Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 23
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 23 Númer eitt í notuðum bílum Hvert var flogið? „Við flugum til Alicante og þaðan vorum við tæpa klukkustund í rútu til Calpe sem er strandbær á Costa Blanca-ströndinni svona miðja vegu milli Val- encia og Alicante.“ Hvað voruð þið að gera? „Þetta var skemmti- og fótboltaferð með 4. flokki drengja í KR og flestallar fjölsyldurnar fylgdu með. Við vorum hátt í hundrað manns með foreldrum, systkinum, þjálfurum og svo 30 strákum.“ Hvernig gekk ferðin? „Hún gekk vel. Strákarnir voru sér á mótsvæðinu en við hin vorum í Calpe á meðan. Þetta var al- þjóðlegt fótboltamót með þátttöku liða frá Evrópu og Afríku. Strákarnir stóðu sig mjög vel. Duttu ekki út fyrr en í sextán liða úrslitunum. Þeir voru reyndar mjög óheppnir þar að tapa í vítaspyrnukeppni á móti spænsku liði." Var eitthvað markvert að sjá þarna? „Við fórum í skoðunarferð og skoðuðum hella en undan ströndu Calpe er hár klettur, Ifach-kletturinn, einkennismerki staðarins, sem vinsælt er að klifra uppá. Frá bænum er líka stutt í skemmtilega smábæi með góðum veitingastöðum, sem vert er að skoða.“ Hver skipulagði ferðina? „Ferðaskrifstofan Sumarferðir, sem selur mest á Netinu, ásamt nokkrum foreldrum strákanna. Þetta var svona samstarf þeirra í milli. Þeir hafa aðallega verið með ferð- ir til Calpe en bjóða reyndar ferðir á aðra staði.“ Kristinn Kristinsson sjóntækjafræðingur fór með 4. flokki drengja í KR í keppnisferð. Morgunblaðið/Árni Torfason Vel heppnuð fótboltaferð         HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? | Calpe á Spáni Calpe er þekkt fyrir góða matsölustaði og hér eru nöfn á nokkrum stöðum sem Kristinn mælir með.  Sapporo, japanskur staður þar sem kokkurinn sýnir gestum listir sínar. Av. Puerto residencia CLUB NAUTICO, 1 03710 Calpe. sími: 96 583 62 19  Color and Spice. Besti indverski staður sem Kristinn hefur borðað á. Góð þjónusta og toppmatur. C./Joan de Garay, 03710 Calpe, sími: 96 583 9045  Steakhouse Calpe Fyrir þá sem að vilja góðar nautasteikur. C/. Jardin 2, 03710 Calpe, sími: 96 583 66 10  El asador de Marino, Í betri klassanum að mati Kristins. Frábær matur, svolítið gamaldags en flott umhverfi, fín þjónusta. Urb. La Meced, 1 03710 Calpe sími: 96 587 40 70  Antica-Roma Ítalskur staður, gott úrval af allskyns réttum og pizzum. Netföng: www.sumarferdir.is www.antica-roma.com http//users.pandora.be/michel.beyens/calp/ calp.htm http://calpe-spain.travel-holiday-guide.co.uk/ Rokk og ról í Dublin Margir frægir tónlistarmenn hafa stig- ið sín fyrstu skref í bransanum í Dublin. Nú hafa ferðamálayfirvöld í Dublin ákveðið að gefa út bæklinginn Rock & Stroll Visitor Trail, en hann mun leiða ferðafólk um mikilvæga staði í sögu ýmissa tónlistarmanna svo sem U2, The Corrs, Boyzone, Sinead O’Connor, Bob Geldof, Chris de Burgh, The Chieftains, The Dubliners og fleiri. Sérsniðin námskeið fyrir konur á Spánarströnd Sumarferðir hafa skipulagt viku- námskeið undir heitinu Ný og betri, sem haldin verða á Spáni. Þau eru sér- sniðin að þörfum kvenna og óskum um námskeið fyrir utan landsteinana þar sem hægt verður að byggja sig upp með því að stunda heilsurækt og andlega upplyftingu. Skipulagðar hafa verið tvær ferðir í haust og hægt er að bóka sig á vef Sumarferða með því að velja Keflavík – Albir og dagsetning- arnar 14. til 21. október eða 21. til 28. október. Takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðin. www.dublingifts.com www.visitdublin.com Nánari upplýsingar um kvenna- ferðirnar veitir Þorsteinn Guð- jónsson hjá Sumarferðum í síma 514 1400, Bjargey Aðalsteins- dóttir í síma 824 1964 og Edda Björgvinsdóttir í síma 699 8806.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.