Morgunblaðið - 11.09.2004, Side 36

Morgunblaðið - 11.09.2004, Side 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Soffía Þorkels-dóttir fæddist á Seyðisfirði 5. júlí 1931. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut að morgni 1. september síðastliðins. Foreldr- ar hennar voru Þor- kell Björnsson frá Seyðisfirði, f. 24.6. 1894, d. 9.8. 1974, og Þóra Margrét Þórð- ardóttir frá Gauks- stöðum á Jökuldal, f. 21.6. 1900, d. 4.5. 1990. Hálfsystur Soffíu eru Anna Margrét Þorkelsdóttir, húsfreyja á Brekku í Mjóafirði, f. 15.2. 1914, gift Vilhjálmi Hjálmarssyni, fv. al- þingismanni og ráðherra, Ingunn Einarsdóttir, f. 7.9. 1914, gift Páli Gíslasyni á Aðalbóli, d. 1981, og Kristín María Þorkelsdóttir, f. 2.6. 1918, d. 1.6. 1985, gift Sigurbirni Péturssyni á Hafursá, d. 1978. Al- systkini Soffíu eru Þórný, f. 4.9. 1920, d. 31.3. 1961, gift Áskeli Ein- arssyni, fv. bæjarstjóra á Húsavík, Margrét, f. 16.7. 1921, d. 19.9. 1935, Anna Birna, húsfreyja í Reykjavík, f. 3.12. 1923, gift Geir Sigurðssyni pípulagningamanni, Þórdís, f. 1.4. 1926, d. 22.1. 1927, Ingólfur, fv. skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, f. 23.1. 1925, kvæntur Rannveigu Jónsdóttur, fv. fram- haldsskólakennara, og Þórður verkamaður í Reykjavík, f. 2.1. 1929, d. 21.3. 2004, kvæntur Guð- 1984. 4) Þór kennari í Danmörku, f. 2.4. 1957, kvæntur Þóreyju Jónas- dóttur fv. skrifstofustjóra, f. 9.5. 1961, börn þeirra: Auður nemi í Danmörku, f. 1984, Hildigunnur nemi, f. 1986, Bergþóra, f. 1992, og d) Kári, f. 1994. 5) Björk, mynd- menntakennari og reikimeistari í Borgarnesi, f. 25.10. 1960, gift Stef- áni Gíslasyni umhverfisstjórnunar- fræðingi, f. 18.3. 1957, börn þeirra eru Þorkell nemi, f. 1985, Birgitta nemi, f. 1987, og Jóhanna, f. 1992. 6) Ingimundur vélstjóri á Hólma- vík, f. 29.4. 1962, kvæntur Sólrúnu Jónsdóttur sjúkraliða, f. 17.7. 1961, börn þeirra Jón nemi, f. 1986, Unn- ur nemi, f. 1988, og Elín, f. 1990. 7) Smári véltæknifræðingur í Dan- mörku, f. 3.9. 1967, sambýliskona Brynja Georgsdóttir vörustjórnun- arfræðingur, f. 25.1. 1967, sonur þeirra Victor Sindri, f. 2001. Soffía ólst upp í húsinu Angró á Seyðisfirði, gekk í gagnfræðaskóla eystra, en flutti til Reykjavíkur 1948. Vann fyrst í Hótel Valhöll, síðan hjá Mjólkursamsölunni og loks við heimilisstörf eftir að hún hóf búskap með eftirlifandi eigin- manni sínum. Þau bjuggu fyrstu árin í Reykjavík og í Kópavogi, en fluttust með fjölskylduna til Hólmavíkur vorið 1959. Þar bjó Soffía síðan til dánardægurs. Þeg- ar rækjuvinnsla hófst á Hólmavík um miðjan 7. áratuginn hóf Soffía störf í rækjuvinnslunni og starfaði þar lengst af fram undir aldamót. Hún tók mjög virkan þátt í fé- lagsmálum, m.a. innan verkalýðs- hreyfingarinnar, og var lengi trún- aðarmaður starfsfólks á vinnustaðnum. Útför Soffíu fer fram frá Hólma- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. rúnu Gísladóttur, d. 1988. Soffía giftist 14.6. 1952 eftirlifandi eigin- manni sínum, Jóhanni Guðmundssyni, renni- smið frá Kleifum á Sel- strönd, f. 4.1. 