Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það húmar, nóttin hljóð og köld í hjarta þínu tekur völd, þar fölnar allt við frostið kalt, – en mest er miskunn Guðs. Er frostið býður faðminn sinn, þér finnst þú stundum, vinur minn, sem veikur reyr, er megni’ ei meir, – en mest er miskunn Guðs. En vit þú það, sem þreyttur er, og þú, sem djúpur harmur sker, þótt hrynji tár og svíði sár, að mest er miskunn Guðs. Og syng þú hverja sorgarstund þann söng um ást, þótt blæði und, og allt sé misst, þá áttu Krist. Því mest er miskunn Guðs. (Sigurður Einarsson.) Örfá orð til að minnast Valla eins og hann var kallaður hér hjá okkur. Ég kynntist honum og Önnu kon- unni hans þegar þau tóku dóttur okkar Jóns tæplega ársgamla vestur til Ólafsvíkur og höfðu hana hjá sér meðan ég var í prófum. Þegar ég KARL VALUR KARLSSON ✝ Karl ValurKarlsson fæddist í Reykjavík 27. sept- ember 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 1. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ólafsvíkurkirkju 10. september. kom að sækja hana eft- ir nærri mánaðardvöl í Ólafsvíkinni var boðið uppá kaffisopa í eld- húsinu í Vallholtinu sem var eftir á mjög táknrænt – Valli settist á sinn stað sem var í horninu við gluggann og Anna fór að sýsla við kaffið og svo var spjall- að. Seinna átti ég eftir að eiga margar góðar stundir hjá þeim í eld- húsinu þar sem málin voru rædd fram og til baka og þó að eldhús- fundirnir hafi ekki verið eins margir í seinni tíð voru þeir alltaf notalegir og gagnlegir og hrekklausari mann en Valla var vart hægt að hugsa sér. Valli var svolítill prakkari í sér t.d. þegar við höfðum ekki komið lengi við hjá þeim, þá átti hann til með að segja þegar loksins var staldrað við hjá þeim hjónum, heyrðu hver ert þú nú eiginlega? Ég var nú eiginlega búin að gleyma hvernig þú leist út eða eitthvað í þeim dúr, en á eftir var manni heilsað með kossi og spurður í þaula um menn og málefni og svo alltaf hvernig gengi hjá stelpunum okkar og þeirra fólki. Þegar við Jón vorum nýfarin að búa saman í Reykjavík kom Valli eitt sinn við hjá okkur með signa grá- sleppu, sem hann hafði heyrt að mér þætti góð, sjálfur kunni hann vel að meta góðan fisk og vildi deila því með okkur enda var grásleppan soð- in og borðuð af bestu lyst, en lyktin í stigaganginum var ekki góð dagana á eftir. Þegar maður sest niður og rifjar upp samverustundirnar hjá stórfjöl- skyldunni í Ólafsvík þá koma upp í hugann jólaboðin sem við skiptumst á að halda og áramótin sem við átt- um oft hér áður fyrr á heimili Önnu og Valla, þar voru oft sagðar sögur og spiluð félagsvist, en Valla þótti gaman að spila. Valli var ágætis sögumaður, hann var oft með skemmtilegar sögur af mönnum og málefnum þannig að hlátrasköllin glumdu við og ná- kvæmar urðu þær að vera sögurnar og skipti þá máli að segja rétt og satt frá og vera lengi að útskýra og tí- unda ættartölur og stundum þegar verið var að segja frá, þá kom þessi setning ,,ja, það var nú svo skemmti- legt þegar hann sagði mér söguna“ Anna og Valli hafa gengið í gegn- um súrt og sætt saman, þau byrjuðu ung að basla og búa, eignast börn og koma þeim til manns en eftir að krakkarnir flugu úr hreiðrinu hafa þau verið sérstaklega dugleg að halda sambandi við hópinn sinn sem hefur búið vítt og breitt um landið og tímabundið var einn sonur þeirra við nám í Noregi og þá fóru þau þangað og ég held að mesti auður Valla hafi verið í börnunum og þeirra fjölskyld- um. Valli hefur síðustu mánuði verið mjög veikur á spítala, fyrst í Reykja- vík og síðan á Akranesi og yfir hon- um hefur Anna mágkona mín vakað eins og hún hafi aldrei gert annað en að hjúkra í erfiðum veikindum. Það er gott að geta horft til baka og þakkað Valla fyrir allar góðar stundir. Elsku Anna, Júlíana, Oliver, Vífill, Helga og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk