Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 35
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 35 Vetrarstarf í Bústaðakirkju NÚ breytist messutíminn í Bústaða- kirkju frá og með 12. september. Barnamessur verða klukkan 11.00 og almennar guðsþjónustur kl. 14.00. Þannig breytir starf kirkj- unnar um takt, þegar haustar, og fleiri liðir verða virkir í safn- aðarstarfinu. Það er hvetjandi að vita, að fólk bíður eftir starfinu og spyr gjarnan hvenær það hefjist. Kirkjan er sameiningartákn hverfisins og er opin öllum íbúum og eru sóknarbörnin hvött til þess að taka þátt í starfi hennar. Hér á eftir er minnt á nokkra þætti í starfi Bústaðakirkju. Barnamessur eru haldnar hvern sunnudag kl. 11:00. Hér er gott tækifæri fyrir alla fjölskylduna að eiga innihaldsríkar stundir saman í hópi með öðrum fjölskyldum. Almennar guðsþjónustur eru hvern helgan dag kl. 14:00. Kirkju- kór Bústaðakirku og organisti ann- ast tónlistarflutning og einsöngv- arar munu syngja. Að lokinni guðsþjónustu sunnu- daginn 12. verður fundur með for- eldrum fermingarbarna og þeim kynnt fermingarstarfið í vetur. Sjá nánar: www.kirkja.is Göngumessa Kvennakirkjunnar í miðbænum SUNNUDAGINN 12. september heldur Kvennakirkjan göngumessu þar sem gengið verður á milli torga í miðbænum. Messan hefst á Lækj- artorgi kl. 17 og þaðan verður gengið um Þingholtin og endað í Hljómskálagarðinum. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Haukur Páll Haraldsson óperusöngvari í Grafarvogskirkju HAUKUR Páll Haraldsson óp- erusöngvari syngur við guðsþjón- ustu í Grafarvogskirkju sunnudag- inn 12. sept. kl. 11. Haukur Páll er fæddur í Reykjavík, byrjaði að læra söng hjá Snæbjörgu Snæbjarn- ardóttur í Tónlistarskóla Garða- bæjar. Haukur Páll starfar nú í kór Ríkisóperunnar í München jafn- framt því að kenna söng í München. Grafarvogsdagurinn er í dag, laugardag. Fjölskylduútiguðsþjón- usta á planinu við Hjúkrunarheim- ilið Eir kl. 11:30. Prestar eru séra Vigfús Þór Árnason, séra Anna Sig- ríður Pálsdóttir og séra Lena Rós Matthíasdóttir. Lena Rós flytur hugleiðingu. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt unglingakór kirkj- unnar. Stjórnandi er Oddný J. Þor- steinsdóttir, organisti er Hörður Bragason. Kvöldmessa í Laugarnesi NÚ hefja þær göngu sína á nýju starfsári, kvöldmessurnar í Laug- arneskirkju. Það er djasskvartett Gunnars Gunnarssonar sem leikur og kór Laugarneskirkju sem leiðir safnaðarsönginn. Djasskvartettinn skipa þeir Gunnar Gunnarsson á pí- anó, Matthías MD Hemstock á trommur, Sigurður Flosason á saxó- fón og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Bjarni Karlsson sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sigurbirni Þorkelssyni framkvæmdastjóra. Messan hefst kl. 20:30 á sunnu- dagskvöldið en djassinn dunar strax frá því kl. 20. Að messu lokinni er svo boðið upp á fyrirbænir við alt- arið í umsjá bænahóps kirkjunnar en messukaffi er framreitt í safn- aðarheimilinu. Foreldramorgnar í Hveragerðiskirkju FORELDRAMORGNAR verða í Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju á þriðjudögum í vetur kl. 10:00– 11:30. Foreldramorgnar eru óform- legar samverur fyrir foreldra ung- barna. Foreldrar, einkum mæður, ungbarna eru oft frekar einangr- aðir heimavið því „Bundinn er sá/sú er barnsins gætir“ og eldri börn og makar eru utan heimilis góðan part úr deginum vegna skóla og vinnu. Fræðsludagskrá verður skipu- lögð í samráði við þátttakendur. Feður eru sérstaklega velkomnir. Sóknarprestur. Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði KVÖLDVAKA verður í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði annað kvöld kl. 20. Umfjöllunarefni kvöldvökunnar að þessu sinni er sorg og missir og mun Rósa Kristjánsdóttir flytja hugleiðingu um það efni en Rósa hefur starfað sem djákni á Lands- spítalanum um árabil. Þá verður fjallað um það hvernig sorg, missir og huggun kemur fram í sálmum og margvíslegri tónlist. Það er Örn Arnarson sem leiðir tónlist og söng ásamt hljómsveit og kór kirkjunnar. Boðið upp á kaffi í safnaðarheim- ilinu að lokinni kvöldvöku. Sunnudagaskólinn í Seljakirkju SUNNUDAGASKÓLI Seljakirkju er byrjaður og verður á hverjum sunnudegi í vetur kl. 11. Við ætlum að syngja saman, heyra biblíusögur, hitta Rebba ref og Gullu gæs auk þess sem allir fá nýjar kirkjubækur og límmyndir. Sjáumst hress í sunnudagaskólanum. Tólf sporin í Glerárkirkju Í VETUR verður boðið upp á 12 sporin – andlegt ferðalag í Gler- árkirkju. Fundirnir verða á mánu- dagskvöldum og er fyrsti kynn- ingafundurinn mánud. 13. sept. kl. 20. Opnir fundir verða næstu tvö mánudagskvöld þar á eftir en eftir það lokast hóparnir og ekki bætast fleiri við. Þátttaka er í boði kirkjunnar en kaupa þarf bókina sem við vinnum eftir og verður hún seld í kirkjunni. Tólf spora vinnan hentar öllum þeim sem í einlægni vilja dýpka sín- ar tilfinningar og öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu. Nánari upplýs- ingar: www.glerarkirkja.is. Fjölskylduhátið í Hafnarfjarðarkirkju EFNT verður til fjölskylduhátíðar sunnudagaskólanna í Hafnarfjarð- arkirkju sunnudaginn 12. sept- ember kl. 11. Sunnudagaskólabörn, bæði þau sem sækja sunnudagakóla kirkj- unnar í safnaðarheimilinu Strand- bergi og í Hvaleyrarskóla, munu þá sækja kirkju með fjölskyldum sín- um. Prestur er sr. Yrsa Þórð- ardóttir sem nú um stundir gegnir þjónustu við kirkjuna í starfsleyfi sr. Þórhalls Heimissonar. Hljóm- sveitin Gleðigjafar leikur en hana skipa leiðtogar sunnudagaskól- anna. Eftir helgihaldið í kirkjunni er boðið upp á góðgæti í Strand- bergi. Bílferð verður frá Hvaleyr- arskóla kl. 10.55 og til baka þangað eftir fjölskylduhátíðina. Ánægju- legt væri að sjá sem flesta foreldra með börnunum, systkini og einnig ömmur og afa. Allir eru að sjálf- sögðu velkomnir. Sunnudagaskólinn í Garðaprestakalli BESSASTAÐASÓKN. Sunnudaga- skólinn byrjar sunnudaginn 12. september kl. 11:00, í salnum í Álftanesskóla. Nýtt og skemmtilegt efni eins og alltaf og sömu frábæru leiðtogarnir, Ásgeir Páll, Kristjana og Sara. GARÐASÓKN. Sunnudagaskól- inn byrjar sunnudaginn 12. sept- ember kl. 11:00 við fjölskylduguðs- þjónustu í Vídalínskirkju. Nýtt og skemmtilegt efni eins og alltaf og sömu frábæru leiðtog- arnir, Erla, Hjördís, Rannveig og Ómar. Mætum vel og verum með frá upphafi. Prestarnir. Hausthátíð KFUM og KFUK HAUSTHÁTÍÐ KFUM og KFUK verður haldin sunnudaginn 12. sept- ember. Þetta verður uppskeruhátíð sumarstarfsins en um 2.500 börn og unglingar dvöldu í sumarbúðum fé- lagsins í sumar. Hátíðin