Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 41

Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 41
hitti Sigrúnu rétt áður en hún fór út í seinni aðgerðina, það var bjart yfir henni og gott að tala við hana, þó var hún svo veik, en samt svo sterk. Kæri Hólmgeir, Margrét, Jón Glúmur, Þórhildur og aðrir aðstand- endur, megi Guð gefa ykkur styrk til að komast í gegnum þessa miklu sorg. Hafdís og Sigurður Páll. Elsku Sigrún. Við minnumst þess þegar þú komst inn í stofuna til okkar í 3. bekk og sagðir okkur að þú ætlaðir að byrja með kór. Þú stóðst, söngst og vannst hjörtu okkar allra, þú varst svo glöð að starfið væri að hefjast. Þegar okkur bárust fréttir um and- lát þitt rifjuðust upp allar góðu minn- ingarnar sem við áttum saman og hvað við vorum heppnar að fá að vera með þér frá byrjun kórstarfsins. Það sem kom fyrst upp í huga okkar voru minningarnar frá Kristnihátíðinni, þar sem þú leyfðir okkur að blómstra. Þá einnig á leiðinni heim þegar bisk- upinn keyrði á eftir rútunni okkar og við hrópuðum og kölluðum og vink- uðum eins og brjálæðingar, þá komstu hlaupandi til okkar og vink- aðir með. Vonandi manstu eftir því. Okkar seinustu ár saman hafa verið okkur dýrmæt, þú varst svo stolt af okkur en við samt miklu meira af þér. Þú varst alltaf brosandi og horfðir alltaf á björtu hliðarnar jafnvel á erf- iðustu tímum. Þú gekkst í gegnum myrkrið með ljós lífsins. Við munum alltaf hafa það að leiðarljósi. Megi guð fylgja þér og þínum nánustu meðan sorgin yfir- gnæfir hlátur, gleði og söng sem var þér svo kær. Hve elska eg þig, gleði, með geislana þína, – án gleði er eg aumlega stödd – þá sólbros þitt skín inn í sálina mína, þar syngur hver einasta rödd. Og þá vil eg öllu því lifandi líkna og lofa því gleðina sjá. Allt mannkyn þá vil eg af misgjörðum sýkna og mildinni konungdóm fá. Þú opnar það besta, sem eðli mitt geymir og uppljómar dimmustu göng, svo ljósið og hitinn að hjarta mér streymir, og hugurinn fyllist með söng. Því elska eg þig, gleði, með andlitið bjarta sem áhugann kveikir og þor. Þinn bústað sem oftast mér hafðu í hjarta, þú, huga míns syngjandi vor. (Ólöf frá Hlöðum.) Með þessu ljóði kveðjum við þig, Sigrún. Þínar kórstúlkur, Unnur Lára, Gunnhildur, María og Sigrún Björk. Elsku Sigrún mín. Ég trúi því ekki enn að þú sért far- in. Minningarbrotum skýtur upp í hugann. Það var haustið 1985 sem við tvær hófum nám í Menntaskólanum á Akureyri. Frá þeim degi eignaðist ég nýja vinkonu. Allar mínar minningar frá menntaskólaárunum eru af þér og mér eitthvað að bralla saman. Út- skriftarferðin okkar haustið 1987 er mér sérstaklega minnisstæð. Við dvöldum í 3 vikur á Ibiza og enduðum svo í London þar sem þú hafðir búið. Mér er líka minnisstætt símtal sem ég fékk eitt sumarið á meðan við vor- um í M.A. Geiri hringdi þá í mig til að biðja um símanúmerið þitt í London. Eitthvað þótti mér það skrítið og vissi ekki betur en að hann væri bara bekkjarbróðir okkar. Síðar kom svo í ljós að þið höfðuð fellt hugi saman. Í október 1988 giftuð þið ykkur og hamingjan geislaði af ykkur þann dag. Ári eftir útskrift lágu leiðir okkar aftur saman þegar ég dvaldi í nokkra mánuði í London og þið Geiri voruð þar við nám. Alltaf var gott að leita stuðnings