Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 28

Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 28
UMRÆÐAN 28 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNASJÓÐUR er helsti sjóðurinn hér á landi, sem ætlað er að styrkja rannsóknarverkefni. Við lagasmíð um þennan sjóð voru sér- fræðingar rann- sóknastofnana lengi vel útilokaðir frá því að sækja um verk- efnastyrki í nafni við- komandi stofnana en því fékkst að lokum breytt í endanlegum lögum eftir að skipt hafði verið um mennta- málaráðherra. Nú er aftur vegið að rannsóknastofnunum. Í leiðbeiningum um út- fyllingu umsókna kem- ur fram að „Ekki er hægt að sækja um styrk úr Rann- sóknasjóði til launa, þ.m.t. yfirvinnu, „fastráðinna starfsmanna rann- sóknastofnana eða fyrirtækja ... Rannsóknasjóður styrkir allt að 50% verkefniskostnaðar. Nú eru laun nánast alltaf langstærsti kostn- aðarliður í rannsóknaverkefnum. Þetta þýðir að ekki er unnt að nýta sérfræðinga rannsóknastofnana til að vinna að rannsóknum á sínum sérsviðum heldur þarf að ráða nem- endur í framhaldsnámi til að vinna að þeim, þá má reikna launakostnað. Hvers konar vitleysa er þetta? Hér er meðvitað verið að reyna að ýta rannsóknastofnunum út úr rannsóknasjóði enda prófessorar í meiri- hluta stjórnar hans en enginn frá rann- sóknastofnunum. Í rannsóknasjóðum EB er val um að sækja um styrk miðað við heildarkostnað verk- efna og þá nemur styrkur almennt 50% eða viðbótarkostnað en þá nemur styrkur 100%. Rannsókna- stofnanir nota ávallt fyrri kostinn en þar er launakostnaður reiknaður að fullu en Háskólar nota almennt seinni kostinn og er þá reiknað með að laun kennara séu greidd vegna kennslunnar og einungis þurfi að greiða viðbótarkostnað sem fylgir verkefninu. Það hefur verið stefna stjórnvalda lengi að auka ekki fjárveitingar til rannsóknastofnana heldur að efla samkeppnissjóði og gera þeim að sækja um rannsóknafé í þá. Þetta hefur borið góðan árangur en bein fjárveiting til Rb dugar nú ekki fyrir 30% launakostnaðar. Þessa stefnu hefur stjórn Rannsóknasjóðs gert að engu með nánast einu penna- striki. Stjórn Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins fjallaði um þetta mál á fundi sínum sl. mánudag og var undirrituðum falið að mót- mæla þessu f.h. stofnunarinnar. Er það von mín að þessum reglum verði breytt þannig að þær verði óbreytt- ar frá sl. ári. Aðför Rannsóknasjóðs að rann- sóknastofnunum atvinnuveganna Hákon Ólafsson fjallar um Rannsóknasjóð ’Það hefur verið stefnastjórnvalda lengi að auka ekki fjárveitingar til rannsóknastofnana heldur að efla sam- keppnissjóði og gera þeim að sækja um rann- sóknafé í þá. ‘ Hákon Ólafsson Höfundur er forstjóri Rb. REYKJAVÍKURBRÉF Morg- unblaðsins sunnud. 29. ágúst sl. var ánægjuleg tilbreyting frá því moldviðri sem pólitíkin oftast er. Þarna var málefnalega fjallað um grundvallarmál sem sjaldan er rætt, en ætti að vera fastur liður. Umræðuefnið var velferðarkerfið með áherslu á tvö af meg- inatriðum þess; hús- næðiskerfið og lífeyr- iskerfið. Ég hef óvíða séð betur tekið undir flest af því sem ég hef sagt og skrifað á undanförnum áratug- um. Tilefni bréfritara var uppreisn bank- anna gegn hálfrar aldar dreifbýlisstefnu í húsnæðimálum. Á komandi vetri eru 50 ár liðin frá því Sjálf- stæðis- og Framsókn- arflokkar samþykktu lögin um húsnæðis- málastjórn – sem var upphafið að formlegri stefnu – í andstöðu