Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 39 Sumir staðir búa yfir töframætti og kröftum sem erfitt er að lýsa en auðvelt að upplifa. Aðdráttarafli þeirra verður kannski best lýst með því að í hvert sinn sem maður yf- irgefur þá finnst manni dvölin hafa verið of stutt. Kleifabúar þekkja þá undarlegu tilfinningu hvernig um- hverfið og samspilið í náttúrunni verður eins og hluti af mannlífinu. Þér finnst náttúran tala til þín og samskipti fólksins verða eins og endurómur. Þegar ég var barn hjá afa og ömmu í Árgerði fannst mér niðurinn í Gunnólfsánni líkt og sam- ræður í fjarska og stundum mætti jafnvel greina orðaskil. Í björtu veðri var áin glaðvær en í súldar- veðri var hún óþreyjufull og heldur fúl í skapi. Ef ég hafði gert eitthvað sem ég hefði ekki átt að gera gat hljóðið verið svolítið ávítandi. Kannski endurómaði náttúran sam- skiptin við fólkið í kringum mig. Samfélagið á Kleifunum var ein- staklega barnvænt. Vinna okkar barnanna og hinn frjálsi leikur var undirbúningur fyrir lífið. Þegar Kleifamenn nú kveðja Ingibjörgu Guðmundsdóttur á Syðri-Á sækja minningar bernskuáranna á hug- ann. Abba eins og hún var alltaf kölluð skipaði þar stóran sess og var okkur krökkunum á Kleifunum sönn vinkona og félagi. Hún var fyrir- mynd og málsvari gilda sem best fundust í þessu litla samfélagi. Sam- hjálpin, glaðværðin og umburðar- lyndi gagnvart okkur krökkunum er sérstaklega minnisstætt. Í þessu ljósi sé ég nú fleira í lífi Öbbu, vilja hennar og atorku við að láta gott af sér leiða fyrir sína samferðamenn. Nú ríkir sorg á Kleifum. Faðmar báran svartan sand með silfurtár á vanga (Sigurjón Friðjónsson.) Á sumarkvöldum var oft safnast saman og farið í leiki við Syðri-Á. Útilegumaður fundinn, fallin spýta, yfir og kýlubolti voru vinsælir. Stundum vorum við ekki alveg klár á reglunum og var þá leitað til Öbbu. Hún var dómari og oft eini áhorf- andinn. Það er innantóm íþrótt sem engan hefur áhorfandann. Hún kenndi okkur líka að fyrirtaks flautu mætti búa til með því að troða tutt- uguogfimmeyringi inn í gúmmíhólk af flugkróki og með lagni gat maður látið hana hljóma eins og Andrés önd. Margt varð að ævintýri. Að koma heyi í hlöðu á haustkvöldum, göngur og réttir, handfæraveiðar á litlum árabáti sömuleiðis. Ef tóm gafst til á seinni árum gátum við Abba alveg gleymt okkur við að rifja upp þessar sameiginlegu minningar. Abba var frábær sögumaður. Fáir voru hennar jafnokar í myndrænum lýsingum og að laða fram spaugileg- ar hliðar sögunnar, oft með því ósagða. Hún var líka sérstaklega minnug á atburði og fólk og hafði gaman af að rifja upp liðna tíð. Oft var brugðið á leik í bundnu máli og margar ógleymanlegar stundir þar sem Abba var búin að koma öllum til að hlæja. Það var einstaklega gott að hlæja með henni Öbbu. Okkur fannst gott að koma til Öbbu og Nonna. Við vorum krakk- arnir þeirra. Við Árni Helgason, bróðursonur Nonna, vorum leik- félagar og hann var þeim eins og sonur. Er hann stofnaði fjölskyldu með Sigurbjörgu reyndust þau Öbbu og Nonna afskaplega vel. Seinna komu innilegar samræður yfir kaffibolla um menn og málefni. Leitað frétta af fjölskyldunni, spurst fyrir um börnin og barna- börnin og glaðst yfir að sjá fulltrúa nýrrar kynslóðar heimsækja Kleif- arnar í fyrsta sinn. Mér hefur alltaf fundist að við Abba ættum eitthvað hvort í öðru. Eflaust finnst það fleir- um af minni kynslóð og það er líka gott. Í sumar er við hittumst var ljóst að hverju stefndi. Áfallið að missa Nonna fyrr á árinu og alvarleg veik- indi höfðu tekið sinn toll. Elskuleg- heitin voru söm og alla tíð en bar- áttuþrekið ekki hið sama. Að leiðarlokum eru henni færðar ást- arþakkir fyrir samfylgdina. Ætt- ingjum og fjölskyldu Öbbu sendir fjölskylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Gísli Árni Eggertsson. ✝ Ástrós Regin-baldursdóttir fæddist í Miðhúsum í Grindavík 28. júlí 1952. Hún lést á heim- ili sínu 5. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Reg- inbaldur Vilhjálms- son, f. 26. mars 1911, d. 28. júlí 1998, og Sæunn Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 17. júní 1911, d. í ágúst 1981. Systur Ástrósar eru Kristín, f. 15. ágúst 1940, og Jó- hanna V., f. 20. febrúar 1946. Hálf- systur Ástrósar eru Guðveig Sig- urlaug Sigurðardóttir, f. 9. desember 1931, Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 2. júlí 1932, og Anna Mar- grét Sigurðardóttir, f. 8. júlí 1933. Ástrós giftist 31. des. 1970 Hauki Reyni Pálssyni, f. 20. desem- ber 1949, d. 3. júlí 1998. Börn þeirra eru fjögur: Svanur Freyr, f. 3. febrúar 1970, Baldur Reynir, f. 16. janúar 1972, Sólveig María, f. 16. ágúst 1975, og Anna Krist- ín, f. 21. febrúar 1980. Barnabörnin eru tíu. Ástrós vann í Grindavík þar til þau Haukur fluttu á Blönduós árið 1972 og stöldruðu þar í eitt ár og hún vann í eldhúsinu á Héraðs- hælinu. Þau fluttu aftur til Grindavíkur árið 1973 og voru þar til ársins 1994, þá fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar til ársins 1998. Eftir andlát Hauks flutti hún aftur á æskuslóðir sínar í Grindavík og bjó þar til dánar- dags. Útför Ástrósar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma. Svona grein skrifaði ég fyrir sex árum síðan um hann pabba. Ég átti alls ekki von á því að vera að skrifa svona grein um þig sex árum seinna. Ég minnist þess er við gengum í gegnum lát pabba saman og alltaf stóðst þú eins og klettur við bakið á mér. Þú fannst alltaf á þér er eitt- hvað var að hjá mér og reyndir allt til að bæta það ef þú mögulega gast. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef þín hefði ekki notið við þegar pabbi fór. Einnig þótti þér voðalega vænt um strákana mína, Hauk Inga og Andra Þór. Alltaf þegar við komum til þín og þú til okkar þá færðist yfir þig sælusvipur. Við systkinin sáum að eftir að pabbi fór, fór heilsu þinni að hraka. En til þíns síðasta dags hugsaðir þú um mig og strákana mína af þinni einstöku ást og hlýju og mun ég þér það þakka ævilangt, elsku mamma mín. Mig stingur það sárt í hjartastað að hugsa til þess að nú sért þú farin í þá löngu ferð sem bíður okkar víst allra, stoðin sem ég alltaf hafði en hef ekki meir. En eflaust ertu loks- ins sátt þar sem þú nú ert. Pabbi hefur tekið á móti þér opnum örm- um. Ekki þarftu lengur að þjást og berjast við sjúkdómana sem hrjáðu þig, loksins friður. En ótrúlegustu hlutir sem þú gast gert með tvær hendur tómar. Ég mun aldrei gleyma orðunum sem þú sagðir við mig þrem dögum áður en þú kvaddir þennan heim, þau voru svona: Elsku stelpan mín, nú ertu komin til Grindavíkur í örugga höfn og þá get ég farið að fara. Ég vildi nú ekki hlusta á þetta, því mér fannst þú eiga mörg ár eftir hér með okkur. En nú er ég alveg viss um að þú og pabbi eigið eftir að vaka yfir okkur systkinum þarna uppi. Elsku mamma, ég sakna þín sárt og verkurinn í hjarta mínu er ólýs- anlegur. Ég vildi óska að þú værir hér lifandi með okkur. Guð geymi þig og pabba og njótið þess nú að vera saman eins og þið hafið alltaf þráð. Guð veri með þér. Þín dóttir, Anna Kristín Hauksdóttir og synir. Elsku mamma mín. Það er erfitt og alls ekki tíma- bært að kveðja þig núna. Ekki hugsaði maður út í það þegar við kvöddum pabba fyrir 6 árum að stundin þín kæmi svona fljótt, því einhvern veginn finnst manni eins og mamma verði alltaf til staðar, en skyndilega ertu hrifsuð frá okkur eins og hendi væri veifað, og eftir sitjum við dofin og algjörlega tóm. Þú varst alltaf svo kát og glöð og sér í lagi hreinskilin og ófeimin. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst stolt af ömmubörnunum sem voru orðin nokkuð mörg og dáðu Ástu ömmu, svo ef ég hringdi í þig þá spurðir þú iðulega um það hvort ég væri nokkuð komin af stað því ég þyrfti nú að drífa í því að koma með annað barn handa ömmu. Inga Sóley mín hlakkaði svo til að koma suður næstu helgi og hitta ömmu, hún ætlaði sko að skoða hvernig læknarnir hefðu lagað höndina þína með gifsinu. Hún varð voðalega döpur þegar ég sagði henni hvernig væri komið fyrir ömmu, en hún veit að Haukur afi passar ömmu. Hún situr oft og horfir upp í him- ininn og segir að nú sé hún að hugsa fallega um ömmu og afa. Elsku mamma, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og megi guð geyma þig og varðveita. Þín dóttir Sólveig María. Hún Ásta frænka er farin til guðs. Ég er ekki frá því að hún hafi verið farin að líta til hans hýru auga. Lífið fór á köflum ómjúkum höndum um hana, þótt hún hafi einnig átt sínar gleðistundir eins og aðrir. Hennar blessun voru góð börn sem studdu hana eftir mætti, einkum eftir að hún missti manninn sinn hann Hauk fyrir aldur fram. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Þótt Ásta sé móðursystir mín, er- um við jafn gamlar, báðar fæddar og uppaldar í Grindavík. Því lá leið okkar saman í upphafi, ásamt Ellu vinkonu okkar, í barnæsku og í skóla og var ýmislegt brallað á þeim árum, sem oft var svo rifjað upp á góðri stund. Sérstaklega man ég eftir því, þegar við vinkonurnar þrjár vorum allar óléttar, og Ásta skráð fyrst. Ég fékk lánaðan bílinn hjá afa Balla og við fórum á honum út í Bót og keyrðum fram og til baka yfir alla sandhólana, til að flýta fyrir fæðingunni. Svo var bíln- um skilað um kvöldið, en morgun- inn eftir hringdi mamma Ellu og sagði að hún væri búin að fæða. Hún laumaðist semsagt framfyrir í röðinni en Ásta eignaðist svo sinn frumburð nokkrum dögum síðar. Það er eftirsjá að þér kæra frænka og vinkona. Ég er viss um að hjá Guði líði þér vel og bið hann jafnframt að blessa börnin þín og barnabörnin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hvíl þú í friði, kæra Ásta. Helga frænka. ÁSTRÓS REGIN- BALDURSDÓTTIR Hjartkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og tengdasonur, JÓNAS HERMANNSSON járnsmiður, Tjarnarstíg 1, Seltjarnarnesi, varð bráðkvaddur laugardaginn 4. september. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 13. september kl. 13.30. Dagbjört Theodórsdóttir, Gyða Arnórsdóttir, Margrét Jónasdóttir, Pétur Fannar Sævarsson, Freyja Ísold Pétursdóttir, Anna Guðný Hermannsdóttir, Guðmundur H. Jónsson, Tinna Dagbjört Theodórsdóttir, Jón Helgi Guðmundsson, Helgi Hermannsson, Þórdís B. Jóhannsdóttir, Hermann Ingi Hermannsson, Elísabet Nönnudóttir, Arnór Hermannsson, Helga Jónsdóttir, Magnús Hermannsson, Anna Linda Sigurðardóttir. Lára Dagbjört Sigurðardóttir, Theodór Jónasson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU HERMUNDARDÓTTUR, Eyrargötu 6, Ísafirði. Guðrún Eyjólfsdóttir, Guðmundur Grétar Níelsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Hreinn Sverrisson, Inga-Lill Gunnarsson, Ólafur Gunnarsson, Svanlaug Halldórs Árnadóttir, Björn Gunnarsson, Ingiríður Jóhannesdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Erlendur Kristjánsson, Helga Björk Gunnarsdóttir, Ólafur Ingimundarson, Hulda Gunnur Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDUR KR. JÓHANNSSON, hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2, Reykjavík, áður til heimilis í Hólmgarði 66, Reykjavík, sem lést mánudaginn 6. september, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. september kl. 13.30. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Haraldur Kr. Haraldsson, Guðný Soffía Marinósdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug, við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓSEFÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Hæðargarði 29. Guð blessi ykkur öll. Kristín Tryggvadóttir, Þorsteinn V. Þórðarson, Jóhannes Tryggvason, Margrét Kristinsdóttir, Jón Jónsson, Kristín M. Valdemarsdóttir og börnin. Alúðarþakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur og fjölskyldunni hlýhug og vináttu við andlát og útför systur okkar, ARNBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Holti. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn. Guðrún, Þórhalla, Guðbjörg, Hólmfríður og Þórunn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.