Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 51

Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 51
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 51 TÍBRÁ, vetrardagskrá Salarins í Kópavogi, hófst með tónleikum Liene Circene píanó- leikara á þriðjudagskvöldið. Circene, sem er frá Lettlandi, vakti verðskuldaða athygli í fyrra fyrir magnaðan leik og bar hæst snilldarlega túlkun á h-moll-ballöðu Liszts. Hún var einstaklega vel upp byggð, alls konar blæbrigði voru fagurlega mótuð og hápunktarnir yfirgengilegir. Tilþrifin á tón- leikunum á þriðjudagskvöldið voru engu síðri og gekk jafnvel ennþá meira á en síð- ast. Á efnisskánni voru tónsmíðar eftir Bach, Beethoven, Ginastera og Rachmaninoff og einkenndist leikur Circene af gríðarlegri styrkleikavídd. Reyndar voru veikustu kafl- arnir svo fínlegir að það kom örlítið niður á skýrleikanum hér og þar, en þar sem túlk- unin var óvenju skáldleg og tilfinn- ingaþrungin kom það ekki að sök. Til dæm- is var flutningurinn á sónötu í A-dúr op. 2 nr. 2 eftir Beethoven stórbrotinn; hinar miklu andstæður sem ávallt takast á í verk- um tónskáldsins voru fyllilega til staðar. Fyrsti kaflinn var skemmtilega glannalegur, hægi kaflinn tignarlegur, scherzóið sannur gamanþáttur með tregafullri undiröldu og lokaþátturinn hrífandi einlægur. Svipaða sögu er að segja um annað á efn- isskránni; Kaprísa um brottför ástsæls bróður eftir Bach var heillandi myndræn, 12 amerískar prelúdíur eftir Ginastera voru í senn innhverfar og ofsafengnar og til- brigði Rachmaninoffs við stef eftir Corelli, ásamt nokkrum prelúdíum, voru sérlega fal- leg. Fáeinar minnisgloppur komu að vísu fyrir en túlkunin var engu að síður full af unaðslegri nostalgíu, einmitt eins og Rachmaninoff á að hljóma. Persónulega fannst mér Corelli-tilbrigðin áhrifamesta at- riði tónleikanna; lokahnykkurinn var þvílík tilfinningasprengja að ekki verður lýst með orðum. Circene er gædd ríkulegum hæfileikum, næmri tilfinningu fyrir hinu óræða í tónlist- inni auk mikillar tækni. Hún þorir að taka áhættur og leikur hennar er því ávallt spennandi; jafnvel þótt verkin sem hún er að spila séu þekkt þá veit maður aldrei hvað kemur næst. Og það er sko ekki amalegt. Veldi tilfinninganna TÓNLIST Píanótónleikar Liene Circene flutti verk eftir Bach, Beethoven, Ginastera og Rachmaninoff. Þriðjudagur 7. september. SALURINN Í KÓPAVOGI Jónas Sen Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvariog Anna Guðný Guðmundsdóttir pí-anóleikari gera víðreist um Vest-urland og Vestfirði næstu daga með ferna tónleika. Fyrstu tónleikarnir verða í Stykkishólmskirkju á morgun kl. 16; aðrir í Ísafjarðarkirkju á mánudag kl. 20.30. Þá verð- ur haldið til Reykjavíkur og sungið í Tónlistar- húsinu Ými á miðvikudagskvöld kl. 20, en síð- ustu tónleikar þeirra verða svo á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar, þriðjudags- kvöldið 21. september kl. 20.30 í Borgarnes- kirkju. Gunnar Guðbjörnsson segir að á efnis- skránni verði meðal annars íslensk lög sem hann hafi aldrei sungið áður. „Kvöldsöngurinn hans Markúsar og Sprett- ur verða þarna, og Þú eina hjartans yndið mitt, sem ég efast um að ég hafi sungið nema kannski einu sinni áður á tónleikum; Vorgyðj- an kemur, og fleiri góð lög. Þá syng ég kippu af sænskum lögum, en það eru komin að minnsta kosti átta eða níu ár síðan ég söng þau síðast, þá ítölsk lög, sem ég hef fæst sungið á tón- leikum áður – ítalskir standardar eins og Rondine al nido, Musica prohibita og Non ti scordate me. Við reynum að hafa létt yfir pró- gramminu, þótt það sé drama í mörgum lag- anna.“ Gunnar segir að náttúran leiki stórt hlut- verk í flestum sönglaganna, og nefnir sem dæmi lag Hugo Alfvéns, Skogen sover, og þjóðlagið Ack Värmeland du sköna. Náttúran og samskipti manns og náttúru er eins konar þema, eða rauður þráður í efnisskrá tón- leikanna. „Það verður mikil náttúrustemmning gegnum allt prógrammið, og það er nokkuð sem mig langaði til að gera. Ég var fyrst að hugsa um að tína til veiðimannasöngva, en svona þróaðist þetta. Ég enda tónleikana á arí- um og þar fær veiðimaðurinn að njóta sín, eins og Max í Freischütz – í aríu sem ég hef aldrei sungið áður, en ég vona að ég fái að syngja úti, því umboðsmenn mínir hafa verið að ýja að því við mig að ég ætti að fara að takast á við þetta hlutverk. Í lokin syng ég svo É la solita storia úr Stúlkunni frá Arles, þar sem sungið er um hirðingja, og loks Lenskíj-aríuna sem langt er síðan ég hef sungið – en ég syng hana á rúss- nesku. Í aríunum er náttúran líka í stóru hlut- verki.“ Það er mikill skyldleiki milli íslensku og sænsku sönglaganna að mati Gunnars, ekki síst í náttúrulýsingunum. „Þetta er síðróm- antík, og hvarf til náttúrunnar er dæmigert viðfangsefni. Síðrómantíkin var seinna á ferð- inni hér, þannig að sænsku lögin eru eldri en þau íslensku. Í ítölsku lögunum aftur á móti sjáum við allt annars konar náttúru. Þar er sungið um svölurnar, og aðra fugla meðan við hér á norðurslóðum erum meira að syngja um fjöllin og skógana. En þó eru þarna sameig- inlegir strengir að vissu leyti í uppbyggingu laganna; hvernig risið í þeim er. Ítalska söng- lagið er þó alltaf meira hugsað þannig að rödd- in fái að njóta sín; – stóri tónninn þarf að geta verið glæsilegur, meðan Svíarnir og Íslending- arnir líka leita meira innávið. Ítalirnir eru extrovert meðan við norðurhjarabúar erum introvert.“ Ítalskir íslenskir söngvarar Gunnar segir að þetta sé innbyggt í söng- menningu þjóðanna. „Maður sér til dæmis mikinn mun á söngmenningu Ítala og Frakka. Franska söngmenningin er miklu, miklu – ja ég vil ekki endilega segja kúltiveraðri, en hún er innhverfari en sú ítalska, en ítalskri og spænskri söngmenningu svipar hins vegar saman. Í Suður-Ameríku hefur söngmenn- ingin svo farið alveg í sínar eigin áttir. Þú sérð ekki mikið auglýst af Schubert-ljóðatónleikum á Ítalíu, en talsvert af því í Frakklandi. Þannig eru Frakkar kannski einhvers konar tenging suðurhluta Evrópu við norðrið, og þetta sést í óperunum líka.“ Og þessi munur endurspeglast líka í söngv- urunum sjálfum. „Það snýst að stórum hluta um framkomuna. En við Íslendingar eigum líka söngvara sem eru mjög ítalskir, eins og Elínu Ósk Ósk- arsdóttur, sem er púra ítölsk í söngnum, og Kristján Jóhannsson. Þetta getur auðvitað verið alveg eðlilegt, en er ekki dæmigert fyrir þá sönghefð sem við erum sprottin uppúr. Hún stendur nær Norð- urlöndunum og Þýskalandi. Ís- lenskir söngvarar fyrr á árum, sem lærðu á Ítalíu, eins og Stefán Ís- landi og Einar Kristjánsson, voru þrátt fyrir það miklu meira í nor- rænu áttina, – enda sungu þeir báðir mikið á þeim slóðum, Einar í Þýskalandi og Stefán í Kaup- mannahöfn. Smekkur þeirra virð- ist hafa legið í átt að þeirra hefð, en kannski hefur smekkur söngv- ara eitthvað breyst síðan. Það er stór hópur af Íslendingum sem hefur lært söng á Ítalíu; – en samt, þeir verða þó ekki endilega týp- ískir ítalskir söngvarar, þótt þeir hafi lært söngtæknina þar. Raddir og tækni eru tveir aðskildir hlutir, og svo spila menningin og upprun- inn inn í þetta líka.“ Þau Gunnar og Anna Guðný hafa unnið sam- an áður, þótt Gunnar hafi oftar en ekki sungið með Jónasi Ingimundarsyni, sem nú er í leyfi. „Þegar Jónas hefur verið vant við látinn hef ég leitað til Önnu Guðnýjar. Anna Guðný er svo fagmannlegur píanóleikari; – alltaf eins og klettur og fyrsta flokks tónlistarmaður. Hún er bara frábær í alla staði og ofboðslega ánægjulegt að vinna með henni. Annars er það svo á Íslandi að hér eru upp til hópa frábærir píanóleikarar – aldrei nein vandræði. Þess vegna, meðal annars, er mjög gott að vera söngvari á Íslandi í dag. Það getur hins vegar verið erfiðara með hljómsveitarstjórana útí heimi. Stjórnendur og söngvarar eru tvær prímadonnur. Söngv- arinn er vanur að hafa visst vald, og stjórnand- inn er vanur að vera alvaldur, og þar hittast því oft olían og eldurinn og getur orðið helvíti mikið bál. Píanistarnir – að minnsta kosti þeir sem spila með söngvurum, – eru nú yfirleitt vanir því að láta sig hafa ýmislegt! En við Anna Guðný getum rætt þetta allt í besta bróðerni og getum sagt skoðanir okkar á tón- listinni og hvernig eigi að túlka hana. Öðru vísi getur samstarf heldur ekki gengið upp.“ Tónlist | Gunnar Guðbjörnsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir Þar er sungið um svölurnar… Gunnar við Tónlistarhúsið Ými, en þar verða tónleikar hans og Önnu Guðnýjar í Reykjavík. begga@mbl.is Morgunblaðið/Golli Opið í dag 11-17 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 Kjartan Guðjónsson listmálari opnar sýningu í dag kl. 15.00 á Veggnum í Mirale Allir sem skrá sig á póstlista MIRALE í dag fara í pott og geta unnið gjafabréf að verðmæti 30.000 kr. Húsgögnum frá Cassina Gjafavörum frá Alessi Vínglösum frá Riedel Vínkynning frá Rolf Johansen Kynning á:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.