við Alþýðu- og Sósíal- istaflokka. Sameig- inlegur talsmaður andstöðunnar var dr. Gylfi Þ. Gíslason sem borinn var til grafar daginn sem bankarnir tóku ákvörðun sína. Bréfritari rifjar upp söguna m.a. byggingu verka- mannabústaða á fjórða áratugnum og minnir á höggmynd Héðins Valdimarssonar, form. Dags- brúnar á sínum tíma, framan við byggingarnar og segir síðan „þremur áratugum seinna urðu stórfelldar umbætur í húsnæðis- málum láglaunafólks lykilþáttur í lausn kjaradeilu“ er 1250 íbúðir voru reistar í Breiðholti og braggahverfum og hænsnakofum þar með útrýmt sem heim- ilishúsnæði. Ekkert hefur breytt borginni meira til betra horfs en þetta tvennt. Að lokum segir: „Húsnæðiskerfi sem er þannig, að það tryggir jafnvægi í þjóð- arbúskapnum og festu og öryggi í daglegu lífi fólks er líklegt til þess að tryggja almennt jafnvægi í samfélaginu og stuðla m.a. að kaupkröfum verði haldið innan þeirra marka sem þjóðfélagið þol- ir og atvinnuvegirnir geta staðið undir.“ Þennan sannleika hafa ráðamenn nágrannaþjóða okkar skilið fyrir mörgum áratugum, en ekki hér. Eingöngu lánakerfi Spyrja má hvers vegna þurfti sér- stök lög vegna bygginga fyrir lág- launafólk, öryrkja, námsmenn og aldraða. Svarið er; almenna lána- kerfið gerði ekki ráð fyrir þeim og hefur raunar aldrei gert. Húsnæð- iskerfið hér er eingöngu lánakerfi ætlað þeim er byggja yfir sig sjálfir eins og sveitamenn og síðan einnig til að kaupa. Það má hverj- um vera ljóst að ekki geta allir staðið í húsbyggingum eða lántök- um og varla þjóðhagslega hag- kvæmt að eyða lánsfé í flata út- þenslu þéttbýlis með slíkum hætti. Á sínum tíma greiddi verðbólgan upp lánin fyrir fólk, eins og bréf- ritari segir. Þannig varð húsnæðið að fjárfestingarkosti efnafólks, meðan þeir fátækari drukkna í skuldum eða eru húsnæðislausir. Það er rétt hjá bréfritara að verð- tryggingin var nauðsynleg fyrir lífeyriskerfið og sjóðakerfi yf- irleitt. „Húsnæði og lífeyrir eru grundvallarþættir í nútímalífi fólks. Þegar horft er yfir farinn veg er engin spurning um að okk- ur hefur tekist betur að koma líf- eyrismálum þjóðarinnar í réttan farveg en í húsnæðismálum.“ Þessu er ég sammála. Reyndar kom verðtryggingin heldur seint fyrir okkur sem greiddum í alm. lífeyrissjóði fyrir verðtryggingu. Við fáum of lítið til baka. En stefnan er rétt. Leigumarkaður Það er ekki rétt að með tilboði bankanna einu sé húsnæðiskerfi okkar komið „á það stig sem ná- grannaþjóðir okkar hafa lengi bú- ið við“. Þar fylgja lánin gjarnan húsinu en ekki íbúunum og sá sem býr í húsinu hverju sinni borgar af því. Útborganir eru fátíð- ar, en þær hafa verið ein helsta plágan hér. Þá vantar hér enn þann leigumarkað sem alls staðar þykir sjálf- sagður valkostur. Í borgum eru um 40%– 70% allra íbúða leigu- íbúðir. Skuldasöfnun eins og hér hefur ver- ið nær óþekkt. Sums staðar er bannað að veðsetja hús nema fyrir húsnæðislán- unum sjálfum. Ekki get ég tekið undir hól bréfritara um hús- bréfakerfið eða gjörð- ir fyrrv. ráðherra Framsóknar sem lagði félagslega kerfið niður án þess nokkuð kæmi í staðinn nema hærri lán og hærri vextir. Það er rétt að enginn veit hver þróunin verður, en eitt af því ánægjulega er að bankarnir gera nú greinarmun á þéttbýli og dreifbýli. Kaupmanna- höfn var ekki reist á sömu stefnu og þorpin á Jótlandsskaga eða London á sömu stefnu og þorpin í Skotlandi. Það þarf aðra stefnu fyrir Reykjavíkursvæðið, Akureyri og annað helsta þéttbýli. Dreifbýl- ið lýtur öðrum lögmálum. Undir lokin ræðir bréfritari aðra velferð- arþætti svosem kjör aldraðra og öryrkja almennt sem einnig þarfn- ast umbóta og segir réttilega: „Sennilega ræður aðstaða í hús- næðismálum úrslitum.