Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún Jónsdóttirfæddist á Akur- eyri 21. desember 1968. Hún lést á Landspítalanum 5. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Mar- grét Sigtryggsdóttir, á Hólum í Hjaltadal. Systkini Sigrúnar eru Ragnar Þór, f. 23. júní 1966, kvæntur Helgu Björgu Sigurð- ardóttur, þau eiga þrjú börn og eru búsett á Húsavík og Róshildur, f. 3. júní 1972, sam- býlismaður Snæbjörn Þór Stefáns- son, þau eiga eitt barn, þau eru bú- sett í Reykjavík. Sigrún giftist 15. okt. 1988 Hólmgeiri Sturlu Þórsteinssyni frá Vallakoti í Reykjadal, f. 10. febr- úar 1967. Foreldrar hans eru Þór- steinn Glúmsson og Aðalbjörg Pálsdóttir. Sigrún og Hólmgeir eiga þrjú börn: Mar- gréti, f. 28. nóvember 1994, Jón Glúm, f. 9. apríl 1998 og Þór- hildi, f. 4. febrúar 2001. Sigrún ólst upp í Reykjavík, á Staðar- felli í Kinn og í Lond- on. Hún er stúdent frá MA 1988 og nam tónlistarfræði, hljóð- færaleik og söng í London. Var kirkju- organisti og söng- stjóri í Skinnastaða- prestakalli 1993-96 með aðsetur á Kópaskeri. Jafn- framt kenndi hún við tónlistarskól- ann í Öxarfirði og var skólastjóri hans síðasta árið sitt þar. Síðan bjó hún í Stykkishólmi þar sem hún var kirkjuorganisti og söngstjóri til ársins 2002 er hún var ráðin skólastjóri tónlistarskólans. Útför Sigrúnar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Litfríð og ljóshærð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Vizka með vexti æ vaxi þér hjá. Veraldar vélráð ei vinni þig á. Svíkur hún seggi og svæfir við glaum, óvörum ýtir í örlagastraum. Veikur er viljinn og veik eru börn. Alvaldur, alvaldur æ sé þeim vörn. Sofðu, mín Sigrún og sofðu nú rótt. Guð faðir gefi góða þér nótt. (Jón Thoroddsen.) Elsku hjartans Sigrún mín, með þessu kvæði, sem mér finnst vera lýs- ing á þér, vil ég og fjölskylda mín þakka þér samfylgdina. Ég veit að amma og afi á Rangá hafa tekið á móti þér og eruð þið nöfnurnar efalaust farnar að syngja saman. Hafðu þakkir fyrir að vera slíkur gleðigjafi sem þú varst og söngstjóri Rangárfjölskyldunnar. Okkar dýpstu og innilegustu sam- úðarkveðjur sendum við elsku Geira, Margréti, Jóni Glúmi og Þórhildi. Einnig Nonna og Möggu, Ragga, Helgu og börnum og Rósu, Snæbirni og litlu Jóhönnu Rún. Hvíl í friði elsku frænka. Margrét Baldvinsdóttir, Axel Gunnar Vatnsdal og börn. Hún Sigrún frænka mín er dáin. Ég varð því miður ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni mjög ná- ið þó við hittumst alltaf öðru hverju í gegnum árin allt frá barnæsku. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst betur þeirri einstöku manneskju sem hún var, þegar við fjölskyldan tókum hús af þeim hjónum Sigrúnu og Hólm- geiri á Stykkishólmi skömmu eftir að Sigrún greindist með alvarlegan sjúk- dóm. Við fjölskyldan vorum á ferða- lagi og höfðum frétt þessi ótíðindi. Það skal viðurkennt að það var svolít- ið erfitt að taka af skarið og heim- sækja heimili þar sem válegur sjúk- dómur hafði barið að dyrum, en sá friður, reisn og æðruleysi sem mætti okkur fjölskyldunni á heimilinu á þessum erfiðu tímum gleymist mér aldrei. Ekki örlaði á biturð eða reiði, aðeins fölskvalausu þakklæti til lækn- isins sem fann meinið. Börnin dund- uðu sér róleg og falleg og allt