Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í spásímanum 908 6116 er spá- konan Sirrý. Ástir, fjármál, heilsa. Tímapantanir fyrir einkatíma í símum 908 6116 og 823 6393. Hausttilboð - 30%! Full búð af nýjum vörum fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. 30% afsláttur af öllum vörum. Opið mán.-fös. kl.10-18, lau. 10-16, sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Aðeins einn gullfallegur amerísk- ur Cocker Spaniel hvolpur eftir. Upplýsingar í síma 557 4931 eða 865 7151. Miðjarðarhafseyja. Listamenn, rithöfundar, náttúruunnendur, göngufólk, íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 899 5863. Gistiheimili Halldóru Hvidovre/ Köben. Vetrartilboð www.gistiheimilid.dk . Býður upp á ódýra og góða gistingu. S. 0045-24609552/36778886, em- ail@gistiheimilid.dk Barcelona — Fyrir framan Gaudi kirkjuna gullfalleg íbúð til leigu, viku í senn, eða í skemmri tíma með öllum þægindum. Upplýsingar í síma 899 5863. Flugdella? Ert þú ábyrgur karakt- er í góðum efnum og ekki á leið- inni í atvinnuflug? Vilt fljúga flugsins vegna, sólskins- eða blindflug? Aðgangur án stofn- kostnaðar að eins- og tveggja hreyfla í upphituðum flugskýlum í Reykjavík er fáanlegur. Þjálfun- artengsli frá grunni og áleiðis upp. CV til halldorj@veb.is. Njóttu þess að léttast! kata.grennri.is. Breyttur lífsstíll og frábær líðan! Ég missti 5 kg! Ása 7 kg! Anna 10 kg! Magga 2 5kg! Hvað viltu missa mörg kg? Fríar Prufur. Frí Prótínmæling Louise s: 661 8921. Til leigu nýuppgerð 2ja herb. íbúð, 73 fm, á svæði 105, nálægt Hlemmi. Verð 75 þús. á mán. Laus strax. Aðeins reglusamt og reykl. fólk kemur til greina. Upplýsingar í síma 892 1474. Herbergi á svæði 111. Herb. m. húsgögum, aðg. að eldhúsi, sjónv., þvottav., möguleiki á int- erneti, stutt í alla þjón., reykl., reglus. ásk. Símar. 892 2030, 55 72530. Garðabær. Íbúðir til leigu í Garðabæ. 2ja herb. Lausar strax. Leigjast til áramóta m. möguleika á framl. Tilvalið f. skólafólk. Uppl. í s. 699 7088/ 565 8800. Auðveld kaup 3ja-4ra herb. - 2,5 millj. út. Til sölu 104 fm íbúð í austurbæ Kópavogs. Verð 14,3 millj. Laus strax. Uppl. í síma 588 7050. 50 fm íbúð, 3ja herb, svæði 107. Björt kjallaraíbúð á besta stað nálægt HÍ. Leiga 59.000 + rafm. Uppl. í s. 899 0551. „Nördinn". Handrenndur bolli fyr- ir tölvumanninn, m. öryggishlíf. Sérmerkjum m. nafni eða „logoi“ fyrir rétthenta og örvhenta. Eldstó, Austurvegi 2, Hvolsvelli, s. 482 1011, eldsto@internet.is Icy Spicy Leoncie. Hin vinsæla söngkona vill skemmta um land allt með heitustu smellina sína. Ást á pöbbnum, Wrestler o.fl. fresh from UK. S. 691 8123. www.leoncie-music.com. Hermann Ingi spilar í kvöld. Boltinn í beinni á risaskjá. Hamborgaratilboð. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Furugrund 24, 0303, þingl. eig. Magnús Ólafur Björnsson, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 15. sept- ember 2004 kl. 9:30. Furugrund 36, 01-0202, þingl. eig. Árni Jóhannesson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður sjómanna, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 10:00. Hamraborg 10, 0403, þingl. eig. Útgerðarfélagið Njörður hf., gerðar- beiðendur Sandgerðishöfn, sýslumaðurinn á Akureyri og Vátrygginga- félag Íslands hf., miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 11:00. Hamraborg 38, 01-0101, þingl. eig. Glass ehf., gerðarbeiðendur Hamraborg 38, húsfélag, Kópavogsbær, Sparisjóður vélstjóra og Tollstjóraskrifstofa, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 13:00. Háalind 17, þingl. eig. Steinunn Braga Bragadóttir og Brynjar Jóhann- esson, gerðarbeiðendur Leifur Árnason, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sparisjóður Kópavogs, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 13:30. Hlíðarhjalli 65, 02-0202, þingl. eig. Björg Guðmundsdóttir, gerðar- beiðandi Hlíðarhjalli 65, húsfélag, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 10:30. Hlíðarvegur 24, 0101, þingl. eig. Salóme Bergsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 15:00. Nýbýlavegur 46, 0001, þingl. eig. Halldóra Guðmundsdóttir, gerðar- beiðendur Íslandsbanki hf., Kópavogsbær og sýslumaðurinn í Kópa- vogi, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 14:30. Reynihvammur 20, 0001, ehl. gþ., þingl. eig. Ásgeir Unnar Sæmunds- son, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 14:00. Sæbólsbraut 26, 0203, þingl. eig. Ingibjörg Pétursdóttir, gerðarbeið- endur Íslandsbanki hf., útibú 528 og Kaupþing Búnaðarbanki hf., miðvikudaginn 15. september 2004 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 9. september 2004. Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr. 12. sept. Gagnheiði. Farar- stjóri María Berglind Þráinsdótt- ir. Brottför frá BSÍ kl. 9:00. V. 2.000/2.400 kr. 24.-26. sept. Jeppaferð. Norður fyrir Langjökul. Brott- för kl. 19:00. www.utivist.is ATVINNA mbl.is NAUÐUNGARSALA VERT er að minnast menningarsam- vinnu Svía og Íslendinga þegar Svía- konungur heimsækir Íslendinga með fríðu föruneyti, tígulegri drottningu sinni og fagurri prinsessu. Í hugann kemur leikrit Jóhanns Sigurjónsson- ar um Fjalla-Eyvind og Höllu. Leik- ritið kom út myndskreytt, prýtt myndum úr kvikmynd þeirri er Vikt- or Sjöström, frægur sænskur kvik- myndaleikstjóri, stýrði og fór með hlutverk Kára. John Ekman lék Ar- nes. Kvikmyndin var tekin í norðlæg- um fjallahéruðum Svíþjóðar og frum- sýnd árið 1918. Í leikritinu syngur Kári tilfinningaþrungið ljóð um ástir sínar. Prinsessan unga má gjarnan taka það til sín. Kári syngur. Jag vandrade i bergena en sommarljus natt, solen hade glömt att gå ock sova. Jag hämtar nu min hjärtans kär, min ljuvliga skatt, jag håller alltid vad jag velat lova. Hej, hå. Hela är mina strumpor och hela mina skor och ingenting som ängslar mig í världen. Náin menningarsamvinna var milli Svía og Íslendinga um langt skeið. Sænsk samvinnufélög gerðu út kvik- myndaleiðangur og létu taka fjölda atvinnulífskvikmynda, Vilhjálmur Árnason lögmaður stóð fyrir því. Vil- hjálmi Þór þótti hann of rauður í and- liti í Agfa-lit og vildi því ekki dreifa þeim. Ef til vill eru þær kvikmyndir geymdar í rykföllnum geymslum. Jón Sigurðsson forseti hlýddi á Jenný Lind, sænska næturgalann, syngja er hann dvaldist við handrita- rannsóknir í Svíaríki. Séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld var pennavin- ur Wennerbergs, höfundar Glúnt- anna. Jussi Björling var eftirlætis- söngvari Íslendinga, Alice Babs dáð af ungum sem gömlum. Söngstjóri stúdentakórsins raddsetti lag Kalda- lóns. Sigrún Ögmundsdóttir, sem Helgi Hjörvar nefndi prinsessu, var numin brott af Sigurd Björling söngvara. Albert Engström tók í nef- ið á tindi Heklu. Guðmundur Jónsson, söngvarinn mikli, ætti að syngja ljóð Jóhanns Sigurjónssonar, Ég sótti upp til fjallanna um sumarbjarta nótt. Hann hefir til þess þrek og þrótt. Enda er eiginkona hans, Elín, heimagangur í sendiráði Svía. Gustaf Adolf Svíaprins fór um Þingvallavatn árið 1930 á Grími geitskó með Guðmundi Finnbogasyni landsbókaverði. Lóa frá Nesi var landshöfðingjafrú í Vermalandi, léni Wennerströms og ríki Selmu Lager- löf og Gösta Berlings sögu. Guðlaugi Rósinkrans og Sigurði Þórarinssyni má ei gleyma. Né Vil- hjálmi Finsen, Morgunblaðsmanni og síðar sendiherra. Ég minnist góðra daga í jólafríi íslenskra náms- manna í Svíþjóð. Við vorum nokkrir landar staddir á veitingastofu í gamla bænum. Virðulegum stað þar sem strangar reglur giltu. Vínskömmtun var og þurftu gestir að bryðja heilu kexpakkana með púrtvíni eða sérríi. Sterkt vín var skammtað eftir ströngum reglum og talið í sentilítr- um. Eitthvað var vinur okkar, hag- fræðistúdent í hópnum, síðar virtur efnahagssérfræðingur, farinn að ruglast í reikningskúnstinni. Hann sárbað yfirþjóninn um skilning. „Snälla vaktmästaren, bara 15 deciliter.“ Hann ætlaði að segja cent- iliter. Fara má nærri um svipbrigðin í andliti yfirþjónsins. Ógleymanleg er lýsing Vilhjálms Finsens sendiherra á Sigurjóni Pét- urssyni sem kenndur var við Álafoss er hann var gestur á frægum veit- ingastað í Stokkhólmi. Gestur hans er sænskur maður, Helge. Þeir sitja tveir einir við borð. Sigurjón slær í glas sitt, stendur upp og mælir fyrir minni gestsins. Svo sest hann og er ekki fyrr sestur en gestur hans slær í glas sitt, rís á fæt- ur og mælir fyrir minni Sigurjóns. Svona gekk á víxl langt fram eftir kvöldi en göfugir þjónar og tignir gestir horfðu agndofa á norræna vík- inga mæla málmi skærra mál. Íslensk flugfélög héldu uppi áætl- unarflugi til Svíþjóðar. Auk þess flugu framtaksmenn á eigin vélum. Rifja má upp sögu af einum þeirra, útgerðarmanni, sem fannst til um flugvél sína. Sænskir blaðamenn spurðu hann um áætlun hans. „Vilken rut flyger ni?“ „Min egen, var Islänningens svar,“ rituðu blaða- menn. Íslendingar hafa jafnan farið sínar eigin leiðir. John Ekman lék Arnes, Victor Sjöström Kára og Edith Erastoff Höllu. „Ég sótti upp til fjallanna um sumarbjarta nótt“ Fjalla-Eyvindur. Kári: „Ég er konungur fjallanna.“ Höfundur er þulur. Eftir Pétur Pétursson Edith Erastoff í hlutverki Höllu. Athygli vekur að bæjarþilin eru lárétt gagnstætt því sem er á íslenskum bæjarhúsum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.