1929. Foreldrar hans voru Guðmundur Jóhanns- son bóndi á Kleifum, f. 17.6. 1903, d. 26.10. 1977, og Ingimunda Þorbjörg Gestsdóttir ljósmóðir, f. 23.7. 1904, d. 13.7. 1989. Börn Soffíu og Jó- hanns eru: 1) Guðmundur blikk- smiður á Akranesi, f. 8.3. 1952, kvæntur Jóhönnu Karlsdóttur lekt- or við KHÍ, f. 26.7. 1952, börn þeirra: a) Elín Gunnlaug Alfreðsd. snyrtisérfr. í Reykjavík, f. 1970, gift Þórði Ásmundssyni, börn þeirra Stefanía og Ásmundur, b) Þórhildur nemi í Danmörku, f. 1974, og c) Jóhann Steinar starfs- maður á Grundartanga, f. 1982, sambýliskona Álfheiður Ágústs- dóttur, sonur þeirra Guðmundur Már. 2) Þorkell grunnskólakennari í Garðabæ, f. 28.4. 1953, kvæntur Söru Gunnarsdóttur hjúkrunar- fræðingi, f. 3.4. 1956, dóttir þeirra Soffía, nemi, f. 1983. 3) Kristján framkvæmdastj. á Hólmavík, f. 2.10. 1955, kvæntur Báru Karls- dóttur bókhaldara, f. 25.4. 1956, börn þeirra eru Valdís, f. 1976, d. 1976, Karl Elinías, tölvunarfræð- ingur, f. 1979, og Valdís, nemi, f. Tengdamóðir mín hefur lokið dagsverkinu. Það tók styttri tíma en hjá mörgum öðrum í árum talið, en það var svo sannarlega ekki að sama skapi minna. Eftir á að hyggja er árafjöldi ekki nothæfur mælikvarði á framrás tímans, eins og vatnsmagn í fljóti ræðst ekki af einni saman lengd þess. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Soffíu. Athafnir hennar ein- kenndust af atorku og framtakssemi. Hún vildi að drifið væri í því sem gera þurfti, og sjálf skoraðist hún síst undan því að ganga fram fyrir skjöldu í þeim efnum. Ég man vel eftir því þegar ég sá hana fyrst fyrir réttum 27 árum. Þá fór ekkert á milli mála að þarna var rösk kona á ferð, sem hvorki lét sitt eftir liggja í orði né verki. Þetta var svo sannarlega ekkert auðvelt líf; stór fjölskylda, lítil efni og erfið vinna. En það var ekki líkt Soffíu að sitja og kvarta, heldur að ganga í málin af fullum krafti, strax. Kannski var ekki alltaf hirt um holl- ustu, réttar vinnustellingar eða lík- amsrækt, það voru bara ekki þeir tímar, alla vega ekki hjá tengda- mömmu. Ég held að henni hafi þótt tengdasonurinn ákaflega seinlátur maður, án þess að hún hafi gert sér nokkra rellu út af því. Málið snerist miklu frekar um að gera það besta úr aðstæðunum. Ég var til dæmis aldrei beðinn að taka þátt í hreingerning- um, eða öðrum slíkum athöfnum á heimilinu þar sem virkilega tíðkaðist að bretta upp ermarnar. Hins vegar fékk ég fljótlega hlutverk, sem hún treysti engum öðrum til að leysa örugglega af hendi. Það var að þvo skerminn á ljósinu yfir eldhúsborð- inu. Hann var úr ákaflega þunnu gleri, sem ég held að hafi ekki hentað skaphöfn hennar neitt sérstaklega. Þetta verk þurfti að framkvæma til- tölulega oft, því að eldhúsborðið var vettvangur tóbaksreykinga, sem tíðkuðust mjög á þessum árum. Margs er að minnast þegar litið er til baka. Þar rifjast upp bæði skin og skúrir, en allt var það gott þegar á heildina er litið, enda væru falleg- ustu sumardagar lítils virði ef aldrei hefði dregið ský fyrir sólu á öðrum