heimilið lýsti af þeim friði sem aðeins er í kringum fólk sem er í sátt við Guð og menn. Að örlögin skyldu svo freklega rjúfa þennan frið og að hugrekkið og baráttan sem Sigrún og fjölskyldan lagði á sig dygði ekki til að vinna sigur á veikindunum er þyngra en tárum taki. Ég ætla að minnast Sigrúnar frænku minnar, hugrekkis hennar og æðruleysis þegar eitthvað bjátar á hjá mér. Ég er sannfærður um það að margir geta sótt sér styrk í minn- inguna um Sigrúnu. Guð gefi að fjölskylda Sigrúnar, foreldrar og systkini, finni þann frið sem einkenndu Sigrúnu og hann hjálpi þeim að takast á við sorgina og lífið framundan. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og fjölskylda. Sigrún Jónsdóttir, skólastjóri Tón- listarskóla Stykkishólms, er látin. Glæsileg ung kona í blóma lífsins er frá okkur hrifin, frá eiginmanni og þrem ungum börnum. Á kveðjustund vakna ósjálfrátt spurningar um til- gang lífsins en fátt er um svör. Sigrún og eiginmaður hennar, Hólmgeir Þór- steinsson, fluttu í Stykkishólm fyrir tæpum tíu árum. Hún gerðist kór- stjóri og organisti við Stykkishólms- kirkju en hann kennari við Tónlistar- skólann. Jafnframt starfinu við kirkjuna kenndi Sigrún söng við Grunnskólann og Tónlistarskólann. Sigrún var hrífandi persónuleiki, skapandi í starfi og átti gott með að fá fólk til að vinna með sér. Það var því að vonum að starfið gekk vel. Sér- staka aðdáun vakti hún hvarvetna sem hún kom fram með barnakórinn sinn. Það duldist engum að hún átti hug barnanna óskiptan. Fyrir rúmum tveimur árum var Sigrún ráðin skólastjóri Tónlistar- skóla Stykkishólms. Skömmu síðar greindist hún með þann illvíga sjúk- dóm sem henni tókst ekki að sigrast á þrátt fyrir hetjulega baráttu. Starfi sínu við Tónlistarskólann sinnti hún af dugnaði meðan kraftar leyfðu, en vissulega ekki eins og hugur hennar stóð til í upphafi. Að leiðarlokum þakka Hólmarar Sigrúnu fyrir samfylgdina sem svo skyndilega er bundinn endi á. Fjöl- skyldu hennar, Hólmgeiri og börnun- um þeirra, vottum við innilega samúð okkar. Megi guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Fyrir hönd Stykkishólmsbæjar, Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar. Við samstúdentar frá Menntaskól- anum á Akureyri lútum höfði og finn- um til ómælds trega í hjarta þegar við kveðjum einn úr okkar hópi í dag. Minningar og myndir úr skólalífi og ferðalögum skjóta upp kollinum. Ljósir lokkar, glaðlegt bros og hlýlegt viðmót er minnisstætt og síðast en ekki síst minningar um glæsilega unga konu við flygil skólans þar sem við fengum notið tónlistarhæfileika hennar sem hlustendur. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Minning þín mun lifa með okkur. Við sendum hugheilar samúðar- kveðjur til fjölskyldu og vina og von- um að þeir megi með tíð og tíma ná að stíga inn í birtuna á ný. Að koma hægt inn í birtuna Einsog að leggja frá sér vasaljós á döggvotu túni um nótt að haustlagi Og stíga hikandi inn í geislann. (Gyrðir Elíasson.) Samstúdentar Menntaskólanum á Akureyri, árg. ’88. Það er sárara en orð fá lýst að þurfa að kveðja Sigrúnu bekkjarsyst- ur okkar, lífsglaða, bjartsýna í blóma lífsins, móður þriggja fallegra barna, eiginkonu Hólmgeirs bekkjarbróður okkar, gáfum gædda tónlistarkonu á