og frið til að takast á við sorg- ina, minningin um góðan mann lifir. Kolbrún Þóra, Jón Þorbergur og dætur. Við kveðjum hér góðan dreng hinstu kveðju, Karl Val Karlsson. Valli eins og hann var kallaður í minni ætt var sérstakt gómenni og skemmtilegur maður. Nú er haustið að ganga í garð eftir óvenjulega sólríkt sumar. Sumar sem að sem flestir hefðu viljað eyða utandyra og njóta náttúrunnar. En það átti ekki fyrir honum Valla mín- um að liggja að fá að njóta sumar- blíðunnar eða vera úti í náttúrunni. Hann var innilokaður á sjúkrahúsum síðustu þrjá mánuði og hún Anna hans vék varla frá honum. Ekki vorum við hjónin dugleg í amstri hversdagsins að kíkja í heim- sókn til þeirra Önnu og Valla en það kom þó fyrir. Alltaf höfðum við á orði eftir slíkt innlit að þetta þyrftum við að gera oftar, ekki var það síst eftir skemmtilegar sögustundir frá Valla því hann var frábær sögumaður og sá alltaf spaugilegu hliðina á málun- um. Nú er erfiður tími fyrir höndum hjá fjölskyldunni. En þau Anna og Valli eiga góð börn, sem hafa staðið sem klettar með þeim í veikindunum og munu nú halda áfram að hlúa að móður sinni. Elsku Anna, Júlíana, Oliver, Vífill og Helga, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Minning um góðan dreng lifir. Olga og Torfi. Við kveðjum þig, elsku afi, með þessu kvæði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín, Anna, Helgi og Steinunn. Jæja, afi minn, þá er komið að kveðjustund. Það verða víst allir að kveðja einhvern tímann og það er komið að því að þú kveðjir okkur núna þó svo að ég hefði viljað hafa þig lengur. Veikindi þín sem þú barð- ist við höfðu betur nú þrátt fyrir að þú hafir verið sterkari og haft betur um tíma. Þá dettur mér í hug að rifja upp tíma í minni barnæsku sem þú komst mikið við sögu allt frá því ég kom heim úr skólanum þegar ég var krakki og stoppaði á hverjum degi hjá þér og ömmu til að fá kakómalt og kex, og hvað það var gaman að fá að taka þátt í heyskapnum þó svo að maður hafi nú kannski meira verið fyrir en að hjálpa til en þú leyfðir mér það nú samt og sagðir mér hvað ég hefði hjálpað mikið til og verið duglegur. Þessi seinni ár hefur verið mjög gaman að fá að koma til þín og ræða um daginn og veginn og þá fannst mér sérstaklega gaman að fá að ræða við þig um stríðsárin og þá gömlu tíma sem mér fannst svo skrítið að heyra um og hvernig þið gerðuð hlutina. Þú varst endalaus visku- og sögu- brunnur sem ég gat skemmt mér við að hlusta á. Það er svo margt skemmtilegt sem ég gæti rifjað upp, það mundi ekki rúmast í tveim bók- um. Þú hefur reynst Steina svo vel og ég veit að hann mun sakna þín hvað mest. Það verður erfitt að koma upp á Helgafell og vita að þú ert ekki þar lengur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Högni Snær Hauksson. Elsku besti afi. Við viljum þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Við vorum svo heppin að fá að búa í kjallaranum hjá þér í rúm fimm ár og nutum ávallt nærveru þinnar. Dagbjört Anna hafði svo gaman af því að fara upp til þín, fá sér kexköku og spjalla við langafa sinn. Arndís Eva sem fæddist í apríl síðastliðnum fær því miður ekki að kynnast þér og hve góður og hjartahlýr maður þú varst. Vertu samt viss um að við munum aldrei gleyma þér og segjum stelpunum okkar frá þér þegar þær eldast. Síðustu dagana í lífi þínu varð okk- ur ljóst að tími þinn væri brátt á enda. Við héldum samt að við hefðum HAUKUR NÍELSSON ✝ Haukur Níels-son, bóndi á Helgafelli í Mosfells- sveit, fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1921. Hann andaðist 27. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Lágafellskirkju 9. september. aðeins meiri tíma með þér og náðum því miður ekki að kveðja þig al- mennilega. Við viljum gera það hér með og biðjum Guð að blessa þig. Nú ertu loksins kominn til Önnu þinn- ar, sem þú saknaðir svo mikið þessi síðustu ár. Þessari kveðjustund fylgir mikill söknuður, við elskum þig, afi, hvíl þú í friði. Arnar, Harpa, Dagbjört Anna og Arndís Eva. Elsku Haukur langafi okkar eða bara Haukur afi, eins og við kölluð- um þig. Mikið söknum við þín. Við tölum mikið um þig og biðjum góðan Guð að hugsa vel um þig. Því nú ert þú afi á himnum. Við munum, afi, hvað þú varst allt- af góður við okkur og með hlýja nær- veru. Það var svo gott að skottast í kringum þig og taka í hlýju og stóru höndina þína. Eftirminnilegar eru líka þær stundir sem við áttum með þér í kringum kindurnar þínar sem fengu nú ýmsu framgengt. Þú fræddir okkur um þær og kenndir okkur að bera umhyggju fyrir þeim sem og öðrum dýrum. Okkur þótti líka voða gaman að sitja inn í eldhús- inu þínu og maula kexkökur og ann- að góðgæti með þér og hlæja saman. Minningin um þig afi, þína góðlegu nærveru, fallega andlit, bros og hlýju munum við geyma í huga okkar. Þínar Sif og Elva Margrét Elíasdætur. Að heilsast og kveðjast, það er lífs- ins saga. Það vitum við gjörla,sem hleyptu heimdraganum, þegar hest- ar og kerrur voru enn notuð til flutn- inga, skófla og haki helstu vopnin í hendi þess manns sem brjóta vildi jörð sér til gagns. Það er eðlilegt að minnast þessa þegar Haukur á Helgafelli, mágur minn og vinur, er kvaddur til vígðrar moldar. Hann var bóndi, verkamaður og fangavörður, talið hér í öfugri röð, að lífsstarfi. Menntaður var hann sem búfræð- ingur enda bóndasonur og átti góða jörð að erfa. Ungur vann hann að hitaveituframkvæmdum borgarinn- ar, sem stóðu sem hæst um miðja síð- ustu öld. Fullorðinn gerðist hann fanga- vörður enda búskapur mjög dregist saman hjá honum á Helgafelli. Jörð- in smám saman að sogast inní iðu stórborgarinnar, Reykjavíkur. Sem minningu um Hauk mág minn vil eg greina frá málshætti, sem móðir mín saumaði krosssaumi og rammaði inn. Spakmælið: Hógværð hefur mikil völd, hékk yfir rúmgafli hennar. Eg horfði stundum á mömmu og vissi ekki hvort speki þessi væri mér ætluð eða pabba nema hvorutveggja væri. Í dag veit eg að þarna fór hin dulda lífspeki og túlkun málsins á henni. Hauki var málshátturinn ekki ætl- aður og veit eg ekki hvort hann vissi nokkurn tíma um þessa dulspeki tengdamóður sinnar. Hún hefur ekki brýnt hann á þess- ari speki enda var öllum ljóst sem kynntust Hauki mági að þar fór hæg- látur og hógvær maður. Sem skapgerðareinkenni var hóg- værðin hans aðall. Allt hefur sinn tíma og mörg eru mannsævinnar tímabil. Eg kynntist Hauki betur hin seinni ár.Við hringdumst á, ef svo má að orði komast. Samtölin stundum löng, gagnleg á þeirri stundu eins og næring lifandi veru. Haukur syrgði systur mína mikið en hann átt sinn frændgarð í Helga- fellshlíðinni og nokkrar ær sér til samneytis. Ánum fargaði hann ekki. Hann ríghelt í bóndann og búfræðinginn sem innst í honum sjálfum bjó. Þéttbýlið hefur nú lagt undir sig æskuslóð hans. Við því var ekkert að gera. Það er ekki skófla og haki eða heykvísl sem þar ráða ferð heldur þungavinnuvélar, eins þessi verkfæri eru almennt kölluð. Hann tók þessum breytingum með hógværð og skilningi, því að allt hef- ur sinn tíma. Ég kveð mág minn og vin með þessum orðum. Sendi frændum mín- um, börnunum og barnabörnum hennar Önnu og hans Hauks, kveðju mína. Brynleifur Steingrímsson. Við fráfall þessa vinar míns á Helgafelli kemur í hugann einlæg vinátta hans til allra sem voru í ná- munda við hann. Haukur var bóndi, fangavörður, stjórnmálamaður og ekki síst kærleiksríkur heimilisfaðir sem stýrði búi sínu og heimili með reisn ásamt konu sinni Önnu Stein- grímsdóttur. Þegar ég kom í Mosfellssveitina sem ungur maður með fjölskyldu mína árið 1973 var Haukur Níelsson við stjórnvölinn í sveitarstjórn ásamt Jóni M. Guðmundssyni á Reykjum. Þessir tveir menn