tímum. Eldhúsið á Bröttugötunni var vettvangur margra skemmti- legra atvika og umræðna. Svo má líka minnast ferðalaga og fjölskyldu- móta, þar sem alltaf var til nóg af kaffi og kleinum, vináttu og hressi- leika. Síðast en ekki síst kemur í huga fyrsta og eina utanlandsferðin, til Danmerkur sumarið 2002. Þá var heilsan farin að bila, og kannski var ferðin enn ógleymanlegri þess vegna. Fjölmargar myndir úr ferð- inni sitja eftir í huganum, til dæmis af Soffíu sitjandi í hjólastól í Lego- landi og á verslunargötu í Flens- burg, af Soffíu að panta sér hakka- buff á Kastrup, og síðast en ekki síst þegar hún hitti Þorvaldínu móður- systur sína, tæplega tíræðan einbúa í Kaupmannahöfn, í fyrsta og eina skiptið. Það er ekki hægt annað en minn- ast Soffíu með mikilli virðingu. Hún kom alltaf beint framan að málunum, og á bak við hvatskeytlegt yfirborð bjó manneskja sem vildi veg allra sem mestan og bestan, einlæg fé- lagshyggjumanneskja sem vildi að réttur þeirra sem minnst máttu sín væri ekki síður virtur en réttur ann- arra. Hún var alin upp í daglegri bar- áttu verkalýðsins fyrir bættum kjör- um, þar sem hlutirnir voru ræddir opinskátt og tæpitungulaust. Þessar hugsjónir lagði hún aldrei til hliðar. Soffía safnaði ekki veraldlegum auði, en þegar litið er til baka sést að dagsverkið hefur skilað mörgu öðru. Þar ber hæst samheldna fjölskyldu, þar sem lognmolla ríkir sjaldnast, en samstaðan er alltaf til staðar þegar taka þarf til hendinni í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu. Fyrir þann sem siglt hefur lygnan sjó, þar sem hvorki er heitt né kalt, er það mikils virði að kynnast öðruvísu sjólagi. Fjölbreytileikinn er forsenda lær- dóms og framfara. Þegar tekist hef- ur að steypa okkur öll í sama tilbreyt- ingalausa mótið, þá verður framtíðin ekki lengur björt. Þeir eru ríkir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samferða Soffíu Þorkelsdóttur spölkorn eftir veginum. Hún gaf mikið af sér án þess að gera tilkall til endurgjalds. Og við leiðarlok skilur hún eftir ómet- anlega reynslu og minningar í fórum okkar sem næst henni stóðum. Þetta eru auðlindir sem ná langt út yfir gröf og dauða. Stefán Gíslason. Þó að það hljómi skringilega, þá er gríðarlega erfitt fyrir eins náinn ætt- ingja og mig að skrifa minningar- grein um Soffíu Þorkelsdóttur. Í þessu stóra safni minninga sem ég á um ömmu, er nefnilega ekki til neitt best of. Ég vandist því sem krakki að skreppa í heimsókn á Bröttugötuna til að fá eitthvað almennilegt að éta. Súkkulaði, kleinur og ís var meðal þess sem húsið bauð upp á. Amma sat þá gjarnan við eldhúsborðið og ræddi við mig í rólegheitum um hitt og þetta, hina og þessa, á meðan ég gæddi mér á veitingunum og horfði á Tomma og Jenna og stóra klukkan í sjónvarpsholinu sló öðru hverju. Það eru helst allar þessar þægilegu stundir með ömmu, sem mér finnast standa uppúr. Þegar ekkert lá á og tíminn bara leið. Þorkell Stefánsson. Elsku amma mín. Þau voru ekki fá skiptin sem ég og afi lágum í hláturskasti á gólfinu útaf einhverju