“ Ég vil að lokum þakka þetta málefnalega Reykjavíkurbréf sem er Morg- unblaðinu til sóma. Húsnæði og lífeyrir Jón frá Pálmholti fjallar um húsnæðismál Jón frá Pálmholti ’Þá vantar hérenn þann leigu- markað sem alls staðar þykir sjálfsagður val- kostur. ‘ Höfundur er gjaldkeri Leigjendasamtakanna. VIÐ grunnskólakennarar höfum verið samningslausir síðan 1. apríl sl. Lítið hefur miðað í viðræðum okkar við sveitarfélögin, sem kannski er von, á meðan ekki semst er kenn- urum greitt eftir gömlu samningunum. Við eig- um undir högg að sækja því forystumönnum okkar í síðustu samn- ingum var svo mikið í mun að sá samningur yrði ekki felldur í at- kvæðagreiðslu að þeir gylltu samninginn fyrir kennurum og létu hafa eftir sér í fjölmiðlum að hækkanir launa væru miklar en létu þess lítt getið að vinnu- tími jókst stórlega. Fellst nokkur önnur stétt á að lengdur vinnutími teljist til kjarabóta? Nú þurfum við að berjast við þenn- an draug og ósvífni formanns Launa- nefndar sveitarfélaganna sem kemur fram í fjölmiðlum og gerir sitt til að gera sem minnst úr starfi kennarans og er ófeiminn að halla réttu máli. Undanfarin ár hafa kennarar borið minna úr býtum en viðmiðunarstétt- irnar, eru þær þó ekki ofhaldnar. Undanfarin ár hefur starf kennara orðið sí- fellt vandasamara og auknar kröfur gerðar til stéttarinnar. Vax- andi fjöldi foreldra og nemenda hefur réttindi sín á hraðbergi en hef- ur oft gleymt að rétt- indum fylgja skyldur. Kannski ekki nema von. Var ekki þingmað- ur úthrópaður fyrir að vilja nefna skyldur barna í frumvarpi um réttindi þeirra? Undanfarin ár hefur tími sem fer í foreldrasamstarf stóraukist, t.d. vegna tilkomu Netsins og samskipta í gegnum það. Kennarar verja sífellt meiri tíma til skýrslugerða og skrán- inga sem nauðsynlegar eru til þess að yfirmenn hafi sem auðveldastan að- gang að upplýsingum um einstaka nemendur. Undanfarin ár hefur nemendum, sem eiga við margs konar erfiðleika að stríða, fjölgað mjög í almennum bekkjum og sífellt stærri hluti af tíma kennarans fer í að halda mörgum þeirra á mottunni svo hægt sé að hafa frið til kennslu. Ég hef oft undrast að foreldrar annarra barna í þessum bekkjum, sem vita af slíku ástandi, skulu ekki krefjast úrbóta, því þetta verður til þess að þeirra börn fá alls ekki þá kennslu sem þau eiga rétt á. Hvers vegna eru kennarar óánægðir? Sveinn S. Ingólfsson fjallar um kjaradeilu kennara ’Undanfarin ár hefurtími sem fer í foreldra- samstarf stóraukist, t.d. vegna tilkomu Netsins og samskipta í gegnum það.‘ Sveinn S. Ingólfsson Höfundur er kennari í Austurbæjarskóla. NÚ NÁLGAST 20. september óð- um, en þá hefst verkfall grunnskóla- kennara verði samningar ekki und- irritaðir áður. Ég ætla að upplýsa lesendur um hver laun grunn- skólakennara eru og hvernig vinnutíma þeirra er háttað. Eins og hjá mörgum öðrum stéttum er árleg vinnuskylda grunn- skólakennara 1.800 stundir. Sú goðsögn um stuttan vinnutíma kennara á því ekki við rök að styðjast. Grunn- skólakennarar vinna 42,86 klukkustundir á viku en fá greitt fyrir 40 klukkustunda vinnuviku. Þessar „ógreiddu“ 2,86 aukastundir