Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN ár og áratugi hefur vaxið auðug flóra tónlistar- skóla um allt land. Sumir bjóða al- menna tónlistarmenntun, en aðrir sérhæfa sig í ákveð- inni tegund tónlistar eða hljóðfæra. Í flest- um sveitarfélögum er hægt að fá grunn- menntun á algengustu hljóðfærin, en eftir því sem menntunin verður sérhæfðari og nemandinn er lengra kominn, fækkar kost- unum. Skólar á borð við Söngskólann í Reykjavík og FÍH veita sérhæfða menntun á framhalds- og háskólastigi sem fæst ekki í öðrum sveitarfélögum. Þangað hafa nemendur, víðs vegar af land- inu, sótt nám sitt allt frá stofnun skólanna. Nú er þó svo komið að einungis Reykvíkingar geta verið öruggir um að fá að stunda þar tónlistarnám þegar komið er á framhaldsstig. Samkvæmt lögum um fjárhags- legan stuðning við tónlistarskóla eiga sveitarfélög að greiða kennslukostnað tónlistarskóla. Lengi vel greiddi Reykjavíkurborg kennslukostnað allra nemenda í viðurkenndum tónlistarskólum sem störfuðu í Reykjavík. Haustið 2003 ákvað borgin hins vegar að hætta að styrkja þá nemendur sem ekki búa í Reykjavík, og skyldi nú hvert sveitarfélag styrkja sína nemendur. Sveitarfélögin brugðust ekkert sérstaklega vel við þessum skyndilegu aukaútgjöldum, en samþykktu þó að greiða fyrir nám á grunn- og miðstigum. Tónlistarnám skiptist, sam- kvæmt námskrá, í grunnstig, mið- stig, framhaldsstig og háskólastig. Framhaldsstig og háskólastig vilja sveitarfélögin meina að ríkið eigi að styrkja, enda sjái það um rekst- ur framhaldsskóla og háskóla. Rík- ið, hins vegar, styrkir eingöngu háskólastig tónlistarskólanna. Framhaldsstigin falla þar í póli- tíska glufu, og nemendurnir eru vandalausir, þurfi þeir að sækja nám sitt á milli sveitarfélaga. Hvert sveitarfélag vill láta nægja að greiða fyrir sína eigin tónlistarskóla. Söngskólinn í Reykjavík hefur starf- að í yfir 30 ár, og býr því yfir áratuga reynslu í menntun söngvara. Þar starfa tugir færra kennara, sem margir hverjir hafa átt mikilvægan þátt í uppbyggingu óperumenningar í landinu. Frá náttúrunnar hendi eru engar tvær raddir eins, og því hentar sami kennarinn alls ekki öllum nemendum. Því er mikilvægt að geta valið sér kennara eftir þörfum síns hljóðfæris, og stund- um þurfa nemendur að skipta um kennara eftir því sem röddin þroskast. Hvergi á landinu er jafn auðugur brunnur hæfileikaríkra og reynslumikilla kennara og í Söngskólanum í Reykjavík, enda er skólinn þekkt- ur út fyrir landsteinana fyrir vel- gengni nemenda sinna, sem ár eft- ir ár ljúka samræmdum alþjóðlegum prófum með afburða- einkunnir. Í FÍH voru það margir helstu brautryðjendur djasstónlistarinnar á Íslandi sem af hugsjón sinni byggðu upp metnaðarfullt og sér- hæft nám. Þessir tveir skólar eru eingöngu dæmi um menntun sem eingöngu er hægt að sækja til Reykjavíkur. Þó svo hægt væri að bjóða upp á sambærilega menntun í öðrum sveitarfélögum, þá væri það ákaf- lega óhagkvæmt. Nemendur í hverri grein eru of fáir, og kostn- aður við námsbrautirnar of mikill. Eftirspurnin stæði einfaldlega ekki undir slíku framboði. Fyrir ári síðan reyndu sveit- arfélögin að fá ríkið til að greiða fyrir framhaldsstigin, en sam- þykktu þó að greiða námið á með- an ríkið afgreiddi málið. Síðan hef- ur málið farið einhverja hringi í kerfinu, og er nú aftur komið á sama reit