mynduðu meiri- hluta í sveitarstjórninni ásamt sínu fólki. Þetta kjörtímabil voru um- brotatímar, Haukur átti þátt í að leggja þann grunn sem nú liggur fyr- ir með skólahald að Varmá, ákvörð- un og uppbyggingu á nýju íþrótta- húsi, enda var hann íþróttamaður sjálfur og mikill hestamaður. Í kjöl- farið kom Vesturlandsvegurinn, sem opnaði leið fyrir ungt fólk frá höf- uðborgarsvæðinu og raunar öllu Ís- landi til búsetu í Mosfellssveit, en fyrirhyggja Hauks Níelssonar og hans félaga við stjórn sveitarstjórn- armálanna opnuðu þessa leið. Í dag er Mosfellsbær eitt af stærri bæjar- félögum landsins, með um 7.000 íbúa. Ég starfaði með Hauki í stjórn- málum og átti hann sem vin. Sem lögreglumaður hitti ég hann í fang- elsinu á Skólavörðustíg þar sem hann var virtur af samstarfsmönnum og ekki síður af því fólki sem hafði hlotið þá ógæfu að lenda inni í fang- elsinu. Nú á seinni árum kom ég oft við á Helgafelli til að hitta þennan gamla vin minn, sem hafði nokkrar ær á fóðrum og hugsaði vel um þær til hins síðasta. Haukur byggði upp ásamt föður sínum, bróður og fjöl- skyldu hið glæsilega hús á Helgafelli, sem er í raun minnismerki um fram- sýni og dugnað fólks á fyrri tímum. Þetta minnismerki um framsýni, heiðarleika og dugnað er fyrir allra sjónum í dag undir Helgafellinu og verður vonandi verndað undir stjórn komandi sveitarstjórna um ár og ald- ir sem tákn fyrir sveitarfélagið. Ég og fjölskylda mín sendum börnum, uppeldisbörnum, ættingjum og vin- um Hauks Níelssonar og Önnu Steingrímsdóttur samúðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson. Við fréttir af andláti Hauks Níels- sonar, bónda á Helgafelli, fóru í gegnum huga minn þær fáu en góðu stundir sem ég átti með honum. Haukur var hafsjór af fróðleik um sögu Mosfellssveitar. Einn sunnu- dag fyrir nokkrum árum skipulagði Framsóknarfélag Mosfellsbæjar gönguferð upp á Helgafell og var Haukur fararstjóri. Í þessari skemmtilegu ferð lýsti hann m.a. þeim atburði þegar hann var hand- tekinn af hernámsliðinu og færður í miðstöð hersins sem var í herteknu Brúarlandshúsinu. Haukur gat sann- fært hermenn um að hann væri íbúi að Helgafelli og aðeins að líta eftir búsmala og losnaði þar með við frek- ari fangelsun. Haukur var alla tíð mikill félagsmálamaður og kynntist félagsmálum í fyrstu í starfi sínu fyr- ir Ungmennafélagið Aftureldingu. Á uppvaxtarárunum komst hann í snertingu við pólitíkina en Níels faðir hans var mjög pólitískur. Framsókn- armaður var Haukur alla tíð og tók sæti á J-lista fyrir hreppsnefndar- kosningar árið 1966 og hlaut þá kosningu í hreppsnefnd. Í hrepps- nefnd var hann síðan samfleytt til ársins 1986 eða í 20 ár. Pólitískir and- stæðingar hans sögðu hann hafa ver- ið erfiðan en góðan andstæðing, traustan og fastan fyrir. Á þessum árum var m.a. tekist á um uppbygg- ingu sveitarinnar en atvinnutæki- færin voru hér mörg með risafyrir- tækið Álafoss í fararbroddi. Fólk vildi fá að byggja og búa nærri sínum vinnustað og upp úr 1970 stækkar byggðin mikið og fjölgun samfara því. Tók Haukur virkan þátt í þeirri uppbyggingu. Ég átti ekki því láni að fagna að starfa með honum í sveit- arstjórnarmálum, en hann var þessi trausti framsóknarmaður sem lá aldrei á liði sínu ef eftir var leitað. Hann fylgdist vel með stjórnmálum í Mosfellsbæ þó hann tæki ekki lengur virkan þátt. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Hauki og fyrir hönd fram- sóknarfélaganna í Mosfellsbæ vil ég þakka fyrir hans góðu störf um leið og ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Þröstur Karlsson. Mig langaði til að þakka þér fyrir allt, langafi, það var gaman að fá að koma í heim- sókn til þín og leika sér í dótaskúffunni og fá mjólk og kex og kíkja á lömbin. Bless, langafi. Silja Rún Högnadóttir. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.