Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 50

Morgunblaðið - 11.09.2004, Síða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú munt líklega lenda í valdabaráttu við einhvern í vinnunni í dag. Það þykjast ansi margir vita allt í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það eru miklar líkur á einhvers konar deilum í kringum þig í dag. Þetta getur snúist um peninga eða bara hvað sem er. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta er ekki rétti dagurinn til að ræða alvarlega við maka þinn eða nánustu vini. Það er mikil hætta á því að ein- hverjum finnist að sér ráðist. Reyndu að bakka áður en það hleypur harka í mál- in. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert staðráðin/n í að hafa þitt fram í rökræðum í dag. Þú gætir einnig laðað að þér fólk sem er þannig stemmt. Ekki eyða allri orku þinni í deilur um hluti sem skipta ekki máli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig langar til að verja peningum til styrktar málstað sem skiptir þig máli. Þú vilt þó alls ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að fara að þessu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það gætu orðið einhvers konar bilanir í kringum þig í dag eð þá að hlutirnir ganga bara ekki eins og þeir eiga að gera. Gerðu þitt til að bæta úr þessu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er hætt við að þetta verði erfiður dagur. Eitthvað í undirmeðvitund þinni setur þig í varnarstöðu. Reyndu að slaka á og forðastu að ráðast á aðra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér finnst eins og einhver sé að reyna þig í dag. Láttu ekki draga þig út í eitt- hvað sem þú kærir þig ekkert um. Þú þarft ekkert að sanna þig fyrir öðrum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er ekki góður dagur til að takast á við fulltrúa yfirvalda. Það er hætt við að fólk misnoti vald sitt með einhverjum hætti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt líklega lenda í deilum um stjórnmál, trúmál eða heimspeki í dag. Fólk stendur yfirhöfuð fast á sínu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er mikil hætta á deilum í dag og því er þetta ekki góður dagur til að skipta sameiginlegum eignum. Aðstæður ættu þó að breytast innan nokkurra daga. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fólk er óvenju þrætugjarnt í dag og því er þetta afleitur dagur til alvarlegra samræðna við maka þinn og nána vini. Reyndu bara að láta sem minnst fyrir þér fara. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru frjálslynd og umburðarlynd og sýna sínum nánustu mikla ástúð. Komandi ár getur orðið besta ár ævi þeirra. Þau ættu því að freista þess að láta drauma sína rætast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Evrópumót ungmenna í Prag. Norður ♠ÁD982 ♥Á8 ♦Á854 ♣85 Vestur Austur ♠107653 ♠G ♥K32 ♥DG109 ♦9632 ♦KG107 ♣10 ♣KG43 Suður ♠K4 ♥7654 ♦D ♣ÁD9762 Evrópumót yngri spilara var haldið í Prag fyrstu tíu daga ágústmánaðar. Spilað var í þremur flokkum: ung- mennaflokki (25 ára og yngri), skóla- flokki (20 ára og yngri) og stúlknaflokki. Pólverjar hlutu gullið í ungmenna- og skólaflokki, en Austurríki vann í flokki stúlkna. Spilið að ofan kom upp í fyrstu um- ferð mótsins og víða varð suður sagn- hafi í þremur gröndum. Flestir fóru nið- ur eftir hjartaútspil, en ekki þó Rússinn Evgeni Rudakov. Hann fékk út hjartat- vist. Hvernig myndi lesandinn spila? Rudakov tók réttilega strax á hjarta- ás, enda vildi hann ekki fá á sig tíg- ulsókn. Hann svínaði svo laufdrottningu í öðrum slag og tók eftir því að tían féll. Margir hlömmuðu niður laufás í þessari stöðu og glutruðu þannig spilinu niður, en Rudakov var vandvirkari. Hann spil- aði smáum spaða á drottninguna og laufáttu úr borði. Austur lét lítið lauf og Rudakov yfirtók áttuna með níu. Vestur mátti fá slaginn, ef því var að skipta, en eins og spilið lá fékk Rudakov verðlaun fyrir nákvæmnina. Nían hélt og Ruda- kov fríaði laufið. Þegar vörnin gat að- eins tekið þrjá hjartaslagi var spilið unnið: tveir á spaða, tveir rauðir ásar og fimm slagir á lauf. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 sjóða, 4 feyskn- ar, 7 reyks, 8 berja, 9 kraftur, 11 beitu, 13 vaxi, 14 hökur, 15 spýta, 17 hljómar, 20 duft, 22 haldast, 23 sorg, 24 blauður, 25 nagdýrs. Lóðrétt | 1 ístruvömb, 2 höndin, 3 svara, 4 dýr, 5 auðlindir, 6 sefaði, 10 segl, 12 andi, 13 tímg- unarfruma, 15 ganglimir, 16 styrk, 18 afls, 19 lítilfjörlegar, 20 skítur, 21 ræfil. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 svertingi, 8 lofum, 9 lagni, 10 mór, 11 staka, 13 afræð, 15 bratt, 18 stýra, 21 iðn, 22 glatt, 23 úrinn, 24 hnullungs. Lóðrétt | 2 vifta, 3 remma, 4 illra, 5 gýgur, 6 slys, 7 hirð, 12 két, 14 fát, 15 bugt, 16 asann, 17 titil, 18 snúru, 19 ýring, 20 anna  Tónlist Café Rósenberg | Hljómsveitin Hraun! flyt- ur eigin tónlist kl. 23 en líður svo smám saman út í tökulandið. Grand Rokk | Stórsveit Nix Noltes og Bennihemmhemm. Nasa | Laugardaginn 11. september kl. 21 á Nasa verður boðið á ókeypis tónleika með Birni Thoroddsen og Givon-tríóinu, sem leikur sígaunatónlist. Tónleikarnir eru sam- starfsverkefni Alliance française, Jazz- vakningar og franska sendiráðsins. Myndlist Gallerí + | Sýning Þorvaldar Þorsteins- sonar, „Alltaf að mála“, verður opnuð í dag klukkan 15 og stendur til 26. september. Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14–17 og á öðrum tíma eftir sam- komulagi. Þar verður til sýnis og sölu mikið úrval fjölbreyttra og aðgengilegra verka. Mirale | Kjartan Guðjónsson opnar sýningu á Veggnum í Mirale á laugardag. Kjartan stundaði nám við Handíðaskólann 1942– 43, Art Institute of Chicago 1943–45 og Accademia di Belle Arti í Flórens 1949 og er einn úr upphaflega Septemberhópnum svokallaða sem sýndi fyrst saman í Lista- mannaskálanum. Safn | Tvær sýningar opnaðar í dag. Ívar Valgarðsson með ljósmyndir og glerverk og Hollendingurinn Pieter Holstein með glerverk. Sundlaug Grafarvogs | Alda Ármanna opnar málverkasýningu í anddyri Sund- laugar Grafarvogs laugardaginn 11. sept- ember. Sundlaug Grafarvogs býður upp á morgunkaffi í heitu pottunum og ýmsar uppákomur verða á íþróttasvæðinu. Skemmtanir Breiðin Akranesi | Á móti sól leikur. Þetta er fyrsta ballið í rúma 3 mánuði á breiðinni, en þar hafa orðið eigendaskipti og ýmsar aðrar breytingar. Búálfurinn | Gulli Reynis og Öddi Hjálmars um helgina. Catalína | Hamraborg 11. Hermann Ingi skemmtir í kvöld. Celtic Cross | Spilafíklarnir leika á Celtic Cross á neðri hæðinni – á þeirri efri leikur trúbadorinn Ómar Hlynsson. Frítt inn. Classic Rock | Hljómsveitin Dúr-X. Hressó | Dj Le Chef skemmtir fólki á Hressó fram eftir morgni. Nasa | Ný dönsk leikur. Sjallinn, Akureyri | Vinir vors & blóma leika í Sjallanum Akureyri. Félagsstarf Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Pútt á Ásvöllum kl. 10 til 12. Hæðargarður 31, félagsmiðstöð | Út í blá- inn – Fjölskylduganga Háaleitishverfis frá Hæðargarði kl. 10. Húsið opnað kl. 9.40 Teygjuæfingar og vatn í boði. Starfið er op- ið öllum. Sími: 568 3132. Orlofsnefnd | húsmæðra í Kópavogi fer í dagsferð um Árnessýslu, 18. september. Í hádeginu verður snætt á Gullfossi og kvöldverður á Hótel Valhöll, Þingvöllum. Lagt af stað frá Sparisjóði Kópavogs, Digranesvegi, kl. 9, mæting kl. 8.50. Uppl. og skráning hjá Ólöfu, s. 554 0388 og Birnu s. 554 2199/847 7061. SONI | Society of New Icelanders invite you to have fun with all the family at the AUTUMN FEAST. This saturday 11th sept- ember 19:30 Pot luck dinner, Top floor Al- þjóðahús Hverfisgata 18. Don’t miss it !!! Kl. 19:30–22. SONI | Félag nýrra Íslendinga býður til fjöl- skylduskemmtunar á haustfagnaði, laug- ardaginn 11. september kl. 19.30 á efstu hæð í Alþjóðahúsi, Hverfisgötu 18. Pott- lukkukvöldmatur verður í boði gesta. Kirkjustarf Dómkirkjan | Barnasamkomur á kirkjuloft- inu eru hafnar. Þær eru á messutíma kl. 11 á sunnudögum. Næsta sunnudag eigum við einnig von á fermingarbörnum og for- eldrum þeirra til messunnar. Sjá nánar heimasíðu www.domkirkjan.is. Grafarvogskirkja | Haustferð eldri borgara verður farin þriðjudaginn 14. sept. Lagt verður af stað kl. 9 frá Grafarvogskirkju. Farið verður að Skógum og minjasafnið skoðað. Hádegisverður snæddur á safninu. Komið verður við í Eden á leiðinni heim. Þátttaka tilkynnt í síma 587 9070. Laugarneskirkja | Hópur eldri borgara stefnir í skemmtiferð til Vestmannaeyja á vegum Laugarneskirkju. Kynningarfundur verður haldinn í kirkjunni sunnudaginn 26. september kl. 15. Ráðstefnur Heilsustofnun NLFÍ | verður með ráð- stefnu dagana 16. til 17. september á Hótel Örk í Hveragerði. Skráning á hnlfi.is/ loft2004. Fimmtudaginn 16. september kl. 22 verður kveikt á kertum vegna þeirra sem talið er að látist af völdum reykinga á næsta ári. Öllum velkomið að vera við at- höfnina. Íþróttir Taflfélag Reykjavíkur | Laugardaginn 11. september, býður öllum börnum og ung- lingum 15 ára og yngri á ókeypis skákæf- ingu í húsakynnum sínum að Faxafeni 12. Boðið verður upp á pítsur og gos. Þessar æfingar verða vikulega í vetur. Æfingin hefst kl. 14 og stendur til kl. 17. Allir vel- komnir. Staður og stund http://www.mbl.is/sos JÓNAS Bragi Jóns- son myndlistarmaður opnar í dag kl. 14 sýn- ingu sína í sal Ís- lenskra myndlist- armanna, Hafnarstræti 16. Sýninguna nefnir Jónas Bragi „Iður“ en þar sýnir hann skúlptúra og mynd- verk úr kristalgleri og öðrum glerefnum. Í verkum sínum fæst hann við að binda anda og kraft nátt- úruaflanna í rúm- fræðileg form. Sýningin verður síðan opin klukkan 10–16 virka daga og 14–18 um helgar, en hún stendur til 2. október. Jónas Bragi er fædd- ur í Hafnarfirði árið 1964 og hóf ungur að fást við glerlist. Hann lauk námi í skúlptúr- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1989 og stundaði glerlistarnám í West Surrey College of Art & Design og í Ed- inburgh College of Art, þaðan sem hann lauk meistaranámi í glerlist með sóma. Var verk hans „Öldur“ valið besta útskriftarlistaverk úr gleri á Bretlandseyjum á sýningunni „Crystal ‘92“. Jónas Bragi hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víðs vegar um heim, t.d. í Japan, Hollandi, Englandi, á Norðurlönd- unum og víðar. Andar náttúruaflanna bundnir 80 ÁRA afmæli. Ídag, 11. sept- ember, verður áttræð Kristrún Guðmunds- dóttir. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í dag frá kl. 15– 18 á jarðhæð í Ár- skógum 8, Reykjavík. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Hlutavelta | Þær Eva Björg, Margrét Björg og Una söfnuðu 7.754 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Stað og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur héldu nýlega flóamarkað á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfn- uðust 5.235 krónur. Þær heita Kristín Rut Gunnarsdóttir, Fjóla Björk Krist- insdóttir, Eydís Helena Leifsdóttir og Thelma Rut Rögnvaldsdóttir. Hlutavelta | Þessir ungu krakkar héldu nýlega hlutaveltu og söfnuðu auk þess flöskum til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 10.109 krónur. Þau heita Katrín Jónasdóttir, Álfheiður Sig- marsdóttir, Reimar Ingi Sigurbjörns- son og Lilja Rós Sigurbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.