og þá. Mánudaginn 6. september hitt- ast Samtök sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu á fundi þar sem meðal annars verður reynt að ákveða hvort styrkja eigi nem- endur til tónlistarnáms á fram- haldsstigi á milli sveitarfélaga. Ef sveitarfélögin ákveða að neita að styrkja námið, eiga nemendurnir tvo kosti: Að hætta við námið sem þeir hafa lagt svo mörg ár og mikla vinnu í, eða að flytja sig og sína frá bæjarfélaginu sem þeir búa í og ólust ef til vill upp í. En hvaða ákvörðun sem sveit- arfélögin taka á þessum fundi er ljóst að hún verður eingöngu til bráðabirgða. Hún verður ekki lausn á deilunni. Ríkið og sveit- arfélögin verða að setjast niður saman og komast að niðurstöðu sem tryggir tónlistarnemum áframhaldandi nám á sitt hljóðfæri án tillits til heimilisfangs. Annað væru hreinir átthagafjötrar. Hvernig þætti framhalds- skólanemum úr Kópavogi að eiga eingöngu aðgang að MK? Að geta ekki sótt sérhæft nám sem finnst í skólum eins og Iðnskólanum í Reykjavík, Verslunarskóla Íslands og Fjölbraut í Breiðholti? Slíkt þætti algjörlega óásættanlegt við upphaf 21. aldar, þegar litið er á jafnrétti til náms sem sjálfsögð mannréttindi á Íslandi. Eiga þá slíkir fjötrar virkilega að fá að binda tónlistarnema? Átthagafjötrar tónlistarnema Dagbjört Jónsdóttir fjallar um tónlistarnám ’En hvaða ákvörðunsem sveitarfélögin taka á þessum fundi er ljóst að hún verður eingöngu til bráðabirgða. ‘ Dagbjört Jónsdóttir Höfundur er tónlistarnemi. HAUSTIÐ gengur í garð. Skólar taka til starfa eftir frábært sumar. Fjöldi nema sem unnið hafa við umönnun aldraðra hefja nám á ný. Í Morgunblaðinu 29. febrúar 2004 var sagt frá niðurstöðum rannsóknar Vinnueft- irlits ríkisins sem gerð var meðal starfs- manna í öldrunarþjón- ustu. Kristinn Tóm- asson yfirlæknir segir að niðurstöður sýni að starf í öldrunarþjón- ustu sé „bæði slítandi og þögult starf sem ekki sé mikið fjallað um“. Þjónusta og umönnun aldraðra er líka gefandi, lærdómsrík og afar mikilvæg. Hún er í raun trún- aðarstarf og starfsmenn eiga mikla þökk skilið, meiri virðingu og betri kjör. Á 9. áratug síðustu aldar sagði Sigurveig Sigurðardóttir, fé- lagsráðgjafi og lektor, eitt sinn við mig: „Hér á öldrunarlækningadeild Landspítalans við Hátún hafa þeir Þór Halldórsson yfirlæknir og Ár- sæll Jónsson læknir unnið frábært brautryðjendastarf. Þeim er ljóst að öll störf í öldrunarþjónustu skipta máli, ekki síst þeirra sem eru í nánum tengslum daglangt við hina sjúku.“ Jóna Eggertsdóttir, yfirfélagsráðgjafi á öldrunarsviði Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss á Landa- koti, sem unnið hefur um árabil í öldr- unarþjónustu, sagði eitt sinn við mig: „Sjúkraliðar og ófag- lærðir starfsmenn sem inna af hendi þýðing- armikið starf, oft mjög erfitt og lýjandi, með lág laun að auki þarfn- ast aukins stuðnings, þakklætis og mikillar virðingar.