safnast svo saman og mynda það „frí“ sem margir öfunda grunnskólakennara af. Ekki hef ég orðið var við öfund í garð annarra stétta sem með mikilli vinnu, eins og grunnskólakennarar, geta unnið sér inn frídaga einhvern tíma á árinu og ráða því oft hvenær það „frí“ er tekið. Athugið það að kennarar hafa ekkert um sitt „frí“ að segja þ.e. hvort eða hvenær árs það er tekið. Grunnskólakennarar eru skikkaðir í „frí“ og hafa því t.d. ekki þann sveigj- anleika að tímasetja „frí“ frá 15. ágúst–15. júní. Einnig er til önnur goð- sögn um grunnskóla- kennarann sem alltaf er kominn heim kl. 15.00 á hverjum degi í sólbað eða sjónvarpsgláp. Þetta er líka rangt. Grunn- skólakennarar í fullu starfi sinna 28 kennslu- stunda vinnuviku og þurfa auk þess að undirbúa kennsluna og sinna öðrum störfum undir verk- stjórn skólastjóra. Sumir virðast ein- blína á þessar 28 kennslustundir en gera sér ekki grein fyrir þeirri gríð- arlegu vinnu sem felst í undirbúningi kennslunnar þar sem 20–30 nem- endur eru í hverjum bekk. Þessi nem- endahópur er verulega ólíkur inn- byrðis, t.d. hvað varðar námsgetu, hegðun og félagsfærni. Kennarinn þarf að taka tillit til allra þessara þátta við undirbúning kennslunnar, hann á að sinna öllum og gera það vel. Hefur almenningur íhugað hvernig það er að sinna svona hópi í u.þ.b. 6 kennslustundir á dag og undirbúa svo næsta dag eftir þá törn? Allir virðast skilja að fréttamaðurinn á skjánum er ekki bara í vinnunni þann tíma sem áhorfendur sjá hann, leikarinn í leik- húsinu þarf að æfa verkið áður en hann flytur það og slökkviliðsmenn fá ekki bara greitt fyrir þann tíma sem þeir eru að slökkva eld. Hvað launin varðar tek ég dæmi um laun þriggja grunnskólakennara í fullu starfi. 60 ára grunnskólakennari er nú með u.þ.b. 211.000 kr. á mánuði, 43 ára grunnskólakennari er nú með u.þ.b. 190.000 kr. á mánuði og kennari undir þrítugu er með u.þ.b. 160.000 kr. á mánuði. Krafa grunnskólakenn- ara er sú að 30 ára grunnskólakennari verði með 220.000 kr.–230.000 kr. á mánuði í lok samningstímans árið 2007. Það eina sem bætist við þessi laun er annaruppbót tvisvar á ári að upphæð 46.000 kr. Þetta þýðir 30%– 35% hækkun. Málið er að prósentu- talan virðist há vegna þess hve launin eru lág, mun nær væri að skoða kröf- una um 230.000 kr. á mánuði árið 2007. Grunnskólakennarar eru ekki með neinar aukagreiðslur eða óunna yfirvinnu eins og tíðkast víða í op- inbera geiranum og möguleikar til yf- irvinnu fara hverfandi og engir í mörgum skólum. Einnig má líka geta þess að Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands reiknaði út arðsemi kenn- aramenntunar og komst að því að hún er engin. Þriggja ára háskólanám er í raun einskis virði launalega. Hér er greinilega pottur brotinn. Grunnskólakennarar eru orðnir þreyttir á stöðugum dylgjum þess efnis að þeir vinni ekki vinnuna sína og þeir eru líka þreyttir á því að samninganefnd sveitarfélaganna reyni ítrekað að tortryggja þá í aug- um almennings. Ánægðir starfsmenn sem metnir eru að verðleikum eru góðir starfsmenn enda augljós tengsl á milli starfsánægju og afkasta. Vissir þú þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar um kjaramál kennara ’Grunnskólakennarareru orðnir þreyttir á stöðugum dylgjum þess efnis að þeir vinni ekki vinnuna sína …‘ Jón Pétur Zimsen Höfundur er grunnskólakennari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.