framabraut. Sigrún kom í hópinn okk- ar í öðrum bekk, beint frá London, geislandi af fjöri og krafti, og lét sig síst muna um að stunda strangt pí- anónám jafnframt menntaskólanum. Með sama dugnaði og bjartsýni barð- ist hún við illvígan sjúkdóm, og hafði lengi betur. En miskunnarlaus hefur hann nú höggvið skarð sem enginn fær nokkurn tíma fyllt. Góðar minn- ingar um Sigrúnu verða þó aldrei af okkur teknar og fyrir þær erum við þakklát. Hólmgeiri, Margréti, Jóni Glúmi, Þórhildi og öðrum aðstand- endum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar í 4B í Mennta- skólanum á Akureyri 1988. Nú er fallin frá kær vinkona okkar hjóna, Sigrún Jónsdóttir. Hún var sú manneskja sem við teljum að í lifanda lífi hafi komist næst því að vera engill. Vegna allra hennar góðu og vönduðu verka og fallegu hugsana er hún nú tekin við mikilvægum verkum í öðr- um heimi. Við erum ríkari að hafa fengið að kynnast henni og umgang- ast. Hólmgeiri, Margréti, Jóni Glúmi, Þórhildi, foreldrum, systkinum, tengdaforeldrum og öllum öðrum að- standendum og ástvinum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guðrún og Lárus í Ögri. Hún minnti mig alltaf á Shirley Temple, barnastjörnuna með hrokkna glókollinn, sem átti aðdáun allra stelpna í minni barnæsku. Sigrún varð söngnemandi minn við Tónlistarskólann á Akureyri og það var einstök gleði að fá að leiðbeina henni fyrstu skrefin. Hún var ekki að- eins sérlega músíkölsk heldur líka svo skemmtileg, jákvæð og félagslynd. Þetta eru eiginleikar hins frábæra kórstjóra og það varð Sigrún svo sannarlega að loknu námi sínu í Bret- landi. Hún kaus að starfa á lands- byggðinni og þar var hún elskuð og dáð að verðleikum, fyrst í Norður- Þingeyjarsýslu og svo í Stykkishólmi. Hún sótti árleg námskeið í Skálholti fyrir stjórnendur barnakóra og þar vakti hún athygli og aðdáun jafnt er- lendra kennara sem kollega sinna, og kvöldvökurnar þar sem hún var að sjálfsögðu í fararbroddi óuppgötv- aðra grínista voru óborganlegar. Við sjáum á bak einstaklega ljúfri og hæfileikaríkri konu, sem barðist hetjulegri baráttu við hinn grimma gest, krabbameinið. Hugur okkar, vina hennar úr samfélagi barnakóra- stjórnenda, er nú hjá fjölskyldu henn- ar og við biðjum Guð að gefa ykkur styrk og kraft á komandi tímum. Margrét Bóasdóttir. Aðfaranótt sunnudagsins 5. sept- ember lést okkar kæra Sigrún. Fréttin kom sem reiðarslag, óvænt og óskiljanleg. Sunnudagurinn missti skyndilega ljóma sinn. Minningarnar streyma fram, korn- ung kona að koma til okkar í Stykk- ishólm til þess að taka við stjórn kirkjukórsins og starfi organistans. Ætli við munum ekki öll eftir fyrstu æfingunni. Gat það verið að þessi unga kona gæti ráðið við heilan kór, grönn og nett, brosleit og með ljósu krullurnar eins og geislabaug um andlitið? Jú, það kom fljótt í ljós að þetta starf var sniðið fyrir Sigrúnu, hún var ákveðin og skipulögð og náði því besta fram í okkur. Messugjörðir allar þekkti hún út og inn og lét ekkert koma sér úr jafnvægi og miðlaði þannig af öryggi sínu til okkar. Frá fyrstu stundu átti Sigrún hug okkar allan. Hún líka einfaldlega passaði svo vel inni fallegu kirkjuna okkar. Seint gleymist ferðin okkar til Nor- egs á kóramót þar sem við sungum eins og englar. Allt lék í lyndi. Sigrún sagði okkur lítið leyndarmál, og við vorum kát og skemmtum okkur. Það eru ljúfar minningarnar sem við kór- félagar eigum um samstarfið, æfinga- búðirnar, tónleikana, allt. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Í dag grátum við og söknum. Henni er ætlað stórt hlutverk, þessari ungu konu sem í blóma lífsins er kölluð frá elskulegum eiginmanni og börnum. En svo mikið vitum við kórfélagar að það sem Sigrúnu er ætl- að leysir hún vel af hendi. Verum þakklát fyrir tímann með henni. Verum þakklát öllum þeim sem studdu Sigrúnu í hennar erfiðu veik- indum. Við biðjum Guð að styrkja Hólm- geir á þessum erfiðu tímum og vernda og vaka yfir litlu englunum þeirra. Fh. kirkjukórs Stykkishólmskirkju Þórhildur Pálsdóttir. Hvers vegna Guð hún trúði á þig og treysti með trú í hjarta hlýdd́ hún á þitt orð. Í sannri gleði söng úr læðing leysti og lét hann hljóma við þitt náðar borð. Í kirkju þína kom hún heil til starfa með kærleiks höndum leysti þar sín verk. Hvers vegna Guð, er hönd þín hryggðar valdur í hrjáðum heimi, gef þeim drottinn hugar ró og frið. Hvers vegna Guð, hvers vegna Guð. Við kveðjum þig í kórnum ljúfa vina og kæra þökk fyrir mörg og indæl ár. Með hryggð í huga horfum við á hina sem hingað koma, fella sorgartár. Ég veit þig Guð mun geyma sér við hjarta þá gullnir lokkar skreyta himinborg. Hvers vegna Guð, er brosið horfið blíða og bláu augun eilíflega hulin fyrir mér. Hvers vegna Guð, hvers vegna Guð. (Einar Steinþórsson.) Aðstandendum elsku Sigrúnar sendum við innilega samúð. Einar og Gréta. Þau eru ófá skrefin sem Sigrún Jónsdóttir hefur tekið hér í Stykkis- hólmi og erum við Hólmarar ríkari en áður að hafa fengið að njóta krafta hennar. Okkar litla samfélag sér nú að baki einstakri hæfileikakonu og þökkum við þann dag er þau Hólm- geir tóku þá ákvörðun að flytjast með sína litlu fjölskyldu í Hólminn. Hér stækkaði fjölskyldan og dafnaði, bjó sér fallegt heimili og vinahópurinn varð stór. Ótal minningar skjóta upp kollin- um. Ferðin til Noregs með kirkju- kórnum en þar stjórnaði Sigrún af röggsemi sem eftir var tekið. Tríóið okkar og hinir sönghóparnir að troða upp á dönskum dögum og víðar til fjáröflunar fyrir ferðina. Sigrún ásamt saumaklúbbnum syngjandi í fínum búningum á dönskum dögum. Þrammandi á milli búða nú fyrir jólin með kórana sína að safna fyrir bún- ingum. Við orgelið í kirkjunni, skipu- lögð og nákvæm, og við hreinlega blómstruðum hjá henni. Okkar samstarf lá víða. Hún var kennari minn og stjórnandi en einnig foreldri nemanda míns. Síðustu árin lágu leiðir okkar enn frekar saman er hún varð skólastjóri Tónlistarskólans og ég formaður skólanefndar. Hún gaf mikið af sér, bar hag skólans síns fyrir brjósti og hafði miklar framtíð- arsýnir fyrir hans hönd. Sigrún fékk ekki bara frábærar, lifandi hugmynd- ir, heldur dreif hún með elju sinni og áhuga aðra með sér og kom hug- myndunum oftar en ekki í fram- kvæmd. Fyrir þetta þökkum við nú. Það eiga margir um sárt að binda nú þegar þessi yndislega, kraftmikla, hæfileikaríka unga kona hefur kvatt þennan heim. Hún skilur eftir sig mikið skarð, sem erfitt verður að fylla. Barnakórarnir, kirkjukórinn, nemendur, samstarfsmenn, vinirnir allir og fjölskylda hennar. Öll erum