Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 31

Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 31 fa Mannafls að ekki væri sagna. kvað ráðherra að leggja narmið til grundvallar við ndum: og til viðbótar menntun á . sem nýtist ráðuneytis- sem nýtist ráðuneytis- un. eikar, stjórnunarhæfni legum samskiptum. í sérhæfðu starfsviðtali. ælum. af framangreindu ákvað la þá þrjá umsækjendur, óttu í embættið á grund- ndi gagna og frammi- m, til annars viðtals. Við- n voru auk ráðherra uneytisstjóra félagsmála- g fulltrúi Mannafls. Þessi að morgni fimmtudags- 4 og strax í kjölfar þeirra ðurstöður, meðal annars af samtölum fulltrúa meðmælendur umsækj- omist að efnislegri nið- t á umsækjendum. Einn ðar svaraði skilaboðum fls síðdegis sama dag og tjáð að upplýsingaöflun ðurstaða í málinu fengin. r svo kynnt öllum um- rétt fyrir starfsmanna- ins, sem haldinn var kl. IV. ti til alls framangreinds ráðherra að Ragnhildur æri best til þess fallin að tinu af fyrrgreindum þremur hæfustu umsækjendum og ákvað því að skipa hana til að gegna emb- ætti ráðuneytisstjóra. Réðu sérstaklega eftirfarandi sjónarmið úrslitum við ákvörðun um skipun hennar: Fjölþætt fagleg þekking og yfirsýn á málaflokkum ráðuneytisins og ýmsum verkefnum sem standa yfir og mun verða framhaldið á næstunni. Má þar sérstak- lega nefna húsnæðismál og vinnumark- aðsmál, sem verið hafa meðal fyrirferð- armestu málaflokka ráðuneytisins á undanförnum misserum og munu verða áfram á næstu árum. Þá má nefna hags- munagæslu fyrir sveitarfélögin á Evr- ópuvettvangi og ýmis félagsmál, þ.á m. málefni fatlaðra. Hefur sú yfirsýn ekki síst skapast við störf hennar í sendiráði Íslands í Brussel undanfarin tvö ár. Einnig hefur hún mikla þekkingu á ýms- um málaflokkum er tengjast verksviði félagsmálaráðuneytisins, svo sem varð- andi málefni öryrkja og lífeyristrygging- ar, vegna starfa sinna hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hún hefur einnig reynslu af löggjafarstarfi frá starfi sínu á nefndasviði Alþingis og hef- ur starfað að barnaverndarmálum. Nefndarseta hennar og símenntun und- anfarin ár tengist í flestum tilvikum beint verkefnasviði ráðuneytisins. Reynsla hennar á alþjóðlegum vettvangi í starfi hennar í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu tengist einnig beint starfssviði félagsmálaráðuneytis- ins, hvort heldur er úr Norðurlandasam- starfi, samstarfi á sviði Evrópuráðsins eða innan stofnana SÞ. Fjölþætt starfsreynsla, meðal annars á sviði stjórnunar og samskipta, sem mun nýtast henni vel í starfi ráðuneyt- isstjóra. Hefur hún tileinkað sér stjórn- unaraðferðir sem falla vel að núverandi skipulagi ráðuneytisins og byggjast á víðtæku samráði innan skrifstofa og milli þeirra og trausti á sérfræðingum til að ljúka úrlausn mála. Þá á hún auðvelt með að fela öðrum úrlausn verkefna, er úr- ræðagóð, iðin og með mikið jafnaðargeð. Hún var formaður Lögfræðingafélags Íslands um árabil og hefur þannig verið treyst til forystustarfa af stéttarsystk- inum sínum. Traust stjórnunarreynsla sem skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, sem er með stærri ráðuneytum Stjórnarráðsins. Þar var Ragnhildur hægri hönd ráðuneytisstjóra og leysti hann meðal annars stundum af í fjarveru hans. Á verksviði hennar var meðal annars yfirumsjón rekstrar, starfsmannamála og fjármála, en