Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 49
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 49 Ádögunum opnaði Greiningar- og ráð-gjafarstöð ríkisins nýtt húsnæði fyrirstarfsemi fagsviðs þroskahamlana; aukþess sem bætt er við aðstöðu fagsviðs einhverfu og málhamlana. Stefán J. Hreiðarsson er forstöðumaður Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar. Stefán segir greiningu fötlunar mjög víðtækt ferli, hún taki til ótal þátta. Vönduð þverfagleg greining með alþjóðlega viðurkenndum mat- stækjum geri kleift að horfa til framtíðar og sjá fyrir líklega þróun vanda barns. Það sé síðan for- senda markvissrar íhlutunar og aðstoðar sem miði að því að draga úr áhrifum fötlunar til framtíðar. Hvaða framfarir hafa orðið á sviði greiningar og ráðgjafar? „Þróun í matstækjum og öðrum aðferðum til greiningar á síðustu árum hafa gert þetta starf markvissara, þannig að öll þekking á framvindu mismunandi fatlana og á þeim aðferðum, sem við getum beitt til aðstoðar hefur aukist mikið. Þá hefur skilningur okkar á mismunandi fötlunum batnað mikið. Sem dæmi um þetta má nefna ein- hverfu og skyldar raskanir, en geta okkar til greiningar á því sem við köllum í dag einhverf- urófið hefur aukist verulega með bættum grein- ingartækjum. Þetta hefur leitt til þess að fleiri greinast nú með einhverfu en áður. Þetta gerir okkur hins vegar kleift að beita sérhæfðari með- ferð og þjálfun fyrir barn sem greinist með ein- hverfu og auka þannig líkur barnsins á meira sjálfstæði á fullorðinsárum. Hið sama á við um greiningu á þroskahömlun, en í dag vitum við að erfiðleikar af geðrænum toga eru mun algengari hjá þeim hóp en öðrum. Með vandaðri greiningu og viðeigandi ráðgjöf á barnsaldri er sannað að hægt er að minnka þessar líkur verulega.“ Hefur stöðin breytt hlutverk í ljósi nýrra laga? „Ný lög voru sett um starfsemi stofnunarinnar á síðasta ári, en hún starfaði áður undir lögum um málefni fatlaðra. Í nýjum lögum er lögð áhersla á fyrirbyggjandi starf, en í fyrstu grein laganna segir að markmið þeirra sé tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötl- unar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunar- innar. Þá er í nýjum lögum að finna aukna áherslu á þekkingaröflun og fræðslu vegum stofnunarinnar. Einnig er okkur ætlað að leggja stund á rann- sóknir á sviði fatlana og annarra þroskaraskana. Í því samhengi er gaman að segja frá því að sér- fræðihópur frá Greiningarstöð og barna- og ung- lingageðdeild er í samvinnu við Íslenska erfða- greiningu um rannsókna á orsökum einhverfu og hlaut á dögunum myndarlegan styrk frá banda- rískri rannsóknastofnun.“ Þroskahjálp | Greiningar- og ráðgjafarstöð opnar nýtt húsnæði Greining mjög víðtækt ferli  Stefán J. Hreiðars- son er fæddur árið 1947 á Akureyri. Hann lauk læknanámi frá HÍ 1974 og stundaði nám í al- mennum barnalækn- ingum 1976 til 1979 og nám í fötlunum barna og erfðafræði 1979 til 1982. Stefán starfaði sem sérfræðingur Barna- spítala Hringsins 1982 til 1986 og hefur síðan gegnt starfi forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Stefán er kvæntur og á ásamt konu sinni þrjú börn. Út á ystu nöf ÉG sá í fréttum sjónvarps for- mann félagsmálaráðs, Björk