ykkar Geira, og líka for- eldra þinna þegar eitthvað bjátaði á. Hin síðari ár höfum við hist allt of sjaldan, en alltaf var jafn notalegt að hittast þegar tækifæri gafst. Þú hafð- ir svo góða nærveru. Í veikindunum heimsóttir þú mig og varst full af bjartsýni og jákvæðni. Talaðir um hvað þú værir heppin að eiga svona góða að og allir hefðu reynst þér svo vel í veikindunum. Ekki grunaði mig þá að ég myndi ekki hitta þig aftur. Ég þakka allar góðu minningarnar sem ég á um þig, þína allt of stuttu lífsleið. Á þessari stundu er hugur minn hjá fjölskyldu þinni. Guð gefi þeim styrk í þessari miklu sorg. Hafdís Sigurðardóttir. Það stendur mér ljóslifandi fyrir augum fyrsta skiptið sem ég sá Sig- rúnu. Það var á heimili foreldra henn- ar í London. Þau Sigrún og Geiri ný- komin. Ung og nýgift. Til að stunda tónlistarnám. Hún kom mér fyrir sjónir sem engill. Gullnir lokkar og geislandi heiðríkja í svipnum. Glettni í augum. Þá áttum við eftir að syngja saman í Lundúnakórnum og skiptum reyndar með okkur stjórn hans og organistastarfinu næstu árin. Frá þeim tíma og því samstarfi geymi ég margar dýrmætar minningar. Um kátínu og glaðværð en jafnframt virð- ingu og vandvirkni. Um sérstaklega gott samfélag með yndislegu fólki. Og þar átti prestsfjölskyldan stærstan þátt. Sigrún var þá þegar góður mús- íkant. Átti samt eftir að læra meira og verða ennþá betri. Þegar við hittumst aftur til að syngja í Dómkirkjunni í fyrra var líka auðheyrt hverju reynsl- an hafði skilað. Og þá var hún samt orðin veik. Ég undraðist það hversu yfirveguð hún var. En það var reynd- ar alla tíð yfir henni sérstök rósemi. Eins og hún hefði ung öðlast þroska aldinnar konu. Eða væri á sérsamn- ingi hjá almættinu. Stúlkan með eng- ilsásjónuna. Hennar hefur verið þörf á æðri stöðum. Þar sem hún er núna engill. Aagot Óskarsdóttir. Það er kveðjustund. Við horfum á eftir henni Sigrúnu okkar og hjörtun gráta. Elsku hugrakka vinkona. Í huga mér hefurðu alltaf haft vængi, fallegan geislabaug og hjarta úr gulli. Takk fyrir að lofa mér að taka þátt í gleði þinni og sorgum, góðum dögum og slæmum. Þú gafst mér meira en þig grunar. Þriðjudaginn áð- ur en þú kvaddir svafstu í sófanum hjá mér, Bergþóra mín við hliðina á þér í vagninum sínum og hundurinn Emma vék ekki frá þér frekar en fyrri daginn. Ég sat í stólnum, horfði á ykkur og var að springa úr stolti. Mér fannst ég svo rík. Ekki grunaði mig að þú værir á förum, ekki núna. Ferðina sem við höfðum safnað fyr- ir svo lengi fórum við aldrei. Ég hefði gefið mikið fyrir að eiga hana í minn- ingunni. En kannski seinna, í öðrum heimi, hver veit? Ég lofa þér, vinkona, að við munum aldrei gleyma þér. Það er ekki hægt. Við munum líka sjá þig í börnunum þínum þremur, rifja upp góðar minningar með þeim og klett- inum þínum honum Geira sem er okk- ur Ella svo kær. Hafðu ekki áhyggjur af þeim. Þið eigið svo góða að. Þau munu spjara sig. Hvíldu þig nú, þú barðist svo vel. Sólveig. Nú er dapurt í sveitum og dapurt í borg en dýrðlega minningin sárust, og fjölmargir vinir þeir fylltust af sorg þegar fréttir um andlátið bárust. Þú áttir svo friðsama og fallega lund og framreiddir bros hvar sem gekkstu og gaman var alltaf að fara á þinn fund er á frjálslegu strengina lékstu. Þú áttir svo mikið í minningasjóð og muninn var frjósamur, ríkur. Þú varst svo einlæg og öllum svo góð og enginn var sjálfri þér líkur. Og nú ertu horfin vor Dalanna dís og dapur er ástvina fjöldinn. Í Paradís er sú vera þér vís er verndar þig handan við tjöldin. (Benedikt Björnsson.) Elsku Sigrún. Við þökkum allt frá okkar fyrstu kynnum. