Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 27 NÚ ER skólastarf hafið. Um 10– 15% nemenda á öllum aldri eru með dyslexíu, sem oftast er kölluð lesblinda en mætti einnig kalla les- röskun eða orðröskun. Vandamál geta þó komið fram í ýmsu öðru en lestri og stafsetningu. Mikilvægt er að kennarar gefi þessum nemendum svigrúm, sýni tillitssemi og skilning. Í skólastofu með 25 nemendum eru að jafnaði 3 með lesblindu. Kennarar eiga að ganga út frá því og miða skólastarf sitt við þá staðreynd. Lesblindur nemandi notar oft mikla orku til að komast gegnum daginn í skólanum. Eftirfarandi at- riði einkenna lesblinda nemendur en sjaldnast eiga öll atriðin við sama einstakling. Lesblindir nemendur eiga erfitt með að skipuleggja vinnu sína og daglegt líf að orða hugsun sína; þeir rugla saman hljóðum í orðum, snúa við málsháttum og orðtökum að lesa texta vegna sjónrænnar truflunar þegar stafir virðast vera á hreyfingu að skilja texta þrátt fyrir góðan leshraða að greina á milli bókstafa í staf- setningu eða talna og tákna í stærðfræði raðminni sem birtist í erf- iðleikum við að muna skilaboð og vinna eftir ákveðnu ferli eins og í stærðfræði, raða niður stöfum og tölum að nota orðabækur, alfræðiorða- bækur og símaskrár. að halda athygli. Þeir hafa takmarkað sjálfs- traust eru lengi að öðlast færni í nýj- um greinum þannig að tæknin verði þeim ósjálfráð, t.d. í lestri, skrift og að aka bíl eru lengur en aðrir að vinna verkefni hafa lélegt tímaskyn; rugla dag- setningum, mæta á röngum tíma hafa lélegt vinnsluminni; þeim finnst erfitt að fylgja fyrirmælum, skrifa eftir töflu og muna það sem sagt hefur verið eða skrifað, en eru samt með góða greind eru áttavilltir, vill- ast auðveldlega, eiga erfitt með að lesa kort og rata á nýjan stað hafa lélega hreyfi- færni; finnst erfitt að halda á penna eiga við lestrar- og stafsetningarerfiðleika að stríða, víxla stöfum eða orðum, sleppa hljóðum verða fórnarlömb streitu vegna verkefnaskila og prófa sýna ólíka frammistöðu á góð- um og slæmum dögum. Viðhorf kennara og foreldra skiptir meginmáli. Gott skipulag og fjöl- breyttir kennsluhættir koma öllum til góða en vert er að hafa eftirfar- andi atriði í huga við nám og kennslu lesblindra: Tölvutækni nýtist lesblindum vel. Hægt er að hafa bakgrunn í mismunandi lit, stækka letur, nýta talgervla, hjálparforrit, t.d. leið- réttingarforrit, hugkortaforrit, vef- síður með verkefnum o.m.fl. Látið það sem skrifað er á töfl- una standa þar eins lengi og mögu- legt er – nemendur með dyslexíu eru lengi að skrifa. Snyrtileg töflu- skrift auðveldar nemendum að ná því sem skrifað er á töfluna. Und- irstrikið ólíkt efni, dálka eða nið- urstöður í stærðfræðidæmum o.s.frv. með því að nota mismun- andi krítarliti. Eftir fyrirlestra er gott fyrir lesblinda að fá samantekt á ljósriti í lok tímans. Stundum geta les- blindir ekki lesið glósurnar sínar. Lesblindir þurfa að fá ljósrit af glærum, þeir eiga erfitt með að skrifa glósur af töflu og hlusta um leið á kennarann. Skriftin er sjaldnast sjálfvirk, vinnsluminnið er virkjað bæði til að skrifa og hlusta og vinna úr því sem kenn- arinn segir. Einbeitingin fer í tæknina að skrifa, innihald textans og orð kennarans fer forgörðum. Hægt er að útvega nemendum glósuvin. Hvetjandi athugasemdir hafa góð áhrif, að leggja áherslu á það sem vel er gert. Mikilvægt er að byggja upp en ekki brjóta niður sjálfstraustið. Í námsmati hlýtur meginmark- mið að vera að meta þekkingu nemandans en ekki hvernig hann stenst álag prófa. Lengri próftími, próf með stærra letri, lituð próf- blöð, próf á snældum, tekið próf á tölvu, ritara í prófi. Meta þarf nauðsynleg úrræði. Kynnið nemendum aðferðir til að festa sérstaka þætti í minni. Lesblindir sýna oft gott minni ef notuð er ýmiss konar minnistækni, t.d. að sjá fyrir sér myndir eða búa til sögu. Ræðið mismunandi námstækni og leyfið nemendum að deila góðri reynslu sinni með öðrum. Sumir ná mestum árangri með því að hlusta, aðrir að teikna, sumir með því að ræða málin og enn aðrir með því að vera virkir. Sumir eru mjög færir að aðlaga sig kennaranum en aðrir ekki. Útskýrið hugtök og orðaforða sem notaður er í faggreinum og aðstoðið nemendur við að tileinka sér fagmálið. Takmarkaður