Vil- helmsdóttur, reyna að verja út- burð sjúklings sem bjó í íbúð Félagsbústaða. Þegar hún var spurð um úrræði fyrir það fólk sem lendir í slíku benti hún á gistiskýli við Þingholtsstræti og fleiri staði fyrir heimilislaust fólk. Það ætti að banna með lögum að bera fólk út vegna fátæktar, sjúkdóma eða annarra erfiðleika. Gistiskýli er ekki lausnin þótt svo virðist sem Björk haldi það. Allir þurfa að eiga heimili. Ábyrgð borgarinnar er mikil því sam- kvæmt lögum ber hún ábyrgð á velferð þessa fólks. Það er ekki hægt að segja að þetta sé orðið mannvænt samfélag. Það er sífellt talað um viðskipti, peninga og önnur efnahagsleg gæði og margir mala gull núna og er það hið besta mál. En sem kristin þjóð getum við ekki hrakið þá sem minnst mega sín út á ystu nöf. Mig langar ekki til að sjá það sama hér í Reykjavíkurborg og maður hefur séð í stórborgum er- lendis þar sem flækist um göt- urnar fólk sem á hvergi höfði að að halla. Leiga félagsbústaða hækkaði verulega fyrir rúmu ári og vöruðu Samtök gegn fátækt við þeim afleiðingum sem slíkt gæti haft því að laun þessa fólks eru svo lág að það má ekkert út af bera – þá nær fólk ekki endunum saman. Það fá heldur ekki nær allir að- stoð hjá Félagsþjónustu sem þangað leita og hvað á fólk þá að gera sem við slíka fátækt býr? Sigrún Ármanns Reynisdóttir. Leiðakerfi strætó ÉG sé í fjölmiðlum að fólk er byrj- að að mótmæla væntanlegum breytingum á leiðakerfi strætó. Er ég þessu fólki alveg sammála og hvet fólk til að láta í sér heyra. Borghildur. Kisustrákur í óskilum KISUSTRÁKUR fannst við Skarphéðinsgötu. Er ca 6–8 mán- aða, ómerktur, með hvítt trýni, bringu og lappir en brúnbrönd- óttur á baki, rófu og hnakka. Mjög gæfur, líklega inniköttur. Upplýsingar í síma 695 4489. Snöggur er týndur SNÖGGUR týndist frá Giljalandi 35 ca 17. ágúst sl. Hann er ól- arlaus en eyrnamerktur R8189. Snöggur er geltur fress, gæfur, kolsvartur, mjög stór og kviðmik- ill. Hans er sárt saknað. Þeir sem vita um hann eru beðnir að hafa samband í síma 568 4588 eða 868 0124 eða koma honum í Katt- holt. Kisa í óskilum í Kópavogi GRÁLEIT kisa með rjómalituð undirhár, ca 7–8 mánaða gömul, er í óskilum í Kópavogi. Hún fannst við Sundlaug Kópavogs fyrir nokkrum dögum. Upplýsingar í síma 554 6062. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. g3 b6 3. Bg2 Bb7 4. 0–0 c5 5. d3 d5 6. Rbd2 e6 7. He1 Be7 8. e4 Rc6 9. c3 0–0 10. e5 Rd7 11. Rf1 Dc7 12. Bf4 b5 13. h4 a5 14. R1h2 d4 15. cxd4 cxd4 16. Rg4 Hfc8 17. Rg5 Rb4 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu í kvennaflokki sem lauk fyrir skömmu í Val d’sere. Meist- arinn í ár, Almira Skripchenko (2.453) hafði hvítt gegn Martinu Martsynovskayu (2.235). 18. Rf6+! Bxf6 19. exf6 e5 20. Hc1! Bc6 21. Db3! Hf8 22. Bd2 Db7 23. Bxc6 Rxc6 24. fxg7 Kxg7 25. Dd1! Hvíta drottningin fer nú á kóngsvænginn að stríða svarta kóngnum. 