“ Nefndir starfsmenn öldr- unarþjónustu eru oftast í hvað nán- ustum tengslum og snertingu við hina öldruðu sjúku. Líði sjúkling- um illa heyra þessir starfsmenn það fyrstir af öllum. Verði þeir fyr- ir áfalli eru það oft þessir starfs- menn sem heyra fyrstir um sorg þeirra og hjartasár. Starfsmenn í öldrunarþjónustu hljóta miklar þakkir fyrir þeirra þýðingarmikla starf. Starf þeirra og þjónusta þarf sífellt að vera í brennidepli. Með fjölgun aldraðra og hækkandi aldri þurfum við fleira gott fólk með skarpa sýn á framtíðina og háleitar hugsjónir. Sjúkraliðafélagið, Efling stétt- arfélag og fleiri aðilar hafa á und- anförnum árum unnið sleitulaust að málefnum starfsmanna í öldr- unarþjónustu, boðið upp á menntun og endurmenntun, og komið á fót félagsliðabraut í fjölbrautarkerfi skólanna. Enn á ný er auglýst eftir starfs- mönnum í öldrunarþjónustu, þol- inmóðum, skilningsríkum starfs- mönnum með gott hjartalag. Starf þeirra er ómetanlegt. Það er of lítið fjallað um störf þeirra. Aldraðir þurfa svo sannarlega á þeim að halda. Þökk sé þeim sem annast aldraða Þórir S. Guðbergsson fjallar um málefni aldraðra ’Enn á ný er auglýsteftir starfsmönnum í öldrunarþjónustu, þol- inmóðum, skilnings- ríkum starfsmönnum með gott hjartalag.‘ Þórir S. Guðbergsson Höfundur er félagsráðgjafi og kennari. UNDANFARNA áratugi hafa byggðamál mikið verið rædd hér- lendis. Stjórnmálamenn hafa lýst gildi þess að halda landinu í byggð og verulegum fjár- munum af almannafé hefur verið varið til verkefna sem eyrna- merkt hafa verið þessum málaflokki. Eigi að síður hefur allan þennan tíma verið stöðugur fólks- flótti af landsbyggð- inni til þéttbýlisins á suðvesturhorni lands- ins og er nú svo kom- ið tæplega 2⁄3 lands- manna búa á höfuðborgarsvæðinu. Hvað hefur brugðist í byggðastefnunni? Hvers vegna flytur fólkið? Er hér um óæskilega þróun að ræða sem sporna ber gegn eða eru þetta eðlilegar samfélags- breytingar sem ekki verða stöðvaðar? Á að slá skjaldborg um val- in svæði eins og Eyja- fjarðarsvæðið og Mið- Austurland en láta önnur eiga sig? Eru svæði eins og Vest- firðir dæmd til að fara í eyði? Þessum spurn- ingum stöndum við frammi fyrir sem þjóð og þurfum að svara. Vaxtarbroddar í nútímasamfélagi Í sumar var haldin hátíðin „Berum höfuðið hátt“ á Ísafirði sem vest- firsk ungmenni stóðu fyrir með glæsibrag. Einkenni þessarar metnaðarfullu hátíðar var frjó um- ræða um menningu, nýsköpun, rannsóknir og menntamál. Með bjartsýni og jákvæðni horfir unga fólkið á Vestfjörðum til þeirra þátta sem munu ráða lífskjörum okkar Íslendinga til framtíðar. Það er ljóst að störfum í frum- framleiðslu, s.s. landbúnaði og sjáv- arútvegi, mun fækka á komandi ár- um. Ekkert fær breytt þeirri þróun sem knúin er áfram af tækni- framförum og kröfu um aukna hag- kvæmni. Allt of lengi höfum við trú- að því að náttúruauðlindir okkar muni endalaust geta staðið undir aukinni velferð, meiri hagsæld og fleiri störfum. Það er ekki svo. Auð- legð þjóða fer ekki eftir því hvort þær hafi yfir miklum eða litlum náttúruauðlindum að ráða. Nútíma- samfélagið byggir á þeirri auðlind sem er mikilvægari öllum öðrum en það er mannauðurinn. Hugvit og þekking fólksins sem landið byggir mun ráða kjörum okkar í framtíð- inni. Atvinnulíf okkar mun þannig á næstu árum í sífellt vaxandi mæli byggjast á þekkingarstarfsemi og þjónustu. Þar munu ný störf verða til og þar mun mesta verðmæta- sköpunin verða. Efnahagslega byggja hins vegar tvær þjóðir þetta land. Höfuðborgarbúar annars veg- ar þar sem þrífst fjölbreytt at- vinnulíf þekkingarsamfélagsins og síðan landsbyggðin sem byggir sína tilveru fyrst og fremst á frumfram- leiðslu. Að óbreyttu mun at- vinnuþróun næstu ára því styrkja enn stöðu borgarsamfélagsins á suðvesturhorninu og um leið