markar einnig upphaf vetrarstarfs KFUM og KFUK. Heiðursgestur hátíð- arinnar verður herra Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands. Margt annað þekkt fólk kemur fram á há- tíðinni. Opið hús verður í leikskóla KFUM og KFUK þar sem boðið verður upp á málstofu um Börn og bænir. Í félagsheimilinu verða kynningarbásar þar sem hinar ýmsu starfsgreinar félagsins kynna starfsemi sína. Kaffihús verður op- ið. Sportfélagið Hvatur, íþrótta- félag KFUM og KFUK, býður upp á skákmót og knattspyrnumót. Úti- leiktæki verða á staðnum og boðið verður upp á andlitsmálningu. Tveggja hæða unglingarútan býður upp á bíltúr um nágrennið. Hátíðin endar með fjölskyldu- samkomu og grilli. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Opið hús í Kefas Í DAG, laugardaginn 11. sept- ember, verður kaffisala og fata- markaður frá kl. 14.00–17.30 í Frí- kirkjunni Kefas við Vatnsendaveg. Kaffi-, te- eða djússopi og vaffla með rjóma kr. 300. Ýmislegt annað góðgæti verður einnig á boðstólum og svo er líka gott tækifæri til að fá sér fatnað fyrir lítinn pening á fatamark- aðinum sem verður haldinn á sama tíma. Allur ágóði rennur til kaupa á myndvarpa fyrir barnastarfið í kirkjunni. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Fríkirkjan Kefas við Vatnsendaveg. Alfa-námskeið í Óháða söfnuðinum ÞRIÐJUDAGINN 14. september nk. kl. 19:00 verður kynningarkvöld á Alfanámskeiðinu í Óháða söfn- uðinum. Alfanámskeiðin byggjast upp á því, að farið verður í grund- vallaratriði kristinnar trúar, svo sem hvað er bæn, Biblían, hvernig starfar Heilagur Andi og til hvers dó Jesús? Níu næstu þriðjudagskvöld verð- ur farið í þessi grundvallaratriði ásamt öðrum á milli kl. 19:00 og 22:00. Hvert kvöld hefst með sam- eiginlegri máltíð sem stendur í 45 mínútur, þá útskýring og fræðsla í 30 mínútur, skipt upp í litla hópa, þar sem efni fræðslunnar er rætt og endað með bæn í kirkjunni. Kostar námskeiðið 5.000 kr., og fer til þess að greiða máltíðina, sem framreidd verður í upphafi hvers fræðslu- kvölds, og fræðslubókina. Alfa-námskeið BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg býður upp á þrjú Alfa-námskeið í haust: Alfa 1, Alfa 2 og Alfa á ensku. Námskeiðið á ensku er ætlað fólki sem ekki getur nýtt sér námskeið á íslensku, s.s. útlendingum búsettum á Íslandi, nýbúum eða erlendum stúdentum. Kynningarfundur fyrir þessi námskeið verður mánudaginn 13. september kl. 20:00 í húsi KFUM og K á Holtavegi 28 og síðan verður kennt á mánudögum kl. 19:00– 22:00. Skráning er í síma 588 8899 eða með tölvupósti á skrifstofa- @krist.is. Upplýsingar má finna á slóðinni: http://bibliuskoli.krist.is. Vetrarstarfið í Lágafellssókn N.k. sunnudag verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Sókn- arpresturinn, sr. Jón Þorsteinsson flytur predikun dagsins. Sr. Ragn- heiður Jónsdóttir, prestur safnaðar- ins, þjónar fyrir altari en Þórdís Ás- geirsdóttir, djákni les ritningarlestra. Kirkjukór Lága- fellssóknar leiðir safnaðarsönginn við stjórn og undirleik organistans Jónasar Þóris. Með þessari guðs- þjónustu hefst formlega vetr- arstarfið í Lágafellssókn og eru sóknarbörn hvött til góðrar þátt- töku, sérstaklega fermingarbörn og foreldrar þeirra. Þennan dag hefst sunnudagaskól- inn í