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast þér. Minning þín lifir í hjörtum okkar, hana getur enginn frá okkur tekið. Guð geymi þig. Elsku Hólmgeir, Margrét, Jón Glúmur, Þórhildur og aðrir ástvinir. Við biðjum algóðan guð að styrkja ykkur og vernda í þessari miklu sorg. Steinunn, Sæþór, Þorbergur Helgi og Aníta Rún. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 41 ✝ Bergvin KarlIngólfsson fædd- ist að Skriðuseli í Aðaldal 27. júlí 1912. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga á Húsavík 5. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ingólfur Indriðason frá Skriðuseli, f. 17.8. 1885, d.18.5. 1968 og María Bergvinsdótt- ir frá Brekku, f. 20.9. 1888, d. 29.11. 1977. Bergvin Karl var elstur af stórum systkina- hópi. Hin eru Indíana Dýrleif, f. 24.11. 1915, Sigrún, f. 2.3.1 918, Steingrímur, f. 9.11. 1920, Helgi, f. 25.3. 1923, d. 22.2. 1993, óskírður, f. 27.6. 1924, dáinn sama dag, Elín Guðrún, f. 12.12. 1925, Jónína, f. 18.4. 1927 og Anna Þuríður, f. 12.7. 1932. Bergvin Karl var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Álfhildur Guðlaugs- dóttir frá Halldórs- stöðum í Laxárdal, f. 24.1. 1921, d. 9.10. 2001. Þau slitu sam- vistum. Dóttir þeirra er Arnrún, f. 7.5. 1946. Dóttir Álfhildar og stjúp- dóttir Bergvins Karls er Ragnhild Hansen, f. 19.4. 1943. Seinni kona Berg- vins Karls var Elín Þórólfsdóttir frá Hraunkoti í Aðaldal, f. 14.10. 1921, d. 1.10. 1997. Dóttir þeirra er Ingibjörg María, f. 25.9. 1962. Sonur Elínar er Ingólfur Árna- son, f. 22.3. 1943. Alls eru börn, barnabörn og barnabarnabörn þrátíu og sjö. Bergvin Karl verður jarðsung- inn frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Stjúpfaðir minn Bergvin Karl Ingólfsson eða Kalli frá Húsabakka eins og hann var oftast nefndur, verður jarðsunginn frá Húsavíkur- kirkju í dag. Mér er bæði ljúft og skylt að drepa niður penna og minnast stjúpföður míns. ,,Fé er jafnan fóstri líkt“ segir máltækið. Ekki veit ég hvort það sannast á mér þó ég aðeins á öðru aldursári flytti með móður minni Álfhildi að Húsabakka þar sem þau Kalli hófu búskap í horninu hjá for- eldrum hans, Maríu og Ingólfi í Húsabakka, og Kalli yrði sá eini og sanni pabbi sem ég þekkti og átti. Við það að flytja í Húsabakka eign- aðist ég ekki aðeins pabba sem annaðist mig sem sína dóttur, held- ur líka ástríka ömmu og afa. Frá öllu þessu góða fólki naut ég ástrík- is og hlýju alla tíma síðan sem aldr- ei þökkuð verður, en sem ég á með sjálfri mér sem fágætan fjársjóð um góðvild og kærleik fólks sem lét hjartað ráða för og hlúði að litlum einstaklingi sem var að stauta sín fyrstu spor og spurði ekki, hvers vegna eða af hverju hann væri kominn hér, heldur reyndi að styðja hann til að ganga óstuddur og finna sig velkomin í heiminn stóra. Ekki er ég viss um að öll fósturbörn séu svo heppin sem ég var að finna sig aldrei annað