sem þú sagðir. Eins og um árið þegar ég var með ykkur hjóna- kornum á ferðalagi og þið höfðuð leigt bústað í Aðaldal. Afi var ofvirk- ur í að fara út að labba eins og endra- nær, á meðan við sátum inni og spil- uðum eða lásum ástarsögur. Þegar afi kom inn byrjaði hann að segja okkur frá uglunum sem hann sá. Þér fannst eitthvað leiðinlegt að hafa ekki séð neina uglu og á leiðinni heim varstu nú orðin frekar vonlítil um að sjá uglu þegar þú öskraðir allt í einu: Stoppaðu Jói, þarna er ugla. Afi snar- stansaði og þú bentir okkur á ugluna þar sem hún sat á girðingarstaur. Við tókum upp kíkinn og þá var þetta spói. Á næstu jólum ákvað afi svo að gefa þér kíki. En þegar þú ætlaðir að fara að fylgjast með nágrönnunum fórstu að kvarta yfir því að kíkirinn færði hlutina bara enn lengra í burtu. Það var frekar erfitt fyrir afa að segja þér milli hlátursgusa að þú snerir kíkinum vitlaust. Þegar ég heimsótti þig svo á spít- alann í byrjun ágúst varstu svo glöð að sjá mig og talaðir heillengi um ást þína á afa og satínnáttfötum. Svona hefur þú kryddað líf mitt síðan ég var lítil og munt halda áfram að gera um ókomna framtíð. Það er því með tregabundinni gleði sem ég kveð þig og óska þér alls hins besta í himnaríki með hinum englunum. Birgitta Stefánsdóttir. Mig langar að minnast Soffíu með örfáum orðum. Ég kynntist Soffíu er ég fluttist norður á Hólmavík rúmlega tvítug að aldri, þar sem hún og Jóhann föður- bróðir minn bjuggu. Soffía tók á móti mér og minni litlu fjölskyldu eins og ég væri dóttir hennar. Soffía var mér sem hin besta móðir og var amma barna minna. Það sem best lýsir hjálpsemi hennar við okkur er að hún kenndi mér að gera slátur, steikja kleinur og ýmislegt annað við heim- ilishald. Ég er sjálfsagt sú fyrsta sem fékk tilvísun frá lækninum uppá slátur, Soffía átti að ala mig á því við blóð- leysi þegar ég gekk með eldri dóttur mína. Mikið hentum við gaman að þessu læknisráði. Um haustið meðan ég lá á sæng kom hún ásamt nokkr- um konum til að hjálpa manni mínum við sláturgerðina. Þegar ég gifti mig og dóttir mín var skírð á jóladag 1984, átti ekki að halda neina veislu, því tveim vikum fyrir jólin fluttum við inn í nýtt hús og enginn tími var fyrir bakstur. En þegar leið að kirkjuferð koma þau hjón Soffía og Jói með fullan bíl af veisluföngum, segjast vera búin að bjóða til veislu. Þar sem hún var guð- móðir barnsins, fannst henni það verða að vera veisla hvað sem hver segði, hún ætli að ráða þessu og úr varð heljarmikil veisla. Eftir að ég fluttist á Suðurlandið með fjölskylduna mína héldum við alltaf sambandi. Þegar ég svo eign- aðist aðra dóttur fylgdist Soffía með framförum okkar símleiðis. Þegar við misstum þessa dóttur tæpum fjórum árum seinna veitti hún okkur mikinn stuðning. Þegar við vorum á ferð fyrir norð- an var fyrsti og síðasti viðkomustað- urinn heima hjá þeim hjónum. Nú síðast í júlí þegar stórfjölskyldan hittist á Svanshóli. Soffía bar sig vel þó að hún væri mikið veik. Í dag er ég fegin að bíllinn hjá mér skyldi bila því það gaf mér lengri tíma með henni á meðan viðgerð stóð. Soffíu verð ég ævinlega þakklát fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Elsku Jói og fjölskylda, við Nonni, Sóley og Hreiðar biðjum algóðan guð að gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Þorbjörg (Bjagga). SOFFÍA ÞORKELSDÓTTIR ✝ Gunnhildur Aagot Gunnars- dóttir fæddist á Dall- andi á Vopnafirði 6. maí 1942. Hún lést á heimili sínu 29. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Hansína Sigfinns- dóttir húsfreyja, f. í Tunguhaga á Völl- um 5. janúar 1911, d. 28. júlí 2000 og Gunnar Runólfsson, f. í Böðvarsdal á Vopnafirði 14. októ- ber 1901, d. 7. júní 1978. Systkin Gunnhildar eru Kristbjörg Dórhildur, f. 22.10. 1930, Böðvar Sigfinnur, f. 17.8. 1933, Hreinn, f. 18.10. 1934, Jóna Róbert Arnes Skúlason, f. 1.9. 1973, börn þeirra eru Kristófer Arnes, f. 4.5. 2000 og Sunneva Sjöfn, f. 19.12. 2002. b) Fanney Rut Þorsteinsdóttir, f. 17.5. 1984, maki Daníel Tosti, f. 16.8. 1979. c) El- ísabet Alexandra Frick, f. 12.9. 1990 d) Kristian Manning Frick, f. 28.4. 1994 og e) Alexandra Nicole Frick, f. 15.11. 1995. 2) Bergþóra Jóna, f. 18.2. 1964, maki Valgarður Lúðvíksson, f. 30.5. 1964, börn þeirra eru a) Steingrímur Jón, f. 6.1. 1981, b) Vaka Hildur, f. 16.2. 1985, dóttir hennar er Viktoría Tea Daníelsdóttir, f. 13.1. 2003 og c) Valdís Jóna, f. 5.7. 1990. 3) Gunnur Sædís, f. 23.2. 1965, d. 21.9. 1982. Útför Gunnhildar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðný, f. 18.11. 1937, Pálmi, f. 29.9. 1950. Eiginmaður Gunn- hildar er Sigurður Ingi Óskarsson, f. 4.5. 1944. Foreldrar hans voru Þorbjörg Hall- mannsdóttir, f. 17.1. 1916, d. 14.9. 1903 og Óskar Sigurðsson, f. 28.10. 1903, d. 21.9. 1977. Barnsfaðir Gunn- hildar var Steingrím- ur Jónsson, f. 12.5. 1932, d. 20.7. 1972. Dætur þeirra eru: 1) Hansína Sjöfn, f. 23.6. 1960, maki Ásgeir Baldursson, f. 4.10. 1952. Börn hennar eru: a) Sigríður Þóra Þorsteinsdóttir, f. 2.8. 1980, maki Þótt haustsins skuggar hylji fjöll og strendur og himinn gráti, bæði nótt og dag. Þá var sem engill, ofan til þín sendur og ómar stormsins flyttu, gleðilag. Því andi þinn var frjáls, úr fjötrum sárum, til flugs í annan sælli og betri heim. Og mánans geislar blika loks á bárum með boð frá ljóssins, sæla himingeim. Því braut þín hér, var oftast þyrnum þakin og þú varst lengstum ein, á kaldri braut. Þú oft varst særð og út af leiðum hrakin og alein mædd, þú bjóst við raun og þraut. Samt brostu við þér vonaljósin smáu, sem vizka Drottins, kveikir hrelldum barm. Þau flytja yl og birtu í býlin lágu, til barna jarðar, eins í gleði og harm. Nú kveð ég þig með kærleik móðir góða og klökkum huga þakka bros og tár. Ég hvísla blítt með ómi ljúfra ljóða: „Nú lækni Drottinn, öll þín harma sár.“ Og haustsins dögg, á þínu lága leiði, og laufblöð fölnuð signa og blessa þig. En kvöldsins geislar, brosa bjart í heiði og bænir þínar, óma kringum mig. (Þráinn.) Þín dóttir Hansína. GUNNHILDUR AAGOT GUNNARSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.