Morgunblaðið - 11.09.2004, Side 38

Morgunblaðið - 11.09.2004, Side 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir fæddist á Berghyl í Fljótum í Skagafirði, 12. febrúar 1929. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi fimmtudags 2. sept- ember síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðmundur Benediktsson, f. að Neðra Haganesi í Fljótum, 19. júlí 1893, d. 7. október 1970, og eiginkona hans Jóna Kristín Guðmundsdótt- ir, f. í Minni Brekku í Fljótum, 29. desember 1899, d. 19. desember 2003. Systur Ingibjargar eru: a) Unnur, f. 17. desember 1921, gift Sveini Þorsteinssyni, f. 13. maí 1911, d. 3. mars 1997. Þau eign- uðust þrjá syni en misstu þann yngsta á unga aldri. b) Guðrún Ólöf, f. 28. september 1926, gift Kristni Jónassyni, f. 17. ágúst 1914, d. 24. ágúst 1996. Þau eiga tvö börn. Eiginmaður Ingibjargar var Jón stuttri vist á Dvalarheimilinu Hornbrekku sumarið 2004. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en eignuðust þó börn í þeim skilningi að krakkar og unglingar löðuðust að þeim, komu til þeirra á Syðri-Á og bundust þeim traustum bönd- um. Samhliða því að sinna bústörf- um og heimilisverkum sótti Ingi- björg vinnu í Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar, allt frá árinu 1955 til 1996. Hún sat í stjórn Hraðfrystihússins í 12 ár og starfaði sem verkstjóri í afleysingum. Auk þess starfaði hún við saltfiskverkun – og síld- arsöltun á sumrin. Hún vann mikið að félagsstörf- um í Ólafsfirði; sat Alþýðusam- bandsþing á vegum Verkalýðs- félags Ólafsfjarðar og sat í stjórn Ólafsfjarðardeildar Verkalýðs- félagsins Einingar um árabil. Auk þessa starfaði hún í Kvenfélagi Kvíabekkjarkirkju – og í Slysa- varnadeild kvenna þar sem hún sat lengst af í skemmtinefnd vegna árshátíða. Þar kom sér vel að hún var hagmælt og orti gjarnan skemmtibragi fyrir félagasamtök í Ólafsfirði. Þegar Ingibjörg hætti vinnu gekk hún í Félag eldri borg- ara, var þar ritari og sótti lands- sambandsþing fyrir félagið. Útför Ingibjargar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Árnason, f. á Syðri-Á í Ólafsfirði 27. júní 1928, d. á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 10. mars síðastlið- inn. Ingibjörg ólst upp á Berghyl, gekk í far- skóla í Fljótum, fór svo að heiman í fyrsta sinn í vist á Siglufirði og fékk þá leyfi til að stunda nám í iðnskóla þar á staðnum í einn vetur. Næstu ár vann hún á þriðja sumar í kaupavinnu á kúa- búinu á Hóli í Siglufirði. Hún dvaldi svo vetrarpart í vist á Ak- ureyri en var heima á sumrin og vann að bústörfum. Veturinn 1948–1949 stundaði hún nám í hús- mæðraskólanum Ósk á Ísafirði. Hún vann á sumardvalarheimili fyrir börn á Litlu Tjörnum í Ljósa- vatnsskarði sumrin 1950 og 1951 og var ráðskona á Akureyri vet- urinn 1951–1952. Hinn 27. ágúst 1953 gengu þau Jón í hjónaband og bjó hún á Syðri-Á alla tíð síðan, að frátalinni Ung heimasæta úr Fljótum í Skagafirði er á heimleið að hausti árið 1951, eftir sumardvöl austur í Þingeyjarsýslu. Frá Akureyri tekur hún sér far til Ólafsfjarðar með póstbátnum Drang. Svo vill til að hún verður samferða tveimur stúlk- um sem eiga ætt sína að rekja til Syðri-Ár og Jón, frændi þeirra á Syðri-Á, er mættur á bryggjunni á jeppanum til að taka á móti þeim. Hún vill komast heim; þar er rétt- ardagur og dansleikur um kvöldið. Nonni á