Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 53
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 53 DANSLEIKUR Dúndrandi harmonikuball í Auðbrekku 25, Kópavogi, í kvöld frá kl. 22:00. Fjölbreytt músík fyrir dansáhugafólk. Aðgangseyrir kr. 1.500. Harmonikufélag Reykjavíkur. debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 56 74 09 /2 00 4 E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. Esprit fyrir krakka Nýtt í Debenhams Enn bætast ný merki við frábært úrval merkjavöru í Debenhams. Barnafötin frá Esprit auka enn á glæsilegt vöruúrvalið. Þau eru sérlega litrík, falleg og vönduð. EINHVERN tíma var sagt að mun- urinn á ljósmynd og málverki væri sá að meðan málverkið drægi upp ein- hvern hugarheim málarans, sannan eða loginn, – alltaf þó séðan með hans augum og túlkaðan með hans aðferðum, þá væri ljósmyndin eins og frosin sneið af raunveruleikanum. En er það svo? Auðvitað hefur sjón- arhorn ljósmyndarans áhrif á það hvernig við sjáum þá frosnu sneið. Og hvað er svo sem raunveruleiki? – ef við viljum fara út í enn dýpri sálma. Danski ljósmyndarinn Astrid Kruse Jensen veltir þessum hug- myndum fyrir sér í verkum sínum á sýningu sem nú stendur yfir í Gall- eríi Skugga á Hverfisgötunni, en sýninguna kallar hún „Imaginary Realities“ – sem hægt væri að kalla ímyndaðan raunveruleika. Meginvið- fangsefni hennar eru hversdagslegir staðir og aðstæður en í ljósmyndum sínum ljær hún slíkum stöðum and- rúmsloft sem kveikir með áhorfand- anum hugmyndir um annars konar, og ímyndaðan, raunveruleika. „Það er rétt, í myndunum sem ég sýni í Skugga er ég einmitt að varpa fram spurningum um „raunveruleik- ann“ í ljósmyndinni og um leið að varpa fram efasemdum um þá hug- mynd sem þú nefndir að ljósmyndin sé tæki til að sýna raunveruleikann. Það sem ég er að ýja að er að það sé enginn „alvöru“ eða raunverulegur heimur í ljósmyndum, heldur sé það sviðsettur veruleiki, jafnvel í ljós- myndum sem okkur þykir mjög raunverulegar.“ Óvenjulegt samspil ljóss og skugga einkennir margar myndir Astrid Jensen. „Ég nota eingöngu þá lýsingu sem er til staðar á tökustaðn- um, nema í einni mynd; – mynd af stúlku í skógi, en þar nota ég flass, til að draga fram ákveðin rýmishughrif. Ég mynda hversdagsleg augnablik, eins og af strætóstoppistöð, – augna- blik sem allir þekkja – stúlka situr á bekknum og bíður eftir strætó, og er í djúpum þönkum. Við vitum ekki að öðru leyti hvernig þetta augnablik er, hvort það snýst um dagdrauma, um eitthvað stórt drama, eða hvort þetta er sindur úr einhverju æv- intýri, – gæti verið hvað sem er; – og þá margræðni annarra heima reyni ég að draga fram.“ Astrid Kruse Jensen lauk námi frá Gerrit Rietveld-akademíunni í Amst- erdam og frá Glasgow School of Art en hún er nú búsett í Kaupmanna- höfn. Skuggi er opinn kl. 13–17 fimmtudaga til sunnudaga. Myndlist | Gallerí Skuggi Astrid Kruse Jensen: Bus Stop. Ímyndaður raunveruleiki HJÁ Máli og menn- ingu er Njála kom- in út á ensku – The Saga of Njáll – í endursögn Brynhildar Þór- arinsdóttur með myndskreytingum Margrétar E. Lax- ness. Brynhildur hlaut Vorvinda, við- urkenningu Barna og bóka, Íslands- deildar IBBY fyrir bókina árið 2002. Bókin er prýdd glæsilegum mynd- um eftir Margréti E. Laxness og að auki yfir 60 ljósmyndum. Jafnframt eru í bókinni fjölmargir fróðleiksmolar um sögusvið Njálu og sögutímann. Bókin er 61 bls. Þýðandi: Þóroddur Bjarnason Verð: 2.490 kr. Njála á ensku HJÁ Máli og menn- ingu er komin út Egla, sem er saga Egils Skalla- Grímssonar, í end- ursögn Brynhildar Þórarinsdóttur með myndskreyt- ingum Margrétar E. Laxness. Egla er æsispennandi saga sem segir frá víkingum og bændum, kon- ungum og drottningum, einvígjum, göldrum og gersemum. Brynhildur Þórarinsdóttir gerir sögu Egils aðgengilega fyrir börn og ung- linga í spennandi endursögn og með fjölmörgum fróðleiksmolum. Bókina prýða glæsilegar myndir Margrétar E. Laxness auk tuga ljós- mynda og listaverka. Brynhildur hefur sent frá tvær aðrar barnabækur, Lúsastríðið (2002) og Njálu (2002) sem er endurritun á Njálssögu, einnig með myndskreyt- ingum Margrétar Laxness. Fyrir þá bók hlaut Brynhildur Vorvinda, við- urkenningu Barna og bóka, Íslands- deildar IBBY. Hún er nú einnig fáanleg á ensku. Bókin er 61 bls. Verð: 2.690 kr. Egla fyrir börn og unglinga Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.