þrengja meira að hinum dreifðu byggðum landsins. Áhrif borgríkisins Reykjavíkursvæðið hefur síðast- liðna öld þróast sem kraftmikil og framsækin höfuðborg landsins. Nú er svo komið að staða höfuðborg- arsvæðisins er orðin svo afgerandi að öll önnur byggðarlög standa höllum fæti í varnarbaráttu sem víða virðist harla vonlítil. Í Reykjavík er miðstöð opinberr- ar stjórnsýslu. Þar eru flest stærri fyrirtækin staðsett, þar er miðstöð fjármála og viðskipta og þá er höf- uðborgin í þriðja lagi menntunarleg miðstöð landsins. Þar eru flest- ir framhaldsskólanna og þar eru háskólarnir nær allir. Þetta eru vaxt- arbroddar nútíma- samfélagsins. Þar sem þekkingin og þjónustan eru, þangað leitar fjár- magnið og fólkið: Frá landsbyggðinni til suð- vesturhornsins. Upp- bygging svæðisbundins stóriðnaðar er góðra gjalda verð, en mun ekki til langframa vinna gegn þessari þróun eða verða dreif- býli landsins til bjarg- ar. Upplýsinga- samfélagið Í samfélagi nútímans liggja hins vegar mikil sóknarfæri fyrir landið allt. Upplýsingabylt- ingin hefur skapað þá stöðu að aðgengi að upplýsingum er nú nánast hið sama hvar sem er, óháð stað eða stund. Bifröst í Borg- arfirði hefur sama að- gengið að upplýsingasamfélaginu og Shanghæ eða París. Aukið að- gengi að upplýsingum hefur skapað þær forsendur sem þarf til að byggja upp háskóla í Norðurárdal, á Hólum, og á Akureyri. Á þessum stöðum er nú unnið metnaðarfullt skólastarf sem skapar fjölda nýrra starfa á landsbyggðinni með bein- um eða óbeinum hætti. Á sama hátt nýta nú alþjóðleg fyrirtæki upplýsingatæknina til að dreifa stjórnsýslu sinni, framleiðslu og þjónustu frá Evrópu og sér- staklega Bandaríkjunum til landa eins og Indlands og Kína þar sem vinnuafl er ódýrara. Ný tækni skapar þannig forsendur sem gera kleift að sinna þörfum viðskiptavina Microsoft í Bandaríkjunum fyrir tölvuþjónustu og tækniráðgjöf frá Indlandi. Hérlendis er opinber stjórnsýsla hins vegar aðallega bundin við póstnúmer 101 og engar sýnilegar horfur á breytingum þar á! Breytta byggðastefnu Raunhæf nútímaleg byggðastefna þarf að nýta þau tækifæri sem þekkingarsamfélagið skapar. Við þurfum að hætta að tala um sköpun starfa í stjórnsýslu og opinberri þjónustu um landið allt og fram- kvæma slíkt þess í stað. Við þurfum að setja aukinn kraft í uppbyggingu menntunar og rannsókna á lands- byggðinni. Við þurfum að horfa til þess að nýta kosti upplýsinga- samfélagsins til framtíðarvaxtar og bættra lífsgæða fyrir alla þegna í þessu landi, hvar sem þeir búa. Áframhaldandi uppbygging sam- félags okkar sem borgríkis er kostnaðarsöm þróun sem hægt er að snúa við með þeim möguleikum sem tækniþróun nútímans hefur skapað. Áframhaldandi fólksfækkun mun skerða lífsgæði og efnahags- lega stöðu þeirra sem á lands- byggðinni búa en um leið leggja sí- fellt meiri fjárhagslegar álögur á höfuðborgarbúa til að halda uppi dreifbýlinu, samgöngum þar og lág- marksþjónustu. Slíkt er óþarfi. Nú er þörf á nýjum lausnum, nýrri hugsun og nýrri von. Land eða borgríki? Runólfur Ágústsson fjallar um vaxtarbrodda samfélagsins Runólfur Ágústsson ’Áframhaldandiuppbygging samfélags okkar sem borgríkis er kostnaðarsöm þróun sem hægt er að snúa við með þeim möguleikum sem tækniþróun nútímans hefur skapað. ‘ Höfundur er rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.