Syðri-Á leysir vandann; þau aka inn í Fljót og verða upp frá því samferða á ævibrautinni svo lengi sem þeim entist lífið. Þau gengu í hjónaband 27. ágúst 1953 og hófu búskap á Syðri-Á. Það skiptust á skin og skúrir hjá okkur um þessar mundir. Helgi Sigvaldi, bróðirinn í miðjunni, hafði eignast soninn Árna, með Guðrúnu Finns- dóttur frá Ytri-Á árið 1952 og hófu þau búskap með drenginn sinn á Syðri-Á. Helgi fékk hóf byggingu íbúðarhúss í landi Syðri-Ár en féll svo frá á sviplegan hátt árið 1955. Abba, eins og hún var alltaf nefnd, féll strax inn í líf okkar og störf við heyskap og útgerð sem hvorttveggja var svo ríkur þáttur í lífinu á Kleifunum. Hún byrjaði svo fljótlega að sækja vinnu í kaup- staðnum og vann þar langan vinnu- dag, með hléum, allt til ársins 1996 eða rúmlega fjörutíu ár. Abba var rausnarleg og gestrisin og hafði traust minni á fólk, ætt- fræði og atburði. Svo var hún ágæt- lega hagmælt og fann þar sameig- inlegan streng, ekki einungis með eiginmanni sínum, heldur einnig tengdaforeldrum. Þær, hún og mamma, létu stundum fjúka í kvið- lingum; ekki síst þegar eitthvað spaugilegt gaf tilefni til yrkinga. Þau hjónin hjálpuðust oft að við kveðskap. Hér er dæmi um það. Jón orti: Við erum ekki vinafá víst það dæmi sanna. Abba: Brautir okkar breiðist á blessun Guðs og manna. Árna á Syðri-Á þótti vænt um að tengdadóttirin bar sama nafn og móðir hans. Eitt sinn, stuttu eftir að Abba fluttist að Syðri-Á var sest að kaffi- drykkju í eldhúsi og Árni tengdafað- ir hennar sagði: ,,Það er langt síðan Jón og Ingibjörg hafa drukkið sam- an morgunkaffi á Syðri-Á“ Foreldr- ar hans hétu sem sé líka Jón og Ingibjörg! Eftir að ég flutti að heim- an lá leiðin alltaf norður – heim á Syðri-Á – og þar var dvalið vikum saman á hverju sumri. Börnin sóttu til afa og ömmu – og svo til Nonna og Öbbu þegar eldri kynslóðarinnar naut ekki lengur við, og eldri sonur okkar, Helgi Þór, var í sveitadvöl hjá þeim. Í hvert sinn er við vorum á leið norður vildi Abba vita hvenær okkar væri von. Aldrei brást það, jafnvel þótt við kæmum ekki fyrr en seint að kvöldi, að máltíð beið okkar í austureldhúsinu; þar var sest að borði og spjallað áður en gengið var til hvílu. Þegar búist var til brottferðar hvarf Abba oft skyndilega; birtist svo neðan úr kjallara með fiskmeti og kjöt, sem við skyldum taka með okkur. Í desember barst okkur líka alltaf sending af jólahangikjöti frá Syðri-Á. Skyldfólk þeirra sem bjuggu á Syðri-Á, og afkomendur þeirra, töl- uðu gjarnan um að koma heim að Syðri-Á þegar komið var í heim- sókn. Þar var alltaf tekið vel á móti ættingjunum og öðrum gestum, veitt ríkulega, sungið og spilað. Abba og Nonni tóku við þessu hlut- verki af foreldrum okkar bræðra með sóma, og ræktu á sama hátt og tíðkast hafði áður. Abba veitti af al- kunnri rausn og alltaf var Nonni reiðubúinn að gleðja gesti með ljúf- um tónum. Eins og fyrr var komið heim. Við sem eftir lifum hugsum til þess að halda uppi þessu merki – tryggja það að enn sem fyrr verði gott að koma heim á Syðri-Á þær stundir sem við dveljum þar. Á þann hátt heiðrum við minningu þeirra sem nú eru gengnir. Guð blessi minningu mágkonu minnar og gefi henni frið og sælu í faðmi eiginmanns og fjölskyldu, að loknu þungu sjúkdómsstríði. Ingi Viðar og Katrín. Nú hefur hún frænka mín lagt í sína hinstu ferð og líklega hefur