við rík af minningum sem eiga eftir að ylja okkur um ókomin ár. Sigrún setti mark sitt, svo um munar, á okkar litla samfélag og það verður ekki frá okk- ur tekið. Hólmgeiri og elsku litlu börnunum þeirra, foreldrum, systkinum og öðr- um aðstandendum sendi ég mína dýpstu samúð. Megi ljós Guðs lýsa ykkar leið. Elísabet Lára Björgvinsdóttir. Það er með sárum söknuði sem ég skrifa þessi orð um hana Sigrúnu okk- ar sem lést aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Ég segi okkar því hún var eldri dóttir bestu vina okkar hjóna, Jóns og Margrétar, en við höfum fylgst með henni frá fæðingu. Það er með öllu óskiljanlegt að svo ung kona skuli vera numin brott frá börnunum sínum ungu og eiginmanni nú þegar virtist vera að rofa til í bar- áttu hennar við hinn illvíga sjúkdóm sem hún gekk með. Við vorum þeirrar gleði aðnjótandi að hafa hana á heimili okkar þegar hún beið þess að fæða Jón Glúm og kynntumst við henni þá betur sem fullorðinni ungri konu. Hún var svo hrein og tær til orðs og æðis að hún líktist helst engli í lifanda lífi og nú er hún orðin engill á himnum. Guð blessi minningu Sigrúnar Jónsdóttur. Við hjónin og börn okkar vottum Jóni og Margréti, Geira og börnunum litlu auk allra annarra aðstandenda okkar dýpstu samúð í þessari miklu sorg. Guðrún og Klemenz. Við sitjum harmi slegin og agndofa vegna fráfalls Sigrúnar Jónsdóttur. Þegar allt virðist ætla að fara að ganga vel kom kallið öllum á óvart. Enginn getur skilið hvers vegna ung og yndisleg kona, 3ja barna móðir í blóma lífsins, er kvödd á braut. Við kynntumst Sigrúnu og Hólm- geiri manni hennar haustið 1996 þeg- ar þau fluttu hingað í Hólminn. Sig- rún búin að ráða sig sem kórstjóri og organisti kirkjunnar og Hólmgeir pí- anókennari við Tónlistarskólann. Það var mikil upplyfting fyrir tónlistarlífið að fá þau hingað. Sigrún náði strax huga og hjörtum okkar í kórnum fyrsta kvöldið á kóræfingu. Svo ung og áhugasöm, hvers manns hugljúfi. Sigrún var fíngerð og nett kona en samt svo stór og sterk, svo prúð og stillt en samt svo fylgin sér og tók fólki eins og það var af Guði gert. Áhugi hennar og ást á söng og tónlist var mikill og einbeittur. Ef átti að halda tónleika var mikið æft og oft farið í æfingabúðir, þá var Sigrún ekki bara stjórnandi heldur líka hrók- ur alls fagnaðar. Ógleymanlegast í okkar huga er ferð á kóramót til Noregs 1997, sá undirbúningur var tekinn alvarlega en samt var svo gaman. Við kórfélag- ar mættum svo til Drammen í Noregi með Sigrúnu í fararbroddi eins og at- vinnusöngvarar, svo örugg vorum við með okkur undir hennar stjórn, kunn- um allt utanað enda búin að æfa vel. Undirritaður stundaði margt ann- að en söngferðir og kórsöng á árum áður svo þetta var ný lífsreynsla fyrir hann. Sigrún stofnaði söngsveit nokkurra félaga úr Tónlistarskólanum og var ég þar með, þetta var mjög skemmti- legur og lærdómsríkur tími. Það var erfitt en líka aðdáunarvert að fylgjast með baráttu Sigrúnar við veikindin, þar var auðmýktin og æðruleysið hennar sterka hlið. Ég SIGRÚN JÓNSDÓTTIR Elsku Geiri, Margrét, Jón Glúmur og Þórhildur. Við sendum ykkur og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sólveig, Elliði og Bergþóra Sól. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.