en vel- komið pabba-, ömmu- og afabarn, en slíkt er mikil gæfa þess sem það öðlast, en þannig reyndust þau mér öll og þennan þátt bar pabbi svo ríkulega með sér, að umgangast alla af ljúfmennsku og léttleika án manngreinarálits og dómhörku. Pabbi lagði gjörva hönd á margt sem langt yrði upp að telja. En hann var góður og traustur verk- maður, bóngóður með afbrigðum og ósérhlífinn í alla staði. Hann stundaði búskap um árabil, vöru- bílaakstur og ýmsa keyrslu lengi en sama hvert starfið var þennan eða hinn daginn í það gaf hann sig allan og lagði hart að sér að skila dags- verkinu vel. Ekki verður pabba svo minnst að ekki sé nefnt harmoniku- spil og dansiböll. Harmonikan var aldrei langt undan ef stund gafst frá brauðstritinu og yndi hans og gleði tengdust mannfagnaði með harmonikumúsík í gegnum allt hans líf. Þegar hann hér á síðari ár- um á Húsavík komst í félagsskap harmonikuleikara og harmoniku- félagsins var sem hann yrði ungur í annað sinn og í félagsskap við ,,dásamlegar“ harmonikur og frá- bæra félaga sem varð honum óþrjótandi gleði og uppspretta sem hann sagði mér oft frá svo glaður og hamingjusamur yfir öllu því sem þar var að gerast, böllin og allan gleðskapinn sem því fylgdi, að mað- ur hreifst með og fannst sem mað- ur upplifði þetta ljóslifandi allt saman. Óljóst í barnsminningunni, kannski var ég um 4–5 ára í Húsa- bakka, það var sumar og margir gestir, kannski afmæli afa. Allt í einu voru strákarnir pabbi, Steini og Helgi bræður hans úti á túni voða fínir í svörtum buxum, hvítum skyrtum með uppbrettar ermar og þenja nikkurnar svo undirtekur í Núpnum og allt unhverfið syngur og spilar með. Barnið lítið og syfjað nánast eins og nátttröll í gleðinni allri, umhverfið verður eins og ein stór hljómleikahöll og flytur hljóm- kviðu lífsins eins og hún var og þekktist meðal alþýðufólks á Ís- landi hér áður fyrr. Gleði sem spratt af gleði og bað ekki um neitt annað og hafði ekkert annað mark- mið. Þetta var það sem einkenndi pabba og fólkið hans alla tíð. Kalli og móðir mín slitu samvist- um. Þau eignuðust dótturina Arn- rúnu 7. maí 1946. Hún er búsett í Garði í Gerðum og á stóran hóp af- komenda. Seinni kona Kalla var Elín frá Hraunkoti sem lést 1997. Þau eign- uðust dótturina Ingibjörgu Maríu, búsetta á Húsavík ásamt eigin- manni og stórri fjölskyldu. Með sömu ljúfmennskunni bauð pabbi velkominn í heimilið Ingólf, son El- ínar, og mig forðum. Það er vandi gjöf að gefa en ennþá meiri vandi að þiggja og ávaxta sem skyldi svo innihald hennar ekki glatist. Gjöf sem boðar að allir skulu jafnir vera hvaðan sem þeir komi, velkomnir vera hvort sem þeir hafa stutta eða langa viðdvöl með okkur og gleðin yfir að hafa hist og átt samleið eina stund sé það allt sem skiptir máli. – Þannig gjafir gaf pabbi. Hafðu þökk, góði drengur. Megi guð umvefja sál þína í eilífðri gleði eins og hann einn getur gefið góð- um verkamanni þegar hann snýr heim að loknum löngum starfsdegi. Dætrunum Arnrúnu og Ingibjörgu og fjölskyldum þeirra, Ingólfi og fjölskyldu og öðrum ástvinum votta ég samúð mína. Ragnhild Hansen (Ragga). Nú er hann elsku afi minn horf- inn af þessari jörð, hann búinn að þjóna sínum tíma hér vel og var tilbúinn að byrja upp á nýtt á nýj- um stað hjá