Nonni tekið á móti henni með sínu lifandi brosi og sagt „komdu fagn- andi“. Já, það var alltaf „Abba og Nonni“. Abba var móðursystir mín, ættuð frá Berghyl í Fljótum en fluttist að Syðri-Á í Ólafsfirði og bjó þar allan sinn aldur með manni sín- um Jóni Árnasyni, Nonna, en hann lést sl. vetur. Fáa hef ég þekkt sem voru jafn einlægir listamenn og Nonni. Vissi strax og vit leyfði að hann var snillingur að spila á harm- onikku og gat spilað á fleiri hljóð- færi, en áttaði mig ekki á því fyrr en nýlega hversu magnað vald hann hafði á íslensku máli. Í báðum til- vikum voru það eðliseiginleikar og sjálfsnám sem gerðu hann að því sem hann var. Abba var um margt gjörólík Nonna og kannski var það meðal annars þess vegna sem þau pössuðu svona vel saman, þau bættu hvort annað upp. Margt áttu þau þó sameiginlegt, svo sem að móta orð í hendingar því bæði voru vel hag- mælt. Abba var glaðsinna og átti auðvelt með að koma auga á hið skoplega í tilverunni. Því kom það oft í hennar hlut að semja skemmti- efni í bundu máli og fórst henni það vel úr hendi. Þegar við bættust tón- listarhæfileikar og ljúflyndi Nonna, má fullyrða að verkefni þeirra hafi flestum fremur verið að gleðja sam- ferðafólkið og auðga mannlífið. Öbbu og Nonna varð ekki barna auðið og vissulega setti það sitt mark á líf þeirra, það nutu svo margir þess kærleiks sem þau áttu en börnin þurftu ekki. Sofðu nú, sofðu nú væna svífðu í draumanna lönd. Bið ég þér fagurra bæna blessi þig föðurins hönd. (Ingibjörg Guðm./Jón Árnason.) Þakkir til allra sem lögðu Öbbu lið þegar hún þurfti mest á að halda. Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka II. Lítil lokakveðja til „Öbbu frænku á Syðri-Á“. Með kveldi kvaddi lífið ljós í líkn frá sárum þrautum úr blómakörfu engill jós á ókunnugum brautum. Ég veit að blómum brekka er skrýdd að fagna komu þinni og þannig myndin þín skal prýdd í minningunni minni. Héðan skiljast leiðir að elsku frænkan hlýja þú ferð nú á betri stað í draumaveröld nýja. Ég sendi öllum ástvinum, mínar innilegustu samúðarkveðjur og þakka Árna, Sibbu og fjölskyldu þeirra einstaka samfylgd við Öbbu frænku mína. Sigríður Ásta Hauksdóttir. Og það verður hún er síðast ég sé, er sigli úr hinstu vör. Þessar ljóðlínur eftir Jón Árnason föðurbróður okkar koma okkur í hug þegar við horfum á eftir Öbbu yfir móðuna miklu. Þannig orti Nonni til Öbbu sinnar í ljóðabókinni sem kom út fyrir ári síðan. Abba var besti vinur Nonna. Hún huggaði hann þegar eitthvað bjátaði á og hvatti hann þegar á þurfti að halda. Þau voru óaðskiljanleg og leið best á Syðri-Á, hlið við hlið. Abba var sterk kona og hæfileika- rík en hún var líka ljúf í lund, vinur vina sinna og frændfólks og gest- risni hennar og velvild í okkar garð voru fá takmörk sett. Lýsandi fyrir hugarþel Öbbu var að hún lagði á sig að skrifast á við okkur börnin í nafni hinna ferfættu vina okkar; heimilishundanna á Syðri-Á. Við nutum samvista við Öbbu og Nonna í sveitinni á hverju einasta sumri yf- ir lengri og skemmri tímabil og hin seinni ár einnig á öðrum árstíðum. Ofarlega í huga okkar eru ófáar kvöldstundir í eldhúsi Öbbu þar sem við sátum og gæddum okkur á kjöti í karrý eftir langt og strangt ferðalag úr Reykjavík. Við dáðum Öbbu ekki síst fyrir viljastyrkinn, vinnugleðina og enda- laust þrek. Hún gat komið heim undir kvöldmat eftir meira