ráðu- neytið fer með nærri helming ríkisút- gjalda. Hún hafði því mannaforráð og kom m.a. að stórum verkefnum varðandi breytingar á skipulagi undirstofnana. Hún þekkir því vel til verklags í sam- skiptum ráðuneytis við undirstofnanir. Góð meðmæli og umsagnir sem styðja ofangreint og kom þar jafnframt fram að Ragnhildur hafi góða leiðtogahæfileika, sýni almennt mikinn dugnað og kraft og efli starfsanda með jákvæðu viðmóti og hvatningu. Stjórnunarstíll hennar er tal- inn jákvæður og uppbyggilegur og þess getið að henni væri lagið að leiðbeina fólki með jákvæðum hætti, þrátt fyrir að hún hafi líka sýnt getu til að taka af skar- ið í erfiðum málum. Góð frammistaða í starfsviðtali þar sem yfirsýn á öllum málaflokkum ráðu- neytisins kom skýrt fram, framtíðarsýn og hugmyndir að endurbótum á innra skipulagi. Hún sýndi eldmóð og skýra löngun til að takast starfið á hendur og rökstuddi vel að hún væri tilbúin og hæf til að axla þá ábyrgð sem embættinu fylgir. Góður skilningur á þeirri stjórnsýslu- legu ábyrgð og hlutverki sem ráðuneyt- isstjóri hefur með höndum. Þessu til viðbótar skal það nefnt að Ragnhildur treysti sér til að taka við embætti frá því tímamarki sem greint var í auglýsingu og mat ráðherra var að hún myndi verða fljót að tileinka sér það hlutverk sem ráðuneytisstjóri hefur með höndum ekki síst vegna reynslu sinnar af störfum fyrir ráðuneytið. Þannig yrði fljótt tryggð nauðsynleg festa í starfsemi ráðuneytisins. V. Að öllu framanröktu virtu og að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í við- tali og umsagna meðmælenda var það sem fyrr segir niðurstaða ráðherra að Ragnhildur Arnljótsdóttir væri hæfust þriggja mjög hæfra umsækjenda til að gegna embætti ráðuneytisstjóra félags- málaráðuneytisins. Sérsvið Ragnhildar í laganámi og áherslur hennar í símennt- un eru á sviðum sem falla mjög vel að starfssviðum ráðuneytisins. Ragnhildur hefur víðtæka starfsreynslu og trausta stjórnunarreynslu, m.a. sem hægri hönd ráðuneytisstjóra í einu stærsta ráðuneyti Stjórnarráðsins. Ráðherra telur tíma- lengd stjórnunarreynslu ekki skipta höf- uðmáli þegar fyrir liggur víðtæk og far- sæl stjórnunarreynsla Ragnhildar í mjög stóru og viðamiklu ráðuneyti, auk reynslu af stjórnun á öðrum vettvangi. Stjórnunarstíll hennar hentar að áliti ráðherra afar vel í félagsmálaráðu- neytinu og fellur vel að því starfsum- hverfi sem þar hefur verið skapað. Ragn- hildur hefur mikilvæga reynslu af störfum á Evrópuvettvangi á fagsviði ráðuneytisins og sú þekking sem hún hefur aflað sér í þeim störfum hefur beina tilvísun til málaflokka ráðuneytis- ins og nýtist beint í mikilvægustu verk- efnum þess í nánustu framtíð. Ragnhild- ur hefur að auki reynslu af faglegri yfirstjórn málaflokks í stóru ráðuneyti. Frammistaða hennar í áðurgreindum viðtölum og þær hugmyndir sem hún setti þar fram um starf ráðuneytisstjóra og skipulag ráðuneytisins höfðu einnig mikið að segja. Þar kom fram brennandi áhugi á starfinu, metnaðarfullar hug- myndir um framtíðarþróun ráðuneytis- ins ásamt ríkum skilningi á því hvað í starfinu fælist. Því var það niðurstaða ráðherra að Ragnhildur væri best til þess fallin að takast á hendur embætti ráðuneytisstjóra á þessum tímapunkti.