orða- forði kemur í veg fyrir nám. Orða- forði breytist einnig milli kynslóða. Tímatakmarkanir vegna verk- efnaskila eru hindrun. Nemendur eru lengi að lesa og það tekur lengri tíma að hlusta á bókina á hljóðsnældu. Lesblindir eru skapandi og hug- myndaríkir einstaklingar, þeir hugsa frekar í heildarlausnum en þreifa sig síður áfram skref fyrir skref. Í þeim býr mannauður sem mikilvægt er fyrir samfélagið að virkja. Margir þeirra sem fundið hafa nýjar leiðir fyrir mannkynið hafa verið lesblindir enda veitir lesblindan mönnum oft nýja sýn, hæfileika til að sjá hlutina í nýju ljósi. Mikilvægast er að við, kenn- arar og uppalendur, höfum það í huga að allir eiga sínar sterku hlið- ar og að í hverjum einstaklingi leynist vaxtarbroddur sem þarf að hlúa að. Dyslexía í kennslustofunni Elín Vilhelmsdóttir og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir fjalla um lesblindu ’Í skólastofu með 25nemendum eru að jafn- aði 3 með lesblindu. Kennarar eiga að ganga út frá því og miða skóla- starf sitt við þá stað- reynd. ‘ Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Höfundar eru umsjónarkennarar lesblindra í FÁ. Elín Vilhelmsdóttir UM ALLAN heim hefur ferða- þjónustan vaxið sem mikilvægur hluti atvinnulífsins. Nánast allar þær þjóðir sem við berum okkur saman við leggja mikla áherslu á landkynningu í því augnamiði að draga til sín ferðamenn til lengri eða skemmri dvalar. Síðustu þrjú árin hefur samgöngu- ráðuneytið haft veru- lega fjármuni af fjár- lögum til að sinna landkynningu og markaðsaðgerðum í þágu íslenskr- ar ferðaþjónustu. Ferðamálastjóri, og hans fólk hjá Ferðamálaráði, hefur haft það mikilvæga verkefni að skipuleggja landkynninguna og nýta þessa fjármuni sem best. Skrifstofur Ferðamálaráðs í New York, Frankfurt og Kaup- mannahöfn hafa sjáanlega náð mikilvægum samböndum á mörk- uðunum sem er að skila sér. Einn- ig heldur Ferðamálaráð úti þrem- ur vefsíðum, á sex tungumálum, sem ætlaðar eru til landkynn- ingar. Sýnir könnun Ferða- málaráðs að veraldarvefurinn heldur áfram að vaxa sem upplýs- ingamiðill, en flestir ferðamenn segjast fá upplýsingar um Ísland í gegnum netið. Öflugar markaðsaðgerðir innan- lands og utan, sem og mikil land- kynning í samstarfi Ferða- málaráðs og fyrirtækja, hefur sjáanlega skilað árangri ásamt því að framboð í flugi og siglingum hefur aukist. Fyrstu sjö mánuði yfirstandandi árs hefur bæði erlendum ferða- mönnum og gistinótt- um fjölgað. Á tíma- bilinu fjölgaði erlendum ferðamönn- um um ríflega 17%, en samkvæmt tölum Hagstofunnar nam aukning í gistinóttum 17,5% í júlímánuði frá því sem var á síðasta ári. Gistinóttum utan háannatíma fjölgaði að sama skapi, en á tímabilinu janúar til apríl nam aukningin 9,4% frá sama tíma í fyrra. Þessi aukning er mikil og ætti að gefa fyrirtækjum í ferða- þjónustu tilefni til þess að efla starfsemi sína enn frekar. Árang- urinn sýnir að Ísland á mikla möguleika sem ferðamannaland. Það er ánægjulegt að fá fregnir af því að hótel á landsbyggðinni, eins og Hótel Búðir á Snæfells- nesi, sé talið meðal bestu hótela í heiminum. Orðspor Bláa lónsins er einnig slíkt að nær allir sem koma til landsins heimsækja lónið og vörumerkið BLUE LAGOON ICELAND er þekkt um allan heim. Og nú hafa Mývetningar komið sér upp einstakri bað- aðstöðu sem ég spái að verði enn einn mikilvægur segull ferðaþjón- ustunnar í landinu. Þannig má með sanni segja að ferðaþjónustan sé á réttri leið í upphafi nýrrar aldar. Ferðaþjónustufyrirtækin skapa vel menntuðu fólki atvinnutæki- færi í skemmtilegu starfsum- hverfi. Ég vil óska þeim stóra hópi sem starfar innan ferðaþjónust- unnar til hamingju með stórkost- legan árangur. Ferðaþjónustan eflist Sturla Böðvarsson fjallar um ferðaþjónustu ’Það er ánægjulegt aðfá fregnir af því að hótel á landsbyggðinni, eins og Hótel Búðir á Snæ- fellsnesi, sé talið meðal bestu hótela í heim- inum. ‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn                    ! ! "#   !  "" $ %         ! " # $% &'#() &' #(&&) &     ' ( (   )*  # +, -.   '! / (   # * * 012 3454 4525          !  " ! # ,,,+%($ '+-*             !"#$ %"& !&! & !&" !"'() *+ ,!"" - ./012034254006600 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.