25. … Rd8 26. Dg4 f5 27. Re6+ Kf6 28. Rxd8 Hfxd8 29. Bg5+ Ke6 30. Dxd4 Kf7 31. Dd6 Hdc8 32. De7+ Kg6 33. De6+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. LÚÐRAR verða þeyttir og leik- andi hrynfall mun tæla gesti Grand Rokks þegar stórsveit Nix Noltes og BenniHemmHemm og hljómsveit leika listir sína í kvöld. Um er að ræða annars vegar búlgarska þjóðlagatónlist, sem tíu manna sveit Nix Noltes hefur tekið saman og hins vegar frumsamda tónlist BennaHemm- Hemm, sem hann leikur ásamt dektett sínum. Hljómsveitarmeðlimir hafa undanfarið náð upp rífandi stemningu á Alþjóðahúsinu og hyggjast færa hana út um allan bæ í september. Tónleikarnir hefjast stundvís- lega klukkan hálftólf, enda segja drengirnir Austur-Evrópubúa þekkta fyrir fágaða stundvísi og er fólk hvatt til að taka með sér dansskóna og kátínu. Þjóðlaga- skotið stórteiti á Grand Rokk SÖLUSÝNING á verkum Þorvald- ar Þorsteinssonar verður opnuð í Gallerí+, Brekkugötu 35, Ak- ureyri, í dag, laugardaginn 11. september, kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina Alltaf að mála en á henni gefst tækifæri til að eignast hlut í ævintýraheimi Þorvaldar. Þar verður til sýnis og sölu urmull teikninga, vatns- litamynda og málverka, allt frá æskuárum listamannsins til dags- ins í dag. Þessi verk eru bæði fjöl- breytt og aðgengileg og mörg hver sýnd hér í fyrsta skipti. Í tilefni þess að sýningin er opn- uð 11. september hefur Þorvaldur ákveðið að tileinka hana 12. sept- ember, en það var sem kunnugt er dulnefni Freymóðs Jóhann- essonar, sem Þorvaldur óttast að sé óðum að hverfa í skugga tví- buraturnanna í New York. Verða lög hins ástsæla tónskálds því leikin við opnunina. Í framhaldi af sýningunni í Gall- erí+ verður opnuð í Amts- bókasafninu á Akureyri sýning á frummyndum úr hinni sígildu barnabók Skilaboðaskjóðunni, en þær málaði Þorvaldur á árunum 1985–86 og hafa þær ekki verið dregnar fram í dagsljósið síðan þá. Sýningin í Gallerí+ stendur til 26. september næstkomandi og er opin um helgar frá kl. 14 til 17 eða eftir samkomulagi við eig- endur. Alltaf að mála GESTUM á Tate Britain-safninu í London, sem hýsir list frá árinu 1500 til nútímans og hefur að geyma lyk- ilverk margra af meisturum breskrar myndlistar, gefst nú kostur á að koma með skriflegar athugasemdir um myndverkin sem þar eru til sýnis. Þetta er gert til að mæta kröfum þeirra gesta sem eru ósáttir við op- inberar lýsingar á verkunum. Þær athugasemdir sem þykja best- ar verða síðan valdar úr og settar við hlið þess verks sem um ræðir. Safn- stjórinn Stephen Deuchar sagðist sér- staklega spenntur að heyra innlegg fólks sem hugsanlega veit meira um verkin en sérfræðingarnir. „Þetta gef- ur okkur tækifæri til að sýna aug- ljósan áhuga fólks, sem sumt hvað kemur í pílagrímsferðir til að sjá meistaraverkin sem eru til sýnis í safninu, og auðga um leið fræðitextana sem fylgja verkunum,“ sagði hann. Morgunblaðið/Þorkell Ætli gestir Listasafns Íslands myndu sætta sig við útskýringuna um verkið Sumarnótt á Þingvöllum eftir Jóhannes Kjarval, „…þar sem sólin rís sem glóandi eldhnöttur í austri og varpar rauðri birtu yfir landið, má greina umtalsverð áhrif frá Edvard Munch og hinum skandinavíska expressjón- isma“, eða myndu þeir skrifa aðra athugasemd ef þeir gætu? Safngestir gerast listsérfræðingar www.tate.org.uk TRÉSKURÐUR Námskeið í myndskurði og öskjugerð hefst 21. september. Kennt verður á gamalgrónu verkstæði á Laugavegi 100. Örn Sigurðsson myndskeri og húsgagnasmíðameistari. Skráning og nánari upplýsingar í síma 848 8659.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.