en 10 stunda vinnudag í erfiðri líkamlegri vinnu í frystihúsinu, eldað mat fyrir heimilisfólkið og gestkomandi og farið út á tún um kvöldið til að taka þátt í heyskapnum. Fyrir svefninn gaf hún sér góðan tíma til að spjalla við okkur, spila og skrifa loks í dag- bókina sína. Á seinni árum nutu börnin okkar samvista við Öbbu og hún þreyttist ekki á að spila við þau og spjalla. Við minnumst ótal stunda þar sem við ræddum við hana um landsins gagn og nauðsynjar. Abba var áhugasöm um allt það sem við tókum okkur fyrir hendur og fylgd- ist alltaf vel með okkur. Hún hafði skoðanir á mönnum og málefnum, hún var framsýn og sjálfstæð í hugsun og það var lærdómsríkt að spjalla við hana því hún þekkti af eigin reynslu aðstæður íslensks al- þýðufólks. Ljóðlínurnar hans Nonna lásum við fyrir ári síðan, grunlaus um hve sannar þær áttu eftir að reynast. Engum datt þá í hug að þau hjónin ættu bæði eftir að hverfa af vett- vangi svo skjótt og tilhugsunin um Syðri-Á án Öbbu og Nonna var víðs fjarri. Raunar erum við vart farin að átta okkur á brotthvarfi Nonna – svo stutt er um liðið. Við ólum öll í brjósti von um að Abba hefði sigur í baráttunni við sjúkdóm sinn og við mættum áfram njóta samvista við hana. Þessi von okkar er að engu orðin og hljótt er nú orðið á Syðri-Á. Sorgin ræður ríkjum en sorgina léttir þó tilhugsunin um að þau hjón- in séu sameinuð á ný, eins og þau hafa verið allt frá fyrstu kynnum sínum. Við sendum systrum Öbbu, fjölskyldum þeirra og fjölmörgum ættingjum og vinum Öbbu okkar einlægustu samúðarkveðjur. Árni Sigurður, Signý og Helgi Þór. Ævin líður, þrekið þver, þyngist lífsins byrði, en árin liðnu þakka ég þér, þau voru mikils virði. (Jón Árnason frá Syðri-Á.) Okkur langar í fáum orðum að minnast vinkonu okkar, Öbbu, á Syðri-Á. Okkar fyrstu minningar um þau heiðurshjón Öbbu og Jón eru tengdar söngæfingum fyrir árshátíð Slysavarnakvenna á Ólafs- firði. Þar fengum við sem litlar stelpur að hlusta á söngatriði sem samin voru af þeim hjónum. Síðar meir kynntumst við Öbbu og Jóni enn betur er við urðum tíðir gestir á Syðri-Á og fengum að njóta ein- stakrar barngæsku þeirra. Ófáar helgar fórum við í heimsókn á Kleif- arnar og gistum í gömlum góðum rúmum á loftinu. Smám saman lögð- um við undir okkur norðurkvist hússins og bjuggum okkur til mynd- arlegt bú. Á loftinu voru gömul hús- gögn sem við fengum að ráðskast með að vild og var Abba dugleg við að gauka að okkur ýmsu gömlu dóti og fötum. Í búinu áttum við ógleym- anlegar stundir sem eru okkur í seinni tíð ómetanlegar æskuminn- ingar. Á Syðri-Á gengum við undir nafninu Búdæturnar og hefur okkur ætíð þótt vænt um það nafn síðan. Á loftinu eyddi Abba mörgum stund- um með okkur, m.a. við að spila og segja sögur. Þá var oft setið í stof- unni og hlustað á Jón taka lagið á pí- anóið og dáðumst við mikið af hæfi- leikum hans. Árin liðu og í dag erum við orðnar ráðsettar frúr, eins og Abba orðaði það sjálf. Búskapurinn á loftinu var góður skóli fyrir okkur sem verð- andi húsmæður og viljum við þakka Öbbu fyrir hennar þátt í uppeldi okkar. Síðastliðin ár voru Öbbu erfið vegna veikinda Jóns en sem fyrr stóð hún sem klettur við hlið hans. Eftir fráfall Jóns í mars síðastliðn- um kom í ljós að Abba átti sjálf við erfiðan sjúkdóm að stríða sem nú hefur sigrað. Að lokum viljum við þakka Öbbu samfylgdina