ömmu. Amma hefur örugglega beðið hans þarna hinum megin, glöð að vera búin að fá hann til sín. Hann afi minn var yndislegur maður og var alltaf með hlutina á hreinu. Maður gat alltaf stólað á hann, til dæmis með að skutla sér heim þegar leiðin upp hólinn virtist óralöng. Einnig á ég ófáar mínút- urnar þar sem ég kúrði hjá honum í stólnum hans og horfði á sjónvarp- ið með honum og leið voða vel. Afi hafði ódauðlegan áhuga á harmonikkuleik og á ég margar minningarnar við harmonikkuleik hans og stundum stigum við amma dans við hans undirleik, þetta voru yndislegir tímar. Áhugi hans á tón- listinni breyttist ekki þegar aldur- inn tók að færast yfir, þegar hann treysti sér ekki lengur til að spila á harmonikkuna þá tók hann sér munnhörpu í hönd og spilaði af al- gerri snilld. Mörgum er það ferskt í minni þegar hann spilaði á munn- hörpuna í níræðisafmælinu sínu og hafði engu gleymt. Hans afa verður sárt saknað á þessari jörð en við getum öll hugg- að okkur við að honum líður vel á þeim stað sem hann er á nú. Elsku afi minn, ég mun alltaf sakna þín. Það er erfitt að kveðja þig en ég veit að þú munt alltaf vaka yfir mér. Ég kveð hann afa minn kæra með þakklæti fyrir allar þær stund- ir sem við áttum. Guð blessi þig, þín afastelpa, Erla. Elsku Kalli pabbi. Þegar Inga hringdi í mig á sunnudagsmorguninn og sagði mér frá því að þú hefðir látist um nótt- ina helltust yfir mig minningar frá æskuárunum á Húsavík. Í minn- ingum mínum skipið þið Ella mamma stóran sess, enda var ég ekki nema mánaðargömul þegar ég kom fyrst inn á heimili ykkar og þið gættuð mín á meðan mamma sinnti sínu starfi. Það var alltaf eins og þið Ella mamma hefðuð allan heimsins tíma fyrir ungu dömuna, allar mínar spurningar og uppá- tæki. Ella mamma segðu mér sögu og ég fékk sögu, Kalli pabbi spilaðu fyrir mig á harmonikkuna og ég fékk polka og ræl. Alla tíð síðan hef ég haft unun af að hlusta á góða harmonikkutónlist og tónlistin vek- ur jafnan ljúfar minningar um þig og árin á Fossvöllunum. Heimili ykkar stóð mér alltaf opið og þegar pabbi og mamma fóru í nám á loka- ári mínu í grunnskóla kom aldrei til greina af minni hálfu að flytja frá Húsavík, þótt aðeins væri um brot af vetri að ræða, enda var Húsavík á þeim árum nafli alheimsins. Þá kom ég til ykkar. Ég var nú ekki mikið fyrir reglur á þeim ár- um, en á ykkar heimili giltu þær reglur að ég tók með mér nesti í skólann, lærði heima þegar ég kom heim og var komin heim klukkan tíu á kvöldin. Ég verð nú að við- urkenna að heimasmurt nesti og kókómjólk var svolítið hallærislegt fyrir fimmtán ára ungling, en mikið ósköp var það nú samt gott. Ég man heldur ekki eftir því að hafa lært jafn oft heima á grunnskóla- árunum og þann tíma sem ég dvaldi hjá ykkur og heim var ég komin klukkan tíu á kvöldin og fékk mjólk og brauð. Þennan tíma hef ég metið æ betur eftir því sem árin líða. Þið Ella mamma kennduð mér margt gott um lífið og tilveruna sem mun fylgja mér alla tíð og fyrir það verð ég ykkur alltaf þakklát. Elsku Kalli pabbi nú kveð ég þig að sinni og sendi innilegar samúðar- kveðjur til Ingu, Ingólfs, Öddu, Röggu og annarra aðstandenda. Elín Björg Ragnarsdóttir. BERGVIN KARL INGÓLFSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.