safnaðarheimilinu kl. 13.00 Það starf verður sem fyrr í stjórn Hreiðars Arnar Stefánssonar en Jónas Þórir er við píanóið. Hreiðar Örn og eiginkona hans Sólveig Ragnarsdóttir sjá einnig um 10 til 12 ára starfið og æskulýðsfélagið en fundir þessara hópa verða á fimmtudögum kl. 16.30 og kl. 20. Þórdís Ásgeirsdóttir djákni sér um starf kirkjukrakka. Hún stýrir einn- ig heimsóknarþjónustu sjálf- boðaliða og hefur með höndum bænastundir í Lágafellskirkju á mánudögum kl. 19.45. For- eldramorgnar verða í safn- aðarheimilinu í vetur á mánudögum kl. 10.00 – 12.00. þar stýrir Arndís Bernharðsdóttir Linn, guð- fræðinemi starfinu ásamt Þuríði Hjaltadóttur. Sóknarnefnd, prestar og starfs- fólk Lágafellssóknar. Neskirkja MESSA og húsblessun kl. 11. Bisk- up Íslands, herra Karl Sigurbjörns- son, prédikar og blessar hið nýja safnaðarheimili kirkjunnar. Kór Neskirkju syngur og verður opin söngæfing fyrir almenning frá kl. 10. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Prestar: sr. Örn Bárður Jóns- son og dr. Sigurður Árni Þórð- arson. Ritningarlestra annast sr. Frank M. Halldórsson, Erla Guðrún Arnmundardóttir og Guðmunda Inga Gunnarsdóttir. Krossberi verður Rúnar Reynisson og með- hjálpari Gísli Árnason. Formaður sóknarnefndar, dr. Guðmundur K. Magnússon og varaformaður, frú Hanna Johannessen aðstoða við út- deilingu altarissakramentis. Að húsblessun lokinni verða flutt stutt ávörp, bornar fram léttar veit- ingar og húsið sýnt. Með nýju safnaðarheimili batnar starfsaðstaða safnaðarins til mikilla muna. Þar verður opnað kaffihús kl. 15 þennan dag og síðar bætist þar við lítil bókabúð með trúarlegu efni og aðstaða fyrir fólk að fara á veraldarvefinn. Kaffihúsið verður opið framvegis kl. 11-18 virka daga en kl. 10-14 á sunnudögum. Morgunblaðið/Arnaldur HalldórssonBústaðakirkja LANGHOLTSVEGUR 200 Til sýnis í dag á milli kl: 12:00 og 17:00 björt og sérstaklega rúmgóð og vel skipulögð 3ja herbergja 90,8 fm íbúð með sérinngangi í góðum kjallara sunnarlega á Langholtsveginum. Gott hús og fallegur ræktaður garður. Verð 12,3 millj. Í kjölfar vaxtalækkana hefur sala eigna aukist verulega. Okkur vantar eignir fyrir trausta og örugga kaupendur. Í mörgum tilfellum er boðið upp á staðgreiðslu eða langanafhendingartíma: • Einbýli/parhús/raðhús í Hafnarfirði. Höfum kaupendur að bæði litlum hús- um í gamla bænum og glæsivillum í nýrri hverfum. • Einbýli/parhús/raðhús í Vesturbænum og Seltjarnarnesi. Verðbil 30-100 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Fossvogi og smáíbúðarhverfi. Verðbil 20-60 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Breiðholti. Verðbil 20-40 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Árbæjarhverfi. Verðbil 25-70 millj. • Hæðum í hlíðunum, Laugarneshverfi og Vesturborginni. • 2ja, 3ja og 4ra herb. í Árbæjarhverfi. • 2ja, 3ja og 4ra herb. fyrir opinberan aðila. Langur afhendingartími getur verið í boði. • Einbýli/parhús/raðhús í Fossvogi og smáíbúðarhverfi. Verðbil 20-60 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Grafarvogi og Grafarholti. Verðbil 25-50 millj. HAFIÐ SAMBAND OG VIÐ SKOÐUM SAMDÆGURS. VERÐLEGGJUM EIGNIR YKKUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 VANTAR EIGNIR Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.