og þær ógleymanlegu stundir sem við áttum á Syðri-Á. Eftirlifandi ættingjum sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Ágústa, Elva, Sigurbjörg og Sigríður. Okkur langar til að kveðja Ingi- björgu frá Syðri-Á með örfáum orð- um. Abba, eins og hún var oftast köll- uð, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 2. september sl. eftir erfið veikindi. Í sumar átti hún þó góðar stundir á Hornbrekku og vonuð- umst við til að hún fengi að vera á meðal okkar dálítið lengur. Abba var greind og göfug kona, einstaklega lundgóð og þolinmóð. Þá má heldur ekki gleyma skáld- skaparhæfileikum hennar og gilti þá einu hvort um var að ræða bundið eða laust mál. Þessum þáttum í fari Öbbu kynntumst við hjónin líkt og þeir fjölmörgu sem til hennar leit- uðu. Hún var félagslynd og starfaði af áhuga með ýmsum félögum í Ólafsfirði. Til dæmis naut Slysa- varnafélagið krafta hennar og færðu þau hjón, Abba og Jón, félaginu sér- stakan félagssöng að gjöf þar sem hún orti ljóðið og Jón samdi lagið. Að lokum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur til fjöl- skyldu Ingibjargar og kveðjum hana með þessum orðum: Abba, þig við kveðjum klökk um kinnar læðast tárin. Hafðu okkar hjartans þökk fyrir liðnu árin. Júlíanna og Óskar. Það er erfitt að trúa því að Abba sé dáin, sérstaklega þar sem það eru ekki nema tæpir sex mánuðir frá því við misstum Nonna og hefðum við því kosið að hafa hana lengur hjá okkur. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um Öbbu og flestar minningarnar kalla fram bros eða hlátur. Abba var alltaf í góðu skapi og ávallt reiðubúin til að hjálpa ef hún mögulega gat. Það var sama hvort vantaði öskudagsbún- inga, vísur eða ljóð, eða bara bún- inga í eitthvert heimatilbúið leikrit, eftir um það bil 10 mínútur var allt klárt. Eitt sinn þegar við vorum á Syðri-Á datt okkur í hug að leika Rauðhettu og úlfinn. Það er okkur mjög minnisstætt hvað við vorum hrædd þegar Nonni birtist í líki úlfs- ins. Abba hafði látið hann snúa kraftgallanum sínum við og loðfóðr- ið snéri út; þá fóru sumir að gráta. En þetta var einungis eitt af fjöl- mörgum skiptum sem Abba bjarg- aði málunum. Eins og flestir sem þekktu Öbbu og Nonna vita, voru þau bæði ein- staklega lagin við að yrkja ljóð og vísur. Var þá sama hvort það áttu að vera gamanvísur eða falleg ljóð. Það þurfti oft ekki meira en spaugilegt atvik, þá var Abba búin að snara fram einni vísu sem allir gátu skemmt sér yfir. En það voru ekki bara vísur sem Abba kunni að búa til, hún samdi líka til sögur. Þegar við vorum lítil bjó hún til sögu um hundana sem þau áttu, þá Neró og Lappa gamla, og það þegar þeir stálust í bæinn til að hitta okkur. Það eru ekki nema 5 mánuðir síðan að hún sagði okkur þessa sögu aftur. Þá lá hún á sjúkrahúsinu, mikið veik, en engu að síður lék hún hana eins og þegar við vorum lítil. Abba var ein sú albesta kona sem við höfum kynnst. Hún var fyndin, góð, sterk hugmyndarík og leyfði manni að gera allt sem manni datt í hug. Það er skrítið að við skyldum aldrei kalla hana ömmu og Nonna afa, því það er einmitt það sem þau voru okkur. Það verður tómlegt að koma á Syðri-Á eftir að þau eru horfin. Því viljum við þakka Öbbu allt það sem hún var okkur og biðj- um guð að geyma hana. Helgi Reynir og Jóna Björg. INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.