn. Ísland og Tyrkland með tollfrjálsan varning Fyrirhugað er að opna verslun með tollfrjálsan varning fyrir farþega sem lenda á norskum flugvöllum um næstu áramót samkvæmt fréttum Dagens Næringsliv. Af Evrópulönd- unum eru það aðeins Ísland og Tyrk- land sem boðið hafa upp á tollfrjálsan varning þegar komið er inn í landið hingað til. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.