“ arreynslu skiptir ekki n er víðtæk og farsæl Ragnhildur Arnljótsdóttir Helga Jónsdóttir sem sendiráð Íslands í Brussel er til húsa. Í rökstuðningi félags- egir að Ragnhildur Arnljótsdóttir hafi þar öðlast yfirsýn og þekk- aflokkum, sem heyra undir ráðuneytið. E f þetta eru loftslagsbreyt- ingar, þá vil ég meira svona!“ sagði vinur minn glaðhlakkalegur þegar hvert hitametið af öðru féll í ágústmánuði og Íslendingar nutu sum- arblíðunnar fram í fingurgóma. Hvort gróðurhúsaáhrif ollu hitabylgjunni ís- lensku skal ósagt látið. Hins vegar liggja órækar vísindalegar sannanir fyrir um hlýnun lofthjúpsins og nýjustu rann- sóknir gefa ekki tilefni til þess að láta loftslagsbreytingar af mannavöldum sér í léttu rúmi liggja. Niðurstöður nýrra rannsókna um áhrif loftslagsbreytinga á norðurheimskauti jarðar sýna, svo ekki verður um villst, að hlýnun lofthjúpsins yfir norðurskautinu er bæði meiri og hraðari en annars stað- ar á jörðinni. Enn fremur gefa loftslags- breytingar á norðurskautssvæðinu vís- bendingu um það sem getur gerst annars staðar á næstu árhundruðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin hefur verið að tilhlutan Norðurskautsráðsins en hún verður gefin út í haust. Stór hóp- ur vísindamanna, undir forystu dr. Ro- berts Corell, hefur sl. 4 ár unnið að efnis- öflun og rannsóknum um allt norðurskautssvæðið en skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar. Mest hlýnun við norðurheimskautið Helstu niðurstöður Corells og félaga voru kynntar á fundi Norðurskautsráðs- ins í Nuuk á Grænlandi nýverið. Í ljósi þeirra hefði fundarstaðurinn varla getað hæft efninu betur. Rannsóknirnar sýna að hlýnun á norðurskautinu er bæði hraðari og meiri en áður hefur verið sýnt fram á. Að meðaltali er hlýnunin á norð- urskautinu tvisvar til þrisvar sinnum hraðari en annars staðar á jörðinni. En meðaltöl geta blekkt. Það vekur sérstaka athygli vísindamannanna að sums staðar á norðurskautinu valda gróðurhúsaáhrif- in fimm til tíu sinnum meiri hlýnun en annars staðar sem þýðir að ákveðin svæði verða mjög illa úti. Ef spár ganga eftir mun það hafa geig- vænleg áhrif, ekki aðeins á veðurfar, mannlíf og dýralíf á norðurheimskauts- svæðinu, heldur um allan heim. Bráðnun jökla mun hækka yfirborð sjávar með til- heyrandi eyðileggingu mannvirkja og byggðar. Spurningin er bara hversu mik- ið. Hlýnunin kippir grundvellinum undan lífsviðurværi frumbyggja, Inúíta og Sama, en búast má við að selveiði á ís verði æ erfiðari, auk þess sem búsvæði hreindýra og hvítabjarna eru í hættu. Hækkun sjávarborðs og bráðnun íssins getur valdið jarðvegseyðingu á strand- lengjum þar sem áður var ís og sífreri í jörðu. Eftir því sem sífrerinn hopar verð- ur erfiðara að ferðast um landsvæði þar sem samgöngur og aðrir innviðir byggj- ast bókstaflega á freðinni jörð. Hækkun yfirborðs sjávar Hér er ekki svigrúm til þess að fara ít- arlega yfir spár vísindamannanna. Þó skulu nefnd áhrif loftslagsbreytinga á sjávarstrauma sem gætu breyst og þar með kippt grundvellinum undan fiskveið- um víða um heim. Það á líka við á Íslandi. Á jákvæðari nótum má nefna að nýjar siglingaleiðir gætu opnast um Norður- íshaf, þ.e.a.s. leiðir sem væru færar án ís- brjóta. Það gefur óneitanlega möguleika á nýjum skipaflutningaleiðum á milli heimsálfa, sem eru mun styttri en að sigla um Súez- eða Panamaskurðinn, en um leið þarf að útkljá margvíslegar deil- ur um réttindi á og í hafinu á þessum slóðum og sjá til þess að siglingar spilli ekki viðkvæmu umhverfi. Robert Corell greindi m.a. frá því að við upphaf rannsóknarinnar hefðu menn ekki gert ráð fyrir mikilli bráðnun Græn- landsjökuls. Nýjustu rannsóknarniður- stöðurnar benda hins vegar til þess að hlýnunin geti orðið svo mikil að Græn- landsjökull bráðnaði á 250 til 400 árum. Ef svo færi að jökullinn hyrfi þá myndi yfirborð sjávar hækka samtals um sjö metra! Eða u.þ.b. einn metra á hverjum 50 árum. Í stuttu máli sagt yrði jörðin þá ekki eins og við þekkjum hana í dag. Vitnisburður frumbyggja Inúítar á Grænlandi, í Kanada, Alaska og Rússlandi, og Samar á Norðurlönd- unum hafa tekið þátt í upplýsingaöflun vegna skýrslunnar um loftslagsbreyting- ar á norðurslóðum. Frumbyggjarnir eru ómyrkir í máli um áhrif hlýnunarinnar á samfélög þeirra og veiðilend- ur. Árþúsundum saman hafa um 30 frumbyggjaþjóðir á þessu slóðum lifað á og við ís- inn og nýtt auðlindir norð- ursins án þess að ganga á þær. Vitnisburður þeirra um breytingarnar sem orðið hafa í veðurfari, á landslagi og í dýralífi, er sláandi. Einn og sér segir hann sögu af gífurlegum breytingum á síðastliðnum 10–20 árum og nú renna niðurstöður vísindarannsóknanna stoð- um undir frásagnir og reynslu frum- byggjanna. Robert Corell vitnaði í gamlan mann í Rússlandi sem sagði við vísindamennina: „Nú til dags tekur snjóinn upp snemma á vorin. Vötn, ár og mýrar leggur mun seinna á haustin. Það er erfiðara að reka hreindýrahjarðirnar vegna þess að ísinn er þunnur og getur gefið sig ... Nú rignir að vetri til. Það hefur aldrei gerst áður. Árstíðirnar eru breyttar og áhrifin eru neikvæð fyrir menn og dýr.“ Engin ástæða til uppgjafar Einhver gæti haldið að við þessari ógn- vænlegu framtíðarsýn væri lítið að gera annað en að bíða þess sem verða vill. Svo er þó alls ekki. Áhrif losunar gróðurhúsa- lofttegunda af mannavöldum á loftslags- breytingar hafa verið sönnuð af færustu vísindamönnum sem uppi eru. Fyrst er að nefna starf Sameinuðu þjóðanna innan ramma loftslagssamningsins svokallaða (UN Framework Convention on Climate Change, UNFCCC) frá Ríó og Kyoto- bókun hans. Og nú er heimsbyggðin að fá í hendur glænýjar niðurstöður rann- sókna um loftslagsbreytingar á norður- slóðum. Lausnirnar eru margþættar og ólíkar eftir aðstæðum í hverju landi. Fyrsta skrefið er þó án nokkurs vafa að endur- lífga Kyoto-ferlið en það veltur á því að Rússar staðfesti bókunina svo að hún geti tekið gildi. Í annan stað er um allan heim unnið að þróun orkunýtingar og nýrra orkugjafa sem gefa von um að jarðefnaeldsneyti þurfi ekki að vera grundvöllur hagvaxtar um ókomna fram- tíð. Í þriðja lagi hafa stjórnvöld verk að vinna heima fyrir. Þróun endurnýjan- legra orkugjafa, sparnaður og betri nýt- ing eru lykilatriði fyrir allar þjóðir, bæði ríkar og fátækar. Það er í raun aðeins eitt sem ekki má gerast: Að gefast upp fyrir viðfangsefninu. Ef Grænlands- jökull bráðnar … Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur ’ Hlýnun lofthjúpsins yfir norð-urskautinu er bæði meiri og hrað- ari en annars staðar á jörðinni og gefur vísbendingar um loftslags- breytingar næstu alda. ‘ AP Photo/ National Geographic Society Þverskurðarmynd af Norður-Íshafinu. Örvarnar tákna hafstrauma. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og fulltrúi á þingmannaráðstefnu Norð- urskautsráðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.