Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 52
MENNING 52 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA er lítil yfirlitssýning,“ segir hollenski listamaðurinn Pieter Hol- stein, þar sem hann leiðir blaðamann milli hæða í Safni á Laugavegi 37, þar sem sýning á verkum hans verð- ur opnuð klukkan 16 í dag. Á neðstu hæðinni er röð lítilla teikninga og vatnslitamynda – landslag og hug- myndaútfærslur. Á miðhæð eru nýj- ar vatnslita- og grafíkmyndir, auk grafíkmynda frá 8. og 9. áratugnum, þar sem listamaðurinn leikur sér með texta og myndefni úr hversdeg- inum. Það er fyrir þau verk sem hann er hvað þekktastur. „Ég geri mikið af teikningum í ólíkum stílum, af ólíkum hlutum,“ segir hann. „Ég nota teikninguna gjarnan til að formgera hugmyndir og athuganir. Er með annan fótinn í teikningunni, aðgerðinni, en hinn í konseptinu. Og báðir fætur þurfa að ganga áfram til að úr verði eitthvað sem skiptir máli. Sumar teikningarnar geta verið hreinar og beinar en aðrar mjög flóknar. Hvort tveggja getur orðið til á sama tíma og þróast í ólíkar áttir. Það fer bara eftir því hvað ég er að hugsa um, hvernig úrvinnslan verð- ur.“ Við ræðum um vísanir í ólíkt landslag og hann segist ekki reyna að ljósmynda landslag, heldur reyna að finna nálgun við upplifanir. „Ég forðast ekkert að vera fígúratífur en ég sækist heldur ekkert eftir því. Ég reyni frekar að skapa eitthvað áþreifanlegt en stæla eitthvað.“ Samfélagslegar skírskotanir Um eldri grafíkmyndirnar, þar sem misvísandi texti og einfaldar teikningar skapa iðulega óvænta spennu, segir hann þær hafa verið viðbrögð við ólíkum hlutum. „Þeim er ætlað að vísa í raunverulega hluti en virka furðulegar um leið; fólk ætti að taka eftir því að ekki er allt með felldu. Í þessum verkum eru ýmiss konar samfélagslegar skírskotanir. Það er mikilvægt að listamaðurinn velti fyr- ir sér hlutverki sínu í samfélaginu.“ Holstein hefur dvalist talsvert á Ís- landi gegnum árin. „Ég var með vin- ustofu Magnúsar Pálssonar á Klapp- arstígnum í láni. Þá gekk ég oft niður að sjónum, þar sem nú rísa þessi háu hús. Hér er ný vatnslitamynd sem er byggð á teikningu frá þeim tíma, þarna er horft yfir flóann,“ segir hann og bendir. „Og hér er önnur sem er frá Hjalteyri – þótt ég viti reyndar að sólin kemur ekki upp yfir fjöllin eins og ég set hana þarna. Já, ég hef komið hingað nokkrum sinnum og einu sinni var ég í næstum hálft ár. Þá kenndi ég í MHÍ og þurfti sérstakt leyfi til að vera svo lengi í landinu. Ég sýndi í Galleríi Gangi og nokkrum sinnum í Nýlistasafninu, einu sinni var ég með allt safnið.“ Þess má geta að verk eftir Holstein eru í eigu Listasafns Íslands, Ný- listasafnsins og Safns. Og hann bætir við: „Það voru þeir bræður Sigurður og Kristján Guðmunds- synir, sem ég hafði kynnst í Holandi, sem fengu mig til að koma hingað. Og mér finnst ennþá gaman að koma. Það er líka fallegt ef maður ferðast eitthvað um landið – en ég þarf lík- lega ekkert að segja þér frá því.“ Með annan fótinn í teikningunni Morgunblaðið/Kristinn „Grafíkmyndunum er ætlað að vísa í raunverulega hluti en virka furðu- legar um leið,“ segir Pieter Holstein um sýningu sína í Safni. Myndlist | Opnun í Safni Hollenskir dagar hófu göngu sína í Reykjavík á fimmtudag, og skjóta því ýmsir listviðburðir sem eiga rætur að rekja til Niðurlanda upp kollinum í borginni með reglulegu milli- bili um þessar mundir. Í Hafnarhús- inu var í gær opnuð yfirlits- sýning á þrjátíu ára sögu hol- lenskrar myndbandalistar. Þrjátíu leiðandi listamenn í greininni eiga þar verk, enda hafa Hollendingar lengi talist til frumkvöðla í mynd- bandalist. Myndbönd eru mikið notaður miðill innan myndlist- arheimsins og því eflaust fróðlegt að kíkja á hvernig frumkvöðlarnir nýttu sér hann. Ekki er þó ráðlegt að bíða lengi eftir að kíkja á sýn- inguna, því hún stendur aðeins tíu daga, til 19. september. Organistinn Peter Ouwerkerk leikur á tónleikum í Hallgríms- kirkju annað kvöld kl. 20. Ouwer- kerk er fæddur 1968 og hafði þeg- ar unnið til alþjóðlegra verðlauna þegar hann útskrifaðist frá hinu virta Sweelink-konservatoríi í Amsterdam árið 1995. Hann hefur meðal annars lagt sérstaka rækt við flutning verka eftir frönsk tón- skáld, sem og samtímatónlist. Á tónleikunum annað kvöld leikur hann verk eftir hollensk tónskáld frá ýmsum tímum, allt frá Sweel- ink sjálfum til Daan Maneke sem fæddur er 1939, en einnig eftir Bach, Frank Martin og César Franck svo dæmi séu nefnd. Að- gangur að tónleikunum er ókeyp- is.    CAPUT-hópurinn stendur fyrir tónleikum fyrir alla fjölskylduna í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun kl. 15, þar sem leikin verða þrjú verk eftir hollenska tónskáldið Theo Loevendie. Loevendie var djassa- saxófónleikari og stjórnandi um langt skeið, en er í dag eitt best þekkta tónskáld Hollendinga. Þekktasta verk hans er líklega tónverkið um Næturgalann, sem er byggður á samnefndu ævintýri hins ástsæla H.C. Andersen og er þekkt um allan heim. Söguna þekkja flestir - ævintýrið gerist austur í Kína, þar sem keisarans hallir skína... Verkið er fyrir sögu- mann og hljóðfæraleikara, og afar skemmtilegt fyrir bæði börn og fullorðna. Hin verkin á efnisskránni í Ráð- húsinu byggjast á notkun kúa- bjallna, enda kýr mikils metin dýr í Hollandi og bera alltaf bjöllur, ólíkt íslenskum systrum þeirra. Í verkunum Einmana kúabjallan og Doppleriana fyrir þrjár kúabjöllur beita þrír slagverksleikarar alls konar tækni á kúabjöllur, sem leiðir til fjölbreyttrar útkomu.    Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur líka fyrir skemmtilegum viðburði í dag, þó hann hafi fátt með Holland að gera. Milli kl. 13 og 16 verður opið hús í Há- skólabíói, þar sem leikin verður fjörug tónlist og gestum gefst kostur á að prófa hin ýmsu hljóð- færi. Síðan er aldrei að vita nema konsertmeistarinn Guðný Guð- mundsdóttir taki í túbu í stað fiðlu í tilefni dagsins! Hollendingar fljúga yfir Reykjavík ’Ýmsir listviðburðir,sem eiga rætur að rekja til Niðurlanda, skjóta upp kollinum í borginni með reglulegu millibili um þessar mundir.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is FASTEIGNIR mbl.is Áskriftarkort á 6 sýnigar Aðeins kr. 10.700 Stóra svið Nýja svið og Litla svið MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Í kvöld kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9 Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20 Fö 1/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl. 20, fi 16/9 kl 20, fö 17/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN SIGURRÓS ofl. Afmælis- og útgáfuhátíð Mi 15/9 kl 20 - Aðeins einir tónleikar Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200 Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Lau . 11 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI F im. 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 24 .09 20 .00 AKUREYRI „Frábær skemmtun“ Fr ið r ik Þór Fr ið r iksson , kv ikmyndagerðamaður . Hljómar í kvöld Leikhúsgestir munið spennandi matseðil S: 568 0878 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning 2. sýn. lau 11/9 kl. 21 UPPSELT 3. sýn. sun 12/9 kl. 20 UPPSELT SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi lau 11/9 kl.18 ÖRFÁ SÆTI LAUS Áskriftarkort! 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Sun. 12. sept. kl. 19:30 SÍÐUSTU SÝNINGAR: ATH. 2 AUKASÝNINGAR Vegna gríðarlegrar eftirspurnar Fös. 17. sept. kl. 19.30 Sun. 19. sept. kl